Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 17 BÓKASAFNI Reykjanesbæjar voru færð tvö listaverk eftir Er- ling Jónsson á Laxness-hátíð sem safnið stóð fyrir í Kirkjulundi í síðustu viku í samstarfi við Kefla- víkurkirkju, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og menningarfull- trúa Reykjanesbæjar. Stuðnings- hópur að Listasafni Erlings Jóns- sonar færði safninu listaverkið „Laxness-fjöðrin“ til heiðurs og í virðingu við Halldór Laxness á aldarafmælinu og listamaðurinn sjálfur gaf bókasafninu lágmynd af skáldinu úr eir, en fyrir átti safnið sams konar gifsmynd. Erlingur Jónsson var mikill vin- ur og aðdáandi Halldórs Laxness og konu hans Auðar. Allmörg verka hans hafa orðið til vegna áhrifa frá skáldverkum Halldórs og voru þau til sýnis á Laxness- hátíðinni. Sýningin var færð á Bókasafn Reykjanesbæjar og lýk- ur þar á morgun. Það var Birgir Guðnason, for- svarsmaður stuðningshópsins sem afhenti bókasafninu Laxness- fjöðrina, en verkið verður steypt í brons á stöpli úr Bohus-graníti og steyptum sökkli. Leitað hefur ver- ið til fyrirtækja og félaga á Suð- urnesjum um fjárframlög, en verkið verður um fjórir metrar á hæð. Stefnt er að því að verkið verði afhjúpað á menningarhátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt, í byrj- un september en endaleg stað- setning hefur enn ekki verið ákveðin. Þeim, sem þekkja til Erlings, finnst hrein unun að hlusta á hann og sú var einnig raunin á Lax- ness-hátíðinni. Hann fór með heilu kaflana utanbókar úr verkum skáldsins um leið og hann kynnti verk sín sem orðið hafa til vegna áhrifa frá bæði verkum og per- sónu Halldórs Laxness. Þau verk sem bókasafinu voru afhent tengj- ast meira persónu Laxness en verkunum en í samtali við blaða- mann sagði Erlingur þetta um Laxness-fjöðrina. „Ég var einu sinni á ferðalagi fyrir austan, hjá Berufirði og þar, en ég var í sveit þarna í æsku. Ég stoppaði bílinn og horfði yfir fjöðrinn og sé ég þá örn koma fljúgandi, svo tign- arlegan. Hann átti staðinn. Ég hugsaði með mér, þarna er Lax- ness kominn. Svo fór ég niður í fjöru að vaða og fann arnarfjöður. Sú fjöður er fyrirmyndin að þess- ari.“ Lágmyndin sem Erlingur færði safninu sýnir vinstri vanga skálds- ins, íbygginn á svip. Um það verk sagði Erlingur: „Halldór var svo góður hlustandi. Það eru ekki margir sem kunna að hlusta en það kunni Halldór svo sannarlega. Bókasafnið fær að gjöf tvö listaverk eftir Erling Jónsson Morgunblaðið/Svanhildur Erlingur Jónsson færir Huldu Björk Þorkelsdóttur, forstöðumanni Bókasafns Reykjanesbæjar, lágmyndina af Halldóri Laxness. „Halldór var svo góður hlustandi“ Reykjanesbær STEFÁN Thordersen, forstöðu- maður öryggissviðs Flugmála- stjórnar á Keflavíkurflugvelli, hef- ur fengið viðurkenningu Evrópu- sambands flugmálastjórna sem skoðunarmaður til að taka út ör- yggi á flugvöllum í Evrópu. Hann fékk viðurkenningarskjal sitt af- hent við athöfn síðastliðinn föstu- dag. Við sama tækifæri var Arn- grími Guðmundssyni, yfireftirlits- manni með flugvernd hjá Flug- málastjórn á Keflavíkurflugvelli, afhent viðurkenning vegna nám- skeiðs sem hann sótti í flugvernd og flugöryggi í skóla IATA í Flór- ída. Stefán fór á námskeið í örygg- isþjálfunarstofnun í Brussel og lauk þaðan prófum. Hann segir að markmiðið með þessari þjálfun sé að samræma flugverndaraðgerðir á flugvöllum í Evrópu, þannig að aðrir flugvellir geti treyst þeim ör- yggisráðstöfunum sem gerðar eru á flugvellinum sem farþegar og farangur koma frá innan Evrópu. Stefán segir að þjálfunin og við- urkenningin muni nýtast í starfi sínu á Keflavíkurflugvelli við að koma auga á það sem þar megi betur fara og eins sé þetta framlag Íslendinga til samræmingar á ör- yggismálum flugvalla. Hann verð- ur sendur á aðra flugvelli til að at- huga hvort hægt sé að bæta öryggismál þar. Stefán er aðeins annar Norður- landabúinn sem fær þessa evr- ópsku viðurkenningu. Viðurkenndur skoðun- armaður öryggismála Keflavíkurflugvöllur Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Frá afhendingu á flugverndarviðurkenningu á Keflavíkurflugvelli, f.v.: Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri, Stefán Thordersen, Arngrímur Guðmundsson og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Grinda- víkur sem býður fram D-listann í komandi sveitarstjórnarkosningum hefur opnað kosningaskrifstofu á Víkurbraut 32. Skrifstofan er opin virka daga kl. 16 til 22, laugardaga kl. 11 til 16 og sunnudaga kl. 13 til 16. D-listi opnar skrifstofu Grindavík LISTMÁLARARNIR Júlíus Sam- úelsson og Hjördís Árnadóttir eru með málverkasýningu í Framsóknar- húsinu í Reykjanesbæ, í Hafnargötu 62 í Keflavík, þessa vikuna. Sýning- unni lýkur sunnudaginn 12. maí. Sýna hjá Framsókn Reykjanesbær FÉLAG ungra framsóknarmanna í Reykjanesbæ stendur fyrir opnum fundi um kynheilbrigði í Framsókn- arhúsinu, Hafnargötu 62 í Keflavík, á morgun, miðvikudag, kl. 20. Gestur fundarins verður Einar Skúlason formaður Sambands ungra framsóknarmanna (SUF). Tilgangur- inn er að vekja athygli á stærsta heil- brigðisvandamáli ungs fólks á Íslandi, þ.e. þeim málum sem tengjast kynlífi og kynheilbrigði í breiðum skilningi. Fundur um kynheilbrigði Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ PÁLL Árnason frá Skákfélagi Reykjanesbæjar var kosinn fyrsti formaður Tómstundabandalags Reykjanesbæjar á stofnfundi banda- lagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Ritari er Emil Víðisson frá Smá- bílaklúbbi Íslands og Magnús Krist- insson frá Flugmódelfélagi Suður- nesja er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Magnússon frá Pílufélagi Reykjanesbæjar og Gestur Frið- jónsson frá Félagi harmónikkuunn- enda á Suðurnesjum. Skoðunar- menn reikninga voru kosnir Þórólfur Þorsteinsson frá Félagi harmón- ikkuunnenda og Stefán Bjarkason íþrótta- og tómstundafulltrúi. Kosinn formað- ur Tómstunda- bandalags Reykjanesbær ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.