Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 27 STANDARD + STANDARD+ bílskúrshurðirnar frá Garaga eru framleiddar undir ströngu eftirliti í mörgum stærðum og litum. Framleiddar með varanleika og fallega hönnun í huga. Við bjóðum 15% afslátt af öllum pöntunum í maí. Sími 525 3000 • www.husa.is Bílskúrshurðir ÞESSI vel útilátna sýning gefur góða innsýn í margháttað höfund- arverk Ólafs Þórðarsonar. Sýningin er hingað komin frá John Elder Gallery í New York. Þótt yfirlitið sé ef til vill nokkuð langt frá því að kall- ast tæmandi er með hjálp litskyggna og myndbands bætt fyrir plássleys- ið. Fyrir vikið fæst allfyllt mynd af þessum ágæta hönnuði og skipulags- fræðingi sem hefur aðsetur í New York og lætur sig varða umhverfi sitt í stóru sem smáu. Líkt og Gaetano Pesce, hinn víð- kunni, ítalski áhrifavaldur og koll- ega, gengur Ólafur frjálshuga og organískt til verks. Óhjákvæmilega kemur upp í hugann Paul Klee og sérkennilega lífræn veröld hans þar sem óheft línuspil – á stundum líkast símakroti – kveikir fastmótaðar hug- myndir. Þetta virðist til dæmis eiga við um snigilinn sem umhverfist í klukku. Jafnvel hér er eitthvað í smellinni hugdettunni sem minnir á Klee og broslegar uppfinningar hans, svo sem Tístivélina góðu frá 1922. En það er fleira sem minnir á Klee og símakrotið. Ormahillurnar, sem Ólafur kallar svo og líkjast helst uppdrætti af hornhvössum völund- arhúsum, minna sterklega á bein- línuspil þar sem línan tekur engan endi en fléttast áfram um fernings- laga hólf, stór og smá. Ófá verk Klee byggjast á slíkum óhlutbundnum köflum sem dregnar eru með bein- um en fríhendis útlínum. Sem hirslur og vínrekkar nýtast þessi módernísku völundarhús afbragðs- vel. Lampar eru þó þeir hlutir sem setja mestan svip á sýningu Ólafs Þórðarsonar. Sumir eru úr mjúkri kvoðu eins og snigilklukkurnar, aðr- ir eru eilítið harðari, viðlíka sumum Ormahillunum, og enn aðrir eru belgvíðir eins og tuðrur með víðu barkaopi – svonefndir Hönd í belg – sem hefur sína sérstæðu lögun svo auðvelt sé að fara með höndina ofan í belginn og skipta um peru. Þá eru ónefndar margvíslegar til- lögur Ólafs að skipulagi á hvers kyns reitum í landi borgar og bæja, þar á meðal á Seltjarnarnesi og Álftanesi. Hvarvetna virðast þó vera formræn tengsl milli verka Ólafs og hvar- vetna gætir áhrifa módernismans. Um leið og verk hans hljóma nýstár- leg minna þau sterklega á ýmsar listrænar tilraunir frá fyrri hluta tuttugustu aldar. Tímaskyn Ólafs er greinilega mjúkt eins og klukkur hans, og úrin í Kergja minnisins, hinni þekktu mynd Salvadors Dalí. Eitt er öðru tengt í endalausri keðju orsaka og afleiðinga, enda tryggir slík framvinda betur en nokkuð ann- að sérkenni höfundarins. Mjúkar og harðar lausnir MYNDLIST/HÖNNUN Hönnunarsafn Íslands Til 12. maí. Opið þriðjudaga til sunnu- daga frá kl. 14–18. HÖNNUN & TEIKNINGAR ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Halldór Björn Runólfsson Frá sýningu Ólafs Þórðarsonar í Hönnunarsafni Íslands. Á CAFÉ Presto, Hlíðarsmára 15 í Kópavogi, stendur nú yfir sýning á olíumálverkum Egils Eðvarðssonar. Sýningin nefn- ist Matarlist. 30 ár eru liðin frá því Egill útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands og 7 ár frá síðustu einkasýningu hans. Að þessu sinni er myndefnið matur. Málverka- sýning á Café Presto ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.