Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 26
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
O
FT vill gleymast, að hug-
takið samtímalist er
ekki einangrað fyr-
irbæri, skilgreinir þann-
ig ekki nein mjög af-
mörkuð viðhorf þess sem efst er á
baugi, eða hefur verið næstliðin ár. Í
öllu falli skilgreina samtímalistasöfn
heimsins hugtakið sem allt fram-
sækið og lifandi sköpunarferli frá
lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Þetta var viðhorfið fram að alda-
hvörfum, en kann að verða stokkað
upp á nýrri öld. Framúrstefna og nú-
listir nefnast róttæk og bylting-
arkennd viðhorf þá og þá stundina,
en menn skulu síður einangra hug-
takið við ákveðinn listgeira eða list-
heimspeki sem í gangi er. Á næst-
liðnum áratugum hafa orðið slík
umskipti í listheiminum í átt til frjáls-
ræðis og opinna viðhorfa, að okkur
sem lifað höfum þessa tíma er eins og
stillt upp við vegg. Í gildri rökræðu
telst meginveigurinn þó einmitt að
forðast slíkt, jafnframt öll þröng og
einstrengingsleg sjónarmið.
Stílhvörf
Tuttugasta öldin frambar meiri
umbyltingar á jörðu hér en orðið hafa
frá upphafi mannkyns, bæði í því sem
nefna má framfarir og afleiðingar
þeirra í formi eyðingu lífríkis. Þessar
hröðu uppstokkanir viðtekinna gilda
og umskipti á tæknisviðinu, síðast ör-
tölvubyltingin, hafa eðlilega sett
mark sitt á skapandi athafnir. Listin
fylgdi hraðanum og bilið á milli stíl-
hvarfa varð stöðugt styttra alla öld-
ina. Þyki svo einhverjum erfitt að
botna í stílheitum fyrri alda er það
létt verk á móts við að fóta sig í öllum
þeim flóknu og margþvældu stílheit-
um er skutu upp kollinum á síðustu
öld, einkum seinni helmingi hennar.
Þó er í senn eftirtektarvert og fyrir
sumt þverstæðukennt, að flestar
hræringar undanfarinna áratuga
sækja í hugmyndasmiðju listamanna
er lifðu sitt blómaskeið á fyrri hluta
aldarinnar, og af því spratt upp skil-
greiningin postmódernismi, eða síð-
módernismi. Núlistir dagsins hafa
þannig mikinn svip af róttækum til-
raunum listamanna á tímum fyrri
heimsstyrjaldarinnar, dada og sur-
realima, þar áður einföldun forma
sbr. kúbisma og seinna Bauhaus.
Borgarastéttin og samanlögð gildi
hennar voru dregin til ábyrgðar á
styrjaldarhörmungunum, sem bundu
enda á langt friðartímabil og mikla
frjósemi í skapandi athöfnum.
Nefndist fagra tímabilið Belle Epoq-
ue, en list þess æskustíllinn; Art
Nouveau/Jugendstil.
Köld örtölvubyltingin innibar
mikla þörf fyrir lífræna hluti og mjúk
gildi. Þá hófst blómatími skapandi at-
hafna og aðsókn á listasöfn margfald-
aðist eins og ég hef margsinnis tíund-
að, á Norðurlöndum er hún allt að
tvöföld íbúatala hvers lands fyrir sig,
sem ætti að samsvara hátt í hálfri
milljón hér á landi! Einnig má árétta
að það kom flatt upp á listhúsa-
eigendur, sem skildu ekki „að skyndi-
lega streymdi fólk frá öllum heims-
hornum inn í listhúsin/galleríin,
mestan part einungis til að skoða
myndverkin“, eins og hin fræga
Holly Solomon í New York orðaði
það nokkurn veginn, og virtist ekki
par ánægð með þá þróun. Þar fyrir
utan hefur myndlistin aldrei í sög-
unni verið sýnilegri en á síðustu tím-
um, menn nota hana óspart á bóka-
kápur, með greinum í blöð og tímarit,
sem hluta leikmynda og bakgrunn
hverslags almennra gjörninga.
Markaðssetning
Þörfin á skipulagðri markaðs-
setningu lista hefur í sama mæli auk-
ist, sem ljóslega kom fram í viðtali við
Ólaf Elíasson hér í blaðinu á dög-
unum. Ef tækifærin séu ekki rétt
nýtt geti skeð að ekki verði neitt úr
neinu, þau glatist og þátttakan sé ein-
ungis sóun á peningum. Fleira segir
þessi markverði listamaður sem skot-
ist hefur upp á stjörnuhimininn á
undraskömmum tíma og veit manna
best, að slíkt gerist ekki nema menn
séu á réttum stað og fái réttu hjálp-
ina. Ádeila hans á andvaraleysi ís-
lenzkra ráðamanna er kórrétt og vel
undirbyggð, þeir virðast fullkomlega
hafa verið úti að aka í þessum málum
frá stofnun lýðveldisins og öll þeirra
afskipti í lágmarki, áhuginn einungis
á yfirborðinu. Táknrænt dæmi er
Kjarvalsstofa í París, en á sama tíma
og 700 milljónum er eytt í sendiráð í
Japan, sem mun einungis stofnkostn-
aður, virðist ekki til peningur fyrir
málningardollu og ýmsu smálegu til
að gera Kjarvalsstofu svolítið huggu-
legri, eða gera vistarveruna viðlíka
yndislega og dönsku og þýsku vinnu-
stofurnar á sama gangi og vafalítið
fleiri, en ég þekki ekki til annarra.
Atorkumiklir gestir Kjarvalsstofu
eiga jafnan í miklum vandræðum
með að koma verkum sínum og far-
angri heim að dvöl lokinni, ekki hefur
hið minnsta verið hugað að þeirri hlið
málsins, né ferðum til og frá, eða yf-
irhöfuð létta þeim dvölina. En hér er
allt frágengið hvað austrið varðar og
ferðast á saga class út sem utan.
Mætti þó halda að það úrval íslenzkra
listamanna sem hljóta hnossið í París
væru mikilvægir sendifulltrúar ís-
lenzkrar þjóðmenningar á erlendri
grund sem huga skal að. Og mættu
ábyrgir að ósekju athuga í bak og
fyrir hvað hinar Norðurlandaþjóð-
irnar gera varðandi sína listamenn
samfara því að tryggja þeim svigrúm
til athafna og gera þá sýnilega. Þá er
holur hljómur í fjasinu um menning-
argrósku á landinu með vísun í fjölda
útgefinna bóka eða list- og leiksýn-
inga, því magn er harla óburðugt við-
mið við gæði og hefur alltaf verið.
Fjöldinn ræður hér litlu og síst þegar
um er að ræða andlausa, vindþurrk-
aða og hraðfrysta gjörninga sem
heimurinn er yfirfullur af í dag og
ríkulega hafa ratað hingað. Það er að
vísu ljúf angan af slíkri orðræðu á
málþingum og þjóðmálavettvangi, en
seint mundi ég viðurkenna að gras
sprytti betur við að skvetta á það ilm-
vatni í stað skarna, kúamykju eða
annars náttúrulegs úrgangs.
Metnaðarleysi
Minna má á að listiðnaðar- og
hönnunarskóla eigum við engan,
aldrei byggt yfir Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands, vanmatið og ná-
nasarskapurinn gagnvart þeirri
menntastofnun yfirþyrmandi allan
starfstíma hennar. Verður allt tíund-
að rækilega í sérstakri grein fljót-
lega, rýmið leyfir ekki mikil umsvif.
Listiðkun og listmenntun eru hvergi í
gildum menningarríkjum talin tíl fín-
heita né uppsláttar fyrir ráðamenn
heldur jafn mikilvæg lífsloftinu. Í
Bandaríkjunum eru listdeildir við
flesta eða alla mikilsháttar háskóla,
auk sérskóla á háskólastigi, og í
Þýskalandi er listmenntun ígildi mál-
og raunvísinda. Tregðulögmálið hér
er átakanlegt, sbr. tónlistarhúsið;
þegar loks hillir undir framkvæmdir
urðu ráðstefnusalur, hótel og bíla-
stæði að vera með í bögglinum.
Byggingin sögð falleg séð frá hafi og
úr lofti, en aðkoman frá jörðu lyftir
andanum ekki í þær hæðir sem mörg
slík hús gera víða um heim, eru tákn
og stolt viðkomandi borga og þjóða.
Er ekki með öllu höfundanna sök,
byggingin hin ásjálegasta, en hvar
annars staðar ríkir þessi hugs-
unarháttur og hvar finnast hlið-
stæður?
Öfug þróun
Á uppgangstímum hefur þjóðin
óspart notað auð sinn til að reisa hof
yfir hjóm, stundargaman, risakaup-
hús og það sem eyðist og hverfur, of-
ið glitvefi í nýju fötin keisarans, dýrk-
að hand- og fótmenntir þar sem
framin eru óhljóð og öskur í spreng,
dýrkað tónlist sem stórskaðar mik-
ilvægasta skilningarvitið og stór-
eykur sölu heyrnartækja. Menn hafa
meira að segja fjárfest í kappliði er-
lendis og þegar tapað hundruðum
milljóna. Hins vegar hefur þjóðin lát-
ið andleg verðmæti, kjölfestu og
grunneiningar hvers þjóðfélags
mæta afgangi. Felst skondinn metn-
aður í því að ætla að framkvæma
stórar hugsjónir með því að byrja á
því að spara, einnegin að halda aftur
af framsæknum einstaklingum,
bregða fæti fyrir þá. Skiljanlegt að
þjóðir sem hafa hér ræktað sinn akur
og byggt upp viðamiklar menning-
arstofnanir þurfi að spara við þær
þegar skórinn kreppir og er snöggt-
um annað mál. Bílaþjóðin má þó
skilja, að menn hefja ekki akstur með
því að stíga á bremsuna.
Gjarnan fá Íslendingar glýju í aug-
un þegar rætt er um hina stóru list-
viðburði úti í heimi og mikilvægi þátt-
töku okkar í þeim, en gleymast vill
hve sjónhringurinn er takmarkaður í
þessum efnum, upplýsingastreymið
handahófskennt.
Í Reykjavíkurbréfi var vísað af
andakt til þeirra nafnkenndu sýning-
arstjóra Davids Elliotts og Lars
Nittve. Báðir eru þeir afar vel máli
farnir og fara létt með að viðra skoð-
anir sínar á sannfærandi hátt. Hef
því miður ekki haft tækifæri til að
fylgjast í návígi með athafnasemi
Elliotts á Moderne museet í Stokk-
hólmi, en las fyrir allnokkru op-
inskátt viðtal við hann í Politiken í til-
efni þess að hann var á leið til Tókýó
til að byggja upp nýtt núlistasafn.
Hollt fyrir suma að vita að þar segir
hann orðrétt um Tvíæringinn í Fen-
eyjum: … det er ren teatralisk man-
ipulation … Það munu margir taka
undir framsláttinn og slíkar meg-
asýningar hafa á seinni árum einnig
verið afgreiddar sem Disneylönd list-
arinnar. Hafa þó ómælda þýðingu til
hliðar við hinar stóru listakaup-
stefnur. Lars Nittve var einungis
rúmt ár á Lousiana-safninu, þótti þó
mikill frami að hljóta stöðu forstöðu-
manns þar og vonbiðlarnir margir.
Sá ég tvær framkvæmdir hans og
leist hóflega vel á. Þá er meira en
skrítið að hann skuli einnig hverfa úr
forstöðumannsstöðu Tate modern og
á Moderne museet eftir sömu tíma-
lengd. Það er hann sem mun eiga
hugmyndina um að listamannsins sé
að skilgreina afurðir sínar; þannig
opið að senda inn steinklump á sýn-
ingu og nefna vatnslit, akvarellu!
Doði
Enginn ber brigður á mikilvægi
markaðssetningar íslenzkrar listar
erlendis, en er þó ekki mikilvægara
hvernig staðið er að þessum málum á
sjálfum hólmanum? Auka skilning
ráðamanna og almennings á því að án
heilbrigðrar döngunar allra grunn-
þátta skapandi atriða fari óhjá-
kvæmilega margt úrskeiðis og and-
varaleysið sé sýnu verst.
Ísland er frábært dæmi hvað
myndlistina snertir, sbr. ruglið á
listaverkamarkaðnum og fimmta
flokks málverkafalsanir. Hefði ekki
komið til vaxandi áhugi landans á
verkum sígildu módernistanna okkar
á uppboðum í Kaupmannahöfn væru
þau ennþá verðlítill varningur til hlið-
ar eins og forðum, vísast þó að Jóni
Stefánssyni undanskildum. Minni
enn einu sinni á alla þá sem urðu að
lifa erlendis og kjör þeirra sem heima
sátu og sitja. Jafnvel Kjarval lifði
misskilinn og við kröpp kjör fram yfir
miðjan aldur er hann varð að stöðu-
tákni á veggjum nýríkra á stríðs-
gróðatímabilinu. Uppgangurinn á öll-
um sviðum lista að stórum hluta
fórnfúsum og eljusömum ein-
staklingum að þakka.
Af öllum höfuðgreinum eru sjón-
menntir verst settar og fáfræðin
mest, fræðsla lítil og mjög tilvilj-
unarkennd. Rithöfundar á eilífum
þingum og upplestrarferðum erlend-
is, bækur þeirra þýddar á erlend mál
en myndlistarmenn og sjón-
menntasaga þjóðarinnar jaðrar við
að vera leyndarmál. Morgunblaðið
eini fjölmiðillinn sem sinnt hefur
þessum málum að einhverju marki
og haldið úti skipulegri rýni. Að taka
fyrir eina listsýningu á viku, eins og
tíðkast hefur hjá öðrum fjölmiðlum,
út í hött og gefur viðkomandi tæki-
færi til hlutdrægni og einslits áróðurs
eins og dæmin sanna.
Almenningur á þess ekki kost að
líta skilvirkt úrval íslenzkrar mynd-
listar á þjóðarsafninu, eða monthús-
inu svonefnda, og í höfuðborginni eru
ekki haldnar neinar stórsýningar frá
ári til árs sem gefa áhugasömum
tækifæri til að vera með á nótunum
um þróunina og byggja um leið upp
raunsannan áhuga á breiðum grunni.
Í stað þess fjölgar sífellt illa und-
irbúnum síbyljusýningum og hlut-
drægum framkvæmdum. Listasöfnin
eins konar leigumiðlarar listaverka
og munu hvorki meira né minna en
516 listaverk frá Listasafni Íslands í
útleigu og við vitum að listaverkaeign
Borgarlistasafnsins er dreifð á ótal
skrifstofur og vinnustaði á höf-
uðborgarsvæðinu og ekki aðgengileg
nema fáum. Ekkert Borgarlistasafn
til sem sýnir jafnaðarlega úrtak eign-
ar sinnar, en svonefndar inn-
kaupasýningar (ný aðföng) forms-
atriði, haldnar af og til, yfirleitt
handhófskenndar og marklitlar.
Úrbætur í þessum efnum eru ekki
á stefnuskrá flokkanna og enginn
skeleggur málsvari sjónmennta sýni-
legur innan veggja Alþingis og er
ekki sjáanlegur stafkrókur um þessi
mál varðandi væntanlegar sveit-
arstjórnarkosningar …
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Við undirbúning stórsýningar í myndlistarhúsinu að Klömbrum árið 1970. Nokkrir úr sýningarnefnd Félags íslenskra myndlistarmanna, FÍM, ræðast
við. Til vinstri Guðmundur Benediktsson, sem styður sig við mynd eftir Þorvald Skúlason, Einar Hákonarson, Kristján Davíðsson og Vilhjálmur Þor-
berg Bergsson. Á veggnum á bak við þá sér í málverk eftir Þorvald Skúlason, Valtý Pétursson og Sigurð Sigurðsson.
Að gera listina sýnilega
Engum blandast hugur um að gera þurfi ís-
lenzka myndlist sýnilegri, jafnt á innlendum
sem erlendum vettvangi, um það snýst orð-
ræðan meðal listamanna um þessar mundir.
Einnig hvernig komið er menntunargrunn-
inum á heila vettvanginum eftir að Mynd-
lista- og handíðaskólinn varð deild í Lista-
háskóla Íslands. Bragi Ásgeirsson heldur
áfram að hreyfa við málum í skrifum sínum.