Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 14

Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ DÓMSMÁLARÁÐHERRA og sýslumaðurinn í Kópavogi annars vegar og formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Kópavogs fyrir hönd Kópa- vogsbæjar hins vegar hafa gert með sér samkomulag um fíkniefnavarnir í grunnskól- um bæjarins. Í samstarfssamningnum segir að aðilar séu sammála um að hafa samstarf um fíkni- efnavarnir og vinna markvisst gegn útbreiðslu og neyslu fíkniefna meðal nemenda í grunnskólum Kópavogs. Þeir telja mikilvægan þátt í fíkni- efnavörnum að halda uppi öfl- ugri fræðslu meðal nemenda um skaðsemi fíkniefna og jafnframt að leita allra leiða til þess að ná framangreindu markmiði. Lögð er áhersla á að lögreglan í Kópavogi, Fé- lagsþjónustan og grunnskólar bæjarins hafi með sér öflugt samstarf um þetta verkefni. Í samræmi við þessi markmið hefur Kópavogsbær lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til þess að ráða starfsmann í heilt stöðugildi til þess að sinna forvörnum í fíkniefna- málum í grunnskólum Kópa- vogs og mun bærinn annast launagreiðslur hans. Mun starfsmaðurinn m.a. bera ábyrgð á tengslum og sam- vinnu lögreglu og fjöl- skyldudeildar er lúta að al- mennri fræðslu til nemenda og aðgerðum í einstökum fíkniefnamálum er berast stofnunum. Tímamótasamningur „Samningur þessi markar tímamót,“ sagði Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra við undirritun hans. „Með honum verður samstarf bæj- aryfirvalda og lögreglu gert mun nánara, sem ég tel að geti leitt til þess að störf beggja aðila, félagsmálayfir- valda í Kópavogi og lögregl- unnar verði markvissara.“ Þá sagði Sólveig að fíkni- efnavandinn væri áhyggjuefni fyrir Íslendinga. „Við náum ekki árangri í þessari baráttu nema með því að takast á við vandann með öllum þeim að- ferðum sem okkur eru mögu- legar og alls staðar þar sem hann birtist. Við verðum að leggja áherslu á löggæslu, tollgæslu, alþjóðlega sam- vinnu, meðferðarúrræði og síðast en ekki síst, forvarnir.“ Samningur sem stuðlar að auknum forvörnum í bænum Nánara samstarf bæjar- yfirvalda og lögreglu Morgunblaðið/Golli Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar, Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra, Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, og Þorleifur Pálsson sýslumaður við undirritun samstarfssamningsins í gær. Kópavogur SIV Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra veitti í gær leikskólanum Norð- urbergi í Hafnarfirði við- urkenningu í tilefni af Degi umhverfisins fyrir brautryðjendastarf í um- hverfismálum leikskóla. „Leikskólar hafa í miklum og vaxandi mæli sinnt umhverfisfræðslu á síðustu árum og standa fyllilega jafnfætis öðrum skólastigum hvað varðar áhuga og framtak á sviði umhverfismála,“ segir í frétt frá umhverfisráðu- neytinu. „Norðurberg í Hafnarfirði hefur þar unnið brautryðjendastarf undir forystu leik- skólastjórans þar, Önnu Borg Harðardóttur.“ Starf að umhverf- ismálum í Norðurbergi hófst fyrir sex árum, fljótlega eftir að Anna réðst til starfa við leik- skólann. Leikskólinn fékk styrk til að vinna að þró- unarverkefni sem hlaut nafnið Umhverfismennt í leikskóla. Skýrslu um verkefnið var skilað til mennta- málaráðuneytisins árið 1998 og hefur það nýst öðrum leikskólum til þess að hefja starf að um- hverfismálum. Leikskólastjórinn hefur einnig heimsótt leikskóla víða á höfuðborgarsvæð- inu til að fræða þá um starfið á Norðurbergi. Á Norðurbergi eru börnin frædd um náttúruna með því að fara með þeim um nánasta umhverfi sitt og segja þeim frá því sem ber fyrir augu. Allt sorp er flokkað og allar mat- arleifar og annar lífrænn úrgangur jarðgerður. Fernur eru skolaðar og börnin læra að láta ekki vatn renna að óþörfu eða ljós loga í dagsbirtu. Morgunblaðið/Golli Anna Borg Harðardóttir, leikskólastjóri Norður- bergs í Hafnarfirði, tekur við umhverfisviðurkenn- ingunni hjá Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Norðurberg fær viðurkenningu Hafnarfjörður „ÞAÐ er eins og að renna sér í gegnum regnbogann eða vera á diskóteki að fara niður nýju vatnsrennibrautina okkar,“ segir Alfreð Alfreðs- son, laugarvörður í Grafar- vogslaug, en ný vatnsrenni- braut var formlega opnuð af Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra á sum- ardaginn fyrsta. „Renni- brautin er rúmlega 50 metra langt svarthol, en á nokkurra metra kafla kemur mikil lita- dýrð í brautina,“ segir Al- freð. Þá var einnig opnuð ný útilaug, 12 metra barnalaug með barnarennibraut. Grafarvogslaug var troð- full af börnum við opnunina en fyrstu ferðina í nýju vatnsrennibrautinni fóru börn og barnabörn starfs- fólks laugarinnar, sem voru að sögn Alfreðs himinlifandi með brautina. Hann segir að með nýju brautinni og nýju barnalauginni sé aðstaðan í Grafarvogslaug orðin mjög góð fyrir jafnt börn sem full- orðna. Ný vatns- rennibraut tekin í notkun Grafarvogur Svarthol eða diskótek? Börnin létu vel af nýju brautinni, enda spennandi að koma úr niða- myrkri á fleygiferð og þeysast undir regnbogann í 50 metra langri brautinni. Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri klippti á borðann við opnun nýju vatnsrennibrautarinnar. Menningarmálanefnd Garðabæjar stendur fyrir opnum kynningarfundi um býlið Krók á Garðaholti og umhverfi hans á mánudags- kvöldið 29. apríl nk. kl. 20– 22 í samkomuhúsinu á Garðaholti. Í frétt frá Garðabæ kemur fram að Krókur sé lítill bárujárns- klæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ ár- ið 1923. Í bænum var búið allt til ársins 1985. Afkom- endur síðustu íbúanna í Króki gáfu Garðabæ bæjar- húsin í Króki ásamt útihús- um og innbúi árið 1998 með því skilyrði að bærinn yrði endurbyggður sem nú hefur verið gert. Bærinn þykir gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar. Kynningarfundur á Króki og umhverfi hans Garðabær SUMARDAGURINN fyrsti var helgaður Halldóri Laxness í Mosfellsbæ og einkenndust hátíðarhöld af því. Nemendur grunnskólanna tveggja, Lága- fellsskóla og Varmárskóla, sýndu metnaðarfulla dagskrá sem samanstóð af leikþáttum úr verkum Halldórs, myndlist- arsýningum svo og fjölda tón- listaratriða. Mátti þar sjá börnin bregða sér í gervi Hall- dórs sjálfs og þá blésu þau einnig lífi í persónur bóka hans með eftirminnilegum hætti, en fjöldi gesta sótti skemmtanir skólanna. Laxnesshátíð verður áframhaldið í Mosfellsbæ nú um helgina. Sumar- komu fagnað á Lax- nesshátíð Mosfellsbær Morgunblaðið/Jim Smart Þessi verk voru meðal þeirra sem sýnd voru á myndlistarsýningu í Varmár- og Lágafells- skóla á sumardaginn fyrsta í tengslum við Laxnesshátíð Mosfellsbæjar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.