Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRIÐRIK Jens Guð-
mundsson, fulltrúi á
Skattstofunni í
Reykjavík, er látinn, á
77. aldursári. Hann var
á sínum tíma í þeim
hópi frjálsíþrótta-
manna sem „íslenska
íþróttavorið“ er kennt
við.
Friðrik ólst upp í
Vesturbænum, lauk
Samvinnuskólaprófi
árið 1945 og starfaði
lengi hjá Olíuverslun
Íslands. Síðan vann
hann hjá Skattstofu
Reykjavíkur þar til hann lét af störf-
um. Friðrik var KR-ingur og stundaði
glímu og frjálsar íþróttir um árabil.
Ungur hóf Friðrik að stunda
íþróttir hjá KR og varð einn af
fremstu frjálsíþrótta-
mönnum landsins.
Keppti í kúluvarpi og
kringlukasti frá stríðs-
lokum og fram á sjöunda
áratuginn. Friðrik varð
Íslandsmeistari í kúlu-
varpi 1948 og 1952 og
meistari í kringlukasti
1949. Hann var í lands-
liði Íslands í frjálsíþrótt-
um árum saman.
Friðrik fæddist í
Reykjavík 9. nóvember
1925. Hann andaðist á
Landspítalanum við
Hringbaut 16. apríl síð-
astliðinn. Árið 1945 kvæntist Friðrik
eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði
Sigurjónsdóttur, sérkennara, f. 1925.
Þau eignuðust fimm dætur og einn
son sem lifa föður sinn.
Andlát
FRIÐRIK JENS
GUÐMUNDSSON
VERÐMÆTI húsnæðis undir lík-
amsræktarstöð í nýjum höfuðstöðv-
um Orkuveitu Reykjavíkur á Rétt-
arhálsi er 28 milljónir króna, sam-
kvæmt svari Þorvaldar Stefáns
Jónssonar, framkvæmdastjóra
byggingarnefndar, við fyrirspurn
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem
lagt var fram í borgarráði á þriðju-
dag.
Í svarinu segir að líkamsræktarað-
stöðunni sé ætlað pláss fyrir ofan
tækjarými í húsinu þar sem verða
spennustöðvar og varaaflstöðvar fyr-
ir húsið. Fyrir ofan líkamsræktar-
stöðina sé fyrirlestrarsalur með hall-
andi gólfi sem geri lofthæðina an-
kannalega. Umrætt húsnæði myndi
því aðeins nýtast sem geymsluhús-
næði væri það ekki nýtt fyrir þessa
starfsemi. Starfsemi líkamsræktar-
stöðvarinnar hefur verið boðin út og
mun Orkuveitan ekki eiga tæki í hús-
inu, heldur einungis varanlegar inn-
réttingar og er vonast til að leigan
sem greidd verði fyrir húsnæðið
verði hærri en kostnaðurinn af því.
Fyrir sameiningu veitnanna var
320 fermetra líkamsræktaraðstaða í
húsnæði Rafveitu og Vatnsveitu en
engin hjá Hitaveitu. Þar fyrir utan
voru sturtur, gufuböð og búningsað-
staða á um 340 fermetrum. Þá segir í
svari Þorvaldar að veiturnar hafi átt
allan búnað og greitt þjálfurum laun
en starfsmenn hafi ekki greitt fyrir
aðgang að stöðinni. Komið hefur
fram að í nýju líkamsræktarstöðinni
muni starfsmenn þurfa að greiða fyr-
ir afnot af stöðinni, en OR mun
styrkja starfsmenn til að stunda lík-
amsrækt þar sem þeir vilja.
Nýja Orkuveituhúsið er sam-
starfsverkefni tveggja arkitekta-
stofa, Hornsteina arkitekta ehf. og
Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar
hf. Einnig komu verkfæræðistofurn-
ar Línuhönnun, Almenna verkfræði-
stofan, Fjarhitun, Rafhönnun og
VSÓ að hönnun hússins.
Nýjar höfuðstöðvar OR
Kostnaður við
líkamsræktarað-
stöðu 28 milljónir
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær íslenska ríkið til að
greiða fyrrverandi kennara við
Menntaskólann að Laugarvatni rúm-
ar 5 milljónir sem um samdist milli
kennarans og stjórnenda skólans
þegar gerður var starfslokasamning-
ur við kennarann á síðasta ári.
Samningurinn var gerður í júlí í
fyrra að ósk stjórnenda ML og var
sendur ríkisféhirði. Áður höfðu
skólayfirvöld rætt við menntamála-
ráðuneytið um málið og kynnt efni
samningsins munnlega. Mennta-
málaráðuneytið taldi hins vegar að
ákvörðun um starfslokasamninginn
hefði hvorki verið borin formlega
undir ráðuneytið né fjármálaráðu-
neytið. Eftir nokkur bréfaskipti
hafnaði fjármálaráðuneytið því að
flokka samninginn undir ófyrirséð
útgjöld og óska eftir aukafjárveitingu
vegna hans. Menntamálaráðuneytið
óskaði eftir því við fjárlaganefnd Al-
þingis að fá fjárheimild til að efna
samninginn en því var hafnað í des-
ember 2001. Því taldi íslenska ríkið
að lagastoð skorti fyrir því að
greiðsla samkvæmt samningnum
yrði innt af hendi úr ríkissjóði og því
væri hann ógildur og óskuldbindandi
fyrir ríkið.
Héraðsdómur komst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að starfslokasamn-
ingurinn kvæði á um gagnkvæmar
skuldbindingar samningsaðila án
fyrirvara. Ríkið hefði ekki staðið við
sinn hluta samningsins eða boðist til
að rétta hlut kennarans á neinn hátt.
Kennarinn hefði hins vegar efnt
skyldur sínar sem fólu í sér missi
starfs og áunninna lögbundinna rétt-
inda svo og samningsbundins réttar
til húsnæðis. Þessa hefði ríkið orðið
aðnjótandi og orðið, hvað sem öðru
liði við þetta, skuldbundið gagnvart
kennaranum að efna samninginn að
sínum hluta.
Mál fyrrverandi kennara við menntaskóla fyrir héraðsdómi
Ríkið dæmt til uppgjörs
starfslokasamnings
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni
Steinari Gunnlaugssyni hæstarétt-
arlögmanni fyrir hönd Guðmundar
Sigþórssonar, skrifstofustjóra í
landbúnaðarráðuneytinu:
„Í fjölmiðlum undanfarna daga
hafa komið fram getgátur um, að
flutningur umbjóðanda míns, Guð-
mundar Sigþórssonar, skrifstofu-
stjóra í landbúnaðarráðuneytinu, til
starfa í Brussel næstkomandi haust
standi í sambandi við greiðslur þær
á þóknun fyrir störf í framkvæmda-
nefnd búvörusamninga, sem fyrir
mistök var greidd inn á banka-
reikninga hans og tveggja annarra
nefndarmanna 13. febrúar sl. en
þeir bakfærðu strax og þeim varð
ljóst að greiðslurnar höfðu átt sér
stað. Af þessu tilefni er nauðsynlegt
að taka fram, að ekkert samband er
milli þessara tveggja mála. Fyrir-
ætlanir um að Guðmundur Sigþórs-
son taki þann 1. september nk.
tímabundið við starfi sem fulltrúi
landbúnaðarráðuneytisins við
sendiráð Íslands í Brussel til að
vera tengiliður ráðuneytisins við
EFTA, ESA og aðrar stofnanir
EES, svo og ESB og aðildarríki
þess, hafa verið á döfinni í landbún-
aðarráðuneytinu um nokkurra
mánaða skeið og voru til komnar
áður en hitt málið kom upp.
Ákvörðun um tilflutninginn var tek-
in í fullu samráði við Guðmund Sig-
þórsson.
Hitt er hins vegar rétt, sem fram
hefur komið með skýrum hætti
undanfarna daga, að samstarfsörð-
ugleikar hafa verið milli æðstu
embættismanna landbúnaðarráðu-
neytinu, þ.e.a.s. ráðuneytisstjórans
Guðmundar B. Helgasonar og stað-
gengils hans, Guðmundar Sigþórs-
sonar, skrifstofustjóra. Með sam-
komulaginu um að Guðmundur
Sigþórsson taki við starfinu í
Brussel er úr þeim vanda bætt.
Unnt er að leita staðfestingar á
þeim upplýsingum, sem hér koma
fram, hjá landbúnaðarráðherra
Guðna Ágústssyni.“
Flutningur
til Brussel á
döfinni um skeið
UNGIR sjálfstæðismenn í Reykja-
vík settu í gær af stað það sem þeir
kalla Skuldaklukku borgarinnar en
hún á að sýna skuldaaukningu
Reykjavíkur eins og hún er í raun-
tíma. Klukkan er staðsett í Kringl-
unni en hugmyndin er að færa hana
milli staða fram að kosningum.
Það er Samband ungra sjálfstæð-
ismanna sem stendur fyrir uppsetn-
ingu klukkunnar og segir Ingvi
Hrafn Óskarsson, formaður sam-
bandsins, að það sé gert til að vekja
borgarbúa til umhugsunar um þá
stöðu sem fjármál borgarinnar eru
komin í og hvert stefni. „Þess
vegna höfum við sett þessa skulda-
klukku af stað og við munum láta
hana rúlla fram að kosningum.“
Að sögn Inga Hrafns var hraðinn
á skuldaaukningunni fundinn út
með því að miða annars vegar við
skuldastöðuna í árslok 2001 sam-
kvæmt ársreikningum og hins veg-
ar við áætlun Reykjavíkurborgar
fyrir yfirstandandi ár um skulda-
stöðuna eins og gert er ráð fyrir að
hún verði í árslok.
„Þetta er ákveðin aukning og við
deilum henni niður á daga, klukku-
tíma, mínútur og sekúndur og
þannig fáum við hraðann á aukn-
ingunni,“ segir Ingvi Hrafn sem
segir skuldaaukninguna vera 11
milljónir á dag.
Klukkan verður staðsett í Kringl-
unni í dag en fyrirhugað er að færa
hana í miðbæinn eftir það og svo
víðar um borgina.
SUS setur upp skuldaklukku
Morgunblaðið/Sverrir
Klukkan mun tifa fram að kosningum en það eru ungir sjálfstæðismenn sem standa að klukkunni. F.v.: Helga
Árnadóttir, Björgvin Guðmundsson og Ingi Hrafn Óskarsson.
HORNSTEINN var lagður að nýj-
um höfuðstöðvum Orkuveitu
Reykjavíkur við Réttarháls í vik-
unni. Voru það Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri og Alfreð
Þorsteinsson, stjórnarformaður
Orkuveitu Reykjavíkur, sem lögðu
hornsteininn.
Alls er húsið rúmir 14 þúsund
fermetrar. Heildarkostnaður við
bygginguna er áætlaður 2,3 millj-
arðar. Reiknað er með að starfsemi
Orkuveitunnar verði flutt í húsið í
september í haust, en starfsmenn
eru um 500 talsins.
Morgunblaðið/Þorkell
Hornsteinn að húsi Orkuveitunnar