Morgunblaðið - 28.04.2002, Qupperneq 55
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 55
I GET Wet er meistaraverk. Full-
komin plata. Og nú skal ég út-
skýra af hverju.
Hér er að finna adrenalínfyllta
rokktónlist, með keimlíkum
keyrslulögum sem gætu gert
Dodda dauðyfli að hróki alls fagn-
aðar ef því væri
að skipta.
Þetta er ein-
kennileg blanda af
sígildu hörðu
rokki, Meat Loaf
og stuðlögunum á
Footloose plötunni og er útkoman
líkt og íþróttatuddarnir í háskóla-
myndunum hafi ákveðið að stofna
rokksveit. Segir mér svo hugur að
hinn borubratti Andrew W.K.
þurfi ekkert minna en íþróttaleik-
vang í Brasilíu og minnst 200.000
áhorfendur á útgáfutónleika sína,
slík er „stærðin“ á þessari tónlist.
Hvert lag inniheldur bakraddir
minnst 50 fótboltabullna af báðum
kynjum, hetjugítarsóló í umvörp-
um og nánast diskólega keyrslu.
Rakvélarödd Andrews heldur svo
brjáluðu stuðinu gangandi allan
tímann og segja kannski lagatitlar
eins og „It’s Time To Party“,
„Party Hard“ og „Party Till You
Puke“ allt sem segja þarf.
Snilldin við plötuna er síðan að
Andrew veit nákvæmlega hvað
hann er að gera, frá fyrstu nótu til
þeirrar síðustu. Þetta er úthugsuð
og kímin plata án þess að hún
detti einhvern tíma niður í það að
gera lítið úr áheyrendum.
Skemmtunin, gleðin og kærulaus
aulahátturinn eru ósvikin - sönn
rokkgildi sem vilja alltof oft
gleymast í dag.
Settu I Get Wet í geislaspil-
arann, ýttu á „Repeat“ og innsigl-
aðu hann svo. Þú þarft bara þessa
einu plötu í safnið þitt. Hentu rest-
inni ... ég meina það! Tónlist
Meat Loaf
á megrun-
artöflum?
Andrew W.K.
I Get Wet
Island
Partíplata allra tíma ... meistaraverk ...
öskrandi snilld!
Arnar Eggert Thoroddsen
BLÖKKUMAÐUR sem leikur
kærasta Helenu í leikritinu Veisl-
unni á Smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins þessa dagana hefur vakið
athygli og eftirtekt, enda ensku-
mælandi maður sem ekki hefur
sést hér á sviði fyrr. Það kemur
ekki á óvart þegar að er gáð því að
til skamms tíma var þessi Fíla-
beinsstrendingur við verkfræði-
nám í Moskvu.
Gísli Örn og Nína
Dögg komu til bjargar
Nafn hans er Yapi Donatien
Achou og hann verður 26 ára 20.
júní næst komandi. Yapi sagði í
samtali við Morgunblaðið að það
hefði verið erfitt fyrir sig að
stunda nám og lifa eðlilegu lífi í
Moskvu. „Ég upplifði mikið kyn-
þáttahatur í Moskvu, en var svo
heppinn fyrir tveimur árum að
hitta tvo Íslendinga, Gísla Örn og
Nínu Dögg, þar úti og við urðum
góðir vinir. Þau vissu af þessum
erfiðleikum í Moskvu en það gekk
fram af þeim og mér sjálfum auð-
vitað þegar ég varð fyrir líkams-
árás þegar ég var eitt sinn staddur
með þeim á lestarstöð í borginni.
Þau hvöttu mig til að koma hingað,
hér væri almennilegt fólk og ég
myndi geta haldið áfram náminu
við Háskóla Íslands. Mér fannst
þess virði að prófa og þau greiddu
götu mína. Það var engu logið, hér
er allt annað og vinsamlegra um-
hverfi en í Rússlandi,“ segir Yapi.
- En hvernig endar svartur mað-
ur frá Fílabeinsströndinni, verk-
fræðinemi við Moskvuháskóla,
uppi á sviði Þjóðleikhússins?
„Ég hef verið nokkuð viðloðandi
Kramhúsið og Ásdís vinkona mín
sagði mér frá því að leikhúsið væri
að leita að svörtum manni til að
leika enskumælandi mann í leikriti
og hvort ég hefði ekki áhuga á að
prófa. Ég tók vel í það og nokkru
síðar hringdi Stefán Baldursson
leikstjóri í mig og fékk mig í prufu
sem endaði með því að ég var ráð-
inn í hlutverkið.“
Íslenskan gengur brösulega
En hvað hefur Yapi um hlutverk
sitt að segja?
„Ég leik kærasta Helenu í verk-
inu. Hann er enskumælandi. Þetta
er ágætishlutverk og ég legg þó
nokkuð til málanna...“
– Hann þarf þá ekki að tala ís-
lensku í verkinu?
„Nei, það hefði ekki gengið upp.
Það gengur hálfbrösulega
með íslenskuna en ég er
þó eitthvað að koma til.
Verkfræðinámið er líka
þannig að ég verð að ráða
við ákveðna grunnþekk-
ingu í íslensku.“
– Og hvernig líkar þér
svo að leika á sviði?
„Þetta er alveg nýtt fyr-
ir mér, en ég verð að
segja að þetta er bæði
spennandi og skemmtilegt
og ég gæti alveg hugsað
mér að gera svona aftur ef
það stæði til boða. Ég
hafði enga reynslu í leik-
list, en leikararnir og leik-
stjórinn hafa hjálpað mér
óendanlega og reynst mér
í alla staði frábærlega,“
segir Yapi að endingu.
Hraktist undan kyn-
þáttahatri í Moskvu
Yapi stundar
verkfræðinám hér á
landi en gæti vel
hugsað sér að láta
meira til sín taka í
leiklistinni.
Yapi Donatien Achou leikur í Veislunni
Morgunblaðið/Jim Smart