Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 7. maí mun Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, flytja fyrirlestur um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu 2002-2004. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu L101 á Sólborg og hefst kl. 12.15. Hægt verður að kaupa samlokur og kaffi eða gos á vægu verði á staðnum. Allir velkomnir. Hádegisfyrirlestur á Sólborg AKUREYRARBÆR stóð fyrir lok- aðri samkeppni um íþróttahús og við- byggingu við Síðuskóla og bárust þrjár tillögur í samkeppnina. Sérstök matsnefnd sem fór yfir tillögurnar valdi tillögu frá Arkitekta- og verk- fræðistofu Hauks ehf. en höfundar eru arkitektarnir Fanney Hauksdótt- ir, Anna Margrét Hauksdóttir og Friðrik Ó. Friðriksson og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf. Stjórn Fasteigna Ak- ureyrarbæjar hefur samþykkt að til- lagan verði valin til frekari úrvinnslu framkvæmdarinnar. Í greinargerð höfunda kemur fram að meginhugmynd þeirra sé að skapa heildstæða skólaeiningu, sem taki mið af eldri byggingum og bæti á sem flestan hátt, bæði innan og utandyra. Stækkun Síðuskóla hefur verið valinn staður norðan við núverandi skóla- byggingar. Við stjórnunarálmu er gert ráð fyrir veglegum aðalinngangi sem er sameiginlegur fyrir fjölnota- sal, íþróttasal og stjórnun. Megin- markmið höfunda í innri tengslum er að aðalinngangur tengi allar aðskild- ar rekstrareiningar skólans og færa miðju núverandi skóla að nýju mið- rými, sem liggur inn af aðalinngangi. Með bættum tengigöngum milli 2. og 4. áfanga er boðið upp á innri hring- umferð, þannig að gönguleiðirnar styttist og aðkoma geti verið úr öllum áttum að sal. Í umsögn matsnefndar um tillög- una segir m.a. að höfundar staðsetji viðbyggingar norðan núverandi skólahúss og leggi þannig áherslu á tengsl fjölnotasalar og nýs inngangs við stjórnunarálmuna. Nýr inngang- ur verði því óhjákvæmilega nokkuð afsíðis og falinn miðað við aðkomu frá Bugðusíðu. Torg og rýmismyndun með litríkri og ávalri viðbyggingu dragi þó verulega úr þessum ann- marka og skapi líflegt „innangangs- kennileiti“. Ennfremur segir í umsögn mats- nefndar að innra skipulag sé vel leyst og að aðkoma að búningsklefum og íþróttahúsi verði með þeim hætti að utanaðkomandi notendur íþrótta- hússins þurfi ekki að blandast saman við innanhússumferð í skólanum sem er kostur. Ímynd og yfirbragð þess- arar tillögu einkennist af því að end- urtaka í íþróttahúsinu form og áferð- ir frá fyrri áföngum og flétta síðan saman við það nýjum og ávölum og litríkum formum sem andstæðum við formfestu eldri bygginga. Samspil hins gamla og hins nýja verður þann- ig lifandi og kraftmikið og í góðu jafn- vægi, segir einnig í umsögn mats- nefndar. Bæjarstjórn Akureyrar á enn eftir að fjalla um niðurstöðu matsnefndar og ákveða framhald málsins. Gert er ráð fyrir að íþróttasalurinn verði með löglegum handboltavelli. Samkeppni um íþróttahús og viðbyggingu við Síðuskóla Útlitsteikning af íþróttahúsi og viðbyggingu Síðuskóla. Tillaga Arkitekta- og verk- fræðistofu Hauks valin FORSETI Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson og Dorrit Moussaieff heitkona hans, heimsóttu Akur- eyri um helgina. Þau heiðruðu gesti á lokahófi Hængsmótsins í Íþróttahöllinni með nærveru sinni á laugardagskvöld og brugðu sér á skíði í Hlíðarfjalli í ágætis veðri á sunnudag. Yfir 400 manns mættu á lokahóf Hængsmótsins en þar fór m.a. fram verðlaunaafhending fyrir ár- angur á mótinu. Hængsmótið er opið íþróttamót fyrir fatlaða og var nú haldið í 20. sinn. Yfir 300 keppendur víðs vegar af landinu mættu til leiks, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Keppt var í boccia, bogfimi, borðtennis og lyftingum. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff í Hlíðarfjalli. Forseti Íslands í heimsókn á Akureyri GUÐBERGUR Egill Eyjólfsson, bóndi í Hléskógum í Grýtubakka- hreppi, var endurkjörinn formaður Búkollu, samtaka áhugamana um ís- lensku kúna, á aðalfundi samtakanna nú nýlega. Guðbergur sagði að til- gangur félagsins væri að koma í veg fyrir innflutning á erlendum erfða- efnum og því væri mjög ánægjulegt að Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra skuli hafa hafnað innflutningi á erfðaefnum úr norskum kúm. „Við munum halda vöku okkar áfram, ef NRFÍ (Nautgriparæktar- félag Íslands) ætlar að kæra úrskurð Guðna.. Einnig ætlum við að ýta á eft- ir frumvarpi sem Drífa Hjartardóttir fer fyrir og er að hluta til runnið und- an okkar rifjum, um enduskoðun á lögum um innflutning dýra.“ Guðbergur sagði að helsti galli ræktunarstarfsins væri sá að íslenski kúastofninn væri svo lítill. Því hefði það mikil áhrif þótt aðeins um 60 bændur færu að flytja inn erfðaefni. Guðbergur sagði að norsku kýrnar mjólkuðu einhverjum þúsundum lítr- um meira á ári en að þær hafi staðið í stað í nyt undanfarin tíu ár. Frá 1995 hafi meðalnyt í íslensku kúnni aukist úr 4.500 lítrum í tæplega 5.000 lítra. „Þannig að við náum þeim norsku í nyt innan 5–10 ára. Á síðustu tveimur árum hefur nytin hjá mér aukist um 500 kg og kýrnar mínar eiga mikið inni. Bændur eiga að líta í eigin barm en ekki að skammast í kúnum sínum ef þær gera ekki það sem þeir vilja.“ Guðbergur sagði að Landssam- band kúabænda hafi selt sinn hlut í nautastöðinni í Hrísey, til félags sem stefnir að því að flytja inn holdanaut. „Það er eitthvað sem við þurfum líka að skoða, því slíkum innflutningi fylgir sjúkdómahætta. Þannig að það er áfram þörf fyrir samtökin en von- andi verður ekki jafnmikið að gera og hingað til, því bústörfin hafa oft á tíð- um þurft að sitja á hakanum. Og ég tók að mér formennsku áfram, þar sem ég trúi því að ég þurfi ekki að hamast jafnmikið og áður,“ sagði Guðbergur. Aðalfundur Búkollu, samtaka áhugamanna um íslensku kúna Félagið ætlar að halda baráttu sinni áfram VORTÓNLEIKAR söngdeildar Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir í Laugarborg þriðjudaginn 7. maí næstkomandi og verða þeir í tvennu lagi. Þeir fyrri hefjast kl. 18.00 og koma þar fram nemendur á grunnstigi, en á þeim seinni nemend- ur á mið- og framhaldsstigi og hefj- ast þeir kl. 20.30. Fjölbreytt dag- skrá, aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Söngur í Laugarborg álíka samkomum,“ sagði Hrönn. Stúlkurnar áttu lagið í fórum sínum og voru að vinna með það í stúdíóinu Hljóðvaka á Akureyri. Friðrik Ómar Hjörleifsson heyrði lagið og hvatti þær eindregið til að senda það inn í keppnina og þær létu slag standa. Báðar voru afar hrifnar að dægurlagakeppn- inni og fannst mikið í hana lagt, umgjörðin öll eins og best verður á kosið og húsið stappfullt af kátum áheyrendum. „Það var eitt lag þarna, svo- lítið „Geirmundarlegt“ og við vorum vissar um að það myndi vinna,“ sagði Svava, en annað kom á daginn. Stúlkurnar hlutu auk peningaverð- launa tíma í upptökuveri og ætla að nýta hann vel. Enda eiga þær mikið efni sem nú er tímabært að útsetja. „Við erum rétt að byrja,“ sögðu þær. „VIÐ vorum eiginlega hálfgáttaðar á þessu öllu saman,“ sögðu frænkurnar Hrönn Sigurð- ardóttir og Svava Hrund Friðriksdóttir en þær gerðu sér lítið fyrir og unnu Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks sem fram fór síðastliðið föstudagskvöld. Alls bárust 56 lög í keppnina, 10 komust í úrslit og voru flutt í keppninni og hafn- aði lag þeirra Hrannar, Svövu og Einars Mána Friðrikssonar, „Í nótt“, í fyrsta sæti. Frænkurnar ólust upp í Ljósavatnsskarði, en fluttu til Akureyrar 16 ára gamlar og hafa búið þar síðan. Hrönn er verslunarstjóri í skóbúð Steinars Waage á Glerártorgi en Svava starfar sem sjúkraliði á Dvalarheimilinu Hlíð. „Við höfum samið tónlist saman í mörg ár og víða komið fram, t.d. í brúðkaupum, afmælum og Þingeyskar frænkur sigruðu í dægurlagakeppni Vorum eiginlega hálfgáttaðar á þessu Morgunblaðið/Kristján Frænkurnar Hrönn Sigurðardóttir t.v. og Svava Hrund Friðriksdóttir. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra flytur erindi í Háskólanum á Akureyri þriðjudaginn 7. maí kl. 12.15. Það fjallar um formennsku Ís- lands í Norðurskautsráðinu 2002– 2004. Erindið verður flutt í stofu L201á Sólborg. Ísland tekur við formennsku í norðurskautsráðinu haustið 2002 og gegnir henni í tvö ár. Norðurskauts- ráðið er samráðs og samvinnuvett- vangur ríkja um stefnumörkun á sviði sjálfbærrar þróunar á norður- slóðum. Aðildarríki ráðsins eru átta, Norðurlöndin fimm, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Í erindi sínu mun utanríkisráðherra m.a. gera grein fyrir starfsemi ráðsins og fjalla um hugmyndir sínar um þróun þess á formennskutíma Íslands. Ræðir um Norður- skautsráðið EITT tilboð barst í fasteignir á lóð- unum Þórsstíg 2 og 4 á Akureyri, sem Byggðastofnun og Akureyrar- bær auglýstu til sölu nýlega og tvö tilboð bárust í Þórsstíg 2. Um er að ræða um 3.800 fermetra iðnaðar- og skrifstofuhús við Þórsstíg 4 og rúm- lega 400 fermetra iðnaðarhús við Þórsstíg 2. Ako-Plastos rak starfsemi að Þórsstíg 4 en eins og fram hefur komið var öllu starfsfólki fyrirtæk- isins á Akureyri, alls 27 manns, sagt upp störfum fyrr á árinu, í kjölfar ákvörðunar um að flytja starfsemina suður til Reykjavíkur. Akureyrar- bær og Byggðastofnun eignuðust Þórsstíg 4 á uppboði í otkóber á síð- asta ári. Að sögn Guðríðar Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akur- eyrarbæjar verður farið yfir þau til- boð sem bárust í húseignirnar áður en ákvörðun verður tekin um fram- haldið. Eitt tilboð í báðar eignirnar Fasteignir við Þórsstíg ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.