Morgunblaðið - 28.04.2002, Qupperneq 26
TANJA Marin Friðjónsdóttir og
Hákon Atli Halldórsson hrepptu
önnur verðlaun í alþjóðlegri dans-
höfundakeppni sem haldin var í
Burghausen í Þýskalandi á dög-
unum. Keppendur eru nemendur úr
ýmsum dansskólum og komu þeir
að þessu sinni frá Rússlandi, Slóv-
eníu, Austurríki og Þýskalandi auk
Íslands.
Tanja og Hákon eru á öðru ári í
nútímadansi við Listdansskóla Ís-
lands. Verkið sem þau sömdu heitir
Fyrsta ástin og var sýnt á vorsýn-
ingu Listdansskólans sem haldin
var á stóra sviði Borgarleikhússins
þann 11. apríl. sl.
Í verðlaun hlutu þau skólavist í
sumarskóla í St. Pétursborg og að
auki 250 þúsund evrur hvort.
Ungir danshöfundar
hljóta verðlaun
Tanja Marin Friðjónsdóttir og Hákon Atli Halldórsson í Fyrsta ástin.
LISTIR
26 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þórarinn B. Þorláksson
Verið velkomin að skoða verkin
í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16 í dag, sunnudag, frá kl. 12-17.
Seld verða um 160 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna.
Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is
Rauðarárstíg 14-16
sími 551 0400
LISTMUNAUPPBOÐ
það stærsta til þessa verður haldið í kvöld kl. 19 á Hótel Sögu, Súlnasal.
Konur, sem fæddar eru eða
uppaldar í Þingeyjarsýslum eða hafa búið þar
um lengri eða skemmri tíma!
Menningarsjóður þingeyskra kvenna er 50 ára
um þessar mundir og í tilefni af því hefur
stjórn sjóðsins ákveðið að gefa út bók
með hugverkum þingeyskra kvenna,
sem varðveist hafa til dagsins í dag.
Þessi hugverk geta verið ljóð, lög, lausavísur,
frásagnir og stuttar smásögur.
Auglýst var eftir efni í bókina síðastliðið haust
og hefur töluvert efni þegar borist.
Endanlegur skilafrestur er 20. maí.
Efni sendist til Hólmfríðar Pétursdóttur,
Víðihlíð, 660 Reykjahlíð, sími 464 4145,
og Sólveigar Önnu Bóasdóttur,
ReykjavíkurAkademían, Hringbraut 121,
107 Reykjavík, sími 561 0124,
netfang: solveig@akademia.is
Stjórn Menningarsjóðs þingeyskra kvenna
AUGLÝSING TIL
ÞINGEYSKRA KVENNA
Í SÝNINGARSAL Íslensks graf-
íkverkstæðis að Tryggvagötu 17
hefur Mark Norman Brosseau opn-
að sýningu undir heitinu New
Works on Paper – Ný verk í papp-
ír.
Á sýningunni eru ný grafíkverk,
pastelmyndir, teikningar og myndir
unnar í blandaðri tækni.
Mark er ungur málari og graf-
íker frá Bandaríkjunum sem er við
störf hérlendis í eitt ár á vegum
Fulbright-stofnunarinnar. Mark
lauk B.A. gráðu í stúdíólistum frá
Dartmouth College 1998, og M.F.A.
gráðu í myndlist frá University of
Pennsylvania 2001.
Þetta er fyrsta einkasýning hans
af þremur hér á landi í sumar.
Næsta sýning verður í Gallerí
Skugga í júní og í Straumi í ágúst.
Sýningin stendur til 19. maí og er
opin fimmtudaga til sunnudag frá
kl. 14-18.
Sýning á nýjum grafíkverkum
ALÞJÓÐA dansráðið er regnhlíf-
arsamtök innan UNESCO fyrir
allar tegundir dans í öllum lönd-
um. Þau stofnuðu til alþjóða dans-
dagsins fyrst 1982 sem hefur verið
haldinn ár hvert 29. apríl.
Alþjóða dansávarpið er í þýð-
ingu Guðmundar Helgasonar dans-
ara.
„Yo puedo bailar en un temlo sin
profanario“ (Ég get dansað í musteri án
þess að vanhelga það.)
(Vicente Escuedero (1892–1980),
spænskur flamenco-dansari.)
Þessi orð koma að kjarna góðrar
danslistar. Þau ættu að vera okkur
leiðarljós þegar dans sem gerður
hefur verið að verslunarvöru í rík-
um löndum fer út í merkingarlaust
flóð hreyfinga.
Kóreografían spillist vegna
hinnar áköfu leitar að nýbreytni.
Danskennsla er óvirt af blindri
einbeitingu á spor.
Rannsóknir á dansi gjalda þess
að greining á uppbyggingu dansins
er sett á stall.
Of oft gleymum við að spyrja
okkur hvort þessi eða hinn dansinn
sé virkilega fallegur, hvort hann
beri gildi, hvort hann muni stand-
ast tímans tönn.
Dans er ekki helgur í sjálfu sér,
en hann getur staðið við hlið þess
helga sem miðill til þess að miðla
raunveruleika, verkfæri til frels-
unar, leið til að öðlast annað sjálf.
Ekki eru öll dansverk hæf til
flutnings í musteri – rétt eins og
við getum ekki alltaf verið í sunnu-
dagafötunum.
Við þurfum því að mennta áhorf-
endur svo þeir geti þróað viðeig-
andi hæfileika: hvernig þekkir
maður „sunnudagsdansa“ frá
„hversdagsdönsum“.
Dansar okkar ættu allavega að
vera nógu góðir til að dansa utan
við musteri.
Ávarp á alþjóðadansdaginn
Alkis Raftis prófessor, forseti Al-
þjóða dansráðsins. CID (Conseil Int-
ernational de la Danse).
Nýjar
línur
á
nýjum stað
undirfataverslun
Síðumúla 3-5