Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 21

Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 21 HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga á síðasta ári nam 118 milljónum króna. Heildartekjur félagsins jukust um 11% á milli ára og námu ríflega 1,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 264 milljónum króna á árinu, eða 20% af rekstrartekjum, og var það 109 milljónum króna hækkun frá árinu 2000. Veltufé frá rekstri nam 182 millj- ónum króna og nær tvöfaldaðist mið- að við árið á undan. Eigið fé félagsins var í árslok 814 milljónir króna, sem er 39% af niðurstöðu efnahagsreikn- ings og hafði hækkað um 153 millj- ónir króna, eða um 23%, frá fyrra ári. Tillaga um sameiningu við Loðnuvinnsluna Aðalfundur félagsins verður hald- inn laugardaginn 27. apríl nk. á Hót- el Bjargi, Fáskrúðsfirði og hefst klukkan 10. Á fundinum verður borin upp til- laga sem gerir ráð fyrir því að meg- inrekstur félagsins, sem er sjávar- útvegur og iðnaðarstarfsemi, verði sameinaður Loðnuvinnslunni hf. frá 1. janúar 2002. Í framhaldi af því verður Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga eignarhaldsfélag með um 85% hluta- fjár í hinu sameinaða félagi, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Hagnaður hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga Fram kemur í frétt AP að stefnt sé að því að halda útsendingum ITV Digital áfram á meðan sala stöðv- arinnar er reynd. Takist sala hins vegar ekki innan fárra dagi blasi gjaldþrot við. Stjórnendur ensku deildarkeppn- innar í fótboltanum hafa krafist þess af móðurfélögum ITV, Carlton Communications PLC og Granada PLC, að þau standi við gerða samn- inga ITV Digital við félögin um sjón- varpsútsendingar frá leikjum þeirra. Haft er eftir þeim í frétt AP BRESKA áskriftarstjónvarpsstöðin ITV Digital er til sölu. AP frétta- stofan greindi frá því í gær að stjórnendum stöðvarinnar hefði ekki tekist að tryggja fjármögnun henn- ar. Stöðin skuldar 72 knattspyrnu- liðum í fyrstu, annarri og þriðju deildinni á Englandi samtals 178,5 milljónir Sterlingspunda, jafnvirði um 25 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt samningi ITV Digital og og ensku deildarkeppninnar fékk stöðin rétt til sjónvarpssendinga af leikjum félaganna í þrjú keppnis- tímabil gegn þremur greiðslum sem skyldu inntar af hendi fyrirfram. Greiðslur á síðasta ári vegna vegna yfirstandandi keppnistímabils voru inntar af hendi en hins vegar horfir ekki vel með greiðslurnar næstkom- andi haust og á næsta ári. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarfor- maður Stoke City, segir stöðu ITV Digital ekki vera jákvæða fyri knatt- spyrnufélögin á Englandi. Sjón- varpsrétturinn verði alltaf einhvers virði. Hvort hann verði eins mikils virði og ITV Digital hafi lofað að greiða sé hins vegar ekki ljóst. Hann segir að ef allt fari á vesta veg í þessu máli þá muni það koma verst niður á þeim félögum sem eru í fyrstu deildinni, því þau fái stærsta hlutann af greiðslunum fyrir sjón- varpsréttinn. Of hátt verð fyrir sjónvarpsréttinn Í frétt AP segir að margir haldi því fram að ITV Digital haf sam- þykkt að greiða allt of hátt verð fyr- ir sjónvarpsréttinn úr ensku fyrstu, annarri og þriðju deildinni í knatt- spyrnunni. Þar að auki hafi verulega dregið úr auglýsingatekjum stöðv- arinnar í kjölfar hryðjuverkanna á Bandaríkin 11. september á síðasta ári. Emma Thorogood, talsmaður Deloitte & Touche, sem hefur unnið að endurfjármögnun ITV Digital, sagði í samtali við AP í gær að verið sé að reyna að selja sjónvarpsstöð- ina í heild. Ef það takist hins vegar ekki verði reynt að fá sem hæst verð fyrir eignir hennar, en þær eru auk áskriftarsamninga, útsendingarbún- aður og þekking sem hin stafræna tækni stöðvarinnar byggist á. að mörg félögin treysti á þær greiðslur sem samningurinn segi til um. Þá hafa stjórnendur knatt- spyrnufélaga hótað að fara í mál við Carlton og Granada verði ekki stað- ið við samninginn. ITV Digital var ein fyrsta sjón- varpsstöðin í heiminum til að bjóða upp á stafrænt margrása sjónvarps- efni um hefðbundin sjónvarpsloft- net. Stafrænt sjónvarp gefur einnig möguleika á tenginu við Netið, tölvupósti og öðrum gagnvirkum sendingum. ITV Digital til sölu vegna fjárhagserfiðleika ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.