Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 59 ÞAÐ er erfitt að lýsa með orðum þeim hugsunum sem flugu í gegnum höf- uðið á mér þegar Helgi Hjörvar birt- ist á skjánum til að tilkynna kjósend- um í Reykjavík að núna, 3 vikum fyrir kosningar, ætlar Reykjavíkurlistinn að fara byggja íbúðir og hjúkrunar- heimili fyrir aldraða í Sogamýrinni. Helgi sagði að þetta væri ekki kosn- ingabragð. Slíkt leyfðu stjórnmála- menn sér ekki þegar kæmi að mála- flokki aldraðra. Helgi fræddi kjósendur um að 230 aldraðir einstaklingar væru á svoköll- uðum bráðaúrlausnabiðlista eftir húsnæði eða hjúkrunarrými. Helgi upplýsti líka að með þessu framtaki núna 3 vikum fyrir kosningar mætti gera ráð fyrir að þessi bráðaúrlausna- biðlisti yrði nánast allur að 3 árum liðnum. Helgi sagði að áralöng bar- átta eldri borgara í hverfinu (Soga- mýrinni) væri loksins að skila sér núna í þessu framtaki. Á borgarráðs- fundi um svipað leyti var málinu frest- að vegna þess að ekki lágu fyrir kostnaðaráætlanir vegna fram- kvæmdanna. Ég get ekki orða bundist yfir þeirri ósvífni sem hæstvirtur borgarfulltrúi sýnir samborgurum sínum með þess- ari framgöngu. Er það virkilega hald viðkomandi að íbúar Reykjavíkur séu fávitar? Þó að ég telji fyrirfram að það sé algjörlega tilgangslaust að fá orð af viti úr stjórnmálamanni svona rétt fyrir kosningar tel ég rétt að Helgi svari eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða merkingu leggur þú í orðið bráðaúrlausn og hvenær þarf úrlausn í slíkum tilfellum að liggja fyrir ? 2. Hvernig er hægt að hafa biðlista eftir bráðaúrlausn? 3. Samkvæmt upplýsingum þínum búa 230 aldraðir einstaklingar á götunni eða eru í miklum hrakningum af öðrum orsökum í kerfinu í dag (bráðaúrlausnar- biðlistinn). Hvenær á að leysa þeirra mál og það sem er kannski mest um vert ... HVAR eiga þessir einstaklingar að vera á meðan? 4. Er bráðaúrlausnabiðlistinn nýr listi eða er þetta vandamál sem hefur vaxið og dafnað með ár- unum, t.d. í takt við fólksfjölg- unina? 5. Hefði verið hægt að sjá fyrir, t.d. fyrir 4 árum með tilliti til fólks- fjölgunar, að þörf fyrir hjúkrun- arrými og þjónustuíbúðir aldr- aðra myndi halda áfram að aukast og til þess að halda fram- boði og eftirspurn í jafnvægi hefði þurft að stórauka fram- kvæmdir í þessa veru? Eða er þessi staða málaflokksins í dag að koma ykkur algjörlega á óvart? 6. Hvað er allur biðlistinn langur? (bráðaúrlausn + úrlausn) 7. Er það mat þitt, Helgi, að bráða- úrlausnabiðlistinn haldist óbreyttur meðan þú byggir þessi 150 hjúkrunarrými og 70 íbúðir næstu 3 árin? Svo þú flækist ekki í eigin reiknikúnst- um bendi ég þér á að Hagstofan býr yfir afar fullkomnum íbúa- fjöldaspám sem þú gætir gluggað í þér til fróðleiks. 8. Við hverja voru eldri borgarar í Sogamýrinni að berjast um framvindu þessa máls? 9. Er það vanalegt að leggja fyrir borgarráð áætlanir um fram- kvæmdir sem borgin á að greiða fyrir án kostnaðaráætlana eða var þetta mál kannski svo brýnt og svo óvænt að ekki gafst tími til að vinna kostnaðaráætlunina? Ein spurning að lokum, Helgi, sem mér þætti vænt um að þú svaraðir mér eins og maður: Eftir viku sæki ég aldraða móður mína á heilsuhælið í Hveragerði en þar hefur hún verið síðustu 3 vikurn- ar. Hún var spurð um áramótin af hjúkrunarfólki á slysavarðstofu Landspítalans þegar hún leitaði þangað tvíbrotin á læri, hver hefði leyft henni að koma þangað. Það tók lækna 3 vikur að komast að því að hún væri tvíbrotin og gera eitthvað í mál- inu. Hún býr á annarri hæð í lyftu- lausu húsi. Hún er með bandvefssjúk- dóm í lungum. Hún kemst ekki upp og niður stigana heima hjá sér og er því fangi á eigin heimili. Þar að auki getur hún ekki opnað glugga vegna umferð- armengunnar frá Laugaveginum. Hún var næstum því köfnuð miðviku- daginn fyrir páska við að reyna kom- ast inn til sín og var flutt í skyndingu á spítala þar sem kom í ljós að hún var komin með marga blóðtappa í lungun vegna kyrrsetu. Að mati lækna getur hún ekki búið lengur við þessar aðstæður. Að mati lækna á hún ágæta lífs- möguleika við réttar aðstæður. Að mati lækna er hún of hress til að liggja á sjúkrastofnunum. Eftir umfjöllun borgaryfirvalda er hún núna á þessum fræga bráðaúr- lausnabiðlista þínum og má hugsan- lega bíða á þeim lista í 1-2 ár. Hún er 78 ára gömul. Móðir mín er stolt kona sem hefur ávallt séð sér farborða og ætlar ekki á ævikvöldi sínu að leggjast uppá börn og ættingja eins og hver annar ómagi. Hún telur sig eiga sinn rétt. Hvert viltu að ég fari með móður mína? BIRGIR GUNNLAUGSSON, Leiðhömrum 17, Reykjavík. Bráðaúrlausn eða kosningabragð? Frá Birgi Gunnlaugssyni: Opið bréf til Helga Hjörvars SAMNINGUR „Elles“ rann út á „miggudaginn“ sagði einn íþrótta- fréttamaður Norðurljósa að kvöldi 28. apríl sl þegar hann ræddi um samn- ingamál Ellerts nokkurs. Um- ræddur íþrótta- fréttamaður hefur alla tíð verið ótrú- lega spar á sam- hljóða og kann illa að bera fram mörg algeng orð. Ein ráðlegging til vaktstjóra: Látið hann aldrei lesa texta þar sem dagaheitið „miðvikudagur“ kemur fyrir því þá segir hann ávallt „miggu- dagur“. Einhverntíman störfuðu mál- farsráðunautar á sjónvarpsstöðvun- um en líklega hafa Norðurljósamenn lagt slíkt af vegna sparnaðar. Við- komandi íþróttafréttamaður getur lagað málheltið með því að þjálfa sig í „ts“- og „st“-hljóðum, t.d. með því að segja þátiðina af sögninni að „festa“ í myndinni „það hafði festst“. Vonum við þá að hann hætti að segja „knass- spyrra“ og geti farið að segja „knatt- spyrna“. Hef ég stundum velt því fyr- ir mér hvort tungan sé óvenjustutt í munnholi mannsins. Ekki langar mig þó að kanna það neitt sérstaklega. Og það er jafnvel verra í beinum út- sendingum á Formúlu 1 íþrótta- keppninni. Þar situr umsjónarmaður og býr til nýja merkingu gamalla orða. Mál- farsráðunautur RÚV horfir greini- lega ekki á útsendingarnar frá Form- úlu 1 því villur í orðnotkun eru í annarri til þriðju hverri setningu um- sjónarmanna. Til að hægt sé að hlusta á íslenskt mál í Formúlu verða um- sjónarmenn að hætta að segja „Að taka sinn hraðasta hring“. Þetta er ekki til í íslensku nema í merkingunni að taka einhvern hringlaga hlut (t.d. upp). Betra er að segja eins og gert hefur verið alla tíð: „Ökumaðurinn var að nú ljúka sínum hraðasta hring.“ Annað dæmið um þetta er eft- irfarandi: „Montoya tók hraðasta hring í tímatökum.“ Betra væri að segja: „Montoya náði bestum tíma í tímatökum.“ Þriðja dæmið um þetta er: „Enn einu sinni hefur Michael tek- ið fyrsta sætið í þessari keppni.“ „Að taka sæti“ merkir að taka stól eða sæti af stól (í hendur sér) t.d. frá ein- hverjum. Segið frekar: „Enn einu sinni hefur Michael unnið fyrsta sæt- ið í þessari keppni.“ Íslendingar þekkja það að vinna sæti en ekki að taka sæti þegar talað er um að vinna sigur. Fjórða dæmið um þetta má nefna: „Michael hefur nú tekið 44 sigra.“ Þetta er sami bastarðurinn í málnotk- un. Segið eins og allir Íslendingar hafa sagt í áratugi: „Michael hefur nú unnið 44 sigra.“ Fimmta dæmið verður að fylgja með: „Báðir Arrows-bílarnir eru að taka stig“ eða „Báðir Arrows-bílarnir eru að koma inn á stigum“. Þetta er sami bastarðurinn enn og aftur. Um- sjónarmenn eiga að segja: „Báðir Arrows-bílarnir náðu stigum“ eða „Báðir Arrows-bílarnir luku keppni í stigasæti“ eða „Báðir Arrows-bílarnir fengu stig í keppninni“. Önnur hvimleið villa heyrist einnig í beinum útsendingum frá Formúlu 1. Oft er sagt: „Michael er á 34 stigum“ og er þetta er gjarnan sagt þegar stigatafla ökumanna kemur upp. Auð- vitað á að segja „Michael hefur fengið (hlotið) 34 stig“. Það er best að hnykkja eilítið á vanga stjórnmálamanna í lokin. Þeg- ar áform eru metin, t.d. með umhverf- ismati tala þeir gjarnan um „möt“ þ.e. í fleirtölu. Þetta orð er ekki til í fleir- tölu enda dugar eintölumyndin í öll- um tilfellum. Steingrímur J. Sigfús- son sagði eitt sinn: „...það eru mörg umhverfismöt sem sýna fram á...“; sami maður sagði í sama viðtali: „...niðurstaða margra mata bendir til þess að...“. Steingrímur hefði betur sagt: „...í mörgum tilfellum hefur um- hverfismat sýnt fram á...“ og „...nið- urstaða mats hefur í mörgum tilfell- um bent til þess að...“. Íslendingar eru reyndar fleirtölu- sjúkir og hafa gleymt hvernig á að nota orð í eintölu. Notkun orða í ein- tölu er fallegri, yfirvegaðri og stað- fastari. Sá sem kann að tala í eintölu um fleirtölutengd málefni hefur náð föstum tökum á íslenskunni. Að lokum vil ég benda fólki á það að sá maður sem kann best að tala ís- lensku er Tryggvi Gíslason skóla- meistari Menntaskólanns á Akureyri. Takið eftir því – þá sjaldan að hann er kallaður í fjölmiðla – að hann getur talað um hvað sem er og haldið áhorf- endum hugföngnum á meðan. Málfar hans og tungutak hans rennur þýð- lega og án áreynslu og væri það sönn ánægja ef fjölmiðlar legðu sig eftir því að ná oftar tali af þessum mikla ís- lenskumanni. SIGURÐUR JÓNSSON, áhugamaður um fagurt mál, Álftarima 9, Selfossi. Um íslenskukunnáttu íþróttafréttamanna Frá Sigurði Jónssyni: Sigurður Jónsson Ný sending af drögtum Símar: 515 1735 og 515 1736 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. fer fram í Ármúlaskóla ALLA DAGA kl. 10 - 22. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.