Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 51 DAGBÓK Frambjóðendur til sveitastjórnarkosninga Rafræn kynning á stefnumiðum sjá: www.vefkort.is/frambod upplýsingar og verðskrá: vefkort@vefkort.is Sandarar Árshátíðin verður 4. maí nk. Skuldabréf 1. og 2. flokkur 2002 á Verðbréfaþingi Íslands Verðbréfaþing Íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf Sparisjóðsins í Keflavík á skrá. Bréfin verða skráð 2. maí næstkomandi. Helstu upplýsingar um 1. flokk 2002: Nafnverð heildarútgáfu skuldabréfanna er allt að kr. 500.000.000 og eru bréfin skráð í 5.000.000 kr. einingum og eru kr. 100.000.000 þegar seldar. Útgáfudagur 1. apríl 2002. Grunnvísitala Vísitala neysluverðs í apríl 2002, 221,8 stig. Lánstími Bréfin í flokknum eru til 5 ára með árlegum greiðslum vaxta, fyrst þann 1. apríl 2003 og sú síðasta, ásamt höfuðstól þann 1. apríl 2007. Engin uppsagnarákvæði eru í bréfunum. Helstu upplýsingar um 2. flokk 2002: Nafnverð heildarútgáfu skuldabréfanna er kr. 250.000.000 og eru bréfin skráð í 5.000.000 kr. einingum. Útgáfudagur 1. apríl 2002. Grunnvísitala Vísitala neysluverðs í apríl 2002, 221,8 stig. Lánstími Bréfin í flokknum eru greidd með jöfnum greiðslum (annuitet) auk verðbóta á 25 árum með 25 afborgunum, fyrsta þann 1. apríl 2003 og í síðasta sinn þann 1. apríl 2027. Bréfin í flokknum eru innkallanleg, fyrst 1. apríl 2005 og síðan á þriggja ára fresti eftir það. Skráningarlýsingar og önnur gögn s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar; Sparisjóðnum í Keflavík, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík. Auktu styrk þinn Upplýsingar í síma 553 3934 og 897 7747. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. til að ná betri stj órn á lífi þínu og líðan 5 kvölda námskeið í Reykjavík þann 1.-2. maí., 7.-8. maí. og 14. maí. Námskeið til sjálfshjálpar í uppbyggingu á persónustyrk þínum þar sem þú finnur út: • Hver þú ert. • Hvað þú getur. • Hvað þú vilt og vilt ekki. • Hvert þú vilt stefna. Sérnámskeið fyrir unglinga 13-16 ára. Námskeiðinu verður svo fylgt eftir með mánaðarlegum fræðslu- og vinnufundum. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert áreiðanleg og trygg manneskja. Þú ert óvenju ákveðin(n) og hættir sjaldn- ast við nokkuð af því sem þú tekur þér fyrir hendur. Í ár gæti eitthvað sem þú hefur átt þátt í síðastliðin níu ár, liðið undir lok. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þín á hvatvísum inn- kaupum því þau geta komið þér í vandræði. Þér hættir til að eyða í vitleysu því það virð- ist spennandi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn í dag er kjörinn til að reyna eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Þú þarft ekki að leita langt yfir skammt til að þetta gerist. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn í dag er kjörinn til að takast á við gamalt vanda- mál sem þér hefur ekki tekist að leysa. Reyndu að nálgast vandamálið frá nýrri hlið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Óvæntar hugmyndir koma fram í samskiptum þínum við aðra, jafnvel gamla vini sem þú telur þig þekkja til hlítar. Þetta staðfestir að þú gjör- þekkir aldrei aðra manneskju. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir átt spennandi sam- ræður eða jafnvel vægt rifrildi við maka þinn. Ef þú sýnir sveigjanleika gæti þér þótt þetta upplífgandi en ef þú sýn- ir stífni mun þér sjálfsagt líða illa yfir þessu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það verður truflun á hefð- bundnum störfum þínum. Þessi töf getur annað hvort reynst þér ánægjuleg og spennandi eða valdið pirringi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leynilegt daður kryddar til- veruna hjá þér í dag. Aðdáun sem önnur manneskja sýnir þér fyllir þig sjálfstrausti og þú nýtur hennar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Eitthvað óvenjulegt og spenn- andi brýtur upp daginn hjá þér. Það er líkt og þú haldir af stað í ákveðna átt en endar svo allt annars staðar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samræður við samstarfsfólk koma þér á óvart í dag. Þú verður hissa að komast að því að þú hefur vanmetið frum- lega hugsun einhvers sem þú hélst að þú þekktir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð óvænt tækifæri til að skemmta þér. Þú skalt fyrir alla muni grípa það. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Óvænt innkaup fyrir heimilið munu gleðja þig í dag. Þessi kaup geta verið allt frá nú- tímalist til tækninýjungar. Hver svo sem þau eru þá munu þau lífga upp á heimilið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert óvenju hress í anda í dag. Þú heillast af öllum nýj- um fyrirbærum sem verða á vegi þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÍSLAND Ísland, þér ætlar að hnigna, eru þar merki til, manndyggð og dugur vill digna, dofna því laganna skil; guð gæfi, að þú nú þekkir (það er ósk hjarta míns) fyrr en hefnd stærri hnekkir, hvað heyrir til friðar þíns. Hallgrímur Pétursson LAUFDROTTNINGIN á hug og hjarta sagnhafa í slemmunni hér að neðan. Settu þig í hans spor: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ 98 ♥ ÁDG6 ♦ K96 ♣ÁG97 Suður ♠ Á ♥ K10972 ♦ Á82 ♣K1054 Vestur Norður Austur Suður -- -- Pass 1 hjarta 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar 6 hjörtu Allir pass Eftir þessar sviptingar í sögnum spilar vestur út smáum tígli. Sagnhafi tekur tíu austurs með ás og af- trompar vörnina í þremur umferðum, en það sýnir sig að vestur hefur byrjað með þrjú hjörtu. Næst er tígli spilað að blindum og það kemur ekki á óvart þegar vestur hendir spaða í þann slag. Hvert er nú framhald- ið? Ef við sláum því föstu að vestur sé með sjölit í spaða þá er skipting hans 7-3-1-2. Austur er sem sagt með þrjú lauf og samkvæmt því ætti hann að vera líklegri til að halda á laufdrottningunni. Sem markar þá stefnuna í lauflitnum. En með einum litlum millileik er hægt að tryggja vinning þó að vestur sé með Dx í laufi. Sagnhafi trompar spaða áður en hann spilar laufi á ás og svínar tíunni til baka: Norður ♠ 98 ♥ ÁDG6 ♦ K96 ♣ÁG97 Vestur Austur ♠ KDG7542 ♠ 1063 ♥ 853 ♥ 4 ♦ 7 ♦ DG10543 ♣D3 ♣862 Suður ♠ Á ♥ K10972 ♦ Á42 ♣K1054 Vestur fær vissulega slag á laufdrottningu, en verður að spila spaða í tvöfalda eyðu, en þá hverfur tapslag- urinn í tígli. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Svipmyndir – Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. mars sl. í Grafarvogs- krikju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Edda Guðrún Heiðars- dóttir og Stefán Ragnar Magnússon. Heimili þeirra er í Álfaborgum 7. Árnað heilla 1. g3 Rf6 2. Bg2 d5 3. Rf3 g6 4. c4 Bg7 5. cxd5 Rxd5 6. O-O O-O 7. Rc3 c5 8. Rxd5 Dxd5 9. d3 Rc6 10. Be3 Bxb2 11. Hb1 Bg7 12. Da4 Rb4 13. Rg5 Dd8 14. Bxc5 Rd5 15. Bxd5 Dxd5 16. Bxe7 Bd7 17. Dh4 h6 18. Re4 Bc6 19. Bxf8 Hxf8 20. f3 Dxa2 21. Hfe1 He8 22. g4 a5 23. Df2 Dd5 24. Kf1 a4 25. Hed1 a3 26. d4 Staðan kom upp á alþjóð- legu móti í Argentínu sem lauk fyrir skömmu í Pinam- ar. Pablo Ricardi (2.544) hafði svart gegn goðsögninni Bent Larsen (2.486). 26...Hxe4! 27. fxe4 Dxe4 28. Hd3 Staða hvíts hefði einnig orðið erfið eftir 28. Ke1 Ba4 en það hefði boðið upp á betri möguleika en texta- leikurinn. Fram- haldið varð: 28...Dh1+ 29. Dg1 Dxg1+ 30. Kxg1 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Be4 31. Hxa3 Bxb1 32. e3 Be4 33. Ha5 Kf8 34. d5 Ke7 35. Hb5 Kd6 36. Hxb7 Bxd5 37. Ha7 Be5 38. h3 Bg3 39. Kf1 Ke5 40. He7+ Be6 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.-3. Pablo Zarnick (2.493), Ivan Morovic (2.554) og Pablo Ricardi (2.544) 5½ vinning af 9 mögulegum. 4.-5. Jaime Sunye Neto (2.531) og And- res Rodriguez (2.460) 5 v. 6.-7. Sergio Slipak (2.498) og Dusko Pavasovic (2.547) 4½ v. 8. Georg Mohr (2.509) 4 v. 9. Ruben Felgaer (2.509) 10. Bent Larsen (2.486) 2½ v. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík          Með morgunkaffinu – Afsakið...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.