Morgunblaðið - 28.04.2002, Side 41
ast í land og stökk fyrir borð – en
bryggjan var sleip og hún rann til og
lenti milli báts og bryggju. Pabbi kom
hlaupandi og bað hana að bíða en þar
sem hjálpin barst ekki strax hóf hún
sig sjálf á þurrt land. Amma var sjálf-
stæð kona og þurfti því enga hjálp frá
neinum.
En svo kom í ljós að pabba hafði
verið efst í huga að taka af henni
mynd í sjónum! Bóndinn í Öxney lán-
aði ömmu þurra brók og benti okkur
síðan á berjabrekkurnar. Svo lögðum
við af stað með tínur og smádósir fyrir
berin.
Í ljós kom hins vegar að brekkurn-
ar voru svartar af krækiberjum. Öll
ílát fylltust á örskammri stundu. Nú
voru góð ráð dýr. En amma kunni ráð
við því. Karlmennirnir voru drifnir úr
síðu nærbuxunum, bundið var fyrir
skálmar og síðan öll undirföt fyllt af
berjum! Þegar í bæinn kom var farið í
„verksmiðjuframleiðslu“ á kræki-
berjasaft og ryksuga notuð til að
heinsa berin sem voru látin renna eft-
ir bárujárnsplötu niður í kjallara!
Þessi saftframleiðsla entist í mörg ár.
Árið 1967 dvöldum við í Austurríki
þar sem faðir minn var í starfsþjálfun.
Amma og afi lögðu land undir fót
og komu til okkar í nokkrar vikur.
Amma vakti strax mikla athygli ná-
granna því varla var komin sólar-
glæta áður en hún var komin út í sól-
bað – á meðan aðrir gestir í þorpinu
gengu um með hundana sína í bandi
og dúðaðir í pelsa. Við fórum líka
saman í berjamó upp á alpahálendið
fyrir ofan þorpið sem við bjuggum í.
Ömmu fannst mjög gaman að sjá að
brekkurnar höfðu svipaðan gróður að
geyma og á Íslandi: bláber, krækiber
og fjallagrös. Amma lét sig ekki muna
um að ganga niður brattar brekkurn-
ar, þrátt fyrir léleg hné sem hún
seinna fékk bætt með nýjum gervilið-
um.
Á unglingsárum var amma oft hjá
okkur þegar foreldrarnir voru erlend-
is til að líta eftir yngri systkinum mín-
um, Sigurði og Margréti Dóru. Á tví-
tugsaldri man ég eftir að vera fúl yfir
að vera ekki ein í húsinu, heldur vera
heima með ekki bara einni ömmu
heldur tveimur, því á þeim árum bjó
Kristín amma hjá foreldrum mínum.
En mikið var gaman hjá okkur „stelp-
unum“. Þær sögðu mér margar
skemmtilegar sögur frá því þegar
„amma var ung“, og þótti mér ég vera
ríkari eftir að hafa haft þau forrétt-
indi að eyða tíma með þeim báðum
saman.
Þegar frumburðurinn minn, Tómas
Ragnar, fæddist var amma 75 ára. En
hún lét sig ekki muna um að fljúga til
Chicago til að vera mér innan handar
eftir barnsburðinn – þá komin með
tvo nýja gerviliði í hnén. Hún tók líka
til hendinni og skrúbbaði alla potta og
pönnur þar til hægt var að spegla sig í
þeim, stoppaði í alla sokka, handþvoði
allan ullarfatnað, stagaði í öll föt sem
hún fann – jafnvel peysu sem Bern-
ard maðurinn minn notaði bara til að
gera við bílinn. Verst þótti henni að ég
var ekki rúmföst og gat þess vegna
eldað mat. Ekki leist henni heldur á
að ég hefði hreingerningakonu – því
þá hafði hún minna að gera og var því
ekki eins mikil hjálp og hún hafði von-
að. Amma varð góð kunningjakona
nágrannakvenna okkar sem voru á
svipuðum aldri og mikið þótti ömmu
gaman að fara með þeim í bíltúr og
horfa á haustlitina á trjánum. Þær
stöllur brugðu sér líka saman í hár-
greiðslu og oft var farið út að borða á
uppáhaldsstaði Doris og Mildred.
Börnunum mínum Tómasi og Katr-
ínu Margréti fannst alltaf gaman að
heimsækja „ömmu löngu“ eins og þau
kölluðu hana. Þar var alltaf mikill og
góður matur og kassi fullur af góðum
púsluspilum og spilum svo nóg var að
gera og aldrei þurfti neinum að leið-
ast. Hún prjónaði handa okkur öllum
margar lopapeysur sem komu sér
fyrst vel í vetrarkuldanum í Chicago
og á síðari árum í illa einangruðu 220
ára gamla húsinu okkar í Bristol á
Englandi.
Með þessum örfáu orðum kveð ég
merkiskonuna og ömmu mína Hall-
dóru Sigfúsdóttur. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Kristín Vala Ragnarsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Hall-
dóru Sigfúsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 41
✝ Guðríður Sveins-dóttir fæddist á
Ásum í Skaftártungu
22. nóvember 1908.
Hún lést á Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húsi Landakoti 18.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sveinn Sveins-
son, bóndi, f. 5. des-
ember 1875 í Hörgs-
dal á Síðu, d. 14.
janúar 1965, og Jó-
hanna Sigurðardótt-
ir, f. 21. október 1879
á Breiðabólstað á Síðu, d. 2. júní
1968. Guðríður átti ellefu systkini
sem náðu fullorðinsaldri. Átta
þeirra eru nú látin. Þau eru Sig-
ursveinn, Gyðríður, Runólfur,
Sveinn, Páll, Guðmundur, Sigríð-
ur og Kjartan. Eftirlifandi systk-
ini eru Róshildur, Ingunn og Gísli.
Guðríður var tvígift. Fyrri
maður hennar var Frímann
Helgason, verkstjóri, f. 21. ágúst
1907, d. 29. nóvem-
ber 1972. Þau gengu
í hjónaband 1. októ-
ber 1932 og eignuð-
ust eina dóttur,
Hönnu, f. 25. ágúst
1936. Maki Hönnu er
Heiðar Ástvaldsson,
danskennari, f. 4.
október 1936 og er
sonur þeirra Ást-
valdur Frímann f.
14. janúar 1973.
Guðríður og Frí-
mann slitu samvist-
um 1938.
Hinn 29. maí 1943 giftist Guð-
ríður Lofti Guðmundssyni, ljós-
myndara, f. 18. ágúst 1892, d. 4.
janúar 1952. Guðríður vann ýmis
störf en lengst af hjá Loftleiðum,
síðar Flugleiðum, eða þar til hún
lét af störfum 70 ára.
Útför Guðríðar fer fram frá
Dómkirkjunni á morgun, mánu-
daginn 29. apríl, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Senn er gengin sól til viðar
sigin bak við fjallsins tind.
Hennar geislum heitt þú unnir,
hún var sjálf þín fyrirmynd;
hugans styrkur, hjartans lind
Hillir upp í aftanskini
ævistarfið mikilsvert.
Þó er lagst í þagnargildi
það, sem allra best var gert
verður aldrei opinbert.
(Heiðrekur Guðm.)
Með fáeinum orðum langar mig til
að minnast Gauju frænku minnar og
góðrar æskuvinkonu móður minnar
með fáeinum orðum. Þó heimshöfin
skildu þær að af og til gengu hlýjar og
góðar kveðjur á milli. Jafnvel dauðinn
virtist ekki aðskilja þær að fullu.
Þær deildu með sér gleði og sorgum
og sagnasjóði frá bernskutíð,
frásögnum frá sveit og borgum,
um forlög manna blíð og stríð.
(G.B.J.)
Þær sóttu styrk og gleði hvor til
annarrar og alltaf var stutt í græsku-
lausan húmorinn. Leiftrandi frásagn-
argáfa Gauju og tilsvör gat gert
hversdagslega atburði að heilli revíu
og þá var hlegið dátt.
Áhyggjur Gauju urðu einnig
áhyggjur móður minnar og það lagð-
ist þungi yfir heimilið á Laugarmýra-
blettinum þegar hún fór með Hönnu
dóttur sína 12 ára gamla til Stokk-
hólms í tvísýnan hjartauppskurð. Það
var því mikill léttir þegar fréttist að
allt hefði gengið vel, aðgerðin heppn-
ast og Hanna staðið sig frábærlega
vel.
Ég er þakklát fyrir allar minning-
arnar sem Gauja hefur gefið mér,
einkum eftir að móðir mín dó. Hún
bauð mér í hennar stað í „fýlaveislu“,
með sínum nánustu vinkonum, veislu
sem var alltaf mikið tilhlökkunarefni
móður minnar í að komast og er ein-
stök upplifun. En það þurfti ekki neitt
sérstakt tilefni til að heimsækja
Gauju, því návist hennar var alltaf
góð og gefandi. Nú sakna ég allra
þeirra ónýttu tækifæra sem gáfust til
að koma við og ekki verður framar
leitað eftir ljósi í glugganum hennar
þegar ekið verður fram hjá Landa-
kotsspítala.
Tryggð og vinátta foreldra Gauju
við móður mína var einstök. Þau hjón-
in Jóhanna og Sveinn tóku hana unga
og föðurlausa, ásamt móður og bróð-
ur inn á sitt fjölmenna heimili. Alltaf
síðan báru þau önn fyrir henni og sér-
stakt vináttusamband var ríkjandi
þar á milli sem kom greinilega fram í
ræðu sem Sveinn flutti í fermingar-
veislu minni sem var einnig fimm-
tugsafmælisveisla móður minnar.
Kæra Hanna mín, Heiðar og Ást-
valdur, ég sendi ykkur mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið þess að
tómarúmið sem nú hefur myndast
fyllist af þeim kærleika sem hún bar
til ykkar.
Hin ljúfa minning angar eins og reyr.
Um andann leikur heitur sunnanþeyr,
en himnar blána, heimur birtist nýr,
er hugann fyllir von – sem aldrei deyr.
(Davíð Stef.)
Blessuð sé minning Guðríðar
Sveinsdóttur.
Guðríður Bryndís Jónsdóttir.
Hún Gauja frænka okkar elskuleg
er látin á 94. aldursári. Gauju kynnt-
umst við lítið fyrr en við bræður
ásamt móður okkar flytjum frá Gunn-
arsholti, eftir lát föður okkar 1954.
Fjölskyldur foreldra okkar sem
bjuggu í Reykjavík tóku okkur opn-
um örmum og hjálpuðu okkur á alla
lund, en Gauja tók sérstöku ástfóstri
við mig, yngsta bróðurinn, og kallaði
mig spekinginn sinn.
Gauja var Skaftfellingur í húð og
hár og alin upp í stórum systkinahópi
á Ásum í Skaftártungu og síðan á
Norður-Fossi í Mýrdal. Margar sög-
ur fengum við að heyra af þessum ár-
um frá Gauju frænku og ekki síður
voru sagðar af henni sögur þegar hún
síðar meir stóð fyrir svokölluðum
fýlaveislum, en þá var eldaður salt-
aður fýll úr Mýrdalnum og aðeins
boðið þeim sem kunnu að meta þenn-
an sérstæða mat. Gauja frænka sagði
okkur sögur frá uppvaxtarárum sín-
um og harðri baráttu við náttúruöflin
eins og þegar Katla gaus og þau
systkinin rökuðu öskuna af túninu á
Ásum í Skaftártungu og hvernig þau
ung að árum rökuðu heyið blaut í fæt-
urna af mýrunum fyrir neðan Norð-
ur-Foss í Mýrdal. Hún sagði okkur
einnig hvernig það var fyrir móður
hennar að reka heimili með 12 börn-
um og miklum gestagangi þar sem
fjölskyldufaðirinn bauð alla velkomna
og fylgdi einatt mönnum síðan yfir
sandana og árnar sem þá voru óbrú-
aðar og þurfti til þessa samhenta fjöl-
skyldu eins og þau hjón voru. Þessi
systkinahópur var einstaklega sterk-
ur og samheldinn og hefur kennt okk-
ur öllum að meta fjölskyldubönd
framar öllu öðru.
Gauja vann lengstum í flugeldhúsi
Loftleiða og þótti góður og traustur
starfsmaður. Hún var myndarleg
kona og hélt ávallt reisn sinni, þó að á
síðari árum tæki heilsan að þverra og
sjóndepra að gera vart við sig. Hún
var ákveðin í að vera eins lengi og hún
gat á heimili sínu á Bárugötunni, en
síðar flutti hún á Landakotsspítala og
dvaldi þar til yfir lauk í ákaflega góðu
atlæti starfsfólksins, sem það á mikl-
ar þakkir skilið fyrir. Gauja var mikil
húsmóðir, átti glæsilegt heimili og
hafði unun af að elda góðan mat, sem
við bræðurnir fengum oft að njóta í
æsku. Hún var hreinskiptin, sagði
skoðanir sínar tæpitungulaust, oft
nokkuð stóryrt eins og Skaftfellingi
sæmir, en hjartahlý og einstaklega
trygg ættingjum sínum og vinum.
Gauja var jákvæð manneskja og það
hjálpaði henni mikið í gegnum erfið-
leika lífsins, sem hún fékk sinn skerf
af.
Við biðjum góðan guð að blessa
minningu Gauju frænku og sendum
Hönnu, Heiðari og Ástvaldi okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Halldór Runólfsson, bræður
og fjölskyldur.
Fyrstu minningarnar um Gauju
mömmu eru hlýjar og fallegar eins og
hún var sjálf. Einn sólbjartan sum-
ardag árið 1938 kom lítil stelpa til
sumardvalar á Hvanneyri í Borgar-
firði ásamt mömmu sinni og bláu
hryssunni. Hún hljóp um á nýjum
sundbol meðal heimilisfólks og skóla-
pilta, sem lágu í sólbaði í grasinu við
hlið kirkjunnar. Allt í einu stendur
upp ung kona ljóshærð, bláeygð, með
ólýsanlega fallegt bros. Hún breiðir
út faðminn, tekur litlu stelpuna í fang-
ið og sveiflar henni í marga hringi.
Þetta var hún Gauja mín og þarna
hófst ævilöng vinátta, sem aldrei bar
skugga á. Gauja dvaldi þetta sumar
og mörg önnur á Hvanneyri ásamt
Hönnu, einkadóttur sinni, hjá systk-
inum sínum Runólfi Sveinssyni skóla-
stjóra og Gyðríði systur þeirra, sem
var ráðskona á búinu í fjöldamörg ár.
Að hausti komu Gauja og Hanna með
okkur mömmu í bæinn og bjuggu hjá
okkur næsta vetur. Sá vetur er
ógleymanlegur, ég átti allt í einu tvær
mömmur og litla systur. Frímann,
fyrri maður Gauju og pabbi Hönnu,
kom færandi hendi um jólin með fín-
asta dúkkuhús allra tíma og fleira fal-
legt, sem hann hafði smíðað fyrir litlu
stelpuna sína og undirrituð fékk að
njóta góðs af.
Seinna giftist Gauja aftur, Lofti
Guðmundssyni ljósmyndara, sem all-
ir eldri Reykvíkingar muna. Loftur
var afburða skemmtilegur maður.
Hann var leikari og búktalari af Guðs
náð, spilaði eins og engill á flygil fyrir
utan að vera landsins besti ljósmynd-
ari og kvikmyndagerðarmaður þeirra
tíma. Það var alltaf ævintýri að koma
á heimili Gauju og Lofts hvort heldur
var á Sólvallagötu 9 eða á Bárugötu 5.
Hlýr faðmur Gauju mömmu stóð allt-
af opinn, nýbakaðar kökur og mjólk-
urglas komið á borðið um leið, og
Loftur sprellaði við okkur stelpurnar.
Snemma á stríðsárunum fóru þau
hjón til Bandaríkjanna í boði Kodak
þar sem Loftur kynnti sér kvik-
myndagerð í Hollywood og New
York. Þar dvöldu þau í tæpt ár. Gauja
sagði mér oft frá því, þegar þau heim-
sóttu í fyrsta sinn MGM-kvikmynda-
verið. Leiðsögumaður spurði Gauju
hvort ekki væri eitthvað sérstakt,
sem hana langaði að sjá. Hún svaraði
að bragði, að hana langaði mest að
hitta Clark Gable, sem þá var átrún-
aðargoð allra kvenna, ungra sem ald-
inna. Leiðsögumaðurinn brá sér frá –
og kom aftur með Clark Gable sér við
hlið. Þau sátu lengi og spjölluðu um
heima og geima og svo fékk Gauja
auðvitað eiginhandaráritun, sem var
ekki lítil gersemi.
Gauja og Loftur áttu sumarbústað
uppi í Kjós þar sem gaman var að
dvelja. Þar var Loftur löngum við
kvikmyndatökur og eru sumar
mynda hans teknar þar að hluta til.
Þá var líf og fjör í Kjósinni enda
gestakomur tíðar. Leikarar samtím-
ans fóru þar fremstir í flokki með til-
heyrandi gríni og alvöru. Mitt í þessu
fjöri stóð Gauja við pottana og
galdraði fram gómsæta rétti og er
mér kjötsúpan hennar hvað minnis-
stæðust. Hún vann alltaf hlutina
þannig að enginn varð var við að hún
væri neitt sérstakt að gera og lét sig
ekki muna um 20 manns í mat, ef því
var að skipta. Það lék allt í höndunum
á henni Gauju. Hún saumaði alla tjull-
og taftkjólana fyrir jólaböllin og eng-
ar stelpur voru fínni þar en við
Hanna. Þegar von var á fyrsta
barninu mínu, saumaði Gauja utan
um vögguna. Sú vagga varð fræg og
af henni birtist mynd í Morgun-
blaðinu, svo einstök og falleg var hún.
Eitt sinn var ég svo lánsöm að dvelja
vetrarlangt á heimili Gauju og Hönnu
á Bárugötu 5. Loftur var þá látinn og
bjuggu þær mæðgur tvær saman.
Þessi vetur verður mér alltaf minn-
isstæður, sambúðin ljúf og góð og
mikið gátum við þrjár hlegið og gert
að gamni okkar. Þessi samvera okkar
verður aldrei fullþökkuð og oft höfum
við rifjað upp þessa vetrarmánuði á
Bárugötunni. Eftir að við Helgi gift-
um okkur varð Gauja kær heimilis-
vinur alla tíð og önnur amma
barnanna okkar.
Fyrir nokkrum árum fórum við
Gauja í pílagrímsför á bernskuslóðir
hennar í V-Skaftafellssýslu, í Mýrdal
og Skaftártungu. Við dvöldum eina
helgi hjá Þóru í Hlíð, frænku og
æskuvinkonu Gauju. Þar var okkur
tekið með kostum og kynjum og átt-
um við þar ógleymanlega daga í góð-
um félagsskap Þóru og dóttur henn-
ar. Við ókum vítt og breitt um sveitina
í dýrðlegu veðri. Það var skemmtilegt
að hlusta á þær stöllur rifja upp
gamla daga, sveitaböllin og allt það
margbreytilega sem ungar stúlkur
undu sér við á þeim tíma. Á heimleið
var staldrað við hjá Sollu mágkonu á
Fossi í Mýrdal, rifjaðir upp löngu
liðnir dagar og við nutum þeirrar ein-
stöku náttúrufegurðar sem blasir við
frá Fossi. Gauja bjó með fjölskyldu
sinni fram yfir fermingu í Ásum í
Skaftártungu en fluttist svo ferming-
arárið sitt að Fossi í Mýrdal. Hún bjó
í Ásum árið sem Katla gaus og mundi
greinilega hvar hún stóð þegar ósköp-
in dundu yfir. Ég þreyttist aldrei á að
hlusta á þá frásögn. Hvílík lífsreynsla
fyrir 10 ára stelpu.
Síðustu árin hrakaði líkamlegri
heilsu Gauju minnar þannig að hún
gat ekki lengur dvalið heima. Hún
fluttist þá á Landakot og dásamaði oft
það lán að hafa fengið pláss þar. Hún
var afar þakklát öllu því góða fólki
sem hún kynntist þar, fyrir góða við-
kynningu og frábæra umönnun. Það
var ómetanlegt fyrir mig að fá að hafa
hana svona nálægt mér og að geta
skroppið til hennar smástund í önn
dagsins og fengið knús og smáspjall.
Gauja mín hefur kvatt okkur um
sinn, en eftir lifa yndislegar minning-
ar um góða konu, sem auðgaði líf okk-
ar allra. Að leiðarlokum þökkum við
af heilum hug ævilanga vináttu,
tryggð og örlæti Gauju mömmu og
ömmu. Hönnu, Valla og Heiðari send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Hervör Hólmjárn og fjölskylda.
Elsku Gauja mín er búin að fá
hvíldina, 93 ára jarðvist er lokið og ný
tilvera tekur við, fegurri, betri og án
þrauta.
Dugnaðarkona sem ólst upp í
stórum systkinahópi, vann hörðum
höndum meðan aldur og heilsa leyfðu
og dvaldi sín síðustu ár í góðri umönn-
un starfsfólks Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss Landakoti. Hún Gauja
„mamma“ var engum lík, ótal eru ljúf-
ar minningar, en þær geymi ég í huga
og hjarta mínu.
Eitt kærleiksorð, það sólbros sætt
um svartan skýja dag,
ó, hvað það getur blíðkað, bætt
og betrað andans hag.
(Stgr.Thorst.)
Guð blessi og varðveiti elsku Gauju
mína í nýjum heimkynnum. Þess bið-
ur, Helga Kr. Bjarnason.
GUÐRÍÐUR
SVEINSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Guð-
ríði Sveinsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
!
"#
! $
!
%
$ &
'
(
' ) (!
*
$ &+(
'**& (! ,*'
, '
- (
'*'
-!&
'./
(
'*'
0
* .
*&
1, '
0
**'