Morgunblaðið - 28.04.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.04.2002, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 33 að horfa á það hvort hann hafi komist til valda eða ekki. Það segir hins vegar ekki alla söguna og menn geta haft áhrif út á það eitt að vera til staðar og hverfa ekki af sjónarsviðinu sama hvað á geng- ur. Le Pen er kannski dæmi um það. Hann hefur, svo vitnað sé í Fraser, með því að verða undir hvað eftir annað búið til hefð tortryggni, bæði gagnvart þingræðinu og sjálfri lýðræðishug- myndinni: „Í þessu ógnvekjandi tilliti verður að líta á ósigra hans sem eitthvað í líkingu við árang- ur.“ Nú hafa margir áhyggjur af því að árangur Le Pens muni gefa hægri öfgamönnum annars stað- ar í Evrópu byr undir báða vængi. Hægriöfga- menn í Finnlandi tilkynntu í vikunni að þeir hygð- ust stofna flokk, sem myndi reyna að koma manni á þing í kosningunum á næsta ári og hefði frammistaða Le Pens orðið þeim hvatning. Sveit- arstjórnarkosningar verða haldnar í Bretlandi í næstu viku og hefur Tony Blair skorað á breska stjórnmálamenn að spyrna gegn Breska þjóðar- flokknum, sem er andvígur innflytjendum, í kosn- ingunum. Þjóðarflokkurinn hyggst vinna sæti með því að einbeita sér að stöðum þar sem hefur verið ólga vegna málefna innflytjenda undanfarið, en síðasta sumar kom til óeirða í nokkrum bæjum og borgum gegn innflytjendum. Blair hefur gagnrýnt „ógeðfellda kynþáttafor- dóma“ Le Pens, sem reyndar hefur svarað honum í sömu mynt og sagt að hann sé ekki síður ógeð- felldur. Bretar undirbúa nýja innflytj- endalöggjöf Þróun mála á Bret- landi sýnir að miklu leyti þann vanda, sem menn standa frammi fyrir gagnvart hægri öfgaöflum vegna mál- efna innflytjenda og umræður á breska þinginu fyrir nokkrum dögum eru gott dæmi um þann vanda, sem blasir við. Breski Verkamannaflokk- urinn kynnti í vikunni nýtt lagafrumvarp um inn- flytjendur og sagði David Blunkett, ráðherra inn- anríkismála, að tilgangur þess væri að koma í veg fyrir að þær kringumstæður sköpuðust, sem gerðu Breska þjóðarflokknum kleift að dafna. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að innflytjenda- eftirlitið fái aukin völd til að leita að ólöglegum innflytjendum á vinnustöðum, refsingar við því að flytja inn og skjóta skjólshúsi yfir ólöglega inn- flytjendur eru hertar, rétturinn til að andmæla brottvísun úr landi er takmarkaður auk þess sem nýjum ríkisborgurum er samkvæmt frumvarpinu gert að sverja hollustueið og læra tungu, sögu og siði Breta. Þá yrði flugfélögum gert að fá vilyrði fyrir farþegum áður en þeir fengju að fara um borð í flugvélar til landsins og skilríki þeirra yrðu borin saman við sérstakan gagnagrunn. Blunkett lenti í deilu í umræðum á þingi við Diane Abbott, þingmann Verkamannaflokksins, vegna ákvæðis um að börn, sem væru í miðstöðvum fyrir ein- staklinga, sem leituðu hælis í Bretlandi, skyldu ekki fá að ganga í almenna skóla. Abbott, sem er blökkumaður, sagði að engum stafaði ógn af börn- um þeirra, sem leituðu hælis, og besti staðurinn fyrir þau væri hið almenna skólakerfi. Hélt hún því fram að Blunkett væri að kynda undir þeim ótta, sem Breski þjóðarflokkurinn sækti næringu til. Blunkett svaraði því til að um svo mörg börn væri að ræða, sem ekki væru talandi á ensku, að það væri að ríða skólakerfinu á slig og það skapaði óánægju, sem væri eins og eldfæri fyrir Breska þjóðarflokkinn og aðra, sem vildu skapa glund- roða. Hægriöfgamenn áberandi víða um Evrópu Það er engin launung á því að hægri öfga- menn hafa verið að láta að sér kveða um alla Evrópu og alls staðar eru innflytj- endamálin í brennidepli. Áður hefur verið minnst á óeirðirnar á Bretlandi í fyrrasumar. Árið 1999 voru framin nokkur sprengjutilræði, sem rakin voru til kynþáttafordóma. Í Þýskalandi hefur árásum á útlendinga fjölgað og víða hefur ríkt umsátursástand um miðstöðvar fyrir innflytjend- ur. Í gömlu austantjaldslöndunum í Mið- og Aust- ur-Evrópu hafa krúnurakaðir hægriöfgamenn látið að sér kveða með ofbeldisverkum og andúð á gyðingum, sígaunum og öðrum minnihlutahóp- um. Atvinnulaus ungmenni hafa löngum verið sá akur, sem forsprakkar hægriöfgamanna hafa sáð í fræjum haturs og fordóma. Þýskir fjölmiðlar hafa lýst því hvernig miðaldra áróðursmeistarar þefa uppi knattspyrnubullur, sem eygja enga von um að komast áfram í þjóðfélaginu, og sameina þær í félagsskap annarra, sem eins er komið fyrir, og beina ólgandi reiði þeirra gegn innflytjendum. Í tímaritinu The Economist var í vikunni yfirlit yfir stöðu hægriöfgaflokka víðs vegar í Evrópu. Jörg Haider í Austurríki er sennilega sá hægri- öfgamaður, sem hefur náð mestum árangri. Frelsisflokkur hans fékk 22% í þingkosningunum 1995 og 27% í kosningunum 1999 og aðild að sam- steypustjórn landsins. Fylgi Frelsisflokksins hef- ur reyndar minnkað frá því að hann komst í stjórn. Þjóðfylkingin á Ítalíu, sem á rætur að rekja til fasistaflokks Benitos Mussolinis, er nú í sam- steypustjórn Silvios Berlusconis ásamt Norður- bandalaginu, en þótt þessir flokkar hafi báðir komist í stjórn fengu þeir minna fylgi í síðustu kosningum en í kosningunum þar á undan. Fylgi Þjóðarbandalagsins minnkaði um fjórðung og Norðurbandalagsins um rúman helming. Í Danmörku fékk Danski þjóðarflokkurinn undir forystu Piu Kjærsgård 12% í síðustu kosn- ingum og hjálpaði núverandi minnihlutastjórn að halda velli. Pim Fortuyn er spáð allt að fimmtungi atkvæða í kosningununum í Hollandi í maí og hann bar sig- ur úr býtum í kosningum í Rotterdam. Flæmska fylkingin hefur náð árangri í Belgíu og ekki má gleyma Carli I. Hagen í Noregi og Christoph Blocher í Sviss, Stór-Rúmeníuflokknum, sem fékk rúm 20% í kosningunum árið 2000, Sjálfs- varnarflokknum og Laga- og regluflokknum, sem samanlagt fengu um 20% í kosningunum í Pól- landi í fyrra, og fylkingu Zírínovskís í Rússlandi. Hægriöfgamenn hafa einnig náð árangri í Þýska- landi, nú síðast í Hamborg, en þar hafa hægri- öfgamenn hins vegar ekki náð árangri á landsvísu eftir seinna stríð og pólitískar hreyfingar ekki náð flugi. Það fer ekkert á milli mála að öll þessi öfl eru að virkja tilfinningar af svipuðum toga og þegar horft er yfir Evrópu fæst uggvænleg mynd af ástandinu. En þessar hreyfingar eru brotakennd- ar og ólíkar. Þær byggjast á þjóðerniskennd og málflutningi einangrunar. Ekki er heldur hægt að leggja að jöfnu alla þá, sem hafa fengið á sig stimpilinn hægriöfgamenn. Fortuyn í Hollandi fordæmir til dæmis Le Pen, og kveðst aðeins vilja aðlögun útlendinga. Það er hins vegar ekki hægt að neita því að á meðan vandamál og togstreita skapast vegna málefna innflytjenda geta öfga- menn nýtt það sér til framdráttar. Gamla Júgóslavía er sennilega nærtækasta dæmið um það sem getur gerst þegar menn kom- ast til valda með lýðskrumi haturs og fordóma. Slobodan Milosevic kom sér á framfæri þegar hann réðst til „varnar“ hinum „ofsótta“ minni- hluta Serba í Kosovo og boðaði glæsta framtíð Stór-Serbíu. Hvergi annars staðar í Evrópu eru forsendur, sem bjóða upp á atburðarás í líkingu við það sem gerðist í gömlu Júgóslavíu þegar járntjaldið hrundi. Hin hefðbundnu stjórnmálaöfl sín hvorum megin miðjunnar verða aftur á móti að gera sér grein fyrir því að til þess að ræna slagkraftinum frá áróðri haturs og glórulausra áforma, sem fela ekki í sér neinar lausnir, þarf að finna leiðir þar sem tekið er á vandanum án þess að kasta gildum mannúðar og lýðræðis fyrir róða. Það verður ekki gert með því að koma til móts við viðhorf öfgaafl- anna og ná þannig atkvæðum þeirra, heldur með því að gera þessi öfl óvirk. Morgunblaðið/Golli Vorverkin hafin. Hin hefðbundnu stjórnmálaöfl sín hvorum megin miðj- unnar verða aftur á móti að gera sér grein fyrir því að til þess að ræna slag- kraftinum frá áróðri haturs og glóru- lausra áforma, sem fela ekki í sér neinar lausnir, þarf að finna leiðir þar sem tekið er á vandanum án þess að kasta gildum mannúðar og lýðræðis fyrir róða. Það verður ekki gert með því að koma til móts við viðhorf öfgaaflanna og ná þannig at- kvæðum þeirra, heldur með því að gera þau óvirk. Laugardagur 27. apríl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.