Morgunblaðið - 17.04.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 37
UM skeið hefur staðið
yfir sameining þriggja
spítalanna gömlu í
Reykjavík, Landakots,
Landspítalans og Borg-
arspítalans. Merkur
áfangi náðist fyrir
tveimur árum, en þá var
Landspítali – háskóla-
sjúkrahús stofnsett með
formlegum hætti. Þar
með var ekki lokið sam-
einingunni. Stefnt er að
einum öflugum spítala,
kenndum mikilli sér-
hæfingu og hárri tækni.
Enda þótt þessi rás
atburða sé á margra vit-
orði, er varla von að
þorri manna geri sér ljóst mikil-
vægi þeirra og hvað í húfi er, að vel
takist til. Ekki er lengur spurning
hvort á Íslandi verði rekin tvö eða
fleiri alhliða sjúkrahús. Nær að
spurt sé, hvort og hve lengi við get-
um rekið einn slíkan spítala eða
hvenær talið verður hagkvæmara
að skipta við erlendar stofnanir.
Eining tveggja stórspítala er
ekkert áhlaupaverk. Óhjákvæmileg
er innri röskun í starfi, óhagræði
fyrir sjúklinga og starfsfólk. Ytri
aðstæður, sem spítalanum verða
búnar, geta þó orðið afdrifaríkari,
fjármögnun, húsakostur, staðsetn-
ing. Þess munu erlend dæmi, að til-
raunir til sameiningar spítala hafi
gersamlega mistekist. Kann það að
vera bættur skaði í stóru löndunum,
sem eiga sér marga stóra spítala á
víð og dreif, en það yrði óbætanlegt
tjón fyrir okkur, sem aðeins getum
átt einn slíkan vegna fólksfæðar eða
smæðar markaðarins.
Sameiningin hefur fram til þessa
tekist bærilega vel, en ekki án rösk-
unar og óhagræðis, jafnvel óhæfrar
aðstöðu á sumum deildum og vænt-
anlega ekki án smærri mistaka. Það
koma tugir manna að þessari skipu-
lagningu og framkvæmd, og sjálf-
gefið að hnökrar verði. Það, hversu
vel hefur tekist, má fremst þakka
hollustu starfsmanna við eigin köll-
un og allt sem orðið spítali rúmar.
Eins hefur ríkt víðtæk samstaða
með stjórnendum
einstakra sviða spít-
alans og stuðningur
við yfirstjórn, en á
henni brennur eldur-
inn heitastur. Segja
má því, að innviðir
spítalans hafi staðist
álagið.
Enn er langt í land
og þungur róður. Það
reynir á hina ytri
þætti. Fæst næg
fjárveiting í kostnað-
arfreka sameiningu,
verður spítalinn
húsaður, verður
hann einn á einum
stað? Þessu munu
hin æðri völd svara í nafni þjóðar-
innar.
Neikvæð umfjöllun er áhyggju-
efni og getur orðið skaðleg góðri
stofnun. Í fréttum af Landspítala
fer mikið fyrir slíku. Vissulega ber
þess strax að geta sem gott er.
Sjaldan er veist að þjónustunni.
Hins vegar fer mikið fyrir vinnu-
deilum, lokunum deilda og löngum
biðlistum eða þá árvissum halla-
rekstri og er þá ekki dregið af. Hall-
inn er gjarnan talinn í hundruðum
milljóna fremur en í örfáum hundr-
aðshlutum. Löngum er látið liggja
að slökum rekstri og fjármála-
stjórn.
Sjálfsagt er unnt að bæta sig í
þessum efnum býsna lengi og um
mörg undanfarin ár hefur verið
lögð sérstök áhersla á hagræðingu í
rekstri og bætta stjórnun á Land-
spítala og öðrum fyrirtækjum. Það
eru enda engar vísbendingar til að
spítalinn sé verr rekinn er önnur ís-
lensk stórfyrirtæki.
Til samanburðar við aðra spítala
verður að leita til útlanda, þó helst
ekki lengra en til Norðurlandanna,
til þess að finna sambærilegar að-
stæður. Viðmiðunardeildir hafa
verið fundnar til dæmis fyrir
kvennadeild spítalans, en vandinn
er að finna hlutlausan dómara um
slíkan jöfnuð. En það eru aðrar
hlutlægar aðferðir tiltækar til sam-
anburðar. Sjúklingaflokkunarkerfi
hafa verið hönnuð fyrir spítal-
arekstur. Þessum kerfum er ætlað
að leggja mat á framleiðni með til-
liti til kostnaðar, gaumgæfa nýtingu
fjármagns og vera hvati til hagræð-
ingar. Svo að segja í kaupbæti gefa
þessi kerfi möguleika á raunhæfum
samanburði milli spítala.
Svokallað DRG-kerfi hefur orðið
ofan á meðal annars á Norðurlönd-
um. Um árabil hefur verið unnin
grunnvinna á Landspítala til und-
irbúnings, og árið 2001 var þetta
kerfi fyrst prófað í rekstri kvenna-
deildar. Í ár er það keyrt á fleiri
deildum.
Hér skal að lokum komið á fram-
færi DRG-samanburði við erlenda
spítala, en hann virðist Landspítala
hagstæður í hvívetna eins og með-
fylgjandi tafla gefur vísbendingu
um.
Niðurstaðan af þessari umfjöllun
er sú, að Landspítalinn er ekki ein-
asta góður spítali, heldur og býsna
vel rekinn sem fyrirtæki. Miklu
varðar að hann fái að dafna á þeirri
braut sem mörkuð hefur verið.
Þrálát neikvæð umfjöllun getur
skaðað. Ímynd skiptir máli og orð
skapa ímynd. Þetta vissi gamla kon-
an í Brekkukoti. Dýrin áttu sín
heiti, kötturinn gjarnan nefndur af-
mán, jafnvel fyrirmunun, hundinn
mátti kalla grey eða garm, en kúna,
lífgjöfina á bænum, aldrei annað en
blessaða skepnuna.
Landspítali hinn nýi
Jón Hilmar
Alfreðsson
Spítalarekstur
Landspítalinn er
ekki einasta góður
spítali, segir Jón Hilmar
Alfreðsson, heldur og
býsna vel rekinn sem
fyrirtæki.
Höfundur er yfirlæknir og
sviðsstjóri á kvennasviði Landspítala
– háskólasjúkrahúss.
DRG Heiti Noregur Ísland TriCare A USA lægst USA hæst
370 Keisaraskurður m/fylgikvillum 612.495 518.000 371.738 546.023 2.899.928
371 Keisaraskurður án fylgikvilla 444.496 375.920 288.266 423.524 1.178.116
372 Eðlileg fæðing m/fylgikvillum 237.998 201.280 202.797 154.924 947.516
373 Eðlil. fæð. án fylgikvilla 202.998 171.680 152.070 231.845 547.268
374 Eðlil.fæð.m/ófrjósemisaðg./útskafi 251.998 213.120 251.673 430.669 3.419.697
375 Eðlil.fæð.án/ófrjósemisaðg./útskafs 328.997 278.240 178.636 490.864 4.142.568
376 Sjúkd.e.fæð./fósturlát án skurðaðg. 199.498 168.720 170.015 73.619 3.994.681
377 Sjúkd.e.fæð./fósturlát m/skurðaðg. 94.499 79.920 382.357 272.389 1.272.196
378 Utanlegsþykkt 255.498 216.080 312.575 227.568 1.321.468
TUNGUMÁL þróast og það er
stöðug þörf fyrir nýyrði, en þessi þörf
tengist oft tæknilegum nýungum.
Hinar ýmsu fræðigreinar hafa marg-
ar umfangsmikinn orðaforða, sem er
lítt þekktur fólki almennt. Þetta er þó
örugglega að breytast mjög hratt
núna á tímum upplýsingasamfélags-
ins og mun breytast enn meira í
framtíðinni vegna síaukins aðgangs
almennings að tæknilegum upplýs-
ingum í gegnum veraldarvefinn. Ís-
lenskun á erlendum fræðiorðum er
stöðugt verkefni og það hefur verið
unnið mjög gott starf á þessum vett-
vangi innan hinna ýmsu fræðigreina
á undanförnum áratugum. Í efna-
fræði er þetta starf vandasamt vegna
þess að orðaforðinn er gífurlegur og
mörg orð tengjast sérþróuðu nafna-
kerfi, sem er alþjóðlegt, og verður í
raun aldrei hluti af almennu tal- og
ritmáli. Þar sem þetta kerfi skarast
við hið almenna mál geta komið upp
vandamál. Það er ólíklegt að orð-
skrípi festist í málinu, vegna stjórn-
valdsákvarðana, en það fer ekki á
milli mála að það er hægt að hafa
mikil áhrif á hvaða orð er notað yfir
ákveðna hluti eða hugtök, ef þau fá
opinbera eða viðskiptalega viður-
kenningu og eru af þeim sökum oft
birt almenningi á prenti. Í þessum til-
fellum er það þýðingarmikið að vand-
að sé til orðanna. Það er til dæmis
æskilegt að orð séu eins lýsandi fyrir
fyrirbrigðið og mögulegt er og alls
ekki villandi.
Dæmi um orð, sem mér finnst hafa
fengið óverðskuldað brautargengi í
þeirri merkingu, sem það er notað, er
orðið kolvetni. Þetta orð má sjá víða á
matvælaumbúðum t.d. mjólkurfern-
um, og þar sem almenningur hefur
aðgang að upplýsingum um efnainni-
hald matvæla eins og á heimasíðu
Manneldisráðs. Í þessu samhengi er
orðið notað sem þýðing á enska orð-
inu ‘carbohydrate’ og samsvarandi
orðum í öðrum tungumálum. Fyrri
hluti orðsins ‘kol’ vísar til kolefnis
eins og ‘carbo’ í enskunni. Í ensku og
öðrum Evrópumálum vísar ‘hydrate’
hins vegar til vatns og langeðlilegasta
íslenskunin á orðinu ‘carbohydrate’
er þess vegna ‘kolhydrat’. Það er að
vísu ákveðin einföldun í því að gefa í
skyn að sykur og sterkja, sem enska
orðið er meðal annars notað yfir,
samanstandi af kolefni og vatni en
ástæðan fyrir því að þessum efnum
var gefið nafnið ‘carbohydrate’ er sú
að efnasamsetningin, sem kemur út
úr efnagreiningu þessara efna, er í
samræmi við þetta. Það er alls ekki
nauðsynlegt, við íslenskun á samsett-
um erlendum orðum, að um bókstaf-
lega þýðingu sé að
ræða, en það er mjög
óæskilegt að orð gefi
villandi vísbendingar.
Íslenska orðið ‘kol-
vetni’ bendir til þess að
þau efni, sem hér um
ræðir innihaldi ein-
göngu kolefni og vetni.
Þetta er rangt því súr-
efni er líka hluti af
byggingu þeirra, og
reyndar stærsti hlut-
inn.
Annað vandamál við
notkun orðsins ‘kol-
vetni’ í þeim skilningi
sem hér er gert er, að
það er mikil þörf fyrir
þetta orð um önnur efni, sem eru
raunveruleg kolvetni, þ.e. efnasam-
bönd sem innihalda eingöngu kolefni
og vetni, en hér er um mjög stóran og
þýðingarmikinn flokk efna að ræða,
en í þeim flokki eru til dæmis olía og
jarðgas. Enska orðið yfir þessi efni er
‘hydrocarbons’. Hvað eru þessi efni
þá kölluð á íslensku? Það er greini-
legt að menn hafa lent í dálitlum
vandræðum með íslenskun á orðinu
‘hydrocarbon’ vegna þess að það var
búið að taka frá þetta ágæta orð ‘kol-
vetni’ til þess að rangnefna þann
flokk efna, sem kallast ‘carbohydra-
tes’ á ensku. Í Íslenskri orðabók
Menningarsjóðs er gefið
orðið ‘vetnikol’, sem mér
finnst ljótt. Á Vísindavef
Háskóla Íslands má sjá
orðið ‘vetniskol’ notað
um þessi efni, sem mér
finnst skárra. Í hinni
ágætu Ensk-íslensku
orðabók, sem Örn og
Örlygur gaf út og Jó-
hann S. Hannesson bjó
til prentunar, er þýðing
á orðinu ‘hydrocarbon’
gefin sem ‘kolvatnsefni’.
Ég get ekki notað
rangnefnið ‘kolvetni’ um
sykur og sterkju í minni
efnafræðikennslu, aftur
á móti nota ég það yfir
efnasambönd kolefnis og vetnis. Ég
veit að margir efnafræðingar eru mér
sammála. Ég legg þess vegna til að
opinberir aðilar og matvælaframleið-
endur taki upp orðið ‘kolhydrat’ í stað
‘kolvetnis’ og ég spái því að hin al-
menna notkun orðsins ‘kolvetni’ muni
þá færast yfir á raunveruleg kolvetni,
þ.e. gas, olíur og ýmis efni sem unnin
eru úr kolum, sem öll hafa það sam-
eiginlegt að innihalda eingöngu frum-
efnin kolefni og vetni.
Kolvetni, kolhydröt,
olía og sykur
Sigþór
Pétursson
Málhefð
Ég veit að margir
efnafræðingar, segir
Sigþór Pétursson,
eru mér sammála.
Höfundur er prófessor í efnafræði
við auðlindadeild Háskólans á
Akureyri.
FYRIR skömmu var
vakin athygli mín á
grein eftir Júlíus Haf-
stein sem birtist í
Morgunblaðinu föstu-
daginn 12. apríl sl.
undir nafninu: „Dópið
í íþróttunum og for-
usta ÍSÍ“. Í greininni
er vísað til alvarlegra
ásakana Birgis Guð-
jónssonar læknis á
hendur Ellerti
Schram, forseta ÍSÍ,
og tekið undir þær
ásakanir auk þess sem
því er lýst yfir að ís-
lensk íþróttahreyfing
hafi beðið hnekki,
bæði innan- og utanlands. Þessar
ásakanir á hendur íþróttaforust-
unni og forseta ÍSÍ virðast byggðar
á dómum, í málum sem nefndur
Birgir Guðjónsson hafði höfðað fyr-
ir Lyfjadómstól ÍSÍ en niðurstaðan
virtist ekki hafa fallið honum í geð.
Undirritaður kom að einu þess-
ara mála sem lögmaður fyrir einn af
þeim aðilum sem Birgir Guðjónsson
hafði kært og Lyfjadómstóll ÍSÍ
hafði vísað sjálfkrafa frá dómi. Ef
önnur mál, sem Birgir Guðjónsson
höfðaði fyrir dómstólnum, eru eitt-
hvað í líkingu við það mál leyfi ég
mér að fullyrða að þau gefa ekki til-
efni til þessara greinaskrifa Júl-
íusar Hafstein. Segja má að til þess
að fara af stað með slíkt mál, sem
ég átti aðild að, þurfti „yfirgrips-
mikið þekkingarleysi“, svo notuð
séu fleyg orð. Þar átti
erlendur íþróttamaður
hlut að máli en hann
hafði verið fundinn
sekur um misnotkun á
lyfjum og hlotið dóm
sinn fyrir. Áðurnefnd-
ur Birgir Guðjónsson
mun hafa kynnt sér
það mál og ekki líkað
sá dómur sem hinn er-
lendi íþróttamaður
hafði hlotið og vildi
bæta um betur. Lyfja-
dómstóll ÍSÍ hafði að
sjálfsögðu engin tök á
að endurskoða hinn er-
lenda dóm og vísaði
því málinu frá. Undir
rekstri þessa máls varð ég aldrei
var við að forusta ÍSÍ eða Ellert
Schram kæmu þar nærri eða
reyndu með einhverjum hætti að
hafa einhver afskipti af málinu enda
skiljanlegt að þessir aðilar vildu
ekki láta bendla sig við slíkan mála-
rekstur. Ég fylgdist nokkuð með
greinaskrifum Birgis Guðjónssonar
eftir dómsuppsagnir og þeirri
ákvörðun hans að segja af sér sem
formaður heilbrigðisráðs ÍSÍ, sem
ég taldi furðanlega vel ígrundaða í
ljósi þess hvernig hann hefur sinnt
þessu starfi. Hins vegar fór fram
hjá mér grein Birgis Guðjónssonar
frá 3. apríl sl., en get vart ímyndað
mér að hún eða aðrar gerðir Birgis
Guðjónssonar hafi gefið Júlíusi
Hafstein það tilefni til hinna ógeð-
felldu skrifa, sem hér að framan er
vitnað til. Einhverra hluta vegna tel
ég að þessi grein Júlíusar Hafstein
sé skrifuð gegn betri vitund og þá í
þeim tilgangi að koma höggi á for-
ustu ÍSÍ og ekki sé haft í huga að
vinna gegn misnotkun lyfja en það
hlýtur að vera meginmarkið okkar
sem íþróttum unna. Ég vil að lokum
vekja sérstaka athygli á þeirri lítils-
virðingu sem þessir menn, Birgir
Guðjónsson og Júlíus Hafstein,
sýna því mæta fólki sem skipar
Lyfjadómstól ÍSÍ og því fórnfúsa
starfi sem það vinnur.
Mætu fólki sýnd
lítilsvirðing
Gunnar
Sólnes
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
ÍSÍ
Ég varð aldrei var við,
segir Gunnar Sólnes,
að forusta ÍSÍ eða
Ellert Schram reyndu
með einhverjum hætti
að hafa einhver
afskipti af málinu.
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060