Morgunblaðið - 28.04.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 28.04.2002, Síða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ F YRIR rúmu ári birtist hér í Morgunblaðinu greinargott við- tal við Sigurjón Baldur Haf- steinsson, þáverandi forstöðu- mann Kvikmyndasafns Íslands, þar sem ræddir voru framtíð- armöguleikar í uppbyggingu öfl- ugs kvikmyndasafns og safnabíós hér á landi. Samtalið einkenndist í senn af bjartsýni og gagnkvæmri þekkingu og skilningi bæði blaðamanns og viðmælanda á umræðuefninu sem snerist um hvorki meira né minna en uppbyggingu kvikmyndamenningar á Íslandi. Yfirskrift viðtalsins, sem birtist 18. mars 2001, var „Draumurinn um safnabíó“ og var þar farið vítt og breitt í umræðu um þau skilyrði sem slíkri starfsemi eru sett hér á landi, hvað bæri að gera til að koma henni á og mikilvægi þess fyrir kvik- myndamenningu á Íslandi. Nú rúmu ári síðar er ekki úr vegi að rifja upp þau sjónarmið um möguleika kvikmyndasafnsins sem menningarstofnunar sem fram komu í þessari ítarlegu blaðagrein, ekki síst í ljósi þess upplausnarástands sem nú einkennir rekstur Kvikmyndasafns Ís- lands. Á undanförnum vikum hefur undirrituð lesið í fjölmiðlum fréttir þar sem greint er frá hreint út sagt ömurlegri stöðu þeirrar menningarstofnunar sem ætlað er að hlúa að listgrein sem sett hefur mark sitt með óyggj- andi hætti á menningu og hugarfar á tutt- ugustu öld, þ.e. kvikmyndalistinni. Mestöll starfsemi Kvikmyndasafns Íslands hefur ver- ið fryst vegna slæmrar fjárhagsstöðu þess og forstöðumaður safnsins hefur verið leystur störfum eftir að hafa varið í endurbætur á fyrirhuguðu safnabíói og í rekstur safnsins nær 20 milljónum umfram fjárheimildir. Hér er vitanlega komin upp ámælisverð staða í stjórnun safnins, en mér er spurn hvort rík- isvaldið hefði ekki átt að líta á stöðu mála sem vísbendingu um að 18 milljóna króna fjárveiting á ári geri safninu hreinlega ómögulegt að rækja lögbundið hlutverk sitt um söfnun og varðveislu íslenskra kvik- mynda og fyrirætlanir um að byggja upp lif- andi safnabíó í Hafnarfirði? Þess í stað er starfsemin fryst, safnið skuldsett til næstu fjögurra ára og virðist forstöðumanni hafa verið vikið úr starfi án frekari málalenginga. Til að bæta gráu ofan á svart er efnis-legum tilverugrundvelli safnsins nústefnt í hættu, með fregnum afáformum Hafnarfjarðarbæjar um að rífa húsnæðið á norðurbakka hafnarinnar þar sem kvikmyndasafnið hefur aðstöðu. Menntamálaráðherra vék að húsnæðismálum safnsins í kjölfar fyrirspurna á alþingi í vik- unni, og sagðist telja bæjarstjórn Hafn- arfjarðar skylduga til að sjá safninu fyrir sambærilegri aðstöðu á grundvelli sam- komulags sem gert hefur verið milli ríkis og Hafnarfjarðarbæjar um uppbyggingu starf- semi safnsins og safnabíós í bænum. Bæj- arstjóri svaraði því síðan um hæl að það hlutverk yrði svosum ekki vanrækt, þó svo bænum þætti ríkið hafa staðið sig illa í að stuðla að áðurnefndri uppbyggingu. Ég er satt að segja ekkert hissa á því að Hafn- arfjarðarbær setji stuðning við Kvikmynda- safn Íslands ekki á forgangslista hjá sér, meðan stofnuninni er af ríkisins hálfu haldið í fjársvelti sem lamað hefur alla uppbygging- armöguleika hennar. Ef rýnt er í þá stefnumótun um mögu- legan framtíðarrekstur kvikmyndasafns sem birtist í áðurnefndu viðtali, sést best hversu sorglega vannýtt umrædd stofnun og starfs- kraftar hennar í raun eru. Viðtalið snýst að nokkru leyti um áform um uppbyggingu safnabíós í Bæjarbíói, þar sem hægt yrði að miðla því kvikmyndaefni sem safnið hefur í fórum sínum. Um leið ræddi Sigurjón Baldur þann draum að hægt yrði að skapa í safn- abíóinu nokkurs konar cinematek, eða menn- ingar- og fræslumiðstöð að erlendri fyr- irmynd þar sem almenningur og skólar fengju greiðan aðgang að gersemum kvik- myndasögunnar, og framsæknustu verkum samtímans, á vettvangi sem laðaði fólk að með fjölbreyttri og reglulegri starfsemi. Líkt og fram kom í máli Sigurjóns Baldurs eru þessar hugmyndir í fullu samræmi við ákvæði í nýrri námsskrá menntamálaráðu- neytis þess efnis að staðið verði að stórauk- inni fræðslu á sviði kvikmynda og annars myndmáls sem börn eru í tengslum við í leik og starfi. Hér hafa stjórnvöld áttað sig (að minnsta kosti í orði) á sívaxandi vægi sjón- rænnar miðlunar í fjölmiðla- og upplýsinga- samfélagi nútímans, og nauðsyn þess að menntakerfið ýti undir skilning og læsi þjóð- félagsþegna á sjónræna mennningu, hvort sem það er í skapandi tilgangi eða gagn- rýnum. En títtnefndur forstöðumaður ræðir íviðtalinu ekki eingöngu mikilvægiþess að leggja rækt við gagnrýnakvikmyndamenningu með starfsemi cinemateks, heldur bendir hann á ýmsa möguleika í þeim efnum. Verði nægilegt fjár- magn lagt í stofnkostnað getur kvikmynda- safnið í krafti aðildar sinnar að alþjóða- samtökum kvikmyndasafna, FIAF, nýtt sér þær samvinnuleiðir sem byggðar hafa verið upp á þessu sviði í Evrópu og Bandaríkj- unum. Hægt yrði að fá hingað sýning- arpakka sem ferðast milli safna auk þess sem viðurkennd kvikmyndasöfn þurfa ekki að borga leigu á myndum eins og markaðs- bíó, heldur aðeins höfundarlaun. Í viðtalinu er vikið að fleiri þáttum, rætt er um hug- sjónastarf fyrri safnstjóra, og tregðu stjórn- valda til að veita starfseminni þann grunn- stuðning sem hægt yrði að bygga frekari starf á. Við skulum ekki gleyma því að í nýj-um kvikmyndalögum sem samþykkthafa verið á alþingi og taka munugildi 1. janúar 2003, er kveðið á um að bætt verði úr mörgum ofangreindra þátta. Mikil bragarbót er gerð með fyrirhuguðum aðskilnaði á rekstri Kvikmyndasafns Íslands og tilvonandi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem gert er að annast stuðning við kvik- myndagerð og kynningu á íslenskum kvik- myndum út á við. Í nýju kvikmyndalögunum hefur sjálfstætt varðveislu-, rannsóknar- og miðlunarhlutverk kvikmyndasafnsins verið viðurkennt, þó svo að mér þyki lögin leggja of veika áherslu á tvo síðastnefndu þættina. Þó svo að sjálfsagt mál sé að varðveita ís- lenskan kvikmyndaarf, er efling kvikmynda- menningar í alþjóðlegum skilningi alveg jafn mikilvæg. Annars vegar svo að íslensk kvik-myndagerð fái starfað í virku sam-spili við alþjóðlega strauma og hinsvegar að almenningur geti notið ís- lenskra og erlendra kvikmynda í krafti þekk- ingar á sögu þeirra og samhengi. En hvernig verður framtíðin? Í ljósi þeirra laga sem þó hafa verið samþykkt á alþingi og greinargerðar með frumvarpinu sem legg- ur til að stórauknu fé verði veitt í starfsemi kvikmyndasafns, liggur beint við að ætla að bragarbót verði gerð á ástandinu þó ekki verði fyrr en við gildistöku laganna á árs- byrjun 2003. Í því máli verður seint fullítrek- að hversu mikilvægt það er að starfsemi kvikmyndasafns og cinemateks verði metin til fulls. Ef byggja á upp líf- og tekjuvænlega kvikmyndagerð hér á landi, verður að skapa henni blómlegt umhverfi í breiðu menning- arlegu samhengi. Að lokum má spyrja hvort Reykjavík- urborg hefði e.t.v. eitthvert bolmagn til þess að hlúa að kvikmyndamenningunni með því að gera eitthvert af sínum fáu eftirlifandi gömlu bíóhúsum (Stjörnubíó, Gamla bíó, Tjarnarbíó?) að kvikmyndalegri menningar- miðstöð. (Og skapa þannig mótvægi við stór- fyrirtækjaþróunina í kvikmyndahúsamenn- ingu í landinu). Vel mætti hugsa sér að bíóin störfuðu bæði út frá Kvikmyndasafni Íslands en mótuðu sér ólíkar áherslur, Bæjarbíó ræktaði t.d. safnþáttinn og tengsl við grunn- skólastigið, en cinematek í Reykjavík legði áherslu á samtímastrauma, samræðu við kvikmyndafræði og tengsl við háskólasamfé- lagið. Jæja, en ég er ekki menntamálaráðherra, eða í borgar- eða bæjarstjórn, þannig að það er best að fara að hætta þessum dagdraum- um. Draumar um kvikmyndamenningu Morgunblaðið/Golli Árið 1996 var Kvikmyndasafni Íslands úthlutað til afnota gamla Bæjarbíói í Hafnarfirði. AF LISTUM Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is ÉG fór í ferðalag gegnum sápuóperu- land í vikunni. Keyrði suður Kali- forníuströnd frá San Francisco gegn- um Santa Barbara og niður til Los Angeles. Það sem stendur upp úr, fyrir utan útsýnið af veginum – sem var hin stórglæsilega strandlengja Kaliforníu alla leið, er hversu ótrú- lega mikið af fáránlegum hlutum virðist til í veröldinni. Franski menn- ingarpenninn Baudrillard segir að Bandaríkjamenn hafi ,,Disneyland“ til að telja sér trú um að heimurinn utan þess sé raunverulegur og fyrir mér er reyndar umdeilanlegt hvort margt af því ,,raunverulega“ sem ég sá í vikunni sé nokkuð raunverulegra en það sem finnst í hinum ,,óraun- verulega“ skemmtigarði sem Baudr- illard vísar til. Fyrst skal nefna kastala blaða- kóngsins Hearst (ég mæli hér með eindregið með heimsókn þangað fyr- ir hvern sem kemur til Kaliforníu), sem er í raun lítið ,,þorp“ húsa, garða, sundlauga, dýragarða og svo mætti áfram telja. Hearst keypti alla þá gömlu evrópsku listmuni sem hann komst yfir á uppboðum í New York eftir fyrri heimsstyrjöldina og í húsum hans má finna ómetanleg margra alda gömul listaverk, rúm- lega 50 útskorin viðarloft úr ítölskum kirkjum prýða sali húsanna og kirkjukórsbekkir í sama stíl eru með- fram öllum veggjum. Í bland við þetta eru svo nýlegri húsgögn, billj- ardborð og fleira í þeim dúr og þegar borðstofan var skoðuð tók leið- sögukonan fram að Hearst hafi í raun verið hin alþýðlegasti og lítið fyrir formlegheit. Því var aldrei settur dúkur á borðið, alltaf borðað með stálhnífapörum (silfrið lá hins vegar til sýnis í kílóa tali á borði upp við vegg) og tómatsósa borin fram með öllu. Var sérstaklega gaman að hlusta á frönsku hjónin sem voru með í skoðunarferðinni fussa og sveia yfir öllu, ,,þetta er hreinasta klám!“ muldruðu þau alveg miður sín á með- an Bandaríkjamennirnir sögðu ,,vá hvað þetta er ótrúlega svalt!“. Þegar komið var til Santa Barbara var það fyrsta sem sló mig hversu hreint og fínt allt var og hversu sætir allir voru. Fólk í Santa Barbara er af einhverjum ástæðum sætara en fólk annars staðar þar sem ég hef komið í Bandaríkjunum. Allir með blásið, vel greitt og vel litað hár, allir í alveg ótrúlega góðu líkamlegu formi, með alveg yfirgengilega hvítar tennur og pen nef. Ég pældi mikið í þessu og fann enga skýringu, kannski litaðist sýn mín af því að ég veit að Santa Barbara er sápuóperuborg og þar af leiðandi hafi ég búist við því fyr- irfram að allt þar væri eins og klippt út úr sjónvarpinu ... En ég held þessu samt til streitu, fólk í Santa Barbara er óvenju sætt, göturnar og húsin eins og sótthreinsuð, alveg hrikaleg andstæða við litlu landbún- aðarþorpin sem keyrt var í gegnum á leiðinni þangað. Þau gera ekki út á túrisma og þar er allt skítugt, fólkið líka, með vinnulúnar hendur. Los Angeles, í allri sinni yfir- gengilegu ofgnótt, er svo kapituli út af fyrir sig og ætla ég ekki að þykjast hafa vit á þeirri borg eftir tveggja daga viðdvöl. Hins vegar fékk ég ýmsar steríótýpur staðfestar á þess- um stutta tíma og hafði gaman af. Fór til dæmis á afar töff og trendý veitingastað þar sem stelpan á næsta borði leit út eins og geimvera sökum lýtaaðgerða, en Pamela Anderson hefði verið eins og náttúrubarn við hliðina á henni. Hún gat ekki hreyft andlitið og átti í mestu vandræðum með mál, hvað þá hlátur. Vinkona hennar var hins vegar með sitt eðli- lega andlit og var hin líflegasta, reitti af sér brandarana og fékk óskipta at- hygli þeirra fjögurra stráka sem sátu með þeim til borðs. Meira að segja kærasti geimverunnar – en hún greyið gat ekki einu sinni látið súr- heit sín í ljós með svipbrigðum, mændi dolfallinn á vinkonuna og var farinn að knúsa hana undir lok mál- tíðarinnar. Ég velti því nokkuð fyrir mér und- ir lok ferðarinnar hver munurinn væri á gervi og ekta. Útilokar annað hitt? Er sú gervilega mynd sem sam- félagið hér í Kaliforníu hefur tekið á sig til marks um það að þetta sé ,,gervisamfélag“? Er reyndin horfin inn í sýndina og veruleikinn orðinn eftirlíking af sjálfum sér, eins og Baudrillard lýsir því? Svona kaldranaleg sýn finnst mér reyndar ansi hreint hrokafull. Eins og fólk sem byggir sér alltof stór hús og alltof lítil nef sé ekki líka mann- eskjur? Ég vil hallast að því að gervið sé bara umgjörð utan um það sem skiptir raunverulega máli. Í öllu því sem maður kann að kalla gervi býr eitthvað ekta. Alls staðar slá hjörtu, alls staðar býr ást og vinátta. Og ef eitthvað er til sem má kalla ekta, þá er það þetta tvennt. Og þegar á reyn- ir sér maður ekki lengur þetta sem hlegið er að sem ,,gervi“, en finnur þeim mun sterkar fyrir því raunveru- lega og mikilvæga, sem er ,,ekta“. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Ásdís Gervi og ekta bab@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.