Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 32

Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 32
32 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EITURLYF eiga ekkiheima í samfélaginu ogþótt rætt hafi verið um aðkoma á fót miðstöð fyrir neytendur morfínskyldra lyfja þýðir það ekki uppgjöf í baráttunni gegn eiturlyfjum. Þvert á móti verður ekkert gefið eftir til að uppræta eit- urlyfjavandann. Þetta kom meðal annars fram hjá Sólveigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra á níundu borgarstjóraráð- stefnu Samtaka evrópskra borga gegn fíkinefnum, ECAD, í gær. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri í Reykjavík, tók í sama streng, þegar hún sleit ráðstefnunni. Þessi tveggja daga ráðstefna fór fram á Grand hóteli og var haldin í Reykjavík í fyrsta sinn. Sólveig Pét- ursdóttir ræddi um þörfina fyrir stefnumörkun og samhæfingu í bar- áttunni gegn eiturlyfjum. Hún sagði að samhæfingin væri grundvöllur árangurs og alþjóðleg samvinna væri nauðsynleg til að vinna á vand- anum enda um alþjóðlegt vandamál að ræða og benti á árangursríkt nor- rænt samstarf lögreglu og tollgæslu í þessu sambandi. Hún sagði enn- fremur að Schengen-samningurinn og samningur við Europol, sem hefði verið undirritaður á nýliðnu ári, hefðu mikið að segja hvað eftirlitið varðaði. Til viðbótar væri mikilvægt að þjóðir skiptust á hugmyndum varðandi aðgerðir og miðluðu af reynslu sinni á öllum sviðum, t.d. hvað varðaði forvarnir og meðferð. Í sambandi við forvarnir sagði dómsmálaráðherra að samstarf yfir- valda og lögreglu væri mjög mikil- vægt. Hún greindi frá því að íslensk stjórnvöld hefðu bætt við mannskap í starfslið lögreglu, fíkniefnalögreglu og tollgæslu til að hefta innflutning og sölu eiturlyfja. Aðstaða þessara manna hefði verið bætt og þeir feng- ið sérstaka þjálfun vegna starfsins. Samstarfið væri víðtækt um allt land og fyrirkomulagið hefði reynst vel. Sólveig Pétursdóttir sagði að eft- irlitið hefði verið hert til muna á und- anförnum fimm árum og árangurinn hefði ekki látið á sér standa, en í mörg horn væri að líta. Það væri t.d. umhugsunarefni hvernig best væri að endurhæfa fíkla meðan þeir væru í fangelsi með það fyrir augum að þeir yrðu lausir úr fjötrum eitur- lyfjanna þegar þeim yrði aftur sleppt út í samfélagið. Því miður væri eit- urlyfjum smyglað til fanga og þeir sem fengju enga meðferð í fangels- um væru líklegir til að taka upp fyrri iðju með tilheyrandi afbrotum, að lokinni afplánun. Verkefnið Ísland án eiturlyfja bar oft á góma á þinginu og dómsmála- ráðherra gerði það einnig að umtals- efni sínu. Fram kom að verkefnið hefði haft áhrif og skilað árangri. Sólveig Pétursdóttir sagði að oft heyrðust raddir þess efnis að bar- áttan væri töpuð en þó fullnaðarsig- ur væri ekki í höfn væri þessi gagn- rýni að mörgu leyti byggð á sandi og réttlætti ekki uppgjöf. Hún spurði hvernig staðan væri ef eiturlyfjum hefði verið leyft að flæða eftirlits- laust inn í landið, ef ekkert hefði ver- ið gert til að vara fólk við hættum samfara eiturlyfjaneyslu, ef upp- bygging fyrrnefndra starfsstétta hefði ekki átt sér stað og ekkert hefði verið gert varðandi m stofnanir. Í máli Sólveigar Pétu kom jafnframt fram að á un um árum hefðu íslensk s unnið markvisst í baráttu eiturlyfjum á öllum stigu sambandi benti hún á ára reglunnar og rannsóknir se minni neyslu krakka á skóla þess sem hún lagði áher heróínfíklar, sem væru meira vandamál í nágrann um, þekktust ekki á Íslandi Vandamál Í pallborðsumræðum un Bandaríkjamannsins Melv itsky var víða komið við Labucka, dómsmálaráðher lands, sagði að 1997 hefðu Lettlandi vegna eiturlyfjan sambærileg tala í fyrra he 108. 50% hefðu verið á ald árs til 30 ára og 85% k Flestir neyttu heróíns eða kannabis 16 til 20% og am um 11%. 1996 hefðu 11 verið teknir og mælst undir Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra á Engin uppgjöf í unni gegn eitur Frá pallborðsumræðunum í gær. Frá vinstri: Sólveig Péturs dómsmálaráðherra Lettlands, Kristina Axén Olin, aðstoðarbo prófessor og Torgny Peterson, aðstoðarfr VONIR eru bundnar við aðlækning muni finnast viðastma og hugsanlegaverður hægt að bólusetja börn gegn honum í framtíðinni. Þetta segir breskur lungnasérfræð- ingur sem var andmælandi við dokt- orsvörn íslensks barnalæknis á mánudag. Sérfræðingurinn segir rannsókn Íslendingsins varpa nýju ljósi á hvernig astmi hegðar sér. Peter Barnes, sem er prófessor á National Heart & Lung Institute við Imperial College í London og talinn einn fremsti sérfræðingur heims á þessu sviði, segir astma venjulega koma fram hjá fólki á æskuárum en aðeins lítill hluti fólks fær hann fyrst eftir að fullorðinsaldri er náð. Hann segir þetta líklega algengasta krón- íska sjúkdóminn á Vesturlöndum en í Bretlandi þjáist um 20 prósent barna og 10 prósent fullorðinna af astma. Engin lækning er til við sjúk- dómnum en hægt er að halda honum í skefjum með lyfjagjöf. Of lítið um óhreinindi Barnes segir astma vera vaxandi vandamál. „Hann er að verða al- gengari í öllum löndum. Þar með eru lönd á borð við Ísland, Bretland og Bandaríkin en hann er einnig að verða algengari í vanþróaðri lönd- um. Við vitum ekki hvers vegna en teljum að vestrænir lifnaðarhættir tengist því á einhvern hátt.“ Hann segir eina kenninguna þá að aukna tíðni þessara sjúkdóma megi rekja til færri sýkinga hjá ungum börnum í dag miðað við það sem áð- ur var. „Sömuleiðis er mun minna um óhreinindi umhverfis okkur nú en áður. Börn komast æ minna í tæri við óhreinindi og sýkingar og ónæm- iskerfið nær því ekki að þróast á þann hátt að það geti brugðist við astma. Þar sem notkun sýklalyfja er algeng og fólk er í mjög hreinu um- hverfi er miklu meira um astma og önnur ofnæmi því við höfum misst ónæmisvernd sem byggist upp í snemmæsku. Ef þessi kenning er rétt er hún mikilvæg því þá getur maður ímyndað sér að það verði mögulegt að lækna fólk í framtíðinni með því að örva ónæmiskerfið.“ Að sögn Barnes telja aðrir að þetta sé ekki eina skýringin á auk- inni tíðni astma því lifnaðarhættir á Vesturlöndum hafa breyst á fleiri vegu. „Við höfum fleiri bíla og fólk hefur breytt mataræði sínu þannig að það borðar ekki eins fersk mat- væli og áður. Það gæti verið annar orsakavaldur. En líklega hefur sam- spil ólíkra þátta, sem tengjast vest- rænum lifnaðarhátt- um, leitt til þessarar auknu tíðni sjúkdóms- ins.“ Barnes var andmæl- andi á doktorsvörn Há- konar Hákonarsonar barnalæknis en þar gerði Hákon grein fyr- ir rannsókn sinni á astma. Barnes segir þessa rannsókn hafa átt þátt í því að vísinda- menn og læknar nálg- ist astma á annan hátt nú en áður. „Ég held að við höfum náð miklum árangri í því að skilja þennan sjúkdóm því áður h við um astma sem krampa arveginum og meðhöndluð með lyfjum sem áttu að krampanum. Núna vitum v er mikil bólga í öndunar þegar um astma er að ræð er mjög mikilvægur þátt hvernig astmi hegðar sér.“ Barnes segir rannsókn Þekktur breskur lungnasérfræðingur sem var Hugsanleg sett gegn TENGSL KLÁMIÐNAÐAR OG KYNLÍFSHEGÐUNAR Kynlífshegðun einhvers hóps ís-lenskra karlmanna verðurstöðugt ofbeldisfyllri og meira niðurlægjandi ef marka má vitnisburð þeirra fórnarlamba sem leita til Neyð- armóttöku vegna nauðgana, að því er fram kemur í máli Guðrúnar Agnars- dóttur, læknis og yfirmanns hennar, í Morgunblaðinu í gær. Erindi hennar var flutt í tengslum við ráðstefnu ECAD (Samtaka evrópskra borga gegn fíkniefnum) en þar voru ræddar leiðir til að stemma stigu við neyslu og útbreiðslu á ólöglegum fíkniefnum. Með þessum tveimur málaflokkum er enda margt líkt og það sýnir sig að iðulega standa sömu aðilar að baki kynlífsiðnaði, skipulögðu mansali í tengslum við hann og fíkniefnadreif- ingu og -sölu. Í erindi sínu vék Guðrún að erlend- um stúlkum sem vinna við kynlífsiðn- að í Reykjavík, en margar þeirra til- heyra þeim 500 þúsund konum, flestum á aldrinum 16–25 ára, sem tal- ið er að séu fluttar víðsvegar að til Vestur-Evrópu á ári hverju til að vinna við kynlífsiðnað sem rekinn er með miklum hagnaði. Þær erlendu stúlkur sem hér vinna í slíkum störf- um staðhæfa að þær séu neyddar til að selja sig auk þess sem þær þéna mjög lítið nema þær fallist á að stunda vændi. Guðrún segir þær hafa tak- markaðan aðgang að heilsugæslu, t.d. í þeim tilgangi að fá getnaðarvarnir, en samt sem áður er vitað að þær sækja í auknum mæli til lækna til að óska eftir fóstureyðingu. Sú óþægi- lega staðreynd verður óneitanlega til þess að draga fram í dagsljósið þá sið- ferðislegu þversögn sem í vændi felst, því erfitt er að gera sér í hugarlund með hvaða hætti hægt er að aðgreina líkamlegan og andlegan veruleika þeirra sem það stunda, þannig að kaup á líkama þeirra um stundarsakir – rétt eins og á hverri annarri neysluvöru – séu réttlætanleg, með þeim „auka- verkunum“ sem þeim fylgja. Syrja má hver mælikvarðinn á siðferðisleg og mannúðleg gildi sé í slíkum viðskipt- um, og hversu langt sé hægt að ganga í þeirri vægðarlausu hlutgervingu mannslíkamans sem felst í vændi og kynlífsiðnaði, án þess að það hafi áhrif á viðmið samfélagsins í heild. Í því sambandi er óhjákvæmilegt að velta hlutverki neytandans fyrir sér, enda bendir Guðrún á að það sé „gríð- arlega óþægilegt að vita af því að evr- ópskir karlmenn standa fyrir hópi neytenda sem er þjónað með stórfelld- um brotum á mannréttindum“. Eftir- spurn neytendanna er að sjálfsögðu lykilþáttur í að viðhalda kynlífsiðnað- inum og að hennar sögn væri ekki hægt að mæta henni ef ekki kæmu til skipulögð glæpasamtök sem sjá við- skiptavinunum fyrir því sem þeir óska eftir. Hvernig svo sem staðið er að öfl- un erlendra stúlkna í þennan starfa hér á landi er ljóst að miðað við þær upplýsingar sem ítrekað hafa verið lagðar fram um ástandið á undanförn- um misserum, eru afleiðingar vændis alltaf alvarlegar; niðurlæging og skömm, lélegt sjálfsmat og fordæming samfélagsins eru einungis hluti þeirra. Það sem Guðrún greinir frá í erindi sínu er í raun svo alvarlegs eðlis að ekki verður komist hjá að taka það til vandlegrar íhugunar. Enda er tæpast hægt að túlka málflutning hennar á annan veg en þann að sá kynlífsiðn- aður sem nú þrífst í Reykjavík hafi af- ar neikvæð áhrif á hegðun sumra karla sem liti samskipti þeirra við konur í heild. „Meðhöndlunin á þess- um stúlkum er eins og á varningi og vanhelgar virðingu allra kvenna,“ seg- ir hún og jafnframt að þessi „starf- semi, ásamt öðrum myndum klámiðn- aðarins, hefur að mínu mati leitt til mun ofbeldisfyllri og meira niðurlægj- andi kynlífshegðunar meðal íslenskra karlmanna“. Sú hegðum endurspegl- ast að hennar sögn í mynstri þess kyn- ferðislega ofbeldis sem fórnarlömb er leita á neyðarmóttöku upplifa. Ef aukið framboð í kynlífsiðnaði hér á landi virðist m.ö.o. leiða til svo nei- kvæðra breytinga á hegðunarmynstri einhvers hóps karlmanna, má segja að það skjóti skökku við hversu harkaleg viðbrögð almennings hér á landi hafa verið við vægum dómum í kynferðisaf- brotum, á meðan kynlífsiðnaðurinn er að mestu látinn óátalinn. Staðreyndin er sú að yfirgnæfandi meirihluti kyn- ferðisafbrotamanna er karlmenn og ef klámvæðing samtímans, svo sem á Netinu, á nektarstöðum auk samhliða útbreiðslu vændis, verður til þess að ýta undir ofbeldi og niðurlægingu gegn konum, verða landsmenn að gera það upp við sig hvort það sé réttlæt- anlegt að leyfa slíka staði. Þeir sem halda því fram að ekki sé hægt að banna nektarstaði á þeirri forsendu að um þá eigi að gilda sömu lögmál frelsis og í öðrum viðskiptum verða að hafa í huga að það er nánast ógerningur að koma í veg fyrir vændi í tengslum við þá. Starfsemin, svo sem einkadans og samskipti dansaranna við viðskiptavini utan staðanna, er hreinlega þess eðlis að ekki er hægt að hafa fullkomið eftirlit með henni án þess að skerða friðhelgi einkalífsins. Ef sá kostur er valinn að leyfa nekt- arstaði áfram verður því að takast á við vændið sem er fylgifiskur þeirra og sjá til þess að þær konur sem það stunda, erlendar sem íslenskar, séu undir reglubundnu lækniseftirliti. Annað er einungis tvískinnungur sem leiðir til þess að ekki er tekist á við- unandi máta við þau margvíslegu vandamál sem vændinu fylgja, auk þess sem engin ábyrgð er öxluð á þeim fjölmörgu erlendu konum sem fluttar eru inn til að þjónusta karlmenn hér. Hinn kosturinn er sá að íslensk yfir- völd breyti löggjöf landsins þannig að starfsemi nektarstaða verði óheimil og þannig verði komið í veg fyrir að þeir séu gróðrarstía vændis og nei- kvæðrar kynlífshegðunar. Slíku banni fylgir sú hætta að vændi þrífist að ein- hverju leyti áfram sem neðanjarðar- starfsemi, en erfitt er þó að ímynda sér að það gæti orðið að stærri vanda en þeim sem fylgt hefur innreið nekt- arstaðanna. Að auki felur slíkt bann í sér skýra höfnun samfélagsins á þeirri lítilsvirðingu sem konum er sýnd á nektarstöðum og á þeim sem kaupa þær til kynlífsathafna. Vonandi gæti sú höfnun spyrnt við þeirri óheilla- vænlegu þróun sem starfsfólk neyðar- móttöku vegna nauðgana verður vart við nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.