Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 6

Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 21/4 –27/4 ERLENT INNLENT  TVEIMUR Vestmanna- eyingum var bjargað úr sjónum við Elliðaey á mið- vikudag eftir að gúmbát þeirra hvolfdi. Tveir aðrir voru í bátnum en þeir kom- ust af sjálfsdáðum í land.  ERLENDAR dans- meyjar, sem starfa á nekt- ardansstöðum í Reykjavík, óska í auknum mæli eftir fóstureyðingum. Þetta kom fram á ráðstefnu Evr- ópskra borga gegn eit- urlyfjum á fimmtudag. Dansararnir virðast ekki hafa eðlilegan aðgang að heilsugæslu á fyrri stigum, t.d. í þeim tilgangi að út- vega sér getnaðarvarnir.  Knattspyrnuhöllin í Grafarvogi var tekin í notkun á sumardaginn fyrsta. Hefur húsið hlotið nafnið Egilshöll sem er til komið vegna samnings rekstrarfélaga hússins og Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar.  ÞESS var minnst víða um land að Halldór Lax- ness hefði orðið 100 ára í vikunni. Á þessum tíma- mótum var gengið frá samningi um kaup íslenska ríkisins á Gljúfrasteini í Mosfellsdal, heimili Lax- nesshjónanna og vinnustað nóbelsskáldsins.  Í FRAMAHALDI af upp- sögn átta starfsmanna- Landssímans á Akureyri hefur bæjarstjóri sagt að til greina komi að segja upp viðskiptum bæjarins við Landssímann. Forstjóri Símans og bæjarstjóri ræddu á föstudag þá gagn- rýni sem Síminn hefur sætt vegna uppsagnanna. Alcoa lýkur hag- kvæmniáætlun í maí AÐGERÐAÁÆTLUN milli Fjárfest- ingarstofunnar og Alcoa, stærsta ál- fyrirtækis heims, var undirrituð 19. apríl síðastliðinn, þar sem Alcoa heitir því að hafa lokið fyrstu hagkvæmni- áætlun, vegna byggingar álvers á Reyðarfirði, ekki síðar en 24. maí. Verði niðurstaðan jákvæð mun vilja- yfirlýsing verða undirrituð um frekari viðræður milli Alcoa, íslenskra stjórn- valda og Landsvirkjunar. Í aðgerðaráætluninni kemur m.a. fram að Alcoa hafi áhuga á að auka möguleika sína á frumvinnslu áls, auk þess sem fyrirtækið hafi trú á að sam- bland vantsorkuvers á borð við Kára- hnjúkavirkjun og álvers eins og fyr- irhugað sé á Reyðarfirði gæti verið áhugavert. Kemur fram í áætluninni að verði viljayfirlýsing undirrituð í framhaldi af hagkvæmniathugun verði gildistími hennar sjö vikur. Miðstöð fyrir neyt- endur morfínskyldra lyfja verði komið á STJÓRN Læknafélags Íslands hefur lagt til í bréfi til heilbrigðisráðherra að komið verði á fót miðstöð fyrir neyt- endur svokallaðra ópíata en það eru morfínskyld lyf. Í miðstöðinni fengju neytendurnir skyld lyf eða önnur til að mæta fíkninni og venjast af henni. Í bréfinu segir að stjórn Lækna- félagsins telji að talsverður hópur fólks sé orðinn háður þessum lyfjum og að hann fari stækkandi með hverju ári. „Stjórnin telur að læknar kunni að sjá þessum fíklum fyrir lyfjum að verulegu leyti. Hún vill leggja sitt af mörkum til að við því verði spornað,“ segir í bréfinu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagðist fagna tillögum stjórnar Læknafélagsins. Mótmæli gegn Le Pen „NEI“, „Reiðarslag“, „Jarðskjálfti“. Þannig voru upphrópanirnar í frönsku blöðunum á mánudaginn þegar það lá fyrir, að hægriöfgamaðurinn Jean- Marie Le Pen yrði andstæðingur Jacq- ues Chirac forseta í síðari umferð for- setakosninganna 5. maí. Var víða efnt til mótmæla gegn Le Pen á götum úti en leiðtogar flestra flokka, jafnt til vinstri sem hægri, skoruðu á kjósendur að styðja Chirac í seinni umferðinni. Víða erlendis voru úrslitin kölluð „áfall fyrir lýðræðið“ og „tímabær viðvörun“. „Le Pen er ógnun við lýðveldið. Þeg- ar ekki verður um annað að ræða en hann eða Chirac, munum við kjósa Chirac,“ sagði Francois Hollande, for- maður Sósíalistaflokksins, og leiðtogar flestra annarra stjórnmálaflokka tóku í sama streng, líka kommúnistaflokks- ins. Eru úrslitin mikið áfall fyrir stóru, hefðbundnu flokkana í Frakklandi og ekki síst fyrir Sósíalistaflokkinn. Lenti leiðtogi hans, Lionel Jospin forsætis- ráðherra, í þriðja sæti og á eftir Chirac og Le Pen. Hann sagði á mánudaginn, að hann myndi hætta afskiptum af stjórnmálum að lokinni síðari umferð forsetakosninganna. Efnt var mótmæla víða um Frakk- land gegn Le Pen og Þjóðarfylkingu hans og eru slíkir fundir fyrirhugaðir allt fram að seinni umferð kosninganna. Enn setið um Fæðingarkirkjuna NÍU Palestínumenn yfirgáfu Fæðing- arkirkjuna í Betlehem á fimmtudaginn og höfðu þeir með sér lík tveggja manna sem fallið höfðu í skotbardaga við ísraelska hermenn. Ísraelsher hefur setið um kirkjuna í þrjár vikur en inn- andyra eru um 200 Palestínumenn. Ekki hafði tekist að ná samkomulagi um að binda enda á umsátrið á föstu- dag, en Ísraelar segja 30 hryðjuverka- menn meðal þeirra sem hafast við í kirkjunni.  DRAGOLJUB Ojdanic, fyrrverandi yfirmaður júgóslavneska heraflans, gaf sig fram við fulltrúa Alþjóðastríðsglæpadóm- stólsins í Haag í Hollandi á fimmtudag. Ojdanic er hæst setti embættismað- urinn sem fulltrúar dóm- stólsins hafa komið hönd- um yfir frá því að Slobodan Milosevic, fyrr- verandi forseti Júgóslavíu, var framseldur í fyrra.  RÍFLEGA þrjátíu manns urðu fyrir meiðslum, þar af tíu alvar- legum, þegar sprenging skók tvær byggingar á Manhattan-eyju í New York á fimmtudaginn. Mikill fjöldi slökkviliðs- manna og hjálparstarfs- fólks þusti þegar á vett- vang en í upphafi óttuðust margir að um hryðjuverk hefði verið að ræða. Svo var þó ekki og töldu borg- aryfirvöld líklegast að sprenging hefði orðið í hitakatli í kjallara hússins með fyrrgreindum afleið- ingum.  FINNSKIR hægriöfga- menn tilkynntu á miðviku- daginn að þeir hygðust stofna flokk sem myndi reyna að koma manni á þing í næstu kosningum, er verða á næsta ári. Hefði góður árangur Jean-Marie Le Pens í fyrri umferð forsetakosning- anna í Frakklandi um síð- ustu helgi orðið þeim hvatning til að láta til skarar skríða. Í Finnlandi hefur ekki verið nein stjórnmálahreyfing á borð við flokk Le Pens. FRAKTFLUGFÉLAGIÐ Bláfugl bætir nýrri vél í flugflota sinn í haust. Verða þá tvær B737-300-fraktþotur í þjónustu fyrirtækisins, önnur í ferð- um milli Íslands og Evrópu og sú sem bætist við í haust sinnir fraktflugi milli Frakklands og Þýskalands. Þór- arinn Kjartansson, framkvæmda- stjóri Bláfugls, segir fraktflutninga með flugi hafa aukist milli Íslands og Evrópu síðustu árin og segir rektr- argrundvöll Bláfugls góðan, ekki síst með samningum við hraðflutninga- fyrirtækið UPS. Tvö önnur fyrirtæki í flugstarfsemi tengjast Bláfugli. Annars vegar eru það Flugflutningar sem er umboðs- fyrirtæki í flugfrakt og var stofnað árið 1994. Sér fyrirtækið um sölu á fraktrými í vél Bláfugls auk þess sem það hefur umboð fyrir UPS Air Cargo og Cargolux. Hins vegar er það flugafgreiðslufyrirtækið Vallar- vinir sem sér um afgreiðslu og þjón- ustu við flugvélar en fyrirtækið var stofnað árið 1997. Þórarinn sér einnig um daglegan rekstur Vallarvina sem eru í eigu hans og Skúla Skúlasonar, framkvæmdastjóra Flugflutninga. Eru Vallarvinir og Bláfugl til húsa í þjónustubyggingu rétt við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Starfsemi hófst fyrir rúmu ári Bláfugl hóf fraktflug í mars í fyrra. Flýgur félagið virka daga síðdegis frá Keflavík um Edinborg til Kölnar og tilbaka til Keflavíkur um East Mid- land í Englandi. Er hún þá komin til Íslands aftur um kl. 6 að morgni næsta dags. Ferðin út á föstudegi endar í Köln og á laugardegi er þot- unni flogið til Lúxemborgar. Á sunnudögum er síðan flogin ein ferð frá Lúxemborg til Íslands og til baka og hringurinn hefst á ný í Köln að kvöldi sunnudags. Þórarinn segir að nýlega hafi tekist samningar milli UPS og Bláfugls um frekara flug og í framhaldi af því voru afráðin kaup á annarri þotu sömu gerðar, þ.e. B737-300. Er hún keypt gegnum bankann PK Air Finance, sem sérhæfir sig í fjármögnun flug- véla. Eins og fyrri þota Bláfugls er hún farþegaþota sem breytt verður í fraktflugvél. Flugið fyrir UPS hefst 30. september og verður flogið frá Bordeaux í Frakklandi til Kölnar með viðkomu í annarri borg í Frakklandi á báðum leiðum. „Þotan sinnir þessu flugi virka daga og stendur síðan í Köln um helgar. Með þessu flugi er rekstrargrundvöllurinn tryggður og það kemur síðan í ljós hvort unnt verður að nýta vélina eitthvað um helgar líka.“ Ástæðan fyrir því að Bláfuglsmenn velja farþegaþotu til að breyta í frakt- vél segir Þórarinn að sé m.a. að þá sé hægt að setja á hana nýjustu gerð af stórri frakthurð. Þoturnar bera um 18 tonn af frakt. Þær eru framleiddar 1987 og 1989 og er verðmæti þeirra alls um 3,7 milljarðar króna. Starfs- menn Bláfugls eru tuttugu, þar af tíu flugmenn eða fimm áhafnir. Þarf að bæta við þremur áhöfnum þegar nýja þotan kemst í gagnið og segir Þór- arinn rekstur tveggja flugvéla þýða að betri nýting verði bæði á flug- mönnum og öðrum starfsmönnum fyrirtækisins. Aukin verkefni hjá Vallarvinum Vallarvinir hafa verið að færa út kvíarnar síðustu árin á sviði þjónustu við flugvélar sem fara um Keflavík- urflugvöll. Í fyrstunni snerust verk- efnin einkum um að sinna fraktvélum en í sumar sér fyrirtækið um af- greiðslu á farþegaþotum þýska leigu- flugfélagsins LTU. Hefst það í júní og verða farnar fimm ferðir í viku. Einu sinni í viku verður komið við á Egils- stöðum og sjá Vallarvinir einnig um afgreiðslu þar, sem Þórarinn segir að sé ekki enn fullfrágengið hvernig háttað verður. En hvernig kom stofnun Vallarvina til? „Okkur var eiginlega ýtt út í stofn- un Vallarvina á þeim árum sem Cargolux stundaði hingað reglubund- ið áætlunarflug,“ segir Þórarinn en Flugflutningar hafa umboð fyrir Cargolux. „Flugleiðir önnuðust af- greiðslu vélanna og þar kom að Cargolux fannst þjónustan of dýr og afgreiðslan taka of langan tíma. Þetta ásamt öðru leiddi til þess að við ákváðum að stofna afgreiðslufyrir- tæki til að freista þess að halda áfram að sinna þeirri fraktþjónustu sem við vorum búnir að byggja upp með Cargolux og Flugflutningum. Um það leyti hóf Íslandsflug líka að stunda fraktflug og sáu Vallarvinir um að þjóna því til að byrja með.“ Hjá Vallarvinum eru tíu manns í föstu starfi en tíu til fimmtán til við- bótar í hlutastörfum. Þá verður fjölg- að enn í sumar með tilkomu þjónust- unnar við LTU. Fyrirtækið hefur allan nauðsynlegan búnað til að sinna afgreiðslu flugvéla af stærstu gerð og lætur nærri að verðmæti tækjanna sé kringum 100 milljónir króna. Vallarvinir hafa fengið úthlutað fimm innritunarborðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeim hefur verið fjölgað. Þórarinn segir að þrátt fyrir að þeim finnst sú aðstaða ekki nægi- lega góð muni þeir una við hana í sumar. Nýju innritunarborðin eru í öðrum enda brottfararsalarins og segir hann þar verða þröng á þingi þegar skrá þarf farþega í flug í 200 til 280 manna þotur. Í ráði er að Flug- stöðin setji upp eigin búnað á öllum borðunum á næsta ári. Segir Þórar- inn að það muni auðvelda alla af- greiðslu og þá verði hægt að nota þau innritunarborð í salnum sem henti best afgreiðslu hverju sinni. Mikil samkeppni í fraktflugi Flugflutningar annast eins og fyrr segir sölu á hluta fraktrýmis í þotu Bláfugls. Hraðflutningafyrirtækið UPS nýtir hluta þotunnar og Flug- flutningar eru ábyrgir fyrir hinum hlutanum. Skúli Skúlason segir nýt- inguna þokkalega en samkeppni sé mikil í flugfraktinni hér. Hann segir aukningu hafa verið í flugfrakt allt frá árinu 1994, bæði til landsins og frá. „Fyrirtækin nýta sér í auknum mæli kosti fraktflugs,“ segir Skúli, „með því að taka vörur hingað jafnt og þétt í stað þess að liggja með miklar birgð- ir, sem er dýrt,“ og nefnir hann t.d. bílaumboðin í þessu sambandi. Bláfugl og Vallarvin- ir færa út kvíarnar Morgunblaðið/jt Þórarinn Kjartansson (t.h.) og Skúli Skúlason við þotu Bláfugls sem er í reglulegum fraktflutningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.