Morgunblaðið - 28.04.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 28.04.2002, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Anna Karenina var ung giftkona og móðir sem varð ást- fangin af ungum og laglegum manni og gat ekki stillt sig um að fylgja þeirri tilfinn- ingu eftir. Svo einfalt var það. Sagan gerist í stéttskiptu og stöðnuðu sam- félagi rússneska aðalsins áður en byltingaröflin fóru að láta verulega á sér kræla Anna var gift háttsettum og efnuðum manni í hermálaráðu- neytinu, mun eldri en hún var sjálf. Hún var „rósin í hnappagati hans“. Hún hafði því úr háum söðli að detta. Elskhuginn Vronskí hafði líka ýmislegt að missa. Hann var á uppleið í metorðastiga hersins og gat fengið gott kvonfang ef því var að skipta. Þetta ágæta fólk sló sér saman með þeim afleiðingum að Anna „datt úr söðlinum“, og Vronskí átti litla möguleika á að komast í hnakk hershöfðingja. Örlög þeirra urðu útskúfun sem þau gátu ekki þolað þegar til kom. Anna fékk ekki skilnað þegar hún óskaði eftir honum og var að auki svipt syni sínum. Hún missti og allt samband við vinkonur sín- ar. Vronskí var hins vegar í þeirri stöðu að geta komið innan um fólk, en aðeins einn síns liðs. Hann valdi þann kostinn er frá leið. Ein- angrun og útskúfun Önnu varð þar með algjör og hún svipti sig lífi með því að kasta sér fyrir lest. Þetta er mikil örlagasaga, sögð af rússneskum ástríðuþunga og af hæfileikaríkum íslenskum leikur- um. Eftir situr spurningin: Hefur eitthvað breyst? Er íslenskt samfélag mjög ólíkt hinu gamla rússneska aðalssam- félagi sem birtist okkur m.a. í bók- um Tolstoj? Hvernig örlög myndi Anna Kar- enina hins íslenska nútíma hljóta? Segjum að hún væri gift dóms- málaráðherra sem ætti mikinn kvóta en yrði ástfangin af ungum og fátækum lögreglumanni. Myndi hún fá skilnað frá ráð- herranum? Já, ráðherranum væri ekki stætt á að neita til langframa, en skilnaðurinn gæti dregist á lang- inn t.d. vegna deilna um skiptingu á kvótaeigninni. Yrði Anna nútímans svipt syni sínum? Það er hugsanlegt, það er í það minnsta ekki gefið að hún fengi forsjá drengsins. Myndi hún missa „status?“ Já, verulega – ekki síst ef hún byggi með lögreglumanninum enn gift ráðherranum – ef lögreglu- maðurinn hætti þá ekki við allt saman og fengi sér aðra. Væru líkindi til að Anna Karen- ina nútímans svipti sig lífi í kjölfar skilnaðar og missis nýja unnust- ans? Já, tilfinningarót og örvænting vegna þess er ekkert öðruvísi en áður var og gæti gengið eins nærri Önnu nútímans og hinni rússnesku Önnu Kareninu. Margt gæti því augljóslega gengið Önnu Kareninu á móti í ís- lensku nútíma samfélagi ekki síð- ur en á mektardögum rússneska aðalssamfélagsins. Anna og Vronskí nútímans gætu að vísu bæði fengið sér vinnu og séð fyrir sér og væru ekki upp á náð ættingja eða eiginmanns kom- in. Hins vegar gæti mjög illvilj- aður dómsmálaráðherra gert þeim lífið leitt á atvinnumarkaðinum ef hann legði sig í framkróka í þá veru. Og vinir þeirra gætu „farið fjöld“. Það er hreint ekki ótítt að vinir hjóna og aðrir í samfélaginu sjái sig tilneydda til að taka af- stöðu í tilfinningamálum af þessu tagi og í framhaldi af því snúa baki við öðrum hvorum aðilanum. Að öllu samanlögðu myndu þó kringumstæður Önnu Kareninu vera til muna skárri en hinnar fyrri Önnu – eða er það ekki? Eru þær kannski ekki betri en svo að hægt væri að semja harmleik um þetta efni í íslensku nútíma sam- félagi – bæði hörmulegan og trú- verðugan? Setjum dæmið upp þannig að Anna Karenina myndi standa ár- um saman í eignaskiptadeilum vegna kvótaeignarinnar við eigin- manninn fyrrverandi. Sem dóms- málaráðherra yrði hann kannski talinn hafa betri aðstæður til að sjá um soninn og fengi því forsjá hans. Lögreglumaðurinn ungi yrði leiður á þófinu og fordómunum og yfirgæfi Önnu, sem þá hefði end- anlega misst allan „status“ í sam- félaginu. Áður hafði hún misst alla hina ágætu vini sína og ráð- herrans. Þegar hér væri komið sögu gæti hún svo fleygt sér fyrir strætisvagn og endað þannig á hörmulegan hátt líf sitt. Formúlan virðist ganga upp – leiðin sýnist opin og greið fyrir nýja Önnu Kareninu í íslensku samfélagi. Meðan við bíðum og sjáum hvað setur getum við velt fyrir okkur á hvern hátt samfélagið okkar er svipað hinu gamla rússenska að- alssamfélagi Tolstoj - þar sem Anna Karenina, sú eina og sanna, var og hét. Þjóðlífsþankar / Gæti svona lagað gerst núna? Hin nýja Anna Karenina eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur „SVONA lagaði gæti nú aldrei gerst núna,“ hugsaði ég á leiðinni heim í bíln- um eftir að hafa séð sýningu Þjóðleikhússins á Önnu Kareninu – leikgerð eft- ir sögu Leos Tolstoj. Óneitanlega vekur sagan sem þarna er sögð upp ýmsar spurningar um ást, skyldur, lífið og dauðann. HUGVEKJA NORÐAN og norð-austan 10–15, enhægari vindur suð-austan til í dag. Dá-lítil snjókoma eða él en fer að létta til suðvestanlands síðdegis. Kólnandi veður og frost víðast hvar í kvöld. Norðlæg átt, 3–10 m/s á morgun, en 10–15 við norðausturströndina. Él norð- austan til, einkum við ströndina. Bjart veður sunnan- og vest- anlands. Frost 0 til 7 stig, mildast syðst.“ Þannig leit veðurspáin út á fimmtudaginn var, 25. apríl, sum- ardaginn fyrsta. Ekki byrjar það vel, hugsuðu ef- laust margir, og ég var þar engin undantekning en mundi svo allt í einu að í þjóðararfi Íslendinga væri að finna sögn um að það væri gott ef vetur og sumar hittust þannig. Frysu saman. Og víst er að það er mark takandi á reynslu genginna kynslóða. Í þann tíma hugsaði fólk á annan veg, rýndi í náttúruna og las hana eins og opna bók. Þetta var eitthvað sem bara lærðist, í endalausri baráttu við þau öfl sem réðu lengstum hluta ársins. Eitt merki hér og annað þar sagði hvað yrði næstu daga, jafnvel vikur og mánuði. Fylgst var með atferli dýra og fugla, vexti grasa og formun skýja. Árni Björnsson ritar m.a. í bók- inni Saga daganna: „Sumardag- urinn fyrsti merkti aldrei að þá skyldi komin sumarblíða heldur blátt áfram að þá hæfist sum- armisseri.“ Mikilvægt er að gleyma ekki þeirri staðreynd og rifja upp núna þegar kaldir vindar blása um fullyrðingu almanaksins. Fögnuðurinn var þó mikill enda boðaði koma þess misseris nýtt líf innan skamms, oftar en ekki eftir þungan og dimman vetur. Sum- ardagurinn fyrsti var þá mesta há- tíð landsins, að jólunum und- anskildum. Það segir fleira en mörg orð. Og gömlu skáldin endurspegla þessa tilfinningu í mörgum ljóða sinna. Austfirðingurinn Páll Ólafs- son er eitt þeirra: Ó, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dal og hól, og gyllir fjöllin himinhá og heiðavötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár. Nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. Þú klæðir allt í gull og glans, þú glæðir allar vonir manns, og hvar sem tárin hvika’ á kinn þau kyssir geislinn þinn. Þú fyllir dalinn fuglasöng, nú finnast ekki dægrin löng, og heim í sveitir sendirðu’ æ úr suðri hlýjan blæ. Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt um fjöll og dali’ og klæðir allt, og gangirðu’ undir gerist kalt, þá grætur þig líka allt. Ó, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðavötnin blá. Þannig var lífgjöfinni heilsað í þá daga. Nú á tímum gleðjast menn að sjálfsögðu einnig, en á annan hátt. Húsnæði og öll kjör eru öðruvísi en á öldum áður. En það er sann- arlega kátt í hjörtum, eins og fyrr- um enda nokkuð ljóst hvað fram- undan er. Og kirkjan tekur einnig þátt í fögnuðinum og skiptir um lit, gerði það raunar fyrir nokkru, eft- ir birtu jólanna, í janúar, en vék svo frá græna litnum yfir föstu- tímann og sunnudagana eftir páska, en mun taka hann upp að nýju eftir hvítasunnu og skarta honum fram að aðventu. Um þann lit segir Karl Sigurbjörnsson í bók sinni, Táknmál trúarinnar: „Grænn er litur vorsins. Litur vaxtar og þroska og vonarinnar. Grænt er litur hinna útvöldu, sbr. Sálm. 92:13. Jóhannes guð- spjallamaður er oft sýndur í græn- um klæðum, lærisveinninn elsk- aði.“ Já, það er gott að líta sumarið og upplifa hlýju þess og birtu, eftir að hafa verið í faðmi myrkurs og kulda í níu mánuði. Gaman að fylgjast með síauknum leik barnanna, ást og brosi ungling- anna, starfi hinna fullorðnu; allt er þetta einhvern veginn með öðrum blæ á þessari árstíð en á hinni köldu; nú er líf í hverju spori. Á næstu vikum og mánuðum skulum við því njóta hinna ómældu gjafa sumarsins, drekka í okkur ilman trjánna, angan blómanna og söng fuglanna, við undirleik hörpu vorsins. Og fara svo með gát um landið okkar, bera ómælda virðingu fyrir því, eins og ég ýjaði að í síðasta pistli mínum hér. Og ekki gleyma að þakka al- mættinu, skapara himins og jarð- ar, fyrir komu þessa dýrlega tíma. Gleðilegt sumar! Harpa vorsins Sumarið er loksins komið og því bjartari tíð í vændum. Sigurður Ægisson fagnar tíma- mótunum eins og aðrir landsmenn og minnir á að hið góða beri að þakka en ekki taka eins og sjálfsögðum hlut. sigurdur.aegisson@kirkjan.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.