Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 19 www.ef.is Skoðaðu þessa frábæru pönnu! Fást grunnar eða djúpar og sem grillpönnur. 24-26-28-30 sm. Feitislaus steiking. Hagstætt verð! 3 viðurk enningar „Frábær“ hjá þýskum neytenda samtöku m Besta steikarpannan í Evrópu.... samkvæmt dómi þýskra neytendasamtaka Opinn fyrirlestur Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands Odda við Sturlugötu Sími 525 4500 www.vidskipti.hi.is Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands Marketing the Nation State John A. Quelch, prófessor við Harvard háskóla, flytur erindi um mikilvægi markaðssetningar þjóðríkis nú á tímum þegar mörg fyrirtæki eru alþjóðaleg en ekki bundin tilteknu þjóðríki. Hann veltir meðal annars fyrir sér hvernig markaðssetning þjóðríkis getur haft áhrif á útflutning, ferðaiðnað og erlendar fjárfestingar. Þurfum við að markaðssetja Ísland með tilliti til ofangreindra þriggja þátta sem skipta okkur svo miklu máli? John A. Quelch, prófessor við Harvard háskóla, er víðfrægur fræðimaður á sínu sviði. Hann er m.a. sérfræðingur í alþjóðaviðskiptum, alþjóða markaðssetningu og mannauðsstjórnun og hlutverkum alþjóðafyrirtækja og þjóðríkja. Quelch er höfundur og meðhöfundur fjölmargra bóka um ýmis málefni sem lúta að viðskiptum auk þess sem hann hefur setið í stjórnum ýmissa stórfyrirtækja og í fjölmörgum ráðgjafanefndum á vegum ríkisstjórna margra þjóða. Fundarstjóri er Ágúst Einarsson, forseti Viðskipta- og hagfræðideildar. Fyrirlesturinn verður í stofu 101, Lögbergi föstudaginn 19. apríl, kl. 12 – 13.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 6 0 1 6 / si a. is LÍFEYRISSJÓÐIR Bankastræti keyptu mest þeirra fjögurra aðila sem keyptu hlutabréf þau sem Ovalla Trading Ltd. seldi síðastlið- inn mánudag í Tryggingamiðstöð- inni hf., TM. Ovalla Trading seldi þá 62,5 milljónir króna að nafnverði hlutafjár TM, eða 6,71% af heildar- hlutafénu, á genginu 12,80. Sölu- verðið nam því 800 milljónum króna. Lífeyrissjóðir Bankastræti, sem er samrekstrarfélag Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyris- sjóðs hjúkrunarfræðinga, keyptu um 27,3 milljónir að nafnverði hlutafjár TM, eða 2,93% af heildarhlutafé fé- lagsins, fyrir 350 milljónir króna. Fjárfestingarfélagið Straumur hf., Lífeyrissjóður sjómanna og Kaup- þing banki keyptu hver fyrir sig rúmlega 11,7 milljónir að nafnverði, eða 1,26% af heildarhlutafénu, á kaupverðinu 150 milljónir. Fyrir þessi viðskipti átti Fjárfest- ingarfélagið Straumur 0,3% hlut í TM, sem félagið hafði keypt á um- liðnum vikum. Ovalla enn næststærsti hluthafinn Eftir sölu Ovalla Trading Ltd. á 6,71% hlut í TM er hlutur félagsins 11,31% af heildarhlutafénu. Félagið er næststærsti hluthafinn í TM, eins og fyrir söluna, næst á eftir Fram ehf., félagi fjölskyldu Sigurðar heit- ins Einarssonar útgerðarmanns úr Vestmannaeyjum. Þriðji stærsti hluthafinn er Ísfélag Vestmannaeyja hf. Ovalla Trading Ltd. er fjárfest- ingafélag í eigu Gaums Holding SA og Austursels ehf. Eigandi Gaums Holding er Fjárfestingafélagið Gaumur ehf., sem er í eigu Jóhann- esar Jónssonar og barna hans, Krist- ínar og Jóns Ásgeirs, stjórnarmanns í TM. Eigandi Austursels ehf. er Hreinn Loftsson hrl., stjórnarmaður í TM, fyrrverandi stjórnarformaður. Straumur selur og kaupir Hinn 1. mars síðastliðinn seldi Fjárfestingarfélagið Straumur hf. öll hlutabréf sín í TM að verðmæti tæplega 1.700 milljónir króna en það var Landsbankinn sem keypti þau bréf. Skömmu fyrir aðalfund TM 19. mars síðastliðinn seldi Landsbank- inn fjölskyldu Sigurðar heitins allt hlutaféð. Eftir þau viðskipti átti fjöl- skyldan og aðilar tengdir henni 43,29% hlut í TM og fékk fjóra menn kjörna í stjórn félagsins á aðalfund- inum og þar með meirihluta. Þórður Már Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Straums, segir kaupin endurspegla að Straumur telji fjár- festingu í hlutabréfum TM vera hag- stæða á þessu verði. „Straumur tek- ur ákvarðanir eftir aðstæðum hverju sinni um kaup og sölu bréfa,“ segir Þórður. Hreinn Loftsson vildi í samtali við Morgunblaðið í gær hvorki tjá sig um sölu Ovalla Trading á hlutabréf- um TM né um önnur hugsanleg við- skipti Ovalla. Lokaverð hlutabréfa TM á Verð- bréfaþingi Íslands í gær var 13,30, hækkaði um 0,10 frá deginum áður, eða um 0,76%. Sala Ovalla Trading Ltd. á 6,71% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf. Lífeyrissjóðir Bankastræti keyptu mest                        !   "  #     "  $ %" &'  (   $  )* & (  ! +" & ,-      &   (   (      #,. -  /  0  " 12# # " &  -3 4  " 5 6 7 8 9 : * ; < 5= 55 56 57 58 59 5: 5* 5; 5< 6=                                            6=)  '                        ÁRSREIKNINGUR Húsavíkur- kaupstaðar verður lagður fyrir til kynningar í bæjarráði Húsavíkur næstkomandi fimmtudag. Helstu niðurstöður hans eru að tekjur juk- ust um 10% milli áranna 2000 og 2001 og námu 812 milljónum króna í fyrra. Rekstrarkostnaður mála- flokka jókst á sama tímabili um 5% og nam 650 milljónum króna. Greiðslubyrði lána jókst um 70% og nam 272 milljónum króna. Fjár- festingar drógust saman um 73%, úr 712 milljónum króna í 190 milljónir króna. Útgjöld bæjarins umfram tekjur námu í fyrra 299 milljónum króna, en 810 milljónum króna árið 2000. Skuldir samtals, að meðtöldum líf- eyrisskuldbindingum, jukust um 15% og námu 3,3 milljörðum króna í árslok 2001. Neikvæð peningaleg staða að teknu tilliti til lífeyrisskuld- bindinga nam á sama tíma 2,7 millj- örðum króna og versnaði um 18% á milli ára. 15% skulda- aukning hjá Húsavíkur- kaupstað ACO-TÆKNIVAL hefur verið til- nefnt til verðlauna í tveimur flokkum á verðlaunahátíð tæknifyrirtækisins Cisco Systems sem haldin verður í Bandaríkjunum 29. apríl til 2. maí nk. Annarsvegar er fyrirtækið tilnefnt í flokki fyrir lausn varðandi samruna síma- og tölvukerfa eða svokallaða IP Telephony-þjónustu en hinsvegar í flokki nýjunga, sem veitt eru fyrir lausnir á venjulegum vandamálum með nýrri tækni. Að sögn Magnúsar Bergssonar, framkvæmdastjóra Kjarnasviðs Aco- Tæknivals, verðlaunar Cisco Systems árlega ýmis samstarfsfyrirtæki sín víðsvegar um heiminn fyrir framúr- skarandi árangur við lausn verkefna og þjónustu, til að stuðla að faglegri starfsemi. „Tilnefningarnar eru mikill heiður fyrir okkur, enda gerir Cisco mjög strangar kröfur við mat sitt á þeim lausnum sem verðlaunaðar eru. Meðal annnars er metið hvernig var staðið að framkvæmd verkefna, hversu langan tíma þau tóku og ekki síst hversu ánægður viðskiptavinur- inn er með lausn þeirra.“ Aco-Tækni- val tilnefnt til Cisco- verðlauna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.