Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 40

Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Benedikt Sigur-jónsson fæddist á Steinavöllum í Fljót- um hinn 17. septem- ber 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni í Siglufirði hinn 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Gíslason (f. 27.9. 1891) frá Reykj- um á Reykjabraut í A-Húnavatnssýslu og Ingibjörg Þorgríms- dóttir (f. 27.5. 1893) frá Stóra-Holti í Fljótum. Þau eru bæði látin. Systkini Benedikts eru Þórunn, sem nú er látin, Fjóla, María, Rafn, Sigríður og Dúi. Fósturbræður Benedikts eru Þor- grímur og Bragi sem er látinn. Benedikt kvæntist Regínu Frí- mannsdóttur (f. 16.7. 1936) frá Austari-Hóli í Fljótum hinn 5. október árið 1958. Foreldrar hennar voru Frímann Viktor Guðbrandsson og Jósefína Jósefs- dóttir. Þau eru bæði látin. Afkom- endur Benedikts og Regínu eru fimm talsins: 1) Þórhallur Jón, börn hans eru Andri Ísak, Lárus og Eva María. 2) Ingibjörg Jós- efína, maki hennar er Þorsteinn Jóhannsson, börn þeirra eru Benedikt, Rósa Mary og Bryndís. 3) Hanna Þóra, maki hennar er Ingvar Kristinn Hreinsson, þeirra börn eru Gurrý Anna, Hreinn Júl- íus, Þórhallur Dúi og Helena Margrét. 4) Berglind Svala, maki hennar er Ingþór Sigurðs- son, börn þeirra eru Svavar, Regína Björk og Hafþór. 5) Kristján Dúi, maki hans er Birna Þorbergs- dóttir, börn þeirra eru Engilbert Aron og Arnór Elís. Benedikt ólst upp á heimili foreldra sinna á Steinavöllum allt fram til 1950 er fjölskyldan flutti að Illugastöðum í sömu sveit. U.þ.b. fimm árum síðar fluttist hann í Austari-Hól í Fljótum, en til Siglufjarðar fluttist hann 1959 ásamt eiginkonu sinni og fjöl- skyldu og bjó þar til æviloka. Eft- ir að Benedikt fluttist til Siglu- fjarðar hóf hann fljótlega nám í trésmíði og lauk síðar námi við Iðnskóla Siglufjarðar sem húsa- smíðameistari. Benedikt starfaði við iðn sína nær óslitið að námi loknu allt til æviloka, en frá árinu 1990 var hann starfsmaður áhaldahúss Siglufjarðarbæjar. Benedikt verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður í Barðskirkjugarði í Fljótum. Hann faðir okkar er látinn, þetta voru þau orð sem bróðir minn sagði mér snemma mánudagsmorguns, ég gekk eins og í leiðslu fram í stofu og settist niður og fór að hug- leiða það sem bróðir minn hafði sagt mér í símann. Ég spurði sjálf- an mig að því hvernig stendur á því að maður sem lifði heilbrigðu og góðu lífi þurfti að kveðja okkur svo skyndilega. Minningarnar um hann föður minn hrönnuðust upp í huga mér, ljúfmenni var það fyrsta sem kom upp í huga mér, já hann pabbi var einstakt ljúfmenni, ég fór að hugleiða allar þær ferðir sem ég upplifði með honum sem ungur drengur, veiðiferðirnar og heim- sóknir til ættingja og vina í sveit- inni. Vináttu- og fjölskylduböndin voru pabba afar sterk, hann sýndi móður okkar og systkinum mikla hlýju og ástúð, mamma sagði oft við mig hvað hann pabbi væri góð- ur og blíður maður og hvað hún hefði verið heppinn að eiga slíkan mann, ég hef og mun ávallt minnast þessara orða móður minnar þar sem ég þekki þau af eigin raun. Áhugamálin hans pabba voru mörg þó bridge og stangveiðin hafi að ég tel verið efst í huga hans, stundum skildi ég ekki þennan gríðarlega áhuga hjá honum sér- staklega varðandi bridge, oft þegar leið mín lá til Siglufjarðar var oft rætt um bridge þó svo áhugi minn væri takmarkaður, gat ég setið með honum langt fram á kvöld og hlust- að á hann því gaman var að hlusta á pabba segja frá því hvernig ætti að spila þetta undraspil. Ég man hvað hann faðir minn var alltaf hjálpsamur, þó að vinnu- dagurinn væri oft langur var hann ætíð tilbúinn að aðstoða fólk í hví- vetna. Ég hef lært svo margt af föður mínum í gegnum tíðina en eitt tel ég þó sem stendur upp úr, það er að hjálpa fólki, hjálpsemi og ljúf- mennska er það besta sem við fáum ívöggugjöf. Því vil ég þakka þér elsku pabbi fyrir allt sem þú hefur gefið mér en ljúfust verður ávallt sú gjöf að hafa átt þig sem föður, þú munt ávallt búa í hjarta og huga mér. Hvað það var sem kallaði föður minn svo snemma úr þessu jarð- neska lífi mun ég aldrei fá svör við en út frá því hvernig ég þekkti föð- ur minn og hans lífsspeki þá er ég ekki í nokkrum vafa um að hann hafi verið kallaður til æðri starfa, störf sem honum einum var ætlað að vinna, verk sem unnin verða með hans ljúfmennsku. Takk fyrir að vera faðir minn. Þinn einlægi sonur, Kristján Dúi Benediktsson. Við fráfall góðs vinar færist hugsun manns að vistinni sem okk- ur er ætluð hér á jörð og hvað við megum þakka fyrir hvern dag sem okkur er gefinn. Benni, eins og hann var ætíð kallaður, kvaddi þennan heim án þess að kenna sér nokkurs meins svo vitað væri. Hann var í bridge- keppni þegar hann veiktist og var allur næsta dag. Hann fluttist til Siglufjarðar úr Fljótum, lærði trésmíðar í Iðnskóla Siglufjarðar og hjá Skúla Jónassyni byggingameistara. Hann rak fyr- irtækið Björk hf. með Hreini Júl- íussyni frá 1965 til 1970, eignaðist hlut í Tréverki hf. og vann þar í nokkur ár. Hann vann og einnig sjálfstætt og byggði hús í Fljótum en und- anfarin 12 ár starfaði hann hjá Siglufjarðarkaupstað. Í litlu sam- félagi verða samferða menn nánir og hver einstaklingur sem hverfur skilur eftir sig stórt skarð. Benni og Regína bjuggu lengi í nágrenni við okkur Auði og börn okkar léku sér saman, yngri dóttir okkar minnti mig á að hún og Svala voru bekkjarsystur. Við Benni áttum samleið í Lions- hreyfingunni, meðan hann starfaði í Lionsklúbbi Siglufjarðar, hann hætti í klúbbnum 1997, var hans þá saknað af félögunum og fundir klúbbsins urðu daufari eftir, enda var hann hrókur alls fagnaðar og mikill gleðigjafi. Benni studdi Framsóknarflokk- inn og við fráfall hans vil ég þakka fyrir þann stuðning. Leiðir okkar Benna lágu þó mest saman við laxveiðar, en þær stund- aði hann af miklum áhuga og gekk í Stangveiðifélag Siglfirðinga árið 1974. Stangveiðifélag Sigfirðinga var ásamt öðrum með Blöndu á leigu um tíma. Fengu þá nokkrir veiði- menn í félaginu mikinn áhuga á að dvelja þar við veiðar, einn af þeim var Benni. Eftir að Flugan á Ak- ureyri leigði Blöndu mynduðum við hóp stangveiðimanna frá Siglufirði sem fór ógleymanlegar veiðiferðir á hverju sumri vestur í Blöndu. Í þessum hópi var Benni ásamt Jonna tannlækni og strákunum í Rafbæ o.fl. Hópurinn tók á sig ótal nöfn eins og „Diava Team“ eða „Kapparnir kátu“. Synir mínir, sem hafa komið með í þessar ferðir, hafa hrifist af einlægni þessara fé- laga, gleði þeirra, áhuga og græskulausri glettni. Kaup á veiði- leyfum, jafnvel útdráttur á miðjum vetri, stytti okkur stundir í bið eftir sumrinu, þegar takast átti á við þann stóra. Mér finnst þessar línur úr ljóðinu „Elfan fríð“ lýsa vel loknum veiði- degi hjá hópnum: Að liðnum degi léttur hlátur ómar og lostæt krásin matseldina rómar. Þá fljúga fiskisögur og fróðleik skipst er á. Uns svipi nætur sveipast fold og svefninn lokar brá. Benni lifði atburðina lengi eftir hverja veiðiferð og hikaði ekki við að stoppa veiðimenn á götu, sem ekki fengu notið þessara ferða, og segja þeim veiðisögur. Þannig kryddaði hann mannlífið og gerði hversdagslífið bærilegra. Í sumar var búið að skipuleggja ferðir í Blöndu og nú átti einnig að fara lengra til veiða. Í september er áformað að fara í Eystri-Rangá, við munum sakna Benna þegar við setjum saman stengurnar og spáum í hvar sá stóri kunni að liggja, sakna hnyttinna athugasemda hans og tilsvara. Ég trúi því að hann fylgist með okkur úr fjarlægðinni, ef hann er þá ekki upptekinn við veiðar á æðri stöðum. Siglufjörður hefur misst eftir- minnilegan samferðamann sem nú er sárt saknað, við hjónin sendum Regínu og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur og deilum minn- ingunni með þeim um góðan dreng. Sverrir Sveinsson. Að morgni mánudagsins 15. apríl barst mér sú fregn að Benedikt væri dáinn. Mig setti hljóðan, gat þetta verið? Benni, en svo var hann oftast nefndur af félögum, hann hafði allt- af verið svo hraustlegur, raunar í fullu fjöri (aðeins 67 ára) allt til hinnar skyndilegu og óvæntu brott- farar. Hann var í fullu starfi á sín- um vinnustað. Benni var miðpunkt- urinn í svo mörgu hér í bæ, t.d. var hann einn af bestu bridgespilurunm okkar og hafði nýlega farið á Evr- ópumót í hópi bridgemanna héðan. Sameiginlegt áhugamál okkar Benna var laxveiðin og er þar margs að minnast frá liðnum árum. Auðvitað vorum við búnir að skipu- leggja veiðina í sumar, t.d. ætluðum við í Blönduveiðitúra í ágúst með okkar átta manna Siglufjarðar- gengi, en í Blöndu höfum við farið í áraraðir. Í sept. ætluðum við í Rangárnar en Fljótaáin og oft líka Flókadalsáin var okkar eiginlega heimasvæði. Þar höfum við stundað lax og silungsveiði í marga áratugi. Benni var sérlega skemmtilegur veiðifélagi, hvort við vorum saman um stöng eða í veiðihópi saman. Auðvitað var Benni klár veiðimaður og mikill keppnismaður, en ég þótt- ist nú kunna þetta líka, en baráttan stóð um hvor eða hver nær þeim „stóra“. En Benni kunni eitt betur en flestir aðrir, að segja frá veiði- ferðinni í smáatriðum og í veiðihús- unum var Benni hrókur alls fagn- aðar og aðal sögumaður, en það var hans aðalsmerki. Benni var mikill sögumaður og Siglfirðingar fengu oft að njóta þessa hæfileika hans, hvort það var á Aðalgötunni í Áhaldahúsinu eða í Bankanum eða hvar sem var og líka um hvað eina sem frásagnarvert var úr bæjarlíf- inu, ekkert fór fram hjá Benna. Því er það svo að Siglfirðingar hafa misst mikið við að Benni er farinn í sína hinstu ferð yfir móðuna miklu. Maðurinn með ljáinn hefur höggvið óvenju stórt skarð í raðir okkar og þó orðatiltækið segi „að alltaf komi maður í manns stað“ verður erfitt að fylla í svo stórt skarð. Fjölskylda Benedikts hefur misst mikið, Regínu, börnum og barna- börnum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Að lokum ein veiðisaga til minn- ingar um Benna vin minn, vett- vangur Fljótaá sumarið 1989. Í byrjun júlí; ég er að veiða á svæði 1 „undir Klöpp“, set í þann stóra á maðk, baráttan berst niður ána, undir Hól losnar úr laxinum en hann er í vatnsyfirborðinu, ég slöngva færinu aftur yfir laxinn og húkka hann, það hélt smástund en aftur losnaði úr honum og sagði þar með bless. Ég sagði Benna söguna, nokkrum dögum seinna; Benni fór að veiða á svæði 1 og setti í þann stóra undir Klöpp og náði honum og auðvitað kom í ljós að þetta var laxinn minn því rák var um hann miðjan eftir öngulinn. Þegar Benni kom heim kom hann upp í bílskúr til mín til að sýna mér laxinn. Þetta reyndist vera stærsti lax- inn sem veiddist í Fljótaá sumarið 1989, rúmlega 16 pund, og fékk Benni Bjarnastyttuna fyrir. Til hughreystingar fyrir mig þá tókst mér að veiða stærsta laxinn á flugu í Fljótaá það sumar. Nú er komið sumar og líður að veiðitímanum en Benni verður ekki með í Blönduhópnum og við mun- um sakna hans, en einhvernveginn finnst mér að hann verði nálægur í anda og muni fylgjast náið með okkur. Minningin um Benna veiðimann mun lifa með okkur um mörg ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Jóhann Sv. Jónsson. Í dag verður til moldar borinn kær vinur, Benedikt Sigurjónsson. Kynni mín af Benna voru aðallega í gegnum sameiginlegt áhugamál okkar, bridsið, en á seinni árum hafði hann stundað það áhugamál af kappi. Í janúar síðastliðnum tók Benni þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti. Frammistaðan á því móti var vel viðunandi en segja má að meira hafi verið lagt upp úr kvöld- skemmtunum en hörðum keppnis- bridsinum. Sú helgi var ógleym- anleg og ekki hægt að segja annað en að Benni hafi um leið orðið fé- lagi í hópi sem hugði á meiri æv- intýr. Þessa helgi var það afráðið að taka þátt í Evrópumótinu í para- keppni sem haldið var í Belgíu. Við vorum þrjú pör sem ákváðum að fara í þessa ferð og ætluðum að spreyta okkur gegn þeim bestu í Evrópu. Það hafði einnig komið til umræðu að Benni færi ásamt sínum makker en þessa helgi var það ljóst að Benni hafði engan til að spila við. Það kom því öllum í opna skjöldu þegar Benni hafði samband við okkur á þriðjudeginum og til- kynnti að hann hefði áhuga á því að fara á Evrópumótið. Þannig var Benni, það var ekkert aðalatriði að hafa meðspilara, heldur að vera hluti af hópi sem hafði eytt saman skemmtilegri helgi á einu Íslands- móti. Reyndar spilaði Benni á Evrópu- mótinu í tvo daga og spilaði þá við ömmu mína, Guðlaugu Márusdótt- ur. Þau höfðu reyndar aldrei spilað saman á stórmóti áður og spáðu margir þeim ekki góðu gengi. Við erfiða andstæðinga var að etja, landsliðsfólk hvaðanæva úr Evrópu, fólk sem spilað hafði saman í ára- raðir á öllum stærstu mótum heims. En raunin varð önnur og voru tugir para neðar en þau. En það má segja að spila- mennskan hafi ekki verið algjört aðalatriði í þessari Belgíuferð. Sá samheldni hópur sem út fór skemmti sér hreint konunglega og Benni gegndi þar stóru hlutverki. Með glaðlyndi sínu ávann hann sér miklar vinsældir í hópnum. Hann var mikill húmoristi og kom gjarn- an auga á skopleg atriði sem aðrir sáu ekki. Benni náði í þessari ferð sér- stöku sambandi við fleiri en okkur Norðlendingana sem hann hafði þekkt um áraraðir. Þar á ég sér- staklega við Aðalheiði Hákonar- dóttur (Öllu) og Þórð Sigurðsson sem deildi herbergi með Benna. Alla og Benni þræddu allar götur Oostende í leit að fatnaði og ann- arri gjafavöru og var mikið keypt og þá sérstaklega handa Regínu, konu Benna. Benni hafði á orði að félagsskapurinn við Öllu hefði gert ferðina enn eftirminnilegri en ella. Benni og Þórður urðu einnig miklir félagar og varð Benna tíðrætt um það lán að fá að kynnast svo góðu fólki sem þau tvö eru. Fyrirhuguð er ferð í Vatnsdalinn í haust. Þar ætla Belgíufararnir að hittast og spila yfir eina helgi. Skarð er fyrir skildi og ljóst að Benni mun ekki spila í Vatnsdaln- um í haust. Í hópinn mun vanta þann mikilvæga hlekk sem gerði ferðina til Belgíu ógleymanlega. Minningin um Benna mun ávallt lifa í huga okkar sem vorum svo lánsöm að fá að kynnast honum. Regínu og öðrum aðstandendum Benedikts votta ég mína innileg- ustu samúð. Guð blessi minningu Benedikts Sigurjónssonar. Birkir J. Jónsson. Hann Benni Sigurjóns er dáinn. Orðin dundu á mér eins og hvert höggið á fætur öðru, vitandi að daginn áður hafði hann verið flutt- ur upp á sjúkrahús af spilastað, en auðvitað var Benedikt að spila þessa helgi, á Íslandsmóti í para- keppni. Í einfeldni minni hafði ég ekki trú á öðru en að hann myndi hrista þetta af sér eins og hverja aðra óværu, en það var öðru nær. Við höfum öll misst góðan dreng og nú er skarð í okkar raðir. Ég er ekki búinn að dvelja hér í Siglufirði nema rétt um áratug, en þó nógu lengi til að eiga því láni að fagna að hafa kynnst Benedikt, öðrum eins lífskúnstner eins og hann var. Við Benedikt áttum sam- eiginleg áhugamál sem leiddu okk- ur saman, ýmist við græna borðið, á bökkum hinna ýmsu veiðiáa, eða upp til fjalla á haustin við rjúpna- veiðar. Við spilaborðið á mánudags- kvöldum í Bridgefélagi Siglufjarðar var Benedikt fastagestur, og jafnan hrókur alls fagnaðar, það var ósjaldan bros á vörum manna þar sem hann var nálægur, enda lagði hann ætíð eitthvað mergjað til mál- anna. Okkur bregður og við þegar það vantar fjórða mann við eldhús- borðið og þú Benedikt ert ekki lengur meðal vor. Veiðimennskan var Benna í blóð borin, og veiðin var honum sem helgur dómur, athöfn sem færði honum drifkraftinn sem til þurfti í starfi og leik. Marga frægðarförina var hann búinn að fara á gömlu heimaslóðirnar í Flókadalnum bæði í bleikju og lax, en það var eft- irsóknarvert að vera veiðifélagi Benedikts. Þá eru þær ófáar ferð- irnar sem farnar hafa verið í Fljót- in á rjúpnaslóð. Þar naut hann sín vel, duglegur göngumaður og veið- inn. Þá verður og minnst ótaldra ferða í Fljótaá og Blöndu, ferða sem eru okkur sem eftir lifum dýr- mætur sjóður. Það verður fámennara í veiði- ferðum sumarsins, gamli vinur, en til var stofnað í upphafi. Máske þú verðir með okkur þrátt fyrir það, aðeins með öðrum hætti. Ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir góð kynni bæði í starfi og leik. Ég set hér að endingu brot úr Hávamál- um, minnugur þess hve ljóðelskur þú varst. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Regína, þér votta ég mína dýpstu samúð, sem og niðjum ykkar hjóna. Guð blessi þína minningu Bene- dikt Sigurjónsson. Jón Tryggvi Jökulsson. Fallinn er frá vinur góður og fé- lagi, Benedikt Sigurjónsson. Benni var einstakt ljúfmenni, hafði sér- staklega gaman af því að spila, veiða og segja sögur, þar sem spaugilegu hliðarnar voru ávallt dregnar fram. Ég naut þeirra forréttinda að kynnast Benna við spilaborðið. Það er leitun að öðrum sem höfðu jafn- BENEDIKT SIGURJÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.