Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 38

Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HENDI!“ hrópuðu félagarumsjónarmanns í gamladaga þegar hann varsvo klaufskur, óheppinn – eða ósvífinn – að handleika boltann í hörðum fótboltaleik á Grænavelli á Húsavík. Því nefnir hann þetta að þættinum barst bréf frá ungum manni, Heimi Frey Viðarssyni, nema í Fjölbrautaskólanum á Sel- fossi, þar sem hann gerir beygingu orðsins hönd að umtalsefni. Heimir Freyr segir meðal annars: „… langar mig að vekja athygli þína á svolitlu sem mikið hefur ver- ið að angra mig að undanförnu, jafnt í mæltu máli sem riti (að því er virðist); þetta er beyging á nafnorð- inu „hönd“ … en sumir virðast ekki geta greint á milli þess, hvort nota eigi nefnifall, þolfall eða þágufall … og nota þá þágufallið [í öllum til- vikum].“ – – – Nafnorðið hönd er að ýmsu leyti sérstætt í íslensku máli. Það er eina kvenkynsorðið sem eftir stendur af þeim beygingarflokki sem heitir u-stofnar. Eitt aðaleinkenni þessa beygingarflokks er svokallað i-hljóðvarp í þágufalli eintölu. Upp- runalegt sérhljóð í stofni orðsins hönd er a. Þetta a varð að e í þágu- falli með i-hljóðvarpi, breyttist í ö í nefnifalli og þolfalli með u-hljóð- varpi en finnst enn í eignarfalli, handar. Orðið beygist svo: hönd (nf.), hönd (þf.), hendi (þgf.), handar (ef.). Hins vegar er nokkuð almenn tilhneiging til þess að nota þágu- fallið, hendi, í stað nefnifalls og þol- falls, hönd, eins og Heimir Freyr bendir á. Kemur það fram í dæminu úr fótboltanum en er þó síður en svo einskorðað við þá göfugu íþrótt. „Hendin á honum skalf eins og lauf í vindi,“ er líklega flestum munn- tamara en „höndin á honum …“. Sömuleiðis hyggur umsjónarmaður að „hún tók í hendina á honum þótt henni væri það þvert um geð“ sé al- gengara talmál en „hún tók í hönd- ina …“ Þá eru líka mörg dæmi þess að ö-ið úr nefnifalli og þolfalli þrengi sér inn í þágufallið. Helst virðist það vera í samsettum orðum svo sem yfirhönd og rithönd. Þá verða til setningar eins og „bréfið var skrifað með fallegri rithönd“ og „KR-ingar náðu yfirhöndinni“. Strangt til tekið ætti að skrifa rit- hendi og yfirhendinni í þágufalli. En viti menn! Svo rótfast virðist ö-ið vera orðið í þágufalli yfirhand- arinnar að eftirfarandi klausu má lesa í riti Jóns Hilmars Jónssonar málfræðings, Orðastað: „ná yfir- höndinni það var búist við harðri viðureign en Svíar náðu fljótt yf- irhöndinni og sigruðu örugg- lega“. Ekki þarf frekar vitnanna við, ö-ið hefur greinilega sigr- að í þessu tiltekna orði. Jón Hilmar getur að vísu engra dæma um þágufallsmyndina rit- hönd. Umsjónarmaður er þess þó fullviss að hún sækir mjög á ef hún er þá ekki þegar orðin allsráðandi, svo oft hefur hann rekist á hana í fréttum og greinum í starfi sínu sem prófarkalesari. Enn er hann að burðast við að breyta rithönd í rit- hendi í þágufalli en er þó orðinn úr- kula vonar um að sú orusta vinnist enda ekki einsætt að íhaldssemi sé góður málstaður. – – – Ekki er ósennilegt að sérstaða þessa orðs sé ein af ástæðum þess að rót hefur komist á beyginguna. Það hefur ekki haft stuðning af öðr- um orðum þar sem það er eina kvenkynsorðið sem beygist svo. Ekki er heldur ólíklegt að þágu- fallið hönd sé til orðið vegna áhrifa frá orðum með óreglulega beygingu eins og önd og strönd. Þessa tilgátu styður ritmálsskrá Orðabókar Há- skólans þar sem finnast dæmi um fleirtöluna rithandir (sbr. andir og strandir) frá miðri síðustu öld. Raunar þykir umsjónarmanni með ólíkindum að hönd skuli ekki hafa lagað sig alveg að beygingu téðra orða – það liggur svo beint við þar sem einungis þágufallið er frá- brugðið. – – – Umsjónarmann skortir þekkingu til að geta sagt með vissu hvenær hönd breyttist í hendi í nefnifalli og þolfalli. Elsta dæmið í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er um þolfall og finnst í tímaritinu Rétti frá 1934: „Gott kvöld, sagði hann og rétti mér hendina.“ Gera má ráð fyrir að orð- myndin hafi náð fótfestu í talmáli mun fyrr en hún komst á prent. Elsta dæmi í ritmálsskrá OH um að „ná yfirhöndinni“ er einnig úr Rétti, að þessu sinni frá 1926, „… að Íhald það, sem nú hefir náð yfirhönd- inni á stjórn landsins“. Reyndar er lít- ið eitt eldra dæmi um yfirhönd í þgf. að finna í Sundbók ÍSÍ fyrir hvern mann, I–II, útg. 1920–21: „Anda skal að sér, um munninn, þegar yfirhönd- inni er brugðið í vatnið, en frá sér, um nefið, þegar undirhöndin er borin aft- ur.“ Ef marka má ritmálsskrána virð- ist sögnin ná hafa verið næsta fátíð með orðinu yfirhönd heldur eru notaðar sagnirnar fá og hafa en þær stýra báðar þolfalli. – – – Dæmi um rithönd í þágufalli eru nokkur í ritmálsskránni, raunar mun fleiri en rithendi, og er hið elsta úr Ísafold frá 1888: „… það verði eigi skript kölluð og líkist engri rithönd“. Þótt umsjónarmaður telji sig ekki til ofstopamanna um stein- gervingu íslenskrar tungu mælir hann þó með því að enn um sinn verði allajafna sagt og skrifað hér er hönd um hönd frá hendi til hand- ar – jafnvel þótt hendin hafi náð yf- irhöndinni í fótboltanum. – – – Hófstilling – Ég hygg, sem sé, að allar öfgar í málfarslegum efnum séu til bölvunar. [Halldór Halldórsson prófessor, 1964] Ekki er einsætt að íhaldssemi sé góður mál- staður keg@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Karl Emil Gunnarsson EINN af fyrrver- andi formönnum Vík- ings hefur farið mikinn á síðum Morgunblaðs- ins síðustu vikur en vegna greinar hans síð- astliðinn miðvikudag er rétt að benda á eftirfar- andi. Ég sem formaður ÍTR hef átt mjög góð samskipti við núver- andi formann Víkings og aðalstjórn félagsins varðandi uppbyggingu og aðstöðu fyrir íþróttafélagið. Ég hef átt viðræður við Vík- inga um ýmsis mál þar með talið bætta að- stöðu í Víkinni, stúkumál ofl. Á fundi með þessum aðilum í síðustu viku var m.a. farið yfir þær beiðnir félags- ins sem lutu að bættri búningaað- stöðu og nýjum æfingasal í Víkinni. Í kjölfar þess fundar lagði ég til að fé- lagið yrði styrkt til þessara fram- kvæmda. Sú tillaga var samþykkt. Því til viðbótar er rétt að upplýsa að Knattspyrnufélagið Víkingur hefur verið styrkt um 380 miljónir á síð- ustu 12 árum vegna ýmissa fram- kvæmda. Að auki hefur ÍTR greitt laun starfsmanns hjá félaginu sem sinnir ákveðnu samþættingarstarfi innan hverfisins varðandi barna- og unglingastarf. Vegna stúkubyggingar þá er ekki rétt sem haldið er fram af fyrrver- andi formanni Víkings að ÍTR hafi synjað félaginu um styrk. Í fyrrahaust var samþykkt að veita 10 milljónum til bygging- ar áhorfendaaðstöðu á svæði félagsins. Þannig hefur ÍTR ekki synjað neinu gagnvart Víking- um. Þvert á móti, var stúkubyggingin sam- þykkt styrkhæf fram- kvæmd. Það er hins vegar þannig að í stefnumörkun borgar- yfirvalda og íþrótta- hreyfingarinnar í Reykjavík eru settar fram tillögur um fjögur til fimm afrekssvæði í borginni sem íþróttafélögin gætu sameinast um. Á þeim svæðum verði í framtíðinni byggð upp aðstaða fyrir afreksíþróttir þar með talið stúku- byggingar. Það liggur hins vegar ekki fyrir á þessari stundu um hvaða svæði verði um að ræða. Mér þykir miður að þessi fyrrverandi formaður Víkings kjósi að setja mál sitt fram með svo villandi hætti, sem raunin er. Undirrituð hefur aldrei neitað að ganga til samninga við Víking og engin U-beygja átt sér stað. Það er því ekki með nokkurri sanngirni hægt að halda því fram að Íþrótta- og tómstundaráð sendi Víkingum kaldar kveðjur, hvað þá kalda vatns- gusu. Víkingur og Reykjavíkurborg Steinunn Valdís Óskarsdóttir Höfundur er í 4. sæti Reykjavík- urlistans. Borgarmál Það er ekki hægt að halda því fram, segir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, að Íþrótta- og tómstundaráð sendi Vík- ingum kaldar kveðjur. MEÐ 20 milljarða ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar er öll þjóðin knúin til að taka ábyrgð á gífurlegri áhættufjárfestingu sem verulegar líkur eru á að falli á skattgreiðendur. Í reynd má líkja þessu við fjárhættuspil þar sem hver fjögurra manna fjölskylda hættir um 280 þúsund krónum. Þetta er jafnvel verra. Í fjárhættu- spili er þó von um hagnað ef vel gengur, en í þessu spili rennur hagnaðurinn alfarið til fyrirtæk- isins ef viðskiptahugmyndin geng- ur upp. Brot á stjórnarskrá og samkeppnislögum? Vissulega er Íslensk erfðagrein- ing þýðingarmikið fyrirtæki í há- tækniframleiðslu á sviði lífvísinda sem skapað hefur um 600 hátækni- störf sem miklu skipta fyrir þjóð- félagið. Auðvitað er líka mikill fengur fyrir íslenskt þjóðfélag að fá inn í landið þau 250–300 störf á sviði lyfjaþróunar sem talið er að fylgja muni nýrri starfsemi hjá fyrirtækinu. En ef ríkisvaldið vill styðja sérstaklega við þekkingar- iðnaðinn eða hátæknigreinar til að skapa hér nokkur hundruð arð- vænleg störf, þá á ríkið að gera það með almennum hætti sem ekki leiðir til ójafnræðis eða samkeppn- isröskunar innan eða milli atvinnu- greina. Einnig má benda á að Ís- lensk erfðagreining sem nú á að veita 20 milljarða króna ríkis- ábyrgð sem margir telja að geti verið brot á stjórnarskránni og samkeppnislögum, hefur þegar fengið sértæka að- stoð hjá íslensku þjóðinni með einka- aðgangi að heilsu- farsupplýsingum þjóðarinnar. Ríkisábyrgð- arlögum vikið til hliðar Til marks um hversu óeðlilega sér- tæk þessi ríkisábyrgð er, þá er vikið til hlið- ar nýjum lögum um ríkisábyrgð. Þannig kemst ríkisvaldið hjá því að uppfylla skil- yrði laganna sem kveða m.a. á um að Ríkisábyrgðarsjóður skuli meta greiðsluhæfi skuldara, afskrifta- þörf, tryggingar og áhrif á sam- keppni í viðkomandi greinum. Ábyrgðarþegi á líka að leggja fram viðeigandi tryggingar að mati Ríkisábyrgðarsjóðs. Einnig þarf að liggja fyrir að ekki sé hægt að full- nægja lánsfjárþörf á almennum markaði. Öllu þessu er vikið til hliðar og ekkert er vit- að um hvað Íslensk erfaðgreining verður látin greiða í ábyrgð- argjald, en samkvæmt ríkisábyrgðarlögunum á áhættugjald að nema frá 0,25%–4% af höf- uðstól ábyrgðarskuld- bindingar. Miklu máli skiptir hve hátt ábyrgðargjaldið verð- ur. Lægsta ábyrgðar- gjaldið gefur ríkissjóði 350 milljónir á ábyrgðartímanum en hæsta gjaldið gæfi ríkissjóði 5,6 milljarða króna. Spurning er líka hvort það standist lög að víkja til hliðar ákvæðinu um ríkisábyrgð- argjald, þannig að gjaldið sem rík- ið áformar að leggja á hafi ekki lagastoð. Ekkert er vitað um alla þessa mikilvægu þætti málsins. Þingmenn í stöðu innherja Þingmenn eru líka settir í þá óþolandi stöðu að leggja mat á hvort eitt fyrirtæki í atvinnugrein eins og lyfjaþróun eigi að fá fyr- irgreiðslu umfram önnur. Það er fjármálamarkaðurinn sem á að meta áhættuna en ekki þingmenn. Með þessu eru þingmenn settir í stöðu innherja, en upplýsingar um viðskiptaáætlanir og mat á gjald- þrotalíkum eru forsenda fyrir því að þingmenn geti af einhverju viti lagt mat á hættuna á að ábyrgðin falli á skattgreiðendur. Þær upp- lýsingar fengust ekki – ekki einu sinni í trúnaði. Athyglisvert er líka að fjármálaráðuneytið upplýsti að bein lánsfjármögnun án ríkis- ábyrgðar yrði fyrirtækinu það óhagstæð að álitamál væri hvort það sæi sér hag í að fara þá leið. Auk þess er ábyrgðin, sem er 60% af heildarfjárfestingu fyrirtækisins í verkefninu, hlutfallslega miklu hærri en í dæmum af samsvarandi ríkisábyrgðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Fordæmisgefandi fyrirgreiðsla Auðvitað er það fjarstæða sem fjármálaráðherra hefur haldið fram að þessi sértæka fyrir- greiðsla sé ekki fordæmisgefandi. Aðvitað er fyrirgreiðsla upp á 20 milljarða króna til eins fyrirtækis fordæmisgefandi, enda hefur a.m.k. eitt annað fyrirtæki á sam- bærilegu sviði leitað eftir ríkis- ábyrgð. Þetta fyrirtæki er í sam- keppni við Íslenska erfðagreiningu um fjármagn, verkefni og ekki síst um starfsfólk. Enda kom það fram hjá fulltrúum a.m.k. tveggja fyr- irtækja í lyfjaiðnaðinum sem mættu á fund efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis, að sértæk fyrirgreiðsla til eins fyrirtækis í greininni, gæti haft þær afdrifa- ríku afleiðingar að þeir þyrftu að flytja til útlanda með starfsemi sína. Full ástæða er til að óttast að þessi ríkisábyrgð komi til með að vinda uppá sig og kallað verði eftir meiri ríkisábyrgð, ef gengi bréf- anna hreyfist lítið á ábyrgðartíma- bilinu og viðskiptaáætlunin gengur ekki upp. Þá gæti þingið staðið frammi fyrir þeim valkosti að framlengja eða bæta við ríkis- ábyrgðina eða að hún félli á ríkið. Áhætta er gífurlega mikil í lyfjaþróun og getur kostað 50–80 milljarða að koma einu lyfi á markað. Dósent við Háskóla Ís- lands hefur metið það svo að veru- legar líkur séu á því að þessir 20 milljarðar króna hreinlega falli á ríkissjóð, enda er áhætta fyrir- tækja í lyfjaþróunariðnaði metin allt að þrefalt meiri en meðaltals- áhætta fyrirtækja almennt. Eina ferðina enn teflir ríkis- stjórnin fram sérhagsmunum gegn almannahagsmunum. Nú á að hætta 20 milljörðum af skattfé al- mennings í algjöru fjárhættuspili. Er nema von að mörgum blöskri. Ekki fannst einn aðili af þeim 40– 50 manns sem funduðu með efna- hags- og viðskiptanefnd um málið, sem mæltu með þessari fráleitu fyrirgreiðslu nema forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar. Gilti þar einu hvort um var að ræða fjármálamarkaðinn, efnahagsstofn- anir eða samtök atvinnulífs og verkalýðshreyfingar. Það er kaldhæðnislegt að Sjálf- stæðisflokkurinn – flokkur sem á tyllidögum kennir sig við frjáls- ræði og samkeppni og segist vera á móti ríkisforsjá og einokun – skuli vera í forsvari fyrir svona pilsfaldakapítalisma og gamaldags vinnubrögð. Tapið okkar – gróðinn þeirra Jóhanna Sigurðardóttir Áhætta Líkja má þessu við fjárhættuspil, segir Jóhanna Sigurð- ardóttir, þar sem hver fjögurra manna fjöl- skylda hættir 280 þúsund krónum. Höfundur er alþingismaður. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.