Morgunblaðið - 30.04.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.04.2002, Qupperneq 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Efnisyfirlit Ás ....................................... 5 30-31 Ásbyrgi ................................... 5 43 Berg .............................................. 39 Bifröst ............................................ 4 Borgir ......................................... 8-9 Brynjólfur Jónsson ..................... 5 Eign.is ..................................... 14-15 Eignaborg .................................... 43 Eignamiðlun ........................ 24-25 Eignaval ...................................... 34 Fasteign.is ..................................... 6 Fasteignamarkaðurinn ............. 18 Fasteignamiðlunin .................... 42 Fasteignamiðstöðin .................. 43 Fasteignasala Mosfellsbæjar ... 23 Fasteignasala Íslands ............... 15 Fasteignastofan ........................ 35 Fasteignaþing ............................. 32 Fjárfesting ................................... 41 Fold ................................................ 19 Foss .............................................. 40 Garðatorg .................................... 37 Garður ........................................... 31 Gimli ................................................ 3 Híbýli ............................................... 9 Holt ........................................... 10-11 Hóll ........................................ 22-23 Hraunhamar ......................... 20-21 Húsakaup ..................................... 36 Húsavík ......................................... 17 Húsið/Smárinn .......................... 48 Húsin í bænum ........................... 45 Höfði .............................................. 13 Höfði Hafnarfirði ........................ 12 ÍAV ................................................ 42 Kjöreign ....................................... 38 Lundur .................................. 28-29 Lyngvík ........................................... 11 Miðborg ........................................... 7 Skeifan ......................................... 33 Valhöll ..................................... 16-17 efnum, svo sem timbri, á sama máta er þetta hús meðhöndlað. Hin óblíða náttúra gerir það nauðsynlegt að loka húsinu sem mest móti norðri en opna það mót suðri og vestri. Í umræddri grein segir að þetta hafi arkitektinn haft í huga og einnig Reynir Vilhjálmsson, sem hannaði veröndina sem er nán- ast hluti af húsinu. Óháð tíma Í umsögn þriggja arkitekta um Mávanes 4 kemur þetta fram: „Ótrúlega fallegt hús óháð tíma. Grunnhugmyndin er sérstaklega lógísk og nýleg viðbygging frá 1985 er svo smekklega útlistuð að ætla mætti að hún hefði staðið þarna frá upphafi. Klofinn trönuviður var settur í mótin og áhrifin eru mögnuð. Þetta M ÖRGUM hefur í gegnum tíðina orðið starsýnt á hús það að Mávanesi 4, sem Manfreð Vilhjálms- son arkitekt teiknaði og byggt var árið 1964. Í grein í Nordisk byggedag segir að þrátt fyrir sín nýtískulegu form beri hús þetta einkenni hins hefð- bundna og íslenska, þ.e. hinir gömlu íslensku torfbæir voru grófir að ut- anverðu en að innan klæddir sléttari gefur veggjunum afar fallega og djúpa áferð og sjálfsagt er leitun að jafn fallegri steypuáferð. Þá er garðurinn afskaplega fallegur – nánast eins og framlenging af hús- inu sjálfu. Myndar ljóðræna heild Öll meðferð efnis, bæði utandyra og innan er „raffíneruð“, norsk skífa er á gólfum og á verönd, panel- klæddir veggir, hrjúf steypa, kop- arklæddur þakkantur, stórir sprossalausir glerfletir að garðin- um, allt myndar þetta ljóðræna heild sem gengur vel upp og skapar í raun litla arkitektóníska perlu,“ sagði Steinar Sigurðsson. Heildstætt hús „Manfreð hefur skapað lítið, heildstætt hús,“ segir Haukur Vikt- orsson. „Honum hefur tekist að skapa geysilega skemmtilegt sam- band á milli ytri og innri rýma í hús- inu, sérstaklega milli garðs og stofu. Rýmin sjálf, bæði inni og svo garðurinn, eru mjög góð. Léttleik- inn yfir húsinu, sem fæst með sam- spili timburs og steypu að utan, er mjög skemmtilegur.“ „Húsið er vandað og þaulhugsað,“ segir Margrét Harðardóttir. „Efn- isnotkun er frumleg og skýr, svo sem áferð og mótun steypu. Hús- hlutinn, sem svífur út yfir sökkulinn í átt að götunni hefur falleg áhrif.“ Aukin áhersla á léttleika Í umfjöllun um íslenskan arki- tektúr eftir Pétur H. Ármannsson segir m.a.: Enn bárust nýir straum- ar í byggingarlist til landsins upp úr 1960, þar sem lengra var gengið í opnu skipulagi og sveigjanleika í nýtingu rýmisins. Tengsl vistarvera út í umhverfið urðu beinni en áður og mótun bygg- ingarformsins oft meira í ætt við skúlptúr. Miklu skipti að uppbygg- ing hússins væri auðsæ og að bygg- ingarefni: tré, steypa og málmur, fengju að halda lit sínum og hrárri efnisáferð í hinni endanlegu gerð. Flöt þök urðu algeng á ný og samfelldir glerveggir teygðu sig frá gólfi til lofts. Aukin áhersla var lögð á léttleika í uppbyggingu og efnis- vali og í mörgum tilvikum var notast við rennihurðir og færanlega milli- veggi í híbýlum. Ofangreindar hugmyndir birtust með skýrum hætti í verkum tveggja arkitekta, Guðmundar Kr. Kristins- sonar og Manfreðs Vilhjálmssonar, um og eftir 1960. Á næstu árum á eftir þróuðu þeir ofangreindar hug- myndir áfram í verkum sínum og löguðu þær að staðbundnum að- stæðum og umhverfi. Í einbýlishúsi á Arnarnesi eftir Manfreð Vilhjálmsson frá árinu 1964 hvílir þakið á léttri, sýnilegri burðargrind sem komið er fyrir inn- an í grófgerðri steyputóft. Hug- myndin að þessari uppbyggingu á sér vissa hliðstæðu í burðarvirki gömlu torfhúsanna.“ Líkt og fagurlega smíðað skrín Í samantekt um úrval íslenskra einbýlishúsa sagði arkitektinn sjálf- ur í viðtali: „Meginhugmyndin var dálítið í ætt við íslensku torfbæina, þ.e. að byggja tóft, grófa tóft úr steini, en láta þakið ekki hvíla á henni, heldur á burðargrind, sem kæmi innan í tóftina. Ég hugsaði mér, að sjálft húsið yrði líkt og fagurlega smíðað skrín sem lagt yrði innan í steintóftina.“ Það er greinilega mál manna, sem til þekkja, að þetta hafi arkitekt- inum tekist sérlega vel. Þetta er einkar stílhreint og vel staðsett hús á einni hæð og stendur í aflíðandi halla mót suðri. Falleg og djúp steypuáferð einkennir húsið. Ótrúlega fallegt hús – vandað og þaulhugsað Húsið í Mávanesi 4 í Garðabæ hefur lengi þótt sérstakt. Guðrún Guðlaugsdóttir gluggaði í umsagnir um húsið. Húsið er teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni, byggt 1964, og er um 250 ferm. Garðurinn er nánast eins og hluti af húsinu. Ásett verð á húsið er 40 millj. kr., en það er til sölu hjá Eignamiðluninni. Garðabær - Hjá Eignamiðluninni er nú í sölu einbýlishúsið Máva- nes 4 í Garðabæ. Þetta er stein- hús á einni hæð, byggt 1964 og byggt við það síðar. Húsið er 196,4 ferm. og því fylgir tvöfaldur bílskúr sem er 51 ferm. Ásett verð er 40 millj. kr. „Þetta er eitt af fallegustu húsunum, sem íslenskur arkitekt- ur eftirstríðsáranna hefur fært okkur. Hér er því um að ræða ein- stakt tækifæri til að eignast eina af perlum íslenskrar bygging- arlistar,“ sagði Sverrir Krist- insson hjá Eignamiðluninni. „Manfreð Vilhjálmsson arkitekt teiknaði húsið. Þetta er einkar stílhreint og vel staðsett hús með vel hönnuðum garði sem er nán- ast eins og hluti af húsinu sjálfu. Húsið er sem fyrr sagði á einni hæð og stendur í aflíðandi halla móti suðri. Það sem strax vekur athygli þegar komið er upp að húsinu er hin falleg og djúpa steypuáferð og samspil húss og garðs, sem Reynir Vilhjálmsson garðarkitekt skipulagði. Húsið skiptist þannig að komið er inn í anddyri og síðan inn í hol. Til vinstri er svefnherbergi og baðherbergi en til hægri er rúm- góð og björt stofa með arni. Inn af stofu er lítið bóka- herbergi, en opið er út á garðs- valir úr stofunni og er aust- urveggur stofunnar í raun einn stór glerveggur. Úr holi er gengið inn í eldhús og er opið á milli. Inn af borðstofu eru tvö barnaherbergi og við hlið þeirra er baðherbergi, lagt fal- legum mósaíkflísum og með „jap- önsku“ baðkari. Á eldhúsi, borðstofu, forstofu og hluta af stofu eru norskar steinskífur, gráar að lit og eru þær einnig á hluta garðsvalanna. Opið er úr borðstofu út á garðs- valirnar. Árið 1985 hannaði arkitektinn viðbyggingu við húsið norðanvert, en gengið er inn í viðbygginguna úr borðstofu. Þar er komið inn í eldhús með nýlegum tækjum. Þar er einnig búr og geymsla, síðan er gengið eftir gangi sem er yf- irbyggður með gleri, inn í hjóna- herbergið. Þaðan er einnig gengið inn í þvottahúsið og fatageymslu. Hjónaherbergið er rúmgott með stórum fataskápum og inn af því er baðherbergi. Í suðurhlið bað- herbergisins hefur verið komið fyrir glerlistaverki eftir Leif Breiðfjörð sem nær frá gólfi og upp í loft. Máva- nes 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.