Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 33
meðferðar-
ursdóttur
ndanförn-
stjórnvöld
unni gegn
um. Í því
angur lög-
em sýndu
aaldri auk
rslu á að
stöðugt
nalöndun-
i.
dir stjórn
vins Lev-
. Ingrida
rra Lett-
45 látist í
neyslu en
efði verið
drinum 21
karlmenn.
um 46%,
mfetamíns
ökumenn
r áhrifum
eiturlyfja en í fyrra hefði þessi tala
verið 208. Vandamálið væri því mikið
og á því þyrfti að taka með samstilltu
átaki.
Sólveig Pétursdóttir sagði að um
skipulagða alþjóða glæpastarfsemi
væri að ræða og því væri alþjóðlegt
samstarf sérstaklega mikilvægt.
Ekki mætti einblína á einn þátt bar-
áttunnar heldur þyrfti að taka á mál-
inu frá öllum hliðum og með opnum
huga.
Levitsky sagði að eiturlyf í fang-
elsum væru mikið vandamál í
Bandaríkjunum. Ingrida Labucka
sagði að um 8.300 fangar væru í
Lettlandi og um fjórðungur þeirra
væru eiturlyfjaneytendur. Þeir ættu
auðvelt með að svala fíkn sinni innan
veggja fangelsins því bæði fengju
þeir send eiturlyf og auk þess væru
starfsmenn fangelsa þeim innan
handar. Kristina Axén Olin, aðstoð-
arborgarstjóri Stokkhólms, sagði
stöðu mála ekki góða í Svíþjóð og
fram kom að í Noregi væri ástandið
þannig að kannabisfíkill, sem færi í
fangelsi, kæmi þaðan út sem heróín-
fíkill. Torgny Peterson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ECAD, tók í
svipaðan streng varðandi Svíþjóð, en
eftirlit væri erfitt, ekki síst hjá ungu
fólki. T.d. þyrfti leyfi foreldra barna
yngri en 15 ára til að kanna hvort
börnin væru undir áhrifum ein-
stakra lyfja en í þessum tilfellum
væru foreldrarnir gjarnan ekki til
staðar.
Sólveig Pétursdóttir sagði í þessu
sambandi að góð samvinna hefði t.d.
tekist milli lögreglu, skóla, íþrótta-
félaga, félagsmiðstöðva og kirkju í
Grafarvogi. Hins vegar ættu eiturlyf
ekki heima í fangelsum og vinna
þyrfti að því að beina þessu ógæfu-
sama fólki, sérstaklega ungu fólki, á
rétta braut með markvissri endur-
hæfingu og nauðsynlegri aðstoð.
Töluvert var rætt um eiturlyfja-
neyslu í fangelsum og áréttaði Sól-
veig Pétursdóttir að breyta þyrfti
hugsunarhætti gesta. Eins væri
mikilvægt að ungt fólk í gæslu fengi
sérstaka meðferð.
Engar tilslakanir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði
að mikið hefði verið rætt um ánauð
og fjötra á þessari tveggja daga ráð-
stefnu, en framleiðendur eiturlyfja,
burðardýr og sölumenn dauðans
ýttu undir nútíma þrælahald með
þessari ógeðslegu iðju sinni og sam-
fara því að hlaða undir sig sjálfa
græfu þeir undan dýrmætustu eign
borganna, borgurunum sjálfum og
ekki síst ungu fólki. Við þessu yrði að
bregðast af fullum þunga. Koma
þyrfti eiturlyfjanotendum og fíklum
til aðstoðar, þannig að þeir gætu lif-
að án eiturlyfja en ekki stuðla að
frjálsu flæði eiturlyfja með tilslökun-
um. Tilslakanir í einhverri mynd
væru ógn við þessa baráttu og aðeins
með samstilltu átaki væri hægt að ná
árangri. Þeir sem vildu lögleiða eit-
urlyf væru vel skipulagðir og hefðu
nægt fjármagn en þeir hefðu ekki
stuðning mikils meirihluta borgara
Evrópu, sem létu ekki blekkjast af
fagurgala þessara talsmanna.
Hún sagði ennfremur að mikil-
vægt væri að fræða foreldra og börn
um hættuna og stuðla að sterkari
böndum innan fjölskyldnanna og
fjölskylda til að allir gætu lagst á eitt
gegn þeim sem væru í eiturlyfjavið-
skiptum og þeim sem ynnu að til-
slökunum. Báðir hópar væru ógn
gagnvart framtíð barnanna og þar
með ógn við grundvallarmannrétt-
indi, frelsi frá eiturlyfjum. Hún
hvatti alla til að halda áfram á sömu
braut í baráttunni gegn eiturlyfjum,
sagði að treysta mætti á stuðning
Reykjavíkur í þeirri herferð og að
svo mæltu sleit hún ráðstefnunni.
á síðari degi ECAD-ráðstefnunnar
barátt-
rlyfjum
Morgunblaðið/Golli
sdóttir dómsmálaráðherra, Ingrida Labucka,
orgarstjóri Stokkhólms, Þórólfur Þórlindsson
ramkvæmdastjóri ECAD.
hugsuðum
a í öndun-
ðum hann
ð létta á
við að það
rveginum
ða og það
tur í því
Hákonar
beinast að vöðvum í
öndunarveginum sem
bólgna út og þrengja
hann og valda þannig
andnauð. „Hann hefur
sýnt fram á að vöðv-
arnir í öndunarvegin-
um hafa frumur sem
geta leyst úr læðingi
eiginleika sem valda
þessum vandamálum.
Vöðvafrumurnar bera
í sér boðkerfi sem get-
ur látið öndunarveginn
dragast saman við
áreiti og bólgu og þetta
veldur vítahring sem
leiðir til versnunar og
áframhalds sjúkdómsins.“
Hann segir fleiri vísindamenn
hafa einbeitt sér að bólguvaldandi
þáttum í öndunarveginum í rann-
sóknum sínum á astma. „Við héldum
áður að astmi orsakaðist af því að
ónæmisfrumur úr blóðrásinni kæmu
þarna inn og yllu bólgum. Núna
sjáum við að það eru eiginleikar í
uppbyggingu öndunarvegarins
sjálfs sem geta valdið þessum bólgu-
skapandi þáttum.“
Von um nákvæmari meðferð
Barnes segir rannsóknirnar geta
breytt því hvernig meðhöndlum
hans verði háttað í framtíðinni.
„Hugsanlega verður hægt að þróa
nákvæmari meðferðarúrræði eða lyf
sem ráðast sérstaklega að þessari
óeðlilegu hegðun vöðvanna. Nú orð-
ið gefum við sjúklingunum innönd-
unarstauka með sterum en ástæða
þess að við gefum ekki lyfið í töflu-
formi er að það hefur miklar hlið-
arverkanir sé það gefið á þann hátt.
Ef maður hefði hins vegar lyf, sem
verkaði með enn meiri nákvæmni á
sjúkdómsvaldandi áreiti, væri
möguleiki að gefa það í töfluformi
sem yrði miklu þægilegra fyrir sjúk-
lingana.“
Barnes undirstrikar þó að ekkert
meðferðarúrræði sé til sem geti al-
veg læknað sjúkdóminn. „Ef sjúk-
lingurinn hættir að taka lyfin þá
kemur sjúkdómurinn aftur. Núna er
rannsakað hvort hægt sé að þróa
einhvers konar töflur eða sprautur
sem muni slökkva á sjúkdómnum
þannig að ef meðferðinni er hætt þá
komi hann ekki aftur. Þannig erum
við að vonast eftir því að finna lækn-
ingu. Ein hugmyndin er sú að hægt
yrði að bólusetja börn áður en þau fá
sjúkdóminn. Þannig myndu þau öðl-
ast ónæmiskerfi sem verndaði þau
gegn astma og núna er fólk að rann-
saka hvort það myndi virka.“
Peter Barnes
r andmælandi á doktorsvörn hérlendis
ga bólu-
astma
„Ég ætla nú bara að leyfa börn-
unum mínum að velja þegar þau
verða fullorðin. Ég ætla ekki að
hafa áhrif á þeirra trúarafstöðu.“
Þetta er viðhorf sem séra Sigurður Pálsson,
sóknarprestur í Hallgrímskirkju og höfundur
þriggja bóka um börn og trú, kveðst oft hafa
heyrt í samtölum sínum við foreldra. „Með þess-
ari afstöðu er verið að hafa mikil áhrif. Hið trúar-
lega í uppeldinu skiptir þá ekki meira máli en svo
að það má bíða þar til maður er orðinn fullorðinn.
Uppalendur eru aldrei „hlutlausir“. Með afstöðu
okkar eða afstöðuleysi til allra hluta erum við
sýknt og heilagt að senda skilaboð til barnanna
okkar. Guðlaust uppeldi er líklegt til að skila guð-
lausum börnum. Rannsóknir hafa sýnt að það er
meiri fylgni á milli guðlauss uppeldis og guðleysis
á fullorðinsárum en trúarlegs uppeldis. Af ein-
hverjum ástæðum virðist fólk varðveita betur
sína guðlausu afstöðu frá bernsku en þá trúar-
legu. Menn hafa getið sér þess til að
þetta stafi af því að hin guðlausu
vestrænu samfélög styðja betur við
hið guðlausa viðhorf en hið trúar-
lega. Jafnvel börn sem fá trúarlegt
uppeldi er hætt við að glata trú sinni
nema þau séu leidd inn í félagsskap
sem styður þau mjög eindregið í
sinni trúarlegu afstöðu.“
Tvær bóka Sigurðar, Börn og
bænir og Börn og sorg komu fyrir
nokkrum árum út hjá Skálholtsút-
gáfunni.
„Kveikjan að Börnum og bænum
var er ég varð afi í fyrsta sinn og er
tekin saman handa þeim sem vilja
kenna börnum að biðja og handa
börnum sem hafa lært að biðja. Ég
hef oft heyrt foreldra tala um að
þeir kunni ekki eins margar bænir
og þeir vildu og þessari bók var að
nokkru leyti ætlað að koma til móts við slíka
þörf.“
Bókin er einnig góður leiðarvísir um hvaða
bænir eiga við ólík tilefni og stór kostur við hana
er að hún hvetur börnin til að orða sínar eigin
bænir.
„Þessari bók var afskaplega vel tekið og hefur
verið gefin út í þremur upplögum. Það var greini-
legt að svona bók vantaði til að fylla í skarð.“
Í vetur kom út bókin Börn og trú af sjónarhóli
sálarfræði, uppeldisfræði og guðfræði. Þessi bók
er nokkuð annars eðlis en tvær fyrri bækurnar,
hún er meiri að vöxtum og fræðilegri. Sigurður
segir þó að bókin eigi að geta nýst öllum sem vilja
sinna trúfræðslu og trúaruppeldi sinna eigin
barna eða annarra. „Þó er hún fremur ætluð
kennurum, guðfræðingum og öðrum sérfræðing-
um en hinar tvær bækurnar, sem voru af minni
hálfu fyrst og fremst ætlaðar almenningi en ég
hef haft fregnir af því að þær hafi einnig nýst vel
fólki í uppeldis- og heilbrigðisgreinum.“
Varla getur þú talist hlutlaus gagnvart efninu?
„Nei, en ég reyni að vera hlutlægur og á því er
grundvallarmunur. Ég reyni að fara rétt með
ólíkar kenningar og ólík viðhorf og vera hlutlæg-
ur á þann hátt. Ég vona að ég verði ekki sakaður
um að hafa brenglað fræðin, viðhorfi mínu til
góða.“
Heldurðu að umræða í vetur í kjölfar atburða
11. september,hafi fælt börn og foreldra frá trú-
ariðkun?
„Nei, það held ég ekki, þótt mörg börn hafi orð-
ið óttaslegin vegna atburðanna. Ég held að aðal-
áhrifin hafi orðið að fólk almennt hafi spurt sig af
meiri alvöru en áður, hvað það viti um þau trúar-
brögð sem þarna er verið að lýsa. Ég varð t.d.
mjög greinilega var við aukinn áhuga í Kenn-
araháskólanum á trúarbragðafræðum í kjölfar
þessara atburða.“
Sigurður starfaði í mörg ár sem námsstjóri í
kristnum fræðum og trúarbragðafræðum í
menntamálaráðuneytinu og hefur því fylgst vel
með því hvernig trúaruppfræðslu barna og ung-
linga er háttað á grunn- og framhaldsskólastigi.
Hann hefur einnig verið stundakennari í mörg ár
við Kennaraháskóla Íslands. Hann segir forkast-
anlegt hvernig framhaldskólarnir skilji við nem-
endur sína á þessu sviði en þar sé ekki boðið upp á
kennslu í trúarbragðafræðum nema í undantekn-
ingartilvikum.
En er þá ekki pottur einnig brotinn í grunn-
skólunum?
„Jú, hann er brotinn en þó ekki formlega. Sam-
kvæmt námskrá grunnskólanna á að kenna krist-
infræði og trúarbragðafræði alveg upp í 10. bekk.
Hins vegar verður að játa það með nokkurri
hryggð að þessari kennslu er afskaplega misvel
sinnt. Kennarar og skólastjórar eru býsna miklir
kóngar í sínum ríkjum og ef foreldrar veita þeim
ekki aðhald gerir það enginn. Við vitum það
mætavel að enginn kennari kæmist upp með að
hætta að kenna stærðfræði því þá myndu foreldr-
arnir láta í sér heyra. Þegar kennaranemarnir
koma úr æfingakennslu heyrum við í Kennarahá-
skólanum ýmsar sögur um hversu vel þessari
grein er sinnt sumstaðar en einnig hversu illa eða
alls ekki annars staðar. En ef litið til námskrár og
námsefnis þá stendur kristni- og trúarbragða-
fræði sterkt.“
Þetta hlýtur þá að hafa áhrif á hversu alvarlega
börnin taka þessar greinar?
„Að sjálfsögðu. Ég heyri það á fermingarbörn-
unum frá því ég tók við prestsembætti hér. Ég er
nú búinn að vera prestur tiltölulega stutt. Ferm-
ingarbörnin koma afskaplega misvel í stakkinn
búin. Sum eru frábærlega vel uppfrædd og hafa
auk þess tekið þátt í barnastarfi kirkjunnar, önn-
ur eru nánast eins og þau hafi aldrei heyrt á neitt
af þessu minnst. Þetta geta reyndar verið börn úr
sama skóla og þá leynir sér ekki hvort börnin
hafa fengið stuðning heima fyrir eða ekki.“
Tal okkar beinist nú að bókinni Börn og sorg
sem kom út fyrir fjórum árum og var ekki síður
vel þegin en fyrsta bókin.
„Nútíma samfélag er orðið svo firrt gagnvart
dauðanum að það er hægt að komast á fullorð-
insár án þess að hafa nokkurn tímann komist í ná-
vígi við dauðann,“ segir Sigurður og bætir við að
dauðinn sé hluti af lífinu. „Að hugsa um hann,
glíma við spurningar um hann og kynnast honum
er eðlilegur hluti af þroskaferli hvers manns. Það
er því æskilegt að þessi þáttur sé ekki sniðgeng-
inn í uppeldis- og skólastarfi. Ég og kona mín, Jó-
hanna G. Möller, höfum farið víða og haldið fyr-
irlestra um efni bókarinnar og mér hafa sagt
bæði kennarar og starfsfólk í heilbrigðisstörfum
að hún hafi komið þeim að góðum notum við erf-
iðar aðstæður. “
Hefur sorg barna verið tekin alvarlega?
„Það verður að segjast eins og er að framundir
síðustu ár hefur sorg barna ekki verið tekin nægi-
lega alvarlega. Ég held að það hafi orðið nokkur
vitundarvakning í kjölfar snjóflóðaslysanna árið
1995. Séra Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur hef-
ur einnig vakið athygli á þessu og ég verð var við
að undanfarin ár hafa viðhorfin verið að breytast í
þá átt að taka sorg barna alvarlega. Það er nefni-
lega engin hlífð við börn að halda þeim fjarri
dauðanum og því sem honum fylgir.“
Þegar þú segir þetta hvað áttu nákvæmlega
við?
„Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það eigi
að leiða börnin – án þvingunar að sjálfsögðu – til
fundar við látinn ástvin og leyfa þeim að kveðja
hann. Ég hef margfalda reynslu af því, bæði sem
prestur og aðstandandi, að það gerir börnum gott
að fá að kveðja hinn látna með þessum hætti. Lát-
inn ástvinur lítur ekki illa út og þótt stundin sé
sár þá er hún ekki skelfileg. Um leið og ég segi
þetta þá legg ég áherslu á að hvert barn er ein-
stakt og þeir sem næstir því standa verða að vega
og meta hvort því sé gert gott með þessu. En
reynsla mín er öll á eina leið og kveikjan að Börn-
um og sorg var sú að dóttir okkar féll frá ungum
sonum sínum þremur og það kom í hlut okkar
fullorðna fólksins í fjölskyldunni að styrkja þá í
sorg sinni.“
Hlutlaust trúaruppeldi
er ekki til …
Eftir Hávar
Sigurjónsson
SÉRA Sigurður Pálsson, prestur í Hallgrímskirkju.
Morgunblaðið/Golli
Morgunblaðið/Ásdís
BÆKUR fyrir fullorðna handa börnum.
havar@mbl.is