Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 25 um það hverjir hefðu til þess sögu- legan rétt. Fundirnir eru haldnir í borginni Charlottesville í Virginíu en um 800 manns eru í samtökunum. The New York Times hefur eftir MONTICELLO-SAMTÖKIN, félag niðja þriðja forseta Bandaríkjanna, Thomas Jeffersons, ákváðu á sunnu- dag að taka ekki inn í samtökin af- komendur ambáttarinnar Sally Hemings en lengi hefur verið talið að hún hafi átt barn eða jafnvel börn með forsetanum. Samtökin fóru að ráðum sérfræðinganefndar sem kannað hefur málið. Niðurstaða hennar var að ekki væru nægilega traustar vísbendingar „til að hægt sé að staðfesta að Hemings-fjölskyldan sé meðal afkomenda Jeffersons“. Grunsemdir um að forsetinn hafi eignast barn með Sally hafa verið á kreiki frá því snemma á 19. öld en hann gegndi forsetaembættinu 1801–1809. Rannsóknir á DNA- erfðaefni árið 1998 gáfu til kynna að karlmaður úr fjölskyldu Jeffersons hefði verið faðir Estons, sonar Hem- ings. Einn úr röðum hinna óum- deildu afkomenda, John Works yngri, stóð fyrir annarri rannsókn og varð niðurstaða hennar að yngri bróðir forsetans, Randolph Jeffer- son, hefði ef til vill verið faðir Estons. Árið 1999 fóru sumir afkomendur Hemings að sækja fundi Monticello- samtakanna og hófust þá deilurnar Nathaniel Ableles, nýjum forseta samtakanna, að Hemings-ættin myndi fá inngöngu ef fullkomnari DNA-rannsóknir einhvern tíma í framtíðinni gerðu kleift að staðfesta tengslin við forsetann. Félagar í Monticello-samtökunum, sem stofn- uð voru 1913, eru jarðsettir í sérstök- um grafreit forsetans. Málið er afar viðkvæmt í Bandaríkjunum vegna þess að sumir halda því fram að kyn- þáttafordómar ráði gerðum liðs- manna samtakanna. Martha, eiginkona Jeffersons, var hálfsystir Sally Hemings sem var mun yngri. Martha lést fyrir aldur fram árið 1782 eftir tíu ára hjóna- band. Sagt er að forsetinn hafi heitið Mörthu á dánarbeði hennar að eiga ekki aðra konu. Sumir af afkomendum Hemings telja sig vera úr röðum hvítra Bandaríkjamanna, aðrir úr röðum blökkumanna. En Shay Banks- Young, einn af afkomendum Hem- ings, ypptir öxlum yfir ákvörðun fundarins á sunnudag. „Þetta særir okkur ekki. Þótt við séum ekki í sam- tökunum erum við eftir sem áður hluti fjölskyldunnar.“ Hún lýsti hins vegar óánægju sinni með að afkom- endum Hemings væri meinað um legstað í grafreit forsetans, líkti þeirri ákvörðun við aðskilnað kyn- þáttanna sem lengi var regla í suður- hluta Bandaríkjanna. Niðjar Hemings úti í kuldanum Charlottesville. AP. Afkomendur Jeffersons forseta vilja ekki kannast við ambáttarættina AP Félagar í niðjafélagi Thomas Jeffersons, Bandaríkjaforseta fyrir 200 árum, við Monticello, bústað forsetans í Virginíu. ÓTTAST er, að meira en 200 manns hafi farist er ferju hvolfdi á Meghna-fljóti í Bangladesh sl. föstudag. Var það haft eftir embættismönn- um í gær en þeir telja, að nokk- uð á fimmta hundrað manna hafi verið um borð þótt skipið hafi aðeins mátt flytja um 200 manns. Ferjur, um 3.000 tals- ins, eru eitt helsta samgöngu- tækið í Bangladesh en slys af völdum ofhleðslu og vankunn- áttu skipstjórnarmanna eru mjög tíð. Frá 1977 og til loka síðasta árs týndi 2.221 maður lífi í 249 ferjuslysum í landinu. Eftirlit með norskum skipum STJÓRNVÖLD í Bandaríkj- unum hafa farið fram á það við norsk yfirvöld, að bandaríski sjóherinn fái að fara um borð í norsk skip í Indlandshafi og undan Arabíuskaga leiki grun- ur á að hryðjuverkamenn hafi notað sér þau með einhverjum hætti. Kemur það fram í Aften- posten, sem segir, að þessi málaleitan hafi þó ekki verið gerð opinber. Telur blaðið lík- legt, að öðrum ríkjum hafi ver- ið sent svipað erindi. Sagt er, að norska stjórnin sé fús að ræða þetta mál við Bandaríkja- stjórn og eigendur skipanna. Haider í Írak JÖRG Haider, leiðtogi Frels- isflokksins, hægriöfgamanna í Austurríki, fór í sína aðra ferð til Íraks um síðustu helgi. Hefur sam- band Haiders og Frelsis- flokksins, sem situr í stjórn ásamt Íhalds- flokknum, við Saddam Huss- ein Íraksfor- seta verið harðlega gagnrýnt, innanlands sem utan. Verkföll í Þýskalandi FYRSTA verkfall IG Metalls, stærsta verkalýðssambands Þýskalands, í sjö ár hófst í gær er 30.000 manns lögðu niður vinnu í einn dag. Hefur sam- bandið boðað til nokkurra dagsverkfalla hjá völdum fyr- irtækjum þar til „viðunandi lausn“ finnst á launadeilu þess og vinnuveitenda. Óttast er, að verkföllin geti tafið fyrir aukn- um hagvexti í Þýskalandi. Mikið mann- fall í Nepal TALSMENN stjórnarhersins í Nepal sögðu í gær, að hundr- uð skæruliða maóistahreyfing- ar í landinu hefðu fallið í mikl- um árásum á búðir þeirra í fjöllunum. Voru árásirnar gerðar með þyrlum búnum nætursjám. Áður hafði herinn skýrt frá því, að 360 skæru- liðar hefðu fallið í átökum víðs vegar um landið. Mannrétt- indasamtök hafa sakað hvoru- tveggju um afbrot gegn óbreyttum borgurum. STUTT Meira en 200 fórust með ferju Jörg Haider ÞVÍ er haldið fram í nýrri bók um bandarísku alríkislögregluna, FBI, að Mark Felt, fyrrverandi aðstoð- arforstjóri stofnunarinnar, hafi verið hinn svokallaði „Deep Throat“, þ.e. ónafngreindur heim- ildarmaður blaðamanna The Wash- ington Post, Bobs Woodwards og Carls Bernsteins, en rannsóknir þeirra á Watergate-hneykslinu í Bandaríkjunum leiddu til afsagnar Richards Nixons forseta árið 1974. The Washington Times greindi frá því fyrir helgi að í nýrri bók Ronalds Kesslers, sem áður starfaði hjá The Washington Post, væri þessu haldið fram. Bók Kesslers heitir The Bureau, The Secret History of the FBI og kemur hún út á næstu dögum. Getgátur um hver „Deep Throat“ var hafa lengi sett svip á banda- ríska stjórnmálaumræðu. Hafa þeir Woodward og Bernstein sagt, að þeir muni ekkert um það segja fyrr en að honum látnum. Margir þeirra, sem nefndir hafa verið til sögunnar, eru látnir en Felt er á lífi og kemur því til greina ef eitthvað er að marka yfirlýsingu Woodwards og Bernsteins. Heilsa hans mun þó ekki vera góð. Felt var á sínum tíma þriðji valdamesti maðurinn hjá FBI. Þeg- ar Watergate-málið kom upp hafði hann nýlega verið sniðgenginn við ráðningu nýs forstjóra. Segja sum- ir, að Nixon forseti, sem sagði af sér 1974, hafi verið sannfærður um að Felt væri „Deep Throat“. „Deep Throat“ af- hjúpaður? FLUGFÉLAGIÐ SAS íhugar að taka upp snjallkort, sem geyma fingraför farþega, til að bera kennsl á þá við innritun, að sögn norska dagblaðsins Aftenposten í gær. Þessi aðferð byggist á því að fingraförin eru lesin af snjallkortun- um með kortalesara. Farþeginn þrýstir síðan fingri á plötu á innrit- unartæki og fingraförin eru borin saman við gögnin á kortinu. Flugfélagið hefur á prjónunum að reyna þessa nýju tækni fyrst í höf- uðstöðvum sínum og síðan á hópi far- þega á einum af stærstu flugvöllum Norðurlanda. Innritun með fingraförum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.