Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 56

Morgunblaðið - 28.04.2002, Page 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI „STÓRKOSTLEGASTA LEIKSÝNING ÁRSINS“ The Times L A U G A R D A L S H Ö L L , 1 1 . M A Í 2 0 0 2 KL. 16.00 & 20.00 T H E L I V E K U N G - F U S P E C T A C U L A R M I Ð A S A L A : S Ö L U S TA Ð I R S Í M A N S Í KRINGLUNNI, SMÁRALIND OG LAUGAVEGI 15 KYNNA Mógúllinn Heimildamynd um gerð sýningarinnar verður sýnd á Skjá Einum miðvikudaginn 2. maí kl.20.00. sér áhrifum úr ólíklegustu áttum og erfitt sé að pinna stíl þeirra niður. Trabant ýfi fjaðrir og það sé nauðsynlegt á þessum síðustu og verstu. Jockey Slut segir „Enter Spacebar“ smáskíf- una vera heillandi samsuðu á Air og Daft Punk, en staðsetur sveitina að vísu í Noregi! Mindful lýsir sveitinni sem furðufígúrum, sem búi til bakgrunnstónlist fyrir teiknimynda- persónur og fyllibyttur og mótsagnir sveit- arinnar séu það sem geri hana svo spennandi. Tískuritið The Face lýsir sveitinni sem glúrnum hanastélshristurum og bendir Georg Lucas á að ef hann sé að leita að nýju barbandi fyrir Árás klónanna, þá sé það fundið. Skylt blað, Sleazenation, segir sveitina standast „væntingar“ sem gerðar eru til íslenskra tón- listarmanna um þessar mundir, www.23rd- floor.com segir Trabant nálgast Björk og múm að gæðum, www.burnitblue.com segir Moment of Truth sönnun á því af hverju raftónlist sé enn áhugaverð og fjörleg og www.brainwash- ed.com spyr hvað Íslendingar borði eiginlega, slík sé snilldin hjá Trabant! HLJÓMSVEITIN Trabant, sem gaf út plöt- una Moment of Truth á síðasta ári, hefur að undanförnu fengið góða dóma í erlendum tón- listarblöðum en það er TMT/Entertainment, undirmerki íslensku raftónlistarútgáfunnar Thule, sem gefur plötuna út. Trabant, sem hét áður Traktor, er sam- starfsverkefni þeirra Þorvaldar Gröndals og Viðars Hákons Gíslasonar og var þessi fyrsta plata þeirra félaga nokkur ár í smíðum. Það er helst mánaðarritið Muzik sem hamp- að hefur Trabant, en það er leiðandi rit í um- fjöllun um allra handa raftónlist. Í marshefti blaðsins er breiðskífan dæmd og henni líkt við fyrstu plötu Pink Floyd, tímamótaplötuna Pip- er at the Gates of Dawn (’67), og sé hún jafn langt á undan sinni samtíð og sú plata var í sinni tíð! Talað er um að líkast til eigi plata Trabants seint eftir að rata til eyrna fjöldans, nema hún verði pikkuð upp af nýjabrumsvænu auglýsingafólki. Platan innihaldi til jafns æv- intýralegar tilraunir og glöggt innsæi í popp- melódíur og þetta sé synd og skömm þar sem Trabant standi hæglega jafnfætis Moby, Left- field, Zero 7 og öllum þeim sem hafa náð að „krossa“ yfir til fjöldans. Maíblaðið innheldur svo þriggja blaðsíðna viðtal með fallegri mynd, þar sem sérlegir hjálparkokkar Viðars og Þorvalds, þeir Ragn- ar Kjartansson, Hlynur Aðils og Úlfur Eldjárn eru og myndaðir. Þar er Trabant lýst sem „bestu rafrænu framtíðarfönksveit dagsins í dag“ og blaðamenn Muzik tala um ferðalag sitt til Íslands; með tilheyrandi lýsingum á hákarli, drykkjusiðum Íslendinga og hrauni. Og strák- arnir í Trabant eru mærðir í bak og fyrir að auki. Hvað borða Íslendingar eiginlega? Fleiri blöð sem fjallað hafa um Moment of Truth eru t.d. DJ, sem segir plötuna viða að Trabant fær lofsamlega umfjöllun erlendis Líkt við Pink Floyd Morgunblaðið/Þorkell Viðar H. Gíslason og Þorvaldur Gröndal eru driffjaðrir Trabantsins. ÞÆR eru að verða ansi þreyttar, þessar „drögum gamla goðið fram í sviðsljósið og fáum unga og hressa listamenn til að syngja með“ plötur. Hver er tilgangurinn? Ekki virðist hann vera listrænn. Skítlegar plötur Franks Sinatra, Duets og (guð minn góður) Duets II; ömurlega pissuleg plata Santana, Sup- ernatural (mikið er ég glaður að koma þessum sannleika að) og vafasöm plata Tom Jones, Reload eru allt plöt- ur sem vart eru plastsins, né álhúð- arinnar virði. Johnny Cash er líkast til sá eini sem náð hefur að halda haus í allri þessari vitleysu. Og nú er það sjálfur Willie Nelson sem lætur draga sig í svaðið. Málið með svona „snilldar“hugmyndir – sem líkast til koma upp á hádegis- fundum jakkafataklæddra jólasveina sem myndu ekki vita hvað tónlist væri þótt hún biti þá í rassinn – er að þær líta mun betur út á pappírnum en þær hljóma í eyrunum. Þannig liðsinna Lee Ann Womack, Kid Rock (jukk!), Sheryl Crow (hvað er þetta með hana!) og Bonnie Raitt, Nelson m.a. á nokkrum lögum auk þess sem Rob Thomas (úr Matchbox 20, alltaf þarf hann að vera með nefið ofan í öllu!) semur hér þrjú lög. Niðurstaðan er að mestu leiðindi en einnig vonbrigði í ljósi frábærra platna sem Nelson hefur gefið út að undanförnu. Tek sem dæmi Me and the Drummer (’00) og Rainbow Conn- ection (’01). Þetta er greinilega eitt- hvað sem hann hefur viljað prófa, enda dýft tám ansi víða á löngum ferli. Nema helv... hann Mammon hafi gert honum tilboð sem hann „gat ekki hafnað“? Eina lagið sem rís upp við dogg er titillagið. Það er jafnframt eina lagið sem Willie semur sjálfur. Hann hefði betur gert meira af því og skipað ung- lingunum út úr hljóðverinu á meðan. Ægifögur rödd Nelson heldur þessu svo duggandi en undir henni liggja of- urframleidd, glansleg popplög - lög sem skilja ekkert eftir sig og ná aldrei að skera sig úr þeim fjölda sem fyrir er af þess háttar tónlist.  Tónlist Villi ... Villi ... Willie Nelson The Great Divide UMG/Lost Highway Stjörnum prýddur meginstraumsfans frá Willa. Útkoman er óárennileg. Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.