Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 54

Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í FEBRÚAR sl. skrifaði undirritað- ur greinarkorn í Morgunblaðið. Hafði ég þar annars vegar áhyggjur af alþjóðlegri auglýsingu um Reykjavík, sem örugga borg og að- laðandi (safe and attractive). Hins vegar taldi ég þjóðinni flest nauðsyn- legra en lögleiðingu enn einnar bar- dagaíþróttarinnar, nefnilega ólymp- ískra hnefaleika. Varðandi öryggið í borginni og reyndar landinu öllu, svo og þróun þeirra mála, þarf ekki að hafa mörg orð. Þeir, sem vilja, sjá að þar sígur flest á ógæfuhliðina. Nú stendur til að víggirða Slysa- deildina, svo sjúklingar og starfsfólk megi þar halda lífi og limum fyrir of- beldisseggjum. Þá má spyrja, hvort þetta sé hin opinbera stefna gegn vaxandi ofbeldi, það er að hver mað- ur víggirði sitt heimili og vinnustað, eða hvort reyna eigi að koma af stað hugarfarsbreytingum með þjóðinni. Sé hið síðara stefnan, tel ég opinbera lögleiðingu og útbreidda dýrkun of- beldisíþrótta ekki heppilegt innlegg í þá baráttu. Fyrir um það bil þremur vikum horfði ég á sjónvarpið og var þá sýnt frá keppni í austurlenzkri „sjálfsvar- naíþrótt“. Menn voru þar vel varðir til munns og handa, gríma fyrir and- liti og hanzkar dúðaðir. Skór voru og traustvekjandi enda bæði sparkað og slegið til höfuðsins. Skyndilega lá annar kappinn á gólfinu, en hinn dansaði stríðsdans. Dómarinn rétti upp höndina og sagði rétt si svona, „vann á roti“ og þar með var mynd- skeiðið búið. Vonandi að hinn sigraði hafi í fyllingu tímans risið úr rotinu og haft rænu á því að þakka fyrir sig. Nú má gera því skóna, að dúðaðir hanzkar og andlitsgríma hafi komið í veg fyrir bletti eða hrukku á yfir- borði höfuðsins. Slíkt er þó sýndar- veruleiki. Veruleikinn er líffæri inni í höfðinu, sem er mönnum nauðsyn- legt til að greina á milli veruleika og sýndarveruleika. Heilanum er illa við höfuðhögg, hvort sem þau eru veitt í einni íþrótt eða annarri, jafn- vel með olympískum stimpli. Mér finnst svo sem áður hnefaleikabann- ið hafa verið okkur til sóma, svo lengi sem það stóð. Að sjálfsögðu fór skjálfti um ýmsa postula sýndarveruleikans, sem síð- an risu upp á afturlappirnar og skeiðuðu um víðan völl. Til að ljá málstað sínum lystauka hefi ég með- al annars verið nefndur áhangandi talibana og óvinur íþrótta almennt. Læt ég mér þessar nafngiftir og aðr- ar í léttu rúmi liggja, meðan skrif mín eru lesin. Á skal að ósi stemma og mætti þá gjarnan byrja á afhelgun bardaga- íþrótta hverju nafni sem nefnast. Ég er sannfærður um að heilafrumur margra myndu þakka fyrir. Læt ég þar með þessari skjálftahrinu lokið af minni hálfu. LEIFUR JÓNSSON, læknir, Heiðarlundi 6, 210 Garðabæ. Á skal að ósi stemma Frá Leifi Jónssyni: ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að rétt- leysi einstaklingsins í þessu landi er með ólíkindum. Og þar sem ég geri mér fulla grein fyrir því að ef ég gæti ekki hagsmuna minna sjálf þegar mér finnst á mér brotið, get ég sjálfri mér um kennt. Á síðasta ári var bifreið á mínu nafni seld á nauðungarsölu vegna vanskila. Að sjálfsögðu bar mér að borga bifreiðagjöld af viðkomandi bifreið. Ég greiddi fyrri hluta þeirra en þar sem bifreiðin var seld af sýslumanninum í Reykjavík þann 1. sept. sl. taldi ég mig ekki eiga að greiða seinni hluta greiðslunnar all- an, nema þann tíma er hún hafði verið á mínu nafni. Mér fóru nú að berast mismunandi hótunarbréf frá innheimtumanni ríkissjóðs vegna þessara vangoldnu gjalda og var svo einföld í minni réttlætiskennd að halda þetta augljósan misskiln- ing af þeirra hálfu. Ég hafði því samband við Frumherja og spurðist fyrir um skuldastöðu á viðkomandi bifreið. Var mér tjáð að hún væri engin og þar að auki ætti ég inneign um 5000,- kr. og sagt að hafa sam- band við tollstjóra, þar sem hann hefði með þetta að gera. Samkv. þeim upplýsingum sem ég fékk þar, var mér enn tjáð að ekkert ógreitt væri af bifreiðinni og samhljóða Frumherja átti ég þar inneign. Ekki fékk ég leyfi til að flytja inn- eignina á aðra bifreið og fékk hana því útborgaða. En þar með var ekki öll nótt úti. Enn barst hótunarbréf, þar sem ég er aftur krafin um greiðslu á þessum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk núna, var vegna „mistaka“ endurgreitt til mín fyrri hluti bifreiðagj. síðasta árs, þá bar mér einnig að borga seinni hlut- ann, þrátt fyrir að sá sem keypti bíl- inn sé einnig búinn að greiða þau gjöld. Sem sagt þá skal „lögum samkvæmt“ tvígreiða bifreiðagjöld af viðkomandi bifreið, þar sem hún var á mínu nafni þegar seinni hlut- inn féll í gjalddaga, þrátt fyrir að ég hafi hvorki selt hana sjálf né átt hana eftir 1. sept. sl. Ég get vel skil- ið að ég eigi að borga eignaskatt sem ég er skrifuð fyrir en ekki eftir það. Ég er orðin langþreytt á þátt- töku minni í þessu skatta- og rétt- arríki og almennt á þeim mannrétt- indabrotum sem einstaklingar þessa samfélags eru beittir í skjóli „laganna“ og óska eftir leiðréttingu á þessari margsköttun nú þegar. Það er ekkert að því að borga endalausa sanngjarna skatta í öllum myndum ef ekki væri jafnmikið um misnotkun og ábyrgðarleysi á al- mannafé eins og tíðkast hefur. Skattlagningin á öllum sviðum er orðin algjör skrípaleikur, og þó bif- reiðaskattur sé alltof hár (kílóa- gjald til skamms tíma) miðað við tekjur hins almenna borgara þá er hundaskatturinn þó hærri. T.d. hef- ur Reykjavíkurborg um 20.000.000,- kr. í tekjur af hundaeigendum, mið- að við að það séu u.þ.b. um 1.250 hundar á skrá. Og ef vantar fleiri hugmyndir, hvernig væri þá að kattareigendur borgi eitthvað líka, þá má og nefna barnafólk og mætti þá taka upp nefskatt á hvert barn. VILBORG EGGERTSDÓTTIR, Austurbergi 2, Reykjavík. Réttarríkið Ísland Frá Vilborgu Eggertsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.