Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 19
Zanussi uppflvottavél DA 6152
Bogadregin hurð og stjórnborð.
5 þvottakerfi. 2 hitastillingar.
44.995,-
Ver› á›ur 49.995 kr.
Tefcold kæliskápur KS 150/RV
Með frysti. Samtals 178 lítra.
17 lítra frystihólf.
24.995,-
Wilfa örbylgjuofn WP800P20
20 lítra. 6 þrepa hitastillir og affrysting.
Snúningsdiskur. Emeleraður að innan. 30 mín.
tímastilling. Gefur hljóðmerki.
Wilfa-olíufylltur rafmagnsofn
CR0610A 1000 W
Umhverfisvænn. Hraðvirk hitun.
Sjálfvirkur hitastillir heldur jöfnum
hita í rýminu. Á tveimur hjólum.
3 hitastillingar.
6.995,-
Ver› á›ur 7.995 kr.
E i
nn
heitur í
b
ú s t a ð i
n
n
49.995,-
Á›ur 36.995 kr.
29.995,-
- 7.000kr.
Philco Bendix flurrkari Pho-DN550
Tvíátta barkaþurrkari. Kaldur
blástur fyrir viðkvæman þvott.
5.000kr.
10.000kr.
Ei
nn kaldur
í
b
ú
s t a ð i n n
2
9.995,-
Ei
nn góður
í
b
ú
s t a ð i n n
Við
eigum auglýstar vörur!
i
SMÁRALIND KÓPAVOGI – S. 569 1550
S t æ r s t a v e r s l u n a r k e ð j a m e ð r a f t æ k i í E v r ó p u !
ÞETTA GÆTI KOMIÐ SÉR VEL
Þú kau
pir nún
a en b
orgar e
kki fyr
stu
afborg
un fyrr
en eft
ir
4 mán
uði, va
xtalau
st.
Og þá
er mög
uleiki
á allt a
ð 32 m
ánaða
raðgre
iðslu.
FYRSTA
AFBO
RGUN
Í SEPTE
MBER!
0VEXTIR%
1 3 ára ábyrgð ef greitt er með biðgreiðslum eða raðgreiðslum Visa, annars 2 ár.
2 Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi í umbúðum. Gildir ekki um tölvur, geisladiska, DVD diska, GSM síma og vörur til persónulegra nota. Starfsfólk veitir frekari upplýsingar.
Philco flvottavél WMN 1262MX
1200 snúninga. Tekur 5 kg.
13 þvottakerfi, m.a. ullarkerfi.
Tekur inn heitt og kalt vatn.
snúnin
ga
r1200
Philco kæli- og frystiskápur
Pho-FR240
240 l með grænmetisskúffu.
59.995,-
1
ÁBYR
GÐ
Á›ur 59.995 kr.
- 10.000kr.
Á›ur 69.995 kr.
BROTIST var inn á tveimur
stöðum á Hólmavík aðfaranótt
miðvikudags, á veitingastaðinn
Café Riis og í félagsheimilið á
staðnum.
„Aðkoman var ansi skrautleg
og mér finnst það nú óskiljanlegt,
fyrst þeir voru á annað borð að
brjótast inn, að þeir skyldu ekki
tæma barinn og halda ærlega
veislu,“ sagði Magnús Magnús-
son, veitingamaður og eigandi
Café Riis á Hólmavík, en þegar
hann kom til vinnu að morgni síð-
asta vetrardags hafði verið brot-
ist þar inn um nóttina.
Þjófarnir hafa byrjað á því að
reyna að brjóta upp dyrnar að
framanverðu en fóru svo í gegn-
um glugga á bakhlið hússins.
„Það var búið að taka nokkrar
vínflöskur en þeir hafa verið
mjög vandlátir á vín og greini-
lega að þetta hafa verið einhverj-
ir sem voru að leita að vímuefn-
um því sjúkrakassinn var
tæmdur. Þá var spilakassi Rauða
krossins eyðilagður og allt fé-
mætt tekið úr honum svo og allt
þjórféð frá því við opnuðum stað-
inn. Þetta hafa líklega verið
snyrtimenni því þá hefur vantað
umbúðir utan um peningana og
losað til þess kaffipakka en helltu
kaffinu í skál á borðinu. Þeir hafa
fundið lykilinn að skrifstofunni
sem er hér uppi í húsinu og rótað
þar. Ég held að við getum verið
þakklát fyrir að ekki var allt lagt
hér í rúst.“
Þá var brotist inn í félagsheim-
ilið á Hólmavík og þaðan stolið
myndvarpa og smámynt úr skúff-
um starfsmanna. Að sögn Hann-
esar Leifssonar, lögregluvarð-
stjóra á Hólmavík, er rannsókn á
frumstigi. „Við erum með
ákveðna vísbendingu,“ sagði
Hannes en hann er rannsóknar-
lögreglumaður og starfaði í mörg
ár í fíkniefnalögreglunni í
Reykjavík. „Ég hef verið að vara
sérstaklega við þessu hérna, að
þessir menn eru orðnir svo
þekktir á Reykjavíkursvæðinu að
þeir fara að snúa sér að lands-
byggðinni. Fólk hérna hefur ver-
ið grandalaust fyrir svona löguðu
og þetta sýnir að það verða allir
að vera á varðbergi. Oftast taka
þeir dýra hluti sem auðvelt er að
koma í verð,“ sagði Hannes.
Verðmætum stolið í innbrotum
Hólmavík
SUMARIÐ heilsaði með óvenju
kuldalegum svip að morgni fyrsta
sumardags. Alla nóttina hafði snjó-
að í logni og var jafnfallinn snjór í
ökkla en frostið 3 gráður. Á
fimmtudag var norðan kuldanepja
með skafrenningi og um kvöldið
var frostið komið í 7 stig. Mikið er
komið af fugli en raddir vorsins
hafa hljóðnað. Snjótittlingar hafa
hópað sig að nýju og vilja fá gjöfina
sína heima við hús, svo sem var í
vetur. Flórgoðinn lónar við vatns-
bakkann og andfuglar sækja að
volgum svæðum vatnsins. Síðdegis
á fimmtudag hafði floti af gæsum
sest að á túni bónda, komið sér þar
fyrir með höfuð undir væng.
Morgunblaðið/BFH
Úr Hlíðarkambi um kvöldverð-
arleytið á sumardaginn fyrsta.
Kuldaleg
sumarkoma
Mývatnssveit
SUMARDAGURINN fyrsti er sér-
íslenskur siður og kærkominn fyrir
fólk því þá er frí hjá flestum og eng-
inn skóli. Þór Jónsson sem á heima í
Vík notaði tækifærið og brá sér í
heimsókn í sveitina og fékk að
halda þar á rétt nýfæddum lamb-
hrút sem er bíldóttur á litinn, en um
þessar mundir er sauðburður að
hefjast á mörgum bæjum.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Þór Jónsson sem býr í Vík kom í
heimsókn til fréttaritara til að
skoða fyrsta lamb sumarsins.
Lömb í sum-
arbyrjun
Fagridalur
ÁKVEÐIÐ hefur verið að kanna hug
kjósenda til sameiningar sveitarfé-
laganna frá Bakkafirði og Vopna-
firði, um Norður- og Austur-Hérað
og Fellahrepp, til Seyðisfjarðar.
Stýrihópur um hugsanlega samein-
ingu sveitarfélaga á norðursvæði
Austurlands, sem samþykkti þetta
nýverið, hefur óskað eftir því að
sveitarstjórnir á þessu svæði af-
greiði málið frá sér ekki síðar en 15.
maí nk.
Fulltrúi Þróunarstofu Austur-
lands og Háskólinn á Akureyri munu
sinna undirbúningi málsins og gefa
út kynningarbækling um sameining-
arhugmyndirnar. Honum verður
dreift meðal íbúa svæðisins fyrir
sveitarstjórnarkosningar í vor.
Skoðanakönn-
un eystra
Egilsstaðir
♦ ♦ ♦