Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 28
LISTIR
28 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vönduð og vel skipulögð 190 fm raðhús á einni hæð
í Víkurhverfi, Grafarvogi. 4 svefnherb. Bílskúr.
Tvö af raðhúsunum eru með tvöfaldan bílskúr.
Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060.
Raðhús - Víkurhverfi
SALTFISKURINN syngur er yfirskrift tvennra
tónleika sem Kammerkór Kópavogs heldur um
helgina. Fyrri tónleikarnir verða í Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði á laugardag kl. 16, hinir
síðari í Iðnó á sunnudag kl. 16, en þeir eru lið-
ur í sýningunni Laxness og leiklistin, sem þar
stendur yfir.
Á tónleikunum verða flutt þekkt lög eftir
Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson og Jón
Nordal úr leikritum Laxness en einnig lög sem
minna eru þekkt. Þrír kórfélagar syngja ein-
söng á tónleikunum, þau Þóra Guðmannsdóttir,
Pétur Örn Þórarinsson og Þórunn Elín Péturs-
dóttir. Sú síðastnefnda mun frumflytja lag eftir
stjórnanda kórsins, Gunnstein Ólafsson, við
ljóðið „Frændi þegar fiðlan þegir“ og Pétur
Örn syngur „Lagstúf úr Atómstöðinni“ eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. Í bókinni er það guðinn
Benjamín sem syngur en guðinn Brilljantín
leikur undir á saltfisk.
Að auki verður flutt kórverkið „Við Kína-
fljót“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð Þor-
geirs Sveinbjarnarsonar, en verkið var síðast
flutt á tónleikum fyrir aldarfjórðungi. Undir-
leikari á tónleikunum er Vilhelmína Ólafs-
dóttir, píanóleikari.
Morgunblaðið/Sverrir
Þóra Guðmannsdóttir, Gunnsteinn Ólafsson stjórnandi, Pétur Örn Þórarinsson, Þórunn Elín Pét-
ursdóttir og Vilhelmína Ólafsdóttir píanóleikari.
Saltfiskur-
inn syngur
DAGSKRÁ tileinkuð verkum Þor-
valdar Þorsteinssonar verður í
Borgarleikhúsinu í dag. Leikverk
Þorvaldar verða skoðuð frá mörg-
um mismunandi
sjónarhornum.
Textar úr verk-
um hans verða
leiknir, leiklesn-
ir, skoðaðir og
skeggræddir á
Nýja sviði, Litla
sviði og í forsal
Borgarleikhúss-
ins.
Þorvaldur
hefur verið
nokkurs konar
hirðskáld hjá
Leikfélagi Reykjavíkur í vetur, þar
sem leikgerðin af bókunum hans
um Blíðfinn var sýnd fyrr á árinu,
en And Björk, of course ... var
frumsýnd fyrr í þessum mánuði.
Auk Leikfélags Reykjavíkur eru
bæði Möguleikhúsið og Stopp leik-
hópurinn að leika verk eftir Þor-
vald.
Dagskráin hefst með sýningu á
vegum Möguleikhússins á barna-
leikritinu Prumpuhóllinn á Litla
sviðinu í Borgarleikhúsinu. Kl. 14
verður leiklestur á Maríusögum og
leikarar flytja inngang frá höfundi.
Kl.16.30 verður söngur og flutt
stutt brot úr verkum Þorvaldar og
fjallað um leikskáldið. Kl. 17.30 eru
pallborðsumræður undir stjórn
Benedikts Erlingssonar.
Auk leikara Möguleikhússins
koma fram fjölmargir leikarar
Leikfélags Reykjavíkur og leik-
stjórar.
Um kvöldið verður sýning á And
Björk, of course ... á Nýja sviðinu.
Borgarleikhúsið
Dagskrá
helguð Þor-
valdi Þor-
steinssyni
Þorvaldur
Þorsteinsson
♦ ♦ ♦
Í EDEN í Hveragerði stendur ný yf-
ir 10. einkasýning Ólafar Pétursdótt-
ur listakonu. Þar gefur að líta vatns-
litamyndir frá ýmsum tímum.
Myndmótíf hennar eru ýmis, m.a.
landslag og uppstilling. Heimabær
hennar Hafnarfjörður er einnig við-
fangsefni hennar.
Sýningin er opin til 6. maí.
Vatnslita-
myndir í Eden
VIÐ upphaf Sæluviku á
Sauðárkróki frumsýnir
Leikfélag Sauðaárkróks
annað kvöld Galdra-Loft
eftir Jóhann Sigurjóns-
son í leikstjórn Stefáns
Sturla Sigurjónssonar, í
félagsheimilinu Bifröst
og er það fyrsta frum-
sýningin í húsinu eftir
gagngerar breytingar.
Frumsýningin markar
upphaf Sæluviku sem
hefst formlega á morgun
kl.14 í Safnahúsinu á
Sauðárkróki.
Fyrir því er orðin
nokkurra ára hefð að
upphaf vikunnar fari
saman við opnun listsýn-
ingar í Safnahúsinu og
verða þá einnig kunn-
gerð úrslit í vísnasam-
keppni sem Safnahúsið
stendur að í tilefni Sælu-
viku. Meðal myndlistar-
sýninga er Tvívídd/Þrí-
vídd sem er samsýning
þriggja myndlista-
kvenna, þeirra Önnu S.
Hróðmarsdóttur, Guð-
rúnar H. Bjarnadóttur (Höddu) og
Sigurrósar Stefánsdóttur.
Þá gengst Bjartsýnisfélagið Lista-
líf fyrir tónleikum í Miðgarði í
Skagafirði kl. 17 á morgun, sunnu-
dag. Þar koma fram söngvararnir
Sigrún Hjálmtýsdóttir
og Óskar Pétursson,
sem hafa nýverið slegið
í gegn á eftirminnileg-
um tónleikum í Íþrótta-
höllinni á Akureyri og
síðar í Háskólabíói.
Meðleikarar þeirra
verða Veislutríóið;
Anna Guðný Guð-
mundsdóttir, píanóleik-
ari. Sigurður I. Snorra-
son, klarinettuleikari,
og Páll Einarsson,
kontrabassaleikari,
ásamt Sigrúnu Eð-
valdsdóttir, fiðluleik-
ara.
Síðan spinnur vikan
sig áfram með iðulaus-
um glaumi og gleði,
tónleikum ýmiss konar
og skemmtidagskrám
víða um hérað, menn-
ingarkvöldum og leik-
sýningum og á föstu-
dagskvöld eru að venju,
í Íþróttahúsinu á Sauð-
árkróki, úrslit í Dægur-
lagakeppni Kvenfélags
Sauðárkróks, en
keppnin hefur notið vaxandi vin-
sælda með þátttöku víðsvegar að af
landinu.
Formleg lok sæluvikunnar eru
síðan með dansleikjum laugardags-
kvöldið 4. maí.
Fjölbreytt dag-
skrá á Sæluviku
Sauðárkróki. Morgunblaðið.
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
Óskar
Pétursson
AÐ þessu sinni rekur Páll Stein-
grímsson, heimildarmyndargerðar-
maðurinn góðkunni, sögu og upp-
runa íslenska hestsins og varpar m.a.
fram þeirri trúverðugu kenningu að
hér sé kominn náinn afkomandi ís-
aldarhestsins sem forfeður vorir
rissuðu á veggi og varðveist hafa í
hellum Suður-Evrópu. Svipmótið
leynir sér ekki þegar hellamyndirnar
eru bornar saman við þann íslenska í
vetrarhárum. Uppruni okkar sér-
stæða smáhests hefur verið nokkuð á
reiki, sú kenning algeng að hann sé
ættaður frá Mongólíu austur.
Sögð er saga þessa einstæða kjör-
grips allt frá því að landnámsmenn
fluttu hann til landsins fyrir 1.200 ár-
um til nútímans. Sökum einangrun-
arinnar hefur hann lítið breyst á
þessum langa tíma og með honum
þróast einstakir eigin-
leikar í gangi og skap-
gerð sem eiga sér enga
líka. Líkt og eigandinn
hefur íslenski hesturinn
mátt þola súrt og sætt,
orðið harðger tegund
þar sem vetrarhörkur,
jarðbönn og veikindi
hafa grisjað stofninn í
gegnum aldirnar. Síð-
ustu áratugina hefur
hann fengið nýtt hlut-
verk og meðhöndlun,
orðið virtur og eftirsótt-
ur víða um lönd og
fjölgað gífurlega um land allt.
Í dag er íslenski hesturinn orðinn
e.k. gæludýr, stöðutákn og einkum
þjálfaður til þess að lulla undir þétt-
býlisbúum og keppa á mótum hér og
erlendis. Hann er snar og glæstur
þáttur í ímynd landsins og feitur biti
í ferðamannaiðnaðinum. Nútíma-
myndin er að sjálfsögðu skýrust
dregin í Ísaldarhestinum, m.a. farið
með okkur í stórkostlega hestaferð
með ferðamenn um Hornstrandir
þar sem náttúruunnandinn Páll gef-
ur sér tíma til að beina
sjónum að fegurð lands-
ins, dýralífi og jarðar-
gróðri. Þræddar slóðir
rekaflutningaleiðangra
yfir öræfi og jökla, riðið í
leitir á afrétti, slík störf
eru í dauðateygjunum
þegar sauðfé fer hríð-
fækkandi sakir breyttra
búskaparhátta.
Ísaldarhesturinn er
fróðleg mynd, falleg og
vel heppnuð bæði sem
sem heimild um merki-
legt hlutverk „þarfasta
þjónsins“ og ágæti í gegnum tíðina
(reyndar hefði verið gaman að sjá
sundreið vatnahesta í kolmórauðum
jökulám, svo snar þáttur sem slíkir
gripir voru í hversdagsamstri, flutn-
ingum og samgöngum, kveðskap og
bókmenntum. Sjálfsagt eru þeir og
vatnamennirnir orðnir harla fágæt-
ir). Sem kynning á eftirsóttri sölu-
vöru og hrífandi þætti í túrhestaiðn-
aði þjóðarinnar vítt um lönd hittir
Ísaldarhesturinn beint í mark.
KVIKMYNDIR
Háskólabíó: Heimilda- og stutt-
myndahátíð í Reykjavík
Leikstjórn og handrit: Páll Stein-
grímsson. Sýningartími: 52 mín. Kvik
2002.
ÍSALDARHESTURINN Hestar og túrhestar
Sæbjörn Valdimarsson
Páll Steingrímsson
PAWEL Panasiuk sellóleik-
ari, Guido Bäumer og Vigdís
Klara Aradóttir halda tón-
leika í Salnum í dag kl. 17.
Bäumer leikur á þrjá saxó-
fóna: alt-, tenór- og barítón-
saxófóna og Vigdís Klara
leikur á sópran- og barítón-
saxófóna og bassaklarinettu.
Á efnisskrá er nýtt verk
eftir Atla Heimi Sveinsson,
Grand duo concertante no.
5, „… til vökunnar helkalda
voðadraums“ fyrir sópran-
og barítónsaxófóna og raf-
hljóð. Einnig verða flutt
verk eftir Edison Denisov
(1929–96), Sonate sem sam-
in er 1994 fyrir altsaxófón
og selló; eftir Olgu Neu-
wirth (f. 1968) Fondamenta
samið árið 1998, fyrir bassa-
klarinett, barítón- og tenór-
saxófóna og selló; eftir Sofiu
Gubadulina (f. 1931), Duo-
Sonate fyrir tvop barítón-
saxófóna sem samið var árin
1977–1995.
Atli Heimir segir að verk sín
megi kalla „anekdótumúsík“, en
heiti þess er fengið úr ljóði Ein-
ars Ben., Álfhamri. „Þetta er
Grand duo concertante númer 5,
og ég nota svolítið sama elektrón-
íska efnið í öllum þessum verkum.
Þetta vann ég í elektróníska stúd-
íóinu í Kópavogi og hafði Harald
Sveinbjörnsson mér til aðstoðar.
Ég hef unnið í svona stúdíóum áð-
ur, en takkarnir eru alltaf að
breytast, þannig að ég vil vinna
með aðstoðarmanni. Þarna eru
barnsraddir, söngur og hrein raf-
hljóð, öllu blandað saman, og svo
saxófónarnir með. Þessi verk mín
eru hugleiðingar um ákveðnar
ljóðlínur og temu og því kalla ég
þetta stundum anekdótumúsík.
Ég veit ekki alveg hvað maður
myndi kalla það á góðri íslensku,
kannski atvikslýsingar eða
stemmningslýsingar.“
Saxófónar og
selló í Salnum
Guido Bäumer og Vigdís Klara Ara-
dóttir með saxófónana. Á myndina
vantar Pawel Panasiuk sellóleikara.
Morgunblaðið/Golli