Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var mikill hátíðisdagur á Tálknafirði sl. sunnudag, þegar biskup Íslands Herra Karl Sig- urbjörnsson vígði nýja kirkju þeirra Tálknfirðinga. Fjölmenni var við vígsluna, en um 300 gestir voru viðstaddir. Ásamt biskupi tóku átta prestar þátt í vígslunni. Þrír þeirra hafa áður þjónað Stóra-Laugardalssókn, þeir Tóm- as Guðmundsson, Sigurður Jóns- son og Karl V. Matthíasson. Þá voru Bragi Benediktsson prófast- ur, Leifur Ragnar Jónsson, Flosi Magnússon, Auður Inga Ein- arsdóttir og Sveinn Valgeirsson sem nú þjónar söfnuðinum. Kór Stóra-Laugardalssóknar ásamt fé- lögum úr kór Bíldudalssóknar söng undir stjórn Helgu Þ. Guð- mundsdóttur, við undirleik Marion Worthman organista. Athöfnin hófst með því að sóknarnefnd, prestar og biskup gengu inn með kirkjumuni. Þar tók biskup við mununum og kom þeim fyrir á alt- arinu. Vígslan fór fram með hefð- bundnum hætti. Að athöfninni lok- inni var öllum kirkjugestum boðið til veislu í íþrótta- og félagsheim- ilinu. Þar var boðið upp á hveiti- kökur og flatkökur með reyktum silungi og hangikjöti, salt- fiskbollur, gellusultu, grafna bleikju, steinbít á spjóti og fleira. Allt fiskmeti í veislunni var unnið af fyrirtækjum á staðnum og gefið til veislunnar. Hönnuð af Vestfirðingi Formaður sóknarnefndar, Sig- urður Á. Magnússon flutti ávarp og rakti í stuttu máli aðdraganda þess að ráðist var í að byggja nýja kirkju. Einnig fór hann með nokkrum orðum yfir bygging- arsöguna. Einar Kr. Guðfinnsson fyrsti þingmaður Vestfirðinga flutti ávarp fyrir hönd þingmanna kjördæmisins og lýsti ánægju sinni með þennan merka áfanga og þá staðreynd að kirkjan er hönnuð og reist af Vestfirðingum, en Elísabet Gunnarsdóttir arki- tekt á Ísafirði teiknaði kirkjuna og hún var byggð af heimamönn- um. Fram kom í máli margra ánægja með hönnun kirkjunnar og innra skipulag og voru Elísabetu arkitekt færðar þakkir fyrir. Margar gjafir bárust Sveinn Valgeirsson sókn- arprestur átti lokaorðin og kom fram í máli hans mikil ánægja með þessa nýju og stórbættu aðstöðu fyrir sóknarprest. Þá taldi hann það vera að bera í bakkafullan lækinn að byrja að telja upp og þakka öllum þeim sem komið hafa að kirkjubyggingunni, þar sem það er mjög stór hópur fólks, fé- laga og fyrirtækja. Söfnuðinum bárust margar góðar gjafir í til- efni dagsins. Biskup vígði að viðstöddu fjölmenni Morgunblaðið/Finnur Margir tóku þátt í vígsluathöfn- inni. Frá vinstri: Sr. Sigurður Jónsson, sr. Auður Inga Einars- dóttir, sr. Flosi Magnússon, Ey- dís Hulda Jóhannesdóttir, sr. Karl V. Matthíasson, Karl Sig- urbjörnsson biskup, sr. Leifur Ragnar Jónsson, sr. Bragi Bene- diktsson, Friðrik Kristjánsson, sr. Tómas Guðmundsson og sr. Sveinn Valgeirsson. Morgunblaðið/Ólafur Magnús Birgisson Frá vígsluathöfninni í nýju kirkjunni sem var fjölsótt. Tálknafjörður Kaldárholti hækkaði þrýstingur mikið þar sem jarðskorpan þjappað- ist saman við skjálftana. Þar sem jarðhitasvæðið í Kaldárholti hafði verið tengt við Laugalandsveituna hálfu ári áður var hægt að anna vatnsþörf eftir skjálftana með dæl- ingu frá Kaldárholti. Mikið tjón af völdum skjálftanna varð á aðveitu- lögninni, byggingum í Kaldárholti, dreifikerfi á Hellu, undirstöðum bor- holuhúsa og dælustöðin á Lauga- landi var dæmd ónýt í kjölfarið. Var þess vegna ákveðið að reisa nýja dælu- og stjórnstöð á Laugalandi, en hún var einmitt tekin formlega í notkun fyrir stuttu. Stórbætta nýt- HITAVEITA Rangæinga tók fyrir stuttu í notkun tvö ný orkumann- virki í Holta- og Landsveit, dælustöð í Kaldárholti og dælu- og stjórnstöð á Laugalandi. Hitaveitan var stofnuð árið 1981, en fyrstu hús voru tengd haustið 1982. Veitusvæðið nær yfir Hellu, Hvolsvöll, Rauðalæk, Lauga- landssvæðið og allmarga bæi á veitu- leiðinni. Fyrsta vinnsluhola hitaveitunnar á Laugalandi gaf árlega dælingu að jafnaði um 17 l/sek og dugði það vatnsmagn til að sinna þörfum henn- ar í fyrstu, m.a. með því að vatnið var hitað og endurhitað í kyndistöð á Hvolsvelli. Fljótlega varð ljóst að líta þyrfti til frekari orkuöflunar þar sem reksturinn stóð tæpt vegna tak- markaðra afkasta og mikils niður- dráttar vatnsborðs á Laugalandi. Skipuleg jarðhitaleit fór fram á ár- unum 1998-2000 í nágrenni Lauga- lands, í Köldukinn og á Kaldárholts- svæðinu, en þar voru boraðar 36 leitarholur, uns vinnsluhæf hola með 69° heitu vatni fannst. Árið 1999 var byggt dæluhús og miðlunargeymir í Kaldárholti og aðveita á Laugalandi en í janúar 2000 var vatni hleypt á lögnina. Með tilkomu hins nýja virkj- unarsvæðis í Kaldárholti gerbreytist rekstrarstaða veitunnar og hafa með henni skapast tækifæri til aukinnar vatnssölu og markaðssóknar. Heild- arorkuvinnsla veitunnar er nú um 56 gígawattstundir á ári. Mikið tjón en bætt nýting í kjölfar jarðskjálftanna Þegar jarðskjálftarnir í júní 2000 riðu yfir urðu meiri háttar breyting- ar á jarðhitakerfum á Suðurlandi sem ollu miklu tjóni og rekstrar- stöðvunum hjá hitaveitum. Mikið þrýstifall varð á Laugalandi en í ingu heita vatnsins má rekja til sam- nýtingar vinnslusvæðanna beggja, lagningu nýrrar aðveitulagnar og er geta veitunnar nú töluvert umfram eftirspurn. Hönnuðir mannvirkjanna í Kald- árholti og á Laugalandi voru þeir Wilhelm V. Steindórsson og Sigurð- ur Þorleifsson. Um byggingu dælu- stöðvar í Kaldárholti sá Byggðasel í Hveragerði, lagningu aðveitu frá Kaldárholti að Laugalandi Bílkran- inn ehf. og byggingameistari dælu- og stjórnstöðvar á Laugalandi var Guðjón Sigurðsson, en rafverktaki var Ljósá ehf. og jarðvinnsluverk- taki Styrking. Morgunblaðið/Aðalheiður Glæsileg dælu- og stjórnstöð Hitaveitu Rangæinga á Laugalandi var formlega tekin í notkun nú á vordögum. F.v.: Ingvar Baldursson, fram- kvæmdastjóri HR, og Fannar Jónasson, formaður stjórnar veitunnar. Ný veitumannvirki tekin í notkun Hella KARLAKÓR Hreppamanna minntist þess að fimm ár eru frá stofnun kórsins með vel heppn- uðum tónleikum í Félagsheimilinu á Flúðum að kvöldi sumardagsins fyrsta. Í kórnum eru núna skráðir 43 félagar, flestir úr Hreppunum en einnig úr Biskupstungum, Laug- ardal og Flóa. Stjórnandi frá upp- hafi hefur verið Edit Molnár og undirleikari eiginmaður hennar, Miklós Dalmay, en þau eru frá Ungverjalandi. Kórinn hefur vaxið og dafnað á þessum fimm árum sem liðin eru frá stofnun hans. Fengu áheyrendur, sem fylltu hús- ið, að sjá upptöku frá fyrstu tón- leikunum þar sem kórinn söng á sönghátíð á Flúðum. Það voru óstyrkir 25 menn og fór bros um bekki áhorfenda. Þá stigu „gamlir“ kórfélagar einnig á svið og sungu með honum eitt lag. Tveir kór- félaga, Brynjar Sigurðsson og Eg- ill Jónasson, brugðu á glens og tóku tvo lög úr hinum vinsæla söngleik Deleríum bú bónis sem þeir léku í með Leikfélagi Bisk- upstungna í vetur. Lagaval var fjölbreytt að vanda og má geta þess að einn kórfélaga, Hreinn Þorkelsson, gerði texta við níu erlend lög sem voru á meðal laga á söngskránni. Lög valin á geisladisk Óhætt er að segja að Karlakór Hreppamanna hafi bókstaflega sprungið út á svo skömmu árabili sem hann hefur starfað. Er nú verið að safna saman lögum á geisladisk sem vonandi kemur út fyrr en síðar. Söngstjóra og undirleikara sem og kórfélögum var þakkað vel og lengi með dynjandi lófataki í lok þessarar góðu skemmtunar. For- maður kórsins nú er Brynjar Sig- urðsson. Morgunblaðið/Sigurður Sigm. Frá afmælistónleikum Karlakórs Hreppamanna, stjórnandi Edit Molnár. Karlakór Hreppa- manna fimm ára Hrunamannahreppur Fjölmennir afmælistónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.