Morgunblaðið - 27.04.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.04.2002, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 21 HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga á síðasta ári nam 118 milljónum króna. Heildartekjur félagsins jukust um 11% á milli ára og námu ríflega 1,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 264 milljónum króna á árinu, eða 20% af rekstrartekjum, og var það 109 milljónum króna hækkun frá árinu 2000. Veltufé frá rekstri nam 182 millj- ónum króna og nær tvöfaldaðist mið- að við árið á undan. Eigið fé félagsins var í árslok 814 milljónir króna, sem er 39% af niðurstöðu efnahagsreikn- ings og hafði hækkað um 153 millj- ónir króna, eða um 23%, frá fyrra ári. Tillaga um sameiningu við Loðnuvinnsluna Aðalfundur félagsins verður hald- inn laugardaginn 27. apríl nk. á Hót- el Bjargi, Fáskrúðsfirði og hefst klukkan 10. Á fundinum verður borin upp til- laga sem gerir ráð fyrir því að meg- inrekstur félagsins, sem er sjávar- útvegur og iðnaðarstarfsemi, verði sameinaður Loðnuvinnslunni hf. frá 1. janúar 2002. Í framhaldi af því verður Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga eignarhaldsfélag með um 85% hluta- fjár í hinu sameinaða félagi, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Hagnaður hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga Fram kemur í frétt AP að stefnt sé að því að halda útsendingum ITV Digital áfram á meðan sala stöðv- arinnar er reynd. Takist sala hins vegar ekki innan fárra dagi blasi gjaldþrot við. Stjórnendur ensku deildarkeppn- innar í fótboltanum hafa krafist þess af móðurfélögum ITV, Carlton Communications PLC og Granada PLC, að þau standi við gerða samn- inga ITV Digital við félögin um sjón- varpsútsendingar frá leikjum þeirra. Haft er eftir þeim í frétt AP BRESKA áskriftarstjónvarpsstöðin ITV Digital er til sölu. AP frétta- stofan greindi frá því í gær að stjórnendum stöðvarinnar hefði ekki tekist að tryggja fjármögnun henn- ar. Stöðin skuldar 72 knattspyrnu- liðum í fyrstu, annarri og þriðju deildinni á Englandi samtals 178,5 milljónir Sterlingspunda, jafnvirði um 25 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt samningi ITV Digital og og ensku deildarkeppninnar fékk stöðin rétt til sjónvarpssendinga af leikjum félaganna í þrjú keppnis- tímabil gegn þremur greiðslum sem skyldu inntar af hendi fyrirfram. Greiðslur á síðasta ári vegna vegna yfirstandandi keppnistímabils voru inntar af hendi en hins vegar horfir ekki vel með greiðslurnar næstkom- andi haust og á næsta ári. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarfor- maður Stoke City, segir stöðu ITV Digital ekki vera jákvæða fyri knatt- spyrnufélögin á Englandi. Sjón- varpsrétturinn verði alltaf einhvers virði. Hvort hann verði eins mikils virði og ITV Digital hafi lofað að greiða sé hins vegar ekki ljóst. Hann segir að ef allt fari á vesta veg í þessu máli þá muni það koma verst niður á þeim félögum sem eru í fyrstu deildinni, því þau fái stærsta hlutann af greiðslunum fyrir sjón- varpsréttinn. Of hátt verð fyrir sjónvarpsréttinn Í frétt AP segir að margir haldi því fram að ITV Digital haf sam- þykkt að greiða allt of hátt verð fyr- ir sjónvarpsréttinn úr ensku fyrstu, annarri og þriðju deildinni í knatt- spyrnunni. Þar að auki hafi verulega dregið úr auglýsingatekjum stöðv- arinnar í kjölfar hryðjuverkanna á Bandaríkin 11. september á síðasta ári. Emma Thorogood, talsmaður Deloitte & Touche, sem hefur unnið að endurfjármögnun ITV Digital, sagði í samtali við AP í gær að verið sé að reyna að selja sjónvarpsstöð- ina í heild. Ef það takist hins vegar ekki verði reynt að fá sem hæst verð fyrir eignir hennar, en þær eru auk áskriftarsamninga, útsendingarbún- aður og þekking sem hin stafræna tækni stöðvarinnar byggist á. að mörg félögin treysti á þær greiðslur sem samningurinn segi til um. Þá hafa stjórnendur knatt- spyrnufélaga hótað að fara í mál við Carlton og Granada verði ekki stað- ið við samninginn. ITV Digital var ein fyrsta sjón- varpsstöðin í heiminum til að bjóða upp á stafrænt margrása sjónvarps- efni um hefðbundin sjónvarpsloft- net. Stafrænt sjónvarp gefur einnig möguleika á tenginu við Netið, tölvupósti og öðrum gagnvirkum sendingum. ITV Digital til sölu vegna fjárhagserfiðleika ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.