Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 64

Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Í MARKAÐSKÖNNUN, sem Gallup vann fyrir Búnaðarbankann og kynnt var á fundi um fjármál eldri borgara sem haldinn var á vegum Búnaðar- bankans, kemur fram að 48% fólks á aldrinum 60– 80 ára telja sig hafa minna en nægjanlegt fé til framfærslu. Þegar spurt var hversu sátt fólk væri við lífskjör sín sögðust þó 64% vera sátt en 22% voru ósátt. Þegar fólk var beðið að segja hvað það væri ósátt við nefndi um fjórðungur peningaleysi og tæpur fimmtungur ellilífeyrisgreiðslur og tæplega 10% stefnuna í öldrunarmálum. Könnunin var gerð dagana 8.–13. apríl, hringt var í 800 manns af öllu landinu á aldrinum 60–80 ára. Svarhlutfall var 67,3%. Áberandi var að fólk á aldrinum 60–80 ára hefði hug á að ferðast meira en rúm 55% nefndu það þeg- ar spurt var hvað það myndi gera öðruvísi ef það hefði meira fé handa á milli. Meðaltal núverandi ráðstöfunartekna þessa hóps á mánuði var 86.770 krónur. Tæp 88% í þessum aldursflokki bjuggu í eigin húsnæði og 85% sögðust hafa hug á því að búa áfram í sama húsnæði. Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, gerði hrörnun almannalífeyriskerf- isins að umtalsefni í erindi sínu. Hann benti á að kaupmáttur lífeyrisgreiðslna hafi vaxið miklu hæg- ar frá árinu 1997 en kaupmáttur lágmarkslauna verkafólks og raunar lækkað frá miðju árinu 1999. Benedikt benti á að lífeyrir og tekjutrygging með eingreiðslu hafi verið rúm 79% af lágmarkslaunum verkakarla árið 1991 en hafi farið hríðlækkandi síð- an og hlutfallið verið komið niður í 63% árið 2000. Til að halda hlutfallinu óbreyttu frá 1991 þyrfti um 18% hækkun lífeyris og tekjutryggingar. Í erindi Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðu- manns Hagfræðistofnunar, kom fram að flestar þjóðir hins iðnvædda heims séu að eldast, en afleið- ing þess er að hlutfallslega færri séu á vinnumark- aði en áður. Þá hafi gætt tilhneigingar í þá átt að fólk láti fyrr af störfum. Tryggvi benti á að þrátt fyrir þessa þróun sé mikill munur á vinnumark- aðsþátttöku á milli landa og atvinnuþátttaka eldra fólks á Íslandi sé ein hin mesta sem þekkist. Tryggvi segir að snemmtaka lífeyris og langlífi fólks leiði til þess að menn séu mun lengur en áður utan vinnumarkaðar; þetta leiði til ónýttrar fram- leiðslugetu, minnkandi skattstofna og aukins þrýst- ings á bæði lífeyriskerfi og fjármál hins opinbera. Íslenska þjóðin sé þó yngri en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Árið 2000 voru rétt rúm 10% þjóðarinnar 67 eða eldri en Hagstofan spáir því að árið 2050 verði þetta hlutfall komið í tæpan fimmtung. Að mati Tryggva mun snemmtaka líf- eyris aukast mjög á Íslandi á næstu árum þegar aldurssamsetning breytist og lífeyrissjóðakerfið nær fullum þroska. Þess vegna sé mjög mikilvægt að bera kennsl á þjóðhagslegan kostnað sem fylgir snemmtöku lífeyris og læra af reynslu annarra. Eins sé nauðsynlegt að hanna eftirlaunakerfi þann- ig að reglur hvetji fólk ekki af vinnumarkaði. Niðurstöður nýrrar könnunar kynntar á ráðstefnu um fjármál eldri borgara Nær helmingur telur sig ekki hafa nægjanlegt fé til framfærslu GEIR H. Haarde fjármálaráðherra hyggst leggja fram breytingartillögu á Alþingi við frumvarp um virðis- aukaskatt þannig að skattlagning á bækur verði samræmd hér á landi, en fyrir þinginu liggur frumvarp um breytingar á nokkrum öðrum atrið- um laganna. Nái breytingin fram að ganga munu allar bækur, á íslensku jafnt sem erlendum tungumálum, bera 14% virðisaukaskatt. Til þessa hafa erlendar bækur borið 24,5% skatt en íslenskar verið á lægra þrepinu. Ráðherra er þannig að bregðast við ráðgefandi áliti EFTA-dómstóls- ins um mismunandi skattlagningu á bækur hér á landi. Erlendar bækur hafa borið fullan virðisaukaskatt, eða 24,5%, en bækur á íslensku hafa bor- ið 14% vsk. Höfðað var mál á hendur stjórnvöldum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Herði Einarssyni hrl. Héraðsdómur leitaði álits hjá EFTA-dómstólnum og komst hann að þeirri niðurstöðu að þessi skatt- lagning stæðist ekki EES-samning- inn. Mismunandi virðisaukaskatts- þrep fæli í sér óbeina vernd inn- lendrar framleiðslu í skilningi 14. gr. samningsins. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði verið önnur leið fær fyrir stjórnvöld en að fara eftir áliti EFTA-dómstólsins. Hann vonaðist til að breytingin kæmi sem fyrst til framkvæmda þannig að t.d. erlendar námsbækur gætu lækkað í verði í haust. Ráðherra sagðist m.a hafa fengið ábendingu um námsbækurn- ar frá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Breytingartillaga fjármálaráðherra við frumvarp um vsk. Allar bækur beri 14% virðisaukaskatt RANNSÓKNARNEFND sjóslysa segir í nýrri skýrslu að orsakir þess að Núpur BA strandaði rétt vestan við Patreksfjörð 10. nóvember sl. megi rekja til bilunar í aðalvélar- búnaði skipsins. Nefndin telur allar líkur benda til þess að eftirlit með vélbúnaði hafi verið ábótavant, og það hafi leitt til vélarbilunarinnar. Núpur var á leið til hafnar í Pat- reksfirði snemma morguns þegar vél skipsins bilaði og rak það á tíu mínútum upp í fjöru, rétt utan við Vatneyri, um einn kílómetra frá bænum. Veður var slæmt og tals- vert brim í fjöruborðinu. Fjórtán manns í áhöfn sakaði ekki og var bjargað í land af björgunarsveitum á staðnum. Sex af tólf með brotna gorma Í skýrslu sjóslysanefndar segir að vatn og óhreinindi hafi verið í brennsluolíukerfi skipsins og spíss- ar hafi verið af sömu orsökum ryðg- aðir. Sex af tólf spíssum voru með brotna gorma. Nefndin telur sömu- leiðis ámælisvert að þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir hafi lélegt olíu- rennsli ekki verið athugað. Fram kom í útskrift úr hugbúnaði raf- eindastýrðra gangráða að öryggis- búnaður aðalvélarinnar hefði gefið til kynna í 105 skipti síðustu 679 vél- arstundir lélegt olíurennsli til vél- arinnar. Vélstjórar höfðu ekki orðið varir við þessar aðvaranir. Þegar vélarvörður Núps kom í vélarrúmið varð hann þess var að tölva var ekki í sambandi. Opnaði hann stjórnpúltið og sá þá að mið- öryggi hægra megin var útslegið. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að láta aðalvélina ganga en hún tók við sér nokkrum sinnum. Fram kom við rannsóknina að sama öryggi hefði slegið út einu sinni áður, þ.e. í september 2001, en málið ekki verið athugað frekar að sögn skipverja. Einnig kom fram að festingar akk- era voru fastar, þannig að þegar á reyndi gátu skipverjar ekki losað þau og látið falla. Orsakir strands Núps BA í Patreksfirði Eftirliti ábótavant með vél- búnaði LIÐ Njarðvíkur varði í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í körfu- knattleik karla er það lagði granna sína í Keflavík, 102:93, í þriðja leik liðanna í úrslitarimmunni um Ís- landsmeistaratitilinn. Leikurinn fór fram í Keflavík að viðstöddum tæp- lega 1.400 áhorfendum. Það blés lengi vel ekki byrlega fyrir Njarð- víkingum í leiknum. Þeir voru und- ir fram í fjórða og síðasta leikhluta er þeir sneru leiknum sér í hag. Þetta er í tólfta sinn sem félagið verður Íslandsmeistari síðan það stóð fyrst uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu 1981. Teitur Örlygs- son hampaði í gærkvöldi Íslands- bikarnum í tíunda sinn á ferlinum. Morgunblaðið/Þorkell Njarðvík Íslands- meistari  Teitur kveður/C1 TAP hugbúnaðarfyrirtækisins OZ Communication Inc. nam 24,6 millj- ónum Bandaríkjadala á síðasta ári, sem samsvarar um 2,4 milljörðum ís- lenskra króna. Þá eru meðtaldar af- skriftir og endurmat á viðskiptavild vegna kaupa á fyrirtæki í Kanada að fjárhæð 12,2 milljónir dala, gjald- færsla vegna kaupréttarsamninga að fjárhæð 1,7 milljónir dala, tap vegna dótturfélaga upp á eina millj- ón dala og endurmat eigna, einkum vegna áhrifa gengisbreytinga, að fjárhæð 600 þúsund dalir. Tap af reglulegri starfsemi á síð- asta ári nam 2,5 milljónum Banda- ríkjadala, miðað við bókfærðar heild- artekjur, en að frátöldum áhrifum dótturfélaga, afskriftum og fjár- magnskostnaði. Þetta er 57,4% minna tap en árið 2000. OZ tapaði 2,4 milljörð- um í fyrra  Tap/21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.