Morgunblaðið - 28.04.2002, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.04.2002, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ                               !"#$%& ✝ Halldóra Sigfús-dóttir fæddist á Hofströnd á Borgar- firði eystra 26. júní 1909. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 16. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Valborg Elísabet Svensdóttir Tærgesen og Sigfús Gíslason, bóndi á Hofströnd. Halldóra var alin upp á Hof- strönd hjá föður sín- um og eiginkonu hans, Herborgu Halldórsdóttur, og var kjördóttir þeirra, en Valborg var þar einnig við heimilisstörf. Herborg dó 1935, en Valborg átti síðan heimili hjá Halldóru dóttur sinni eftir að hún stofnaði heimili. Valborg lést 1960. Halldóra átti eina hálfsystur sammæðra, Inger Laufeyju Ólafsdóttur, gift Blöndal, en fóstursystkini átti hún mörg, sem alin voru upp á Hofströnd samtíma henni, mörg frá barn- æsku, bæði skyld og óskyld. Hinn 17. apríl 1928 giftist Hall- dóra Halldóri Stefánssyni, þá bónda og alþingismanni á Torfa- stöðum í Vopnafirði. Fyrri kona Halldórs, Björg Halldórsdóttir frá Skriðuklaustri, lést 1921. Með fyrri konu sinni átti Halldór fimm börn, sem öll eru látin. Halldóra var góð- ur vinur stjúpbarna sinna. Barna- börn Halldórs voru jafnframt barnabörn Halldóru og þau köll- uðu hana ömmu. Þeim Halldóru og Halldóri varð tveggja barna auðið: utan af landi. Þá voru daglega gjarnan 12–15 manns í mat. Halldóra gekk í barnaskóla á Bakkagerði. Þá var þar skólastjóri Þorsteinn M. Jónsson. Einnig sótti hún skóla á Höfn, sem er næsti bær utan við Hofströnd. Þar kenndi far- kennari heimabörnum. Halldóra fékk síðan menntun hjá skóla- stjórahjónunum Sigrúnu P. Blön- dal og manni hennar Benedikti Blöndal. Þá ráku þau skóla í Mjóa- nesi. Þetta var skólaárið 1925–26. Þau Blöndalshjón stofnuðu skól- ann á Hallormsstað árið 1930. Þær Sigrún og Halldóra tóku miklu ást- fóstri hvor við aðra og urðu ævivin- ir. Halldóra fór einnig í húsmæðra- skóla í Noregi og bjó þá hjá föðurbróður sínum Magnúsi og norskri eiginkonu hans Berthu. Halldóra var mikil félagsvera og starfaði að félagsmálum fram eftir aldri. Sat hún jafnan í stjórn þeirra félaga sem hún starfaði í og gaf mikið af sér, svo sem í Félagi aust- firskra kvenna frá stofnun þess. Einnig tók hún þátt í stofnun Kven- félags Laugarnessóknar og starf- aði þar, uns hún flutti í Háteigs- sókn 1948. Síðan starfaði hún í þeirri sókn, bæði í kvenfélaginu frá stofnun, þar sem hún var stjórnar- maður, og einnig í sóknarnefnd um árabil. Þetta var á þeim árum, sem Háteigskirkja var byggð. Halldóra var fulltrúi félaganna hjá Banda- lagi kvenna og sat þar mörg þing. Halldóra hélt heimili til ársins 1998 er hún flutti á Hjúkrunar- heimilið Eir. Halldóra hafði yndi af söng. Hún fékk tilsögn í orgelleik á Seyðisfirði og síðan leiðsögn hjá Páli Ísólfssyni. Útför Halldóru verður gerð frá Háteigskirkju á morgun, mánu- daginn 29. apríl, og hefst athöfnin klukkan 15. 1) Ragnar Stefán, f. 1. sept. 1929. 2) Herborg Halldóra, f. 10. sept. 1933. Ragnar er kvæntur Margréti Kristínu Sigurðardótt- ur. Þau eiga Kristínu Völu, maki Bernhard J. Wood, Halldór Pál, maki Jóhanna Hulda Jónsdóttir, Sigurð Ragnar, maki Kristín Magnúsdóttir, og Mar- gréti Dóru, maki Hjálmar Gíslason. Þau eiga sex barnabörn. Herborg er gift Hreggviði Þor- geirssyni. Þau eiga Halldóru, maki Árni Geirsson, Þráin Val, maki Hugrún Gunnarsdóttir, og Snorra, maki Olga Björk Guðmundsdóttir. Þau eiga sjö barnabörn. Árið sem Halldóra giftist Hall- dóri var hann skipaður forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og Brunabótafélags Íslands. Fluttu þau Halldóra og Halldór þá heimili sitt til Reykjavíkur og stóð það þar síðan. Halldór gegndi þessu starfi til 1936. Þegar þessar stofnanir voru aðskildar varð hann forstjóri Brunabótafélagsins. Hann fór á eftirlaun 1946. Eftir það stundaði Halldór ýmiss konar ritstörf, mest varðandi ættfræði og ritun heim- ilda um Austurland. Halldóra rak alla tíð mannmargt heimili. Vann ekki utan þess, nema tvö ár, þegar heimili dóttur hennar og tengdasonar stóð hjá þeim hjón- um. Um árabil seldi Halldóra fæði og leigði herbergi námsmönnum Þegar komið er að kveðjustund hrannast upp minningar liðinna ára. Kynni okkar Halldóru stóðu í 50 ár og fyrir þau vil ég þakka. Það var ekki hátt á mér risið þegar ég var kynnt fyrir tengdamóður minni sem við kveðjum nú. Ég gerði mér þó enga grein fyrir því þá, að til mikils var ætlast þegar einkasonurinn kæmi með heitmey sína. Mér var vel tekið frá fyrsta degi. Löngu síðar sagði Halldóra mér að ég hefði staðist fyrstu prófraunina, þegar hún bauð mér að reykja, en ég afþakkaði boðið. Ég var alls óvön að reykt væri heima hjá mér. Síðar vissi ég að það var heldur ekki siður á þessu heimili. Við Ragnar bjuggum fyrstu hjú- skaparár okkar erlendis, en þegar heim kom og ekkert húsnæði var að fá þá var málið strax leyst, þar sem henni fannst ekkert sjálfsagðara en að bæta okkur, sem vorum orðin fjög- ur, við í heimilishaldið þar, en þar voru níu manns fyrir. Tíminn sem við bjuggum með tengdaforeldrum mín- um var mér lærdómsríkur. Þar lærði ég mikið í heimilishaldi, sem hefur komið sér vel um ævina. Það var ekk- ert mál þó svo 15–20 manns væru í mat. Þetta var aðeins skipulagsatriði og þurfti stærri potta. Hún gat töfrað fram mikinn og góðan mat á ótrúlega stuttum tíma. Á þessum árum voru hjá henni skólapiltar í fæði, flestir ættaðir austan af landi, sem hún var beðin fyrir af vinum og ættingjum. Þar tengdist hún vináttuböndum við marga góða drengi, sem héldu tryggð við hana ævilangt. Halldóra giftist 18 ára Halldóri Stefánssyni alþingismanni, en hann hafði þá verið ekkjumaður í nokkur ár og átti fimm börn. Hún var yngri eða jafnaldra stjúpbörnum sínum. Ég hefi oft hugsað til þess hve þetta hlýtur að hafa verið erfitt hlutverk, en það leysti hún með sóma, varð amma stjúpbarnanna og langamma barna þeirra. Þegar ég kom í fjölskylduna var þetta stór hópur, sem kom saman á jólum og gladdist saman hjá ömmu og afa. Hún var alltaf trausti kletturinn í fjölskyldunni, vildi öllum vel og alls staðar koma að liði þar sem hún gat. Stjórnsöm var hún og hélt vel utan um alla fjölskylduna, en erfði það ekk- ert við mig þó svo ég léti stundum illa að stjórn. Helst vildi hún, þegar Ragnar þurfti mikið að ferðast, að ég færi með í hverja ferð. Það var ekki alltaf mögulegt, en alltaf var hún boð- in og búin að taka við heimili okkar þegar við vorum erlendis. Hún var mikil félagsvera og var stofnandi og starfaði mikið með Fé- lagi austfirskra kvenna, Kvenfélagi Laugarnessóknar og síðar Kvenfélagi Háteigssóknar, í stjórn þar svo og sóknarnefnd. Á þeim árum héldu kvenfélögin basara og var hún óþreytandi að afla muna fyrir þá og vinna við söluna. Einnig seldu kven- félögin kaffi við ýmis tækifæri. Þá var mikið bakað og staðið við kaffikönn- una allan tímann og ekkert talið eftir sér við fjáröflun félaganna. Á þessum tíma var hún oft fulltrúi kvenfélag- anna á þingum Bandalags kvenna í Reykjavík. Síðar á ævinni þegar um hægðist naut hún þess að ferðast með Húsmæðraorlofi Bandalagsins bæði hér á landi og erlendis, en til slíkra ferða hafði áður ekki gefist mikill tími frá stóru heimili. Þá fór hún einnig í heimsóknir til ættingja og vina í Kan- ada og naut þess að fá þá í heimsókn. Með þá fór hún margar hringferðir um landið, ætíð með áfangastað í Borgarfirði eystra til þess að sýna þeim fallegustu sveit á Íslandi, en þangað áttu þeir líka ættir að rekja. Heimasveit sinni Borgarfirði eystra unni hún mjög. Ætíð hlustaði hún á veðurfregnir og gladdist ætíð yfir góðu veðri þar, þá skipti ekki máli veðurlag hér á suðvesturhorninu. Síðustu þrjú til fjögur árin, þegar kraftar hennar voru mjög þrotnir, dvaldi Halldóra á hjúkrunarheimilinu Eir. Þar naut hún einstaklega góðrar aðhlynningar starfsfólks heimilisins. Starfsfólkið á miklar þakkir skildar fyrir alúð og umhyggju, sem það sýndi henni. Í röðum starfsmanna eru margir nýbúar. Það sem á vantar ís- lenskukunnáttu þeirra var margfalt bætt upp með vingjarnlegu viðmóti og umhyggjusemi. Halldóra var hvíldinni fegin eftir langa starfsævi. Ég samgleðst henni að vera búin að fá hana og bið Guð að styrkja þá sem syrgja. Margrét K. Sigurðardóttir. „Ég get róið eins og hinir strák- arnir“ varð henni ömmu að orði, þeg- ar hún fimm ára gömul vildi fylgja með til fiskjar og faðir hennar mald- aði í móinn. Þessi orð einkenndu ömmu, því hún gat allt og ekkert var henni óviðkomandi. Dugnaður, hjálp- semi og stjórnsemi var henni ömmu í blóð borin. Ömmu þótti vænt um sveitina sína og sagði margar skemmtilegar sögur frá veru sinni á Hofströnd á Borg- arfirði eystri. Hofströnd kúrir undir Geitfellinu, sem eins og margir þekkja hefur skartað litskrúði sínu á mörgum myndum Kjarvals. Hvergi eru eins fallegir litir í fjöllum eða steinar í fjöru. Einhverju sinni var amma send af stað með stóran brodd- staf til að fylgja Jóhannesi Kjarval yf- ir Fjarðará, sem þá var í klakabrynju. Gekk hún á undan til að finna trygga leið yfir ísinn og fylgdi Kjarval fast á eftir. Að launum fékk hún það sem Kjarval þótti fallegast, steina í öllum regnbogans litum, sem hann hafði safnað í fjörunni við Hofströnd. Aldrei féll ömmu verk úr hendi. Hún var ævinlega vöknuð fyrir allar aldir. Í nokkra áratugi til að sinna kostgöngurum, sem aðallega voru ungir skólapiltar utan af landi. Í seinni tíð hófst hins vegar dagurinn á því að aka í sund. Iðulega ók hún hring fyrir sundið og fyllti þá bílinn sinn af fólki. Stundum fengum við að vera með í þessum fjörugu ferðum og eru margir fylgdarmenn hennar okk- ur eftirminnilegir, sérstaklega þó Þórarinn frá Eiðum. Ömmu vegna sá Þórarinn til þess að undirrituð gæti alls ekki slegið slöku við í líffræðitím- um hans í Kvennó. Ríkur þáttur í lífi ömmu var að halda sambandi við skyldmenni afa og hennar, í Vesturheimi, bæði með heimsóknum þangað og móttökum þeirra hér heima. Hún skipulagði langar hringferðir um landið á sínum fólksbíl, jafnvel áður en vegir buðu al- mennilega uppá slíkt. Á þessum ferðalögum urðu ýmsar uppákomur og ekki laust við að hún skyti okkur og ferðafélögum sínum skelk í bringu með ævintýrum sínum. Gilti þá einu hvort bíllinn lenti í alvarlegum áföll- um eða á leið yrðu fjallvegir sem voru öðrum ófærir. Lengi verður í minnum höfð ferð ömmu með fullan fólksbíl af Vestur-Íslendingum yfir Lónsheiði. Þegar niður á þjóðveg var komið, hittu þau fyrir lögreglu umdæmisins, sem búin var að loka heiðinni vegna ófærðar. Á leið yfir heiðina voru Vest- ur-Íslendingarnir aldrei almennilega vissir um hvort nokkur vegur væri til staðar yfirleitt. Í annarri frægri ferð var hennar eigin bifreið skilin eftir í óökufæru ástandi vegna umferðar- óhapps á Akureyri og enn haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist á bílaleigubíl austur fyrir land. Sjálf var amma fámál um þessi ævintýri, sem við fréttum um af tilviljun hjá sam- ferðarmönnum hennar. Amma hélt þessu starfi sínu sem leiðsögu- og ökumaður áfram fram undir níræð- isaldur. Ekki er nokkur vafi á því að fjöldi Vestur-Íslendinga á góð kynni sín af gamla landinu fyrst og fremst ömmu að þakka. Sem börn álitum við að það væri náttúrulegur þáttur í þroska hvers einstaklings að ná tökum á bridds- spilamennsku þegar fullorðins aldri væri náð. Iðulega sátu amma og afi með gestum sínum yfir spilum langt fram á kvöld. Fyrsta skrefið á þessu þroskaferli væri einfaldlega að læra vist og síðan kæmi hitt með árunum. Stóðum við oft hjá og fylgdumst með spilamennskunni í lotningu og gætt- um þess vel að láta alls ekkert á okkur kræla, til að trufla ekki einbeitingu spilamanna. Löngu eftir andlát afa hélt amma áfram að skipuleggja spilaklúbba og var þetta hennar helsta áhugamál á meðan að einhvers staðar var jafnaldra að finna, sem brúklegir voru til leiksins. Enn var það bíllinn sem spilaði stórt hlutverk, enda bæði sótti amma og skilaði spila- félögunum heim. Amma vissi að matur er mannsins megin. Hana munaði ekki miklu hvort hún hafði fimm eða tuttugu og fimm manns í mat. Heimili hennar var ávallt fullt af matargestum og eru þau óteljandi matarboðin og stórveislurn- ar, sem við höfum þegið hjá henni ömmu. Fyrstu árin bjuggu foreldrar okkar hjá ömmu og afa og sá hún þá alveg um matinn. Þegar við fluttum í eigið húsnæði kom það æði oft fyrir að amma kom við eftir sundferð, með fangið fullt af bláberjum og rjóma eða kótilettum eða einhverju því öðru sem hún taldi að myndi gleðja okkur systkinin. Og ekki var það bara matur sem hún bar í okkur og aðra afkom- endur sína. Hún var frumherji í dreif- ingu náttúrulyfja og fæðubótarefna, sama hvort um var að ræða hvítlauks- töflur, blómafræfla, kamfóru, laxerol- íu (mjög góð við vörtum) eða norska brjóstdropa, svo þau helstu séu nefnd. Sérstaklega var ömmu umhugað um eðlilegan hárvöxt afkomenda sinna og lumaði á ýmsu í þeim efnum. Dreif- ingakerfi samtímans hafa ekki enn náð þeirri fullkomnun sem kerfi ömmu hafði, enda þurftu móttakend- ur aldrei að greiða fyrir efnin og ávallt voru þau send heim. Skipti þá ekki máli í hvaða heimsálfu við vorum stödd þegar amma áleit að við þyrft- um á efnunum að halda. Ekki veigraði hún sér við að senda heilan kassa af fjallagrösum vestur um haf þegar undirrituð voru í námi þar og frést hefur af sambærilegum sendingum a.m.k. í Danmörku, Svíþjóð og Bret- landi. Við máttum ekki svo ræskja okkur að amma væri ekki komin með kamfóruflöskuna á loft, bæði til lækn- inga innvortis og útvortis. Reyndum við því að gæta þess að láta lítið bera á veikindum í hennar návist. Amma skipulagði líka heilsubótaferðir hér- lendis sem erlendis, meðal annars til Reykhóla og Bretlands. Ekki er okk- ur þó kunnugt um hvort amma tókst sjálf á við akstur í Bretlandi. Þegar undirrituð kom heim úr námi 1990 og var heimavinnandi, bundin í báða skó með tvö lítil börn, var amma fljót að finna að við svo búið mætti ekki standa. Þá munaði hana ekki mikið um að bruna við hjá mér á bílnum sínum eftir sundið og gæta krílanna, svo ég kæmist út í búð í friði. Þessara frístunda naut ég til hins ýtr- asta á meðan hún var heima og dáðist að börnunum mínum, las fyrir þau og söng. Svo fór þó að lokum að ellin náði yf- irhöndinni og amma varð að selja bíl- inn, enda óhöppunum farið að fjölga mjög. Ekki er okkur þó örgrannt um að amma hafi meðvitað ekið einu ári lengur en skírteinið leyfði. Það var mikið frá henni tekið þegar hún hætti að ráða sínum ferðum alveg sjálf og varð uppá strætó og leigubíla komin. Amma var góður félagi og fyrir það erum við henni þakklát. Þráinn Valur og Halldóra. Þegar ég horfi í spegil þessa dag- ana sé ég Halldóru ömmu horfast í augu við mig. Ég líkist mjög ömmu eins og hún leit út þegar ég fyrst man eftir henni fyrir rúmum fjörutíu ár- um. En ég líkist henni ekki bara í út- liti. Ég erfði marga góða eiginleika frá ömmu minni: ákveðni og stjórnsemi. Við höfum líka átt sameiginleg áhuga- mál eins og t.d. næringarfræði og mikilvægi hollrar fæðu fyrir heilsu fólks. Það sem skilur okkur hins veg- ar að er sú staðreynd að á okkur er tveggja kynslóða munur og ég fékk tækifæri til að ganga menntaveginn en ekki hún. Svona hafa tímarnir breyst á þeim 45 árum sem skildu okkur að í aldri. Mínar fyrstu minningar af ömmu voru stóru fjölskylduboðin sem hún stóð fyrir. Þar voru mætt börn, stjúp- börn, systir, uppeldisbræður, gamlir vinir og þeirra fjölskyldur. Fram voru bornar miklar og góðar krásir og aldrei minnst á fyrirhöfn. Enda var amma gestum vön því hún tók reglu- lega unga námsmenn utan af landi í „fóstur“ og veitti þeim fæði og hús- næði. Þess vegna voru sjaldan færri í mat hjá ömmu en tíu manns. Og oft fór tal- an upp í tuttugu og fleiri. Þar lærði ég að það er engin fyrirhöfn að elda mat fyrir stóran hóp. Það þarf bara stærri pott! Á meðan ég var á barnaskóla- aldri vorum við Halldór bróðir oft hjá ömmu og Halldóri afa ef foreldrar okkar fóru í veislu eða ferðalög. Þá var mikið spiluð vist og lögðu bæði amma og afi mikla rækt við að kenna okkur að spila. Ég man líka eftir að amma söng fyrir okkur og spilaði á orgelið sitt. Hún kenndi mér marga söngva og ég var einmitt að rifja upp einn af þessum söngvum helgina áður en amma kvaddi þennan heim. Amma hafði fallega rödd og mér fannst alltaf gaman að hlusta á hana syngja. Á þeim tíma fórum við líka yfirleitt í sumarfrí með afa og ömmu auk Pét- urs frænda, Stefaníu ekkju stjúp- barns ömmu og Stefáns sonar henn- ar. Minnisstæðast er ferðalagið til Stykkishólms árið 1964 og var ákveð- ið að kíkja eftir berjum. Amma hafði veður af berjum úti í Öxney á Breiða- firði og var trillueigandi fenginn til að flytja okkur þangað. Þegar að bryggju kom var amma áköf að kom- HALLDÓRA SIGFÚSDÓTTIR                               !   "# $"%  & %%' ' " ()*+%,%' #
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.