Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.04.2002, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2002 57 Kramhússins í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík 11.-16.maí sími 551 5103 www.tango.is Tangónámskeið Argentínskir dansarar úr sýningu Cenizas de Tango og kennarar Kramhússins kenna. Byrjenda- og framhaldshópar. Tangóball Glæsilegt lokaball með hljómsveit Reynis Jónassonar í Hafnarhúsinu 16. maí, kl. 22.00. Opið öllum. ÞÁ eru Dolores O’Riordan og fé- lagar í Cranberries búin að fá kassameðferðina eins og svo marg- ir aðrir. Eitt sinn voru þetta for- réttindi ráðsettra listamanna eins og Bítlanna og Dylans en nú virðist önnur hver sveit lenda í þessari yf- irhalningu. Fjársjóðskistan eða The Treasue Box inniheldur fjórar fyrstu plötur Cranberries, Everybody Else Is Doing It..., No Need to Argue, To the Faithful Departed og Bury The Hatchet í nýjum, íburðarmiklum umslögum og með bættum, staf- rænum hljómi. Að auki prýðir plöt- urnar fjöldinn allur af óútgefnum lögum. Já, traust og trúverðug trönuber þar á ferð, það má nú segja! Dolores O’Riordan er söngkona Cranberries. Cranberries í kassa SIGMAR Vilhjálmsson er 25 ára gamall og frá Egilsstöðum, sonur Vilhjálms Egilssonar, ólympíu- bronshafa, og bróðir Einars spjót- kastara. Eftir að hafa flutt pistla á Rás 2 hófst ferillinn fyrir alvöru 1998 á útvarpstöðinni Mono 887. Tók við morgunþættinum ásamt fé- laga sínum Jóhannesi Ásbjörns- syni í janúar 1999 en þeir færðu sig yfir á skjáinn og byrjuðu með 70 mínútur á PoppTíví í október 2000. Hvernig skyldi Sigmar hafa það? Ég hef það gott, takk fyrir. Hvað ertu með í vösunum? Þúsundkall og lottómiða í rassvas- anum, annars þoli ég ekki að vera með eitthvað í vösunum. Er mjólkurglasið hálftómt eða hálffullt? Hálffullt. Búinn með Brian Tracy og Dale Carnegie þannig að það væri hrein heimska að klikka á þessu! Ef þú værir ekki sjónvarpsstjarna hvað vildirðu þá helst vera? Kennari - ef þeir nytu sömu virð- ingar og í byrjun síðustu aldar - og það topp kennari. Þeir eru bara því miður alltof lágt launaðir. Hefurðu tárast í bíói? Auðvitað ætti ég að segja nei, en fyrst við erum að tala saman undir fjögur augu þá hef ég tárast. Síðast yfir A Beautiful Mind. Verð oft klökk- ur þegar fólki er sýnd virðing og við- urkenning. Ekki segja neinum ...! Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ef Stuðmenn í Atlavík telst til tón- leika eru það mínir fyrstu. Var 8 ára og Ringo Starr á svæðinu. Þetta var „mega“-uplifun. Græddi líka 8 þúsund kall á að safna flöskum. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Samviskusamur, metnaðargjarn, hreinskilinn, skipulagður, nautna- seggur. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Hámarks árangur eftir Brian Tracy. Og ég beiti „samlokunni“ óspart! Hvaða lag kveikir blossann? „Trouble“ með Coldplay. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Pottþétt Partý ... já og ekki hlæja! Ég var í sumarbústað á Suðurlandi og það vantaði tónlist. Fór því til Hveragerðis og keypti þennan disk. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Jólin 1986, allir bræðurnir komu heim í Egilsstaði með fjölskylduna (eins og í Home Alone). Þegar kom- inn var tími á möndlugrautinn fengu allir möndlu! Mamma skildi ekki neitt, en ég var búinn að setja 18 möndlur í grautinn áður en hann var borinn fram. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Í Portúgal nú um páskana fékk ég mér froskalappir í forrétt og steikt- an strút í aðalrétt. Mjög sérstakt kjöt en rosalega gott. Þetta var á veitingastaðnum Fabio’s í Algarve. Mæli með honum. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa verið formaður ÍME ...! Lærði reyndar mikilvæga lexíu þar. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, ég held að það bíði okkar eitt- hvað fallegt. „Game Over“ er bara í tölvuleikjum. Annars er pottþétt dauði eftir lífið. Ég væri topp kennari SOS SPURT & SVARAÐ Sigmar Vilhjálmsson Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Nicolas Cage er ömurlegur. Ókei, hann var fínn í The Rock, en annars er hann alltaf eins. Ég meina, hver giftist fyrrverandi konu Michaels Jacksons? Hver er þinn helsti veikleiki? Erfitt að velja úr - allir svo skemmti- legir. Ég er dómharður og oft full kröfuharður á mína nánustu (sér- staklega vinnufélaga). Bítlarnir eða Rolling Stones? Þetta er eins og að biðja rós um að velja milli sólar og vatns. Ég get ekki valið á milli. Jói félagi minn er samt með bítlasjó á Hverfisbarnum á fimmtudögum og það er snilld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.