Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKA skellti Íslandsmeisturum Hauka og mætir Val / C2 Verðum að stöðva Stefánsson / C1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins. Blaðinu verður dreift um allt land. KULDAKASTIÐ á höfuðborg- arsvæðinu og nágrenni er ekki bara neikvætt svona í sumar- byrjun, a.m.k. ekki fyrir skíða- áhugamenn. Vegna þess er unnt að opna stólalyftuna í Kóngsgili í Blá- fjöllum um helgina. Í frétt frá skíðasvæðinu segir að frítt verði í hana en nægur snjór er í Kóngsgili og prýðilegt skíðafæri. Stefnt er að því að lyftan verði op- in frá klukkan 10 til klukkan 18 á laugardag og sunnudag. Gott færi er í Hlíðarfjalli á Ak- ureyri en í dag verður þar loka- dagur Andrésar Andar-leikanna þar sem krakkar víðsvegar af landinu spreyta sig á skíðum. Opið í Bláfjöllum um helgina LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók í gærmorgun fjögur ungmenni á aldrinum 18–20 ára sem vegfarandur sáu til skömmu áður við innbrot og skemmdarverk á bílum í Garða- bæ. Ungmennin, þrír drengir og ein stúlka, voru tekin til yfir- heyrslu þar sem lögreglan grun- aði þau um aðild að fleiri inn- brotum að undanförnu. Hafa þau komið við sögu lögreglunn- ar áður í svipuðum málum. Að sögn lögreglu játuðu ung- mennin að hafa brotist inn í ann- an bílinn. Rannsókn málanna verður haldið áfram en ung- mennunum var sleppt að yfir- heyrslum loknum. Innbrot og skemmdir á bíl- um í Garðabæ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur úrskurðaði í gær tvítugan karlmann í tíu daga gæsluvarð- hald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík, en maðurinn er grunaður um nokkur innbrot í Reykjavík og nágrannasveitar- félögum að undanförnu. Lögreglan handtók manninn ásamt félaga hans í fyrrakvöld við tilraun til að brjótast inn í hús við Laugaveg. Var talin ástæða til að fara fram á svo- nefnda síbrotagæslu yfir mann- inum og úrskurðaði dómarinn að hann skyldi sæta tíu daga gæslu. Úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald ÞAÐ var ekki sérlega vorlegt um að litast á Eskifirði í gær en þá lá snjór yfir bænum og Kári blés um úfinn sæ. Minnismerki sjómannsins var að hluta þakið snjó og og mann- fólkið hefur eflaust beðið um blíðu enda heldur almanakið því fram að sumarið sé komið og tveimur dög- um betur. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Beðið um blíðu ÓÁNÆGJA er meðal leiðbeinenda í framhaldsskólum þar sem þeir telja sig njóta takmarkaðra rétt- inda og hafi í reynd ekkert at- vinnuöryggi. Hafin er könnun með- al leiðbeinenda í skólum á því hvort grundvöllur sé fyrir stofnun sérstakra hagsmunasamtaka. Skv. upplýsingum sem fengust meðal forsvarsmanna málsins hafa verið send út bréf í alla framhalds- skóla landsins til að kanna und- irtektir við stofnun sérsamtaka leiðbeinenda. Einn leiðbeinenda sem Morgunblaðið ræddi við í gær benti á að um þessar mundir væri verið að auglýsa lausar kennara- stöður. Ef kennari með kennslu- réttindi væri svo ráðinn í stöðu sem leiðbeinandi gegndi væri leið- beinandinn kominn út á kaldan klaka. Skipti þá engu máli hvaða menntun eða reynslu hann hefði að baki heldur það eitt hvort hann væri með lögboðin kennsluréttindi. „Við höfum nákvæmlega ekkert at- vinnuöryggi,“ segir hann. Um 20% þeirra sem annast kennslu í framhaldsskólum eru leiðbeinendur eða nálægt 250 manns. Leiðbeinendur sem rætt var við í gær gagnrýndu Kenn- arasambandið fyrir að hafa ekki gætt réttar þeirra sem skyldi og aldrei viljað horfast í augu við þá staðreynd að 20% meðlima þess væru réttindalaus en greiddu engu að síður full gjöld til félagsins. Óánægja meðal leiðbeinenda í framhaldsskólum Kanna möguleika á stofnun sérsamtaka HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um rétt konu til hlutdeildar í lífeyr- isréttindum fyrrverandi eiginmanns hennar. Konan og maðurinn slitu samvistum eftir átján ára samband, þar af 15 ár í hjúskap, og hafði kon- an verið heimavinnandi á samvist- artímanum og sinnt heimilisstörfum og uppeldi barna þeirra. Hafði hún því nánast engra tekna aflað á tíma- bilinu eða lífeyrisréttinda sér til handa. Maðurinn var hins vegar í öruggu starfi, með háar tekjur og veruleg lífeyrisréttindi. ,,Með skírskotun til forsendna héraðsdóms er fallist á að ósann- gjarnt sé að halda lífeyrisréttindum sóknaraðila utan skipta. Þegar fjár- greiðsla til varnaraðila er ákveðin á grundvelli 2. mgr. 102. gr. hjúskap- arlaga verður auk þeirra atriða, sem héraðsdómur tilgreinir, að líta til aldurs varnaraðila og þeirra kosta, sem gera verður ráð fyrir, að henni muni nýtast til öflunar eigin lífeyrisréttinda. Við svo búið verður að telja, að lækkun héraðsdóms á kröfu varnaraðila sé réttmæt, og verður hinn kærði úrskurður stað- festur,“ segir í dómi Hæstaréttar í gær. Í dómi héraðsdóms er miðað við áunnin lífeyrisréttindi mannsins 1. janúar 2001 og skv. útreikningi tryggingafræðings nam höfuðstóls- verðmæti lífeyrisréttindanna 8,5 milljónum króna. Hlutdeild konunnar metin 2,5 milljónir króna Konan krafðist helmings þeirrar fjárhæðar en í dómnum segir að þegar litið er til þess hagræðis að konan fengi hlutdeildina greidda nú þegar og sú fjárhæð myndi ekki stofn til greiðslu tekjuskatts hjá henni var talið rétt að lækka fjár- hæðina í 2,5 milljónir. Einnig var litið til aldurs kon- unnar sem er 44 ára og þeirra kosta sem gera yrði ráði fyrir að henni myndu nýtast til öflunar eigin líf- eyrisréttinda. Hæstiréttur staðfesti svo þessa niðurstöðu héraðsdóms í gær. Hæstiréttur staðfestir rétt konu til hlutar í lífeyrisréttindum fyrrv. eiginmanns Ósanngjarnt að halda lífeyrisrétt- indum utan skipta FORELDRAR í Garðabæ munu fá val um leikskólapláss allt frá því að fæðingarorlofi lýk- ur gangi fyrirheit Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ eftir. Þetta er meðal þess sem finna má í stefnuskrá flokksins fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Í stefnuskránni segir að for- eldrar muni fá val um leikskóla- pláss eða þjónustu dagforeldra að loknu fæðingarorlofi, allt eft- ir því hvað þeir kjósa. Segir að nú færist í vöxt að foreldrar taki fæðingarorlofið á allt að 12 mán- uðum. „Unnið verður að útfærslu þessarar þjónustu í nánu sam- ráði og samstarfi við dagfor- eldra og leikskólakennara í Garðabæ, t.d. með því að byggja upp sérstakar deildir fyrir yngstu börnin á leikskólum bæj- arins,“ segir í stefnuskránni. Val um leik- skóla að loknu fæð- ingarorlofi Sjálfstæðisflokk- urinn í Garðabæ RÚSSNESKU sendiráðsstarfs- mennirnir sem urðu eftir í Kaup- mannahöfn á fimmtudag þegar vél Flugleiða tafðist um tvo tíma, þar sem forseti Íslands og forsætisráð- herra voru meðal farþega, voru væntanlegir til landsins í gær. Hjá rússneska sendiráðinu í Reykjavík fengust þær upplýsingar að starfsmennirnir hefðu verið í reglubundinni ferð með sendiráðs- póst milli landanna sem þeim er ætl- að að taka með í handfarangri. Sam- kvæmt alþjóðlegum reglum er slíkur farangur ekki skoðaður af öryggis- vörðum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær meinaði flugstjóri vél- arinnar starfsmönnunum að fara með farangurinn óskoðaðan um borð. Talsmaður sendiráðsins sagði starfsmennina hafa sýnt þeim til- mælum skilning og ekki viljað tefja flugið frekar og ákveðið að fara með næstu vél daginn eftir til Íslands. Ekki yrði um nein eftirmál að ræða vegna þessa atviks af hálfu sendi- ráðsins. Reglu- bundin ferð með póst Rússneska sendiráðið ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.