Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓNAS Garðarsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, segir að
sátt hafi verið um það milli íslenskra
útgerða og Sjómannafélags Reykja-
víkur að skip sem stundi reglulegar
áætlunarsiglingar milli Íslands og
annarra landa séu mönnuð íslenskum
sjómönnum sem fái greitt eftir ís-
lenskum kjarasamningum. Hann
segist óttast að Eimskip og Samskip
treysti sér ekki til að standa við þetta
samkomulag ef Atlantsskip komist
upp með áætlanasiglingar milli Ís-
lands og Evrópu á skipi þar sem
greidd séu miklu lægri laun en hjá
Eimskip og Samskipum.
Ætla að stöðva skipið
Atlantsskip hófu í síðustu viku
reglulegar áætlanasiglingar milli Ís-
lands og Evrópu með hollensku leigu-
skipi sem heitir Estime. Jónas sagði í
samtali við Morgunblaðið að Sjó-
mannafélag Reykjavíkur myndi
reyna að stöðva þetta skip.
„Málið blasir við okkur þannig að
ef þeir ná einhverri fótfestu fyrir
þessari útgerð, með skipverjana á
þessum kjörum, þá munu Samskip og
Eimskip gera eins. Þar með eru ís-
lenskir sjómenn sem starfa hjá þess-
um tveimur félögum búnir að missa
vinnuna,“ sagði Jónas.
Jónas sagðist í gær hafa fengið
bréf frá skrifstofu Alþjóðaflutninga-
verkamannasambandsins í Rotter-
dam þar sem staðfest væri að engir
kjarasamningar væru í gildi fyrir
skipverja frá Rússlandi og Filipps-
eyjum sem væru í áhöfninni. Hins
vegar væru tveir menn um borð í
Estime á hollenskum kjörum. Jónas
sagðist vita á hvaða kjörum skipverj-
arnir væru því skipstjóri skipsins
hefði upplýst fulltrúa Sjómanna-
félagsins um það.
„Þetta eru miklu, miklu lakari kjör
en gilda fyrir íslenska sjómenn.
Fram að þessu hefur verið sátt um
það milli þeirra útgerða sem hafa ver-
ið hér, að í áætlunarsiglingum skuli
gilda íslensk kjör. Við óttumst að sú
sátt haldi ekki ef þetta á að verða
svona.
Skipverjar frá Filippseyjum á
þessu skipi er með í fastakaup tæp-
lega 500 dollara á mánuði. Ef Atlants-
skip væru spurð um kjörin myndu
þeir sjálfsagt nefna 1.200 dollara, en í
þeirri tölu er allt meðtalið, m.a. föst
næturvinna upp á 100 klukkustundir.
Félagi í Sjómannafélaginu sem væri
að skila samsvarandi vinnu væri með
350–400 þúsund krónur á mánuði
(3.300–3.800 dollarar).
Kjör af þessu tagi eru leyfileg í
Hollandi og það er ekkert í íslenskum
lögum sem verndar íslenska sjómenn
gagnvart þessu. Ef við grípum til að-
gerða gagnvart þessu þá eru þær
sjálfsagt ekki löglegar, en við eigum
engan annan kost. Það er lífsspurs-
mál fyrir íslenska sjómenn að þessi
friður haldi sem skapast hefur um
áætlanasiglingarnar,“ sagði Jónas.
Stefán Kjærnested, framkvæmda-
stjóri Atlantsskipa, hefur bent á að
Eimskip geri út portúgalska leigu-
skipið Florinda og þar gildi portú-
gölsk kjör. Jónas sagði að skipið væri
ekki í áætlanasiglingum eins og þær
hefðu verið skilgreindar. Það væri
hins vegar rétt að Florinda kæmi hér
við öðru hverju. Portúgalskir skip-
verjar um borð næðu ekki íslenskum
kjörum, en kjörin væru hins vegar
mun hærri en skipverjar á Estime
væru á.
Óttast að sátt um áætl-
anasiglingar bresti
UMFERÐARSLYS varð á Bæjar-
hálsi, á móts við nýbyggingu Orku-
veitunnar, í Árbæjarhverfi í gær-
morgun. Tómur vélsleðapallur, sem
getur tekið sex sleða, losnaði aftan úr
stórum trukki og fór yfir á öfugan
vegarhelming og lenti þar framan á
fólksbíl. Beisli pallsins fór í gegnum
framrúðu bílsins og pallurinn lagðist
nánast yfir topp bílsins. Ökumaður
fólksbílsins var einn í bílnum og var
fluttur á slysadeild með áverka í and-
liti.
Lögregla segir það mestu mildi að
ekki hafi farið enn verr því aðkoman á
slysstað hafi verið mjög ljót. Í ljós
kom að beislið á pallinum hafði smog-
ið rétt framhjá höfði ökumannsins og
þurfti að klippa hann út úr stór-
skemmdum bílnum. Ökumaðurinn
var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss í
Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis
á slysadeild eru áverkar ökumannsins
í andliti talsverðir en ekki lífshættu-
legir. Hlaut hann m.a. beinbrot og
þurfti að gangast undir aðgerð í gær.
Ljósmynd/Gísli Hauksson
Sleðapallurinn lagðist nánast yfir fólksbílinn eftir að dráttarbeislið hafði stungist í gegnum framrúðuna.
Ljót aðkoma að umferðarslysi á Bæjarhálsi í gærmorgun
Sleðapallur fór rétt við
höfuð ökumannsins
SAMKVÆMT nýrri skoðanakönn-
un sem heimur.is hefur gert á fylgi
framboðslistanna sem boðið hafa
fram í Reykjavík vegna borgar-
stjórnarkosninganna í vor er Sjálf-
stæðisflokkurinn með ívið meira
fylgi en R-listinn. Í könnuninni
fékk Sjálfstæðisflokkurinn 49,9%
fylgi og átta menn, Reykjavíkur-
listinn 48,7% og sjö menn, F-listi
Frjálslynda flokksins og óháðra
1,3% og H-listi, Höfuðborgarfram-
boðið, 0,5%.
Þetta er fyrsta könnunin sem
gerð hefur verið sem sýnir Sjálf-
stæðisflokkinn með meira fylgi en
R-listinn. Munurinn er hins vegar
ekki marktækur. Fylgisaukning D-
lista og tap R-lista frá síðustu
könnun, sem gerð var í byrjun
apríl, er hins vegar tölfræðilega
marktækt. Þá mældist Sjálfstæð-
isflokkinn með 35% fylgi og fimm
fulltrúa og R-listann með 61% og
10 fulltrúa. F-listinn var þá með
um 4%.
Könnunin var gerð dagana 22.–
24. apríl. Hún byggist á svörum
517 einstaklinga sem valdir voru
með handahófsúrtaki úr símaskrá.
Óvissir og þeir sem ekki vildu
svara eru um 30%. Vikmörk á fylg-
istölum stærstu framboðanna, mið-
að við 95% vissu, eru +/-5,4%.
Skoðanakönnun á fylgi flokka í Reykjavík
D-listi mælist með
ívið meira fylgi
ÁKVÖRÐUN lækna heilsugæslu-
stöðvarinnar í Efstaleiti um að
gefa ekki út vottorð til sjúklinga
eða þriðja aðila, sem falla utan al-
mannatrygginga- og heilbrigðis-
kerfisins, hefur gert það að verk-
um að stjórnendur Mennta-
skólans við Hamrahlíð ákváðu að
framlengja þann frest, sem nem-
endur hafa til að skila læknisvott-
orði, en hugsanlega verða for-
eldravottorð tekin gild.
Úrskurðað hefurverið að útgáfa
allra læknisvottorða skuli falla
undir aðalstarf heilsugæslulækna.
Læknum er því ekki heimilt að
innheimta sérstaklega fyrir vott-
orð til sjúklinga eða þriðja aðila.
Vegna þessara aðgerða var sett
upp tilkynning frá læknum
Heilsugæslustöðvarinnar í Efsta-
leiti í lok mars, þar sem fram kem-
ur að þeir gefi ekki út „veikinda-
vottorð til vinnuveitenda og skóla,
heilbrigðisvottorð ýmiss konar,
vottorð til lögmanna og trygg-
ingafélaga svo dæmi sé tekið.“
Skjólstæðingar Heilsugæslu-
stöðvarinnar hafa fengið tilkynn-
inguna við komu á stöðina og fyrir
skömmu var hún send MH vegna
margra óska nemenda skólans um
læknisvottorð.
Lárus H. Bjarnason, rektor
MH, segir að skólayfirvöld hafi
vitað af þessari ákvörðun lækn-
anna og því hafi verið gefin út til-
kynning til nemenda þess efnis að
í stað þess að skila veikindavott-
orði í síðasta lagi viku eftir að
veikindum lyki hefði sá frestur
verið framlengdur um óákveðinn
tíma eða þar til deila lækna leyst-
ist. Þessi ákvörðun hafi verið tek-
in þegar nemendur, sem hafi verið
veikir, hafi greint frá því að þeir
hafi ekki getað fengið vottorð, og
þá hafi verið brugðist við með
þessum hætti til að eyða óvissunni
hjá nemendum.
Verði deilan ekki leyst nk.
þriðjudag, þegar kennslu lýkur í
vor, verða skólayfirvöld að skoða
málið á ný og er í athugun að not-
ast við foreldravottorð í einhverj-
um tilvikum, að sögn Lárusar.
Foreldravottorð
hugsanlega í stað
læknavottorða
KVIKMYNDIN Ísaldarhesturinn
eftir Pál Steingrímsson og félaga
hans í Kvik hf. hlaut fyrr í vikunni
þrenn verðlaun á náttúrulífs-
myndahátíðinni International Wild-
life Film Festival (IWFF). Hlaut
kvikmyndin verðlaun fyrir mynda-
töku, einnig fyrir kynningu á ís-
lenskri menningu og svo fyrir notk-
un tónlistar. Áður höfðu Ísaldar-
hestar unnið til verðlauna, í flokki
mynda um tengsl manns og nátt-
úru, á Wildlife Europe-kvik-
myndahátíðinni.
Auk Páls voru tökumenn við gerð
myndarinnar þeir Friðþjófur
Helgason og Þorvarður Björgúlfs-
son. Kvikmyndin er þegar komin í
alþjóðlega dreifingu og hefur m.a.
verið samið um sýningu hennar á
Discovery-sjónvarpsstöðinni, að
sögn Páls.
Elsta hátíð náttúrulífsmynda
Á IWFF-hátíðinni í Montana eru
teknar til sýningar um 200 kvik-
myndir víða að úr heiminum og há-
tíðargestir skipta þúsundum. Há-
tíðina stofnaði þekktur líffræð-
ingur, dr. Charles Jonkel, 1977 og
varð þetta fyrsta hátíð náttúrulífs-
mynda þar sem sérstök dómnefnd
dæmir myndirnar. Páll hefur áður
unnið til verðlauna á IWFF fyrir
lundamyndina Litli bróðir í norðri
og æðarfuglsmyndina Nábúar, æð-
ur og maður.
Kvikmyndin Ísaldarhesturinn
var frumsýnd hér á landi síðastlið-
inn sunnudag í Háskólabíói. Var
frumsýningin liður í heimilda- og
stuttmyndahátíðinni „Reykjavík
shorts & docs“.
Myndin fjallar um íslenska hest-
inn, sem fylgt hefur landsmönnum
frá landnámi. Rakin er saga og
uppruni þessa þarfasta þjóns til
skamms tíma. Einnig hvernig harð-
neskja íslenskrar náttúru og land-
fræðileg einangrun hefur mótað
þetta einstaka hestakyn. Í mynd-
inni er m.a. velt upp mögulegum
skyldleika íslenska hestsins við
hesta ísaldarmanna. Á hellaristum
frá ísöld má sjá myndir af hestum
sem líkjast mjög íslenskum hestum
í vetrarhárum.
Morgunblaðið/Friðþjófur
Í kvikmyndinni er m.a. sagt frá ferð með Þórði bónda Halldórssyni, á
Laugalandi í Skjaldfannadal, kringum Drangajökul.
Ísaldar-
hesturinn
fær þrenn
verðlaun
Formaður Sjómannafélags Reykjavíkur segir félagið
verða að bregðast við áætlanasiglingum Atlantsskipa