Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 30
LISTIR
30 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NICOLE Vala Cariglia sellóleikari
og Árni Heimir Ingólfsson píanó-
leikari halda í kvöld tónleika í Saln-
um, Tónlistarhúsi Kópavogs sem
hefjast kl. 20. Á efnisskrá eru þrjár
sónötur; Gömbusónatan í D-dúr eft-
ir J. S. Bach, Arpeggione-sónatan í
a-moll eftir Schubert og Sellósón-
ata í d-moll eftir Shostakovich.
Tónleikarnir eru þeir þriðju sem
Nicole Vala og Árni Heimir halda
saman á þremur árum, og segjast
þau ætla að halda samtarfinu
áfram. Þau eru bæði búsett í Bost-
on í Bandaríkjunum þar sem Nicole
Vala hefur verið að spila með Fíl-
harmóníusveitinni og í fleiri verk-
efnum að loknu sínu námi við New
England Conservatory of Music, en
Árni Heimir er um þessar mundir
að ljúka doktorsnámi í tónvísindum
við Harvard-háskóla.
Nokkurra tónlistarsögulegra
áhrifa gætir í efnisvali tónleikanna,
en verkin spanna ríflega 300 ára
sögu sellósins og forvera þess,
gömbunnar, sem var alþekkt hljóð-
færi á barrokktímanum og arpegg-
iones, sem átti sér stutta sögu á
fyrstu áratugum 19. aldarinnar.
Bæði verkin leikur Nicole Vala þó á
nútímaselló, sem og hina drama-
tísku sónötu Shostakovich frá 1934.
„Í síðustu tónleikum fluttum við
eingöngu tuttugustu aldar tónlist,
en vildum gjarnan koma fram með
fjölbreyttari dagskrá, og vinna út
frá dálítið óvenjulegu þema. Þann-
ig byrjum við á Bach-sónötunni
sem er með elstu verkum sem selló-
leikarar geta spilað. En verkið er í
raun hvorki samið fyrir selló eða
píanó, heldur fyrir gömbu og semb-
al. Þannig erum við bæði að svindla
dálítið og því nokkuð flókið mál að
flytja verkin á réttan hátt á
Steinway-flygil og nútímaselló.
Þessi tónlist kallar t.d. á talsvert
hlutlausari túlkun en hljóðfærin
bjóða upp á. Mér finnst Nicole gera
þetta ótrúlega vel, því hún lætur
sellóið í raun hljóma eins og það sé
gamba,“ segir Árni Heimir.
Næsta verk á efnisskrá tón-
leikanna er verk eftir Schubert
samið fyrir arpeggione, hljóðfæri
sem komst í tísku í Vínarborg í
kringum 1820. „Hjóðfærði lifði í
raun mjög stutt, var nokkurs konar
amatörhljóðfæri, með sex strengj-
um og afmörkuðum böndum, og
var mjög auðvelt að spila á það alls
kyns flókna hluti. Verkið sem við
spilum á tónleikunum er það eina
sem lifað hefur af því sem samið
var fyrir arpeggione enda alveg
sérstaklega fallegt verk. Það verð-
ur hins vegar talsvert flóknara
þegar maður reynir að spila það á
selló,“ segir Nicole Vala og hlær.
„Það má kannski segja að við
séum að ögra okkar takmörkum í
þessu efnisvali, og reyna þar á
ákveðna hluti. Í síðasta verkinu á
efnisskránni, Shostakovich-
sónötunni getum við hins vegar
sleppt alveg fram af okkur beislinu
og gert það sem ekki má í hinum
verkunum. Þetta er ákaflega til-
finningaþrungið verk og uppfullt
af andstæðum þar sem greina má
öll þau einkenni sem Shostakovich
þróaði síðar á sínum ferli. Verkið
spannar mjög breitt tilfinningalegt
litróf, allt frá lýrík, dramatík,
trega og hæðni,“ segir Árni Heimir
að lokum.
„Reynum
á eigin
takmörk“
Morgunblaðið/RAX
Árni Heimir Ingólfsson og Nicole Vala Cariglia leika sónötur eftir Bach,
Schubert og Shostakovich á tónleikum í Salnum í kvöld.
EINLEIKSVERK fyrir selló voru
fremur fágæt framan af og var Bach í
raun eini stóri tónsnillingurinn sem
samdi slík verk. Það var svo ekki fyrr
en Casals endurvakti sellósvíturnar,
að tónskáld fóru að keppast við að
semja einleiksverk fyrir selló. Erling
Blöndal Bengtsson hefur leikið allar
sellósvíturnar eftir Bach, á tónleikum
hérlendis en hann er talinn einn besti
Bach-túlkandi á okkar tímum og í
hópi færustu sellóleikara heimsins.
Það er því stór stund að njóta heim-
sóknar hans og á Tíbrár-tónleikum í
Salnum s.l. sunnudagskvöld lék hann
verk eftir Hindemith, Sibelius, J.S.
Bach og Kodály.
Fyrsta verk tónleikanna var sónata
op.25 nr.3 eftir Hindemith. Verkið er í
fimm þáttum, sem eru fremur stuttir
og er verkið samið 1923, þegar hann
er 28 og þá aðallega þekktur sem
fiðluleikari og kammermúsikant.
Annað verk tónleikanna var nýfundið
verk eftir Sibelius, stef með tilbrigð-
um, líklega samið 1889, sem talið er að
Sibelius hafi samið fyrir bróður sinn.
Þriðja svítan í c-dúr BWV 1009 eftir
Bach var síðust fyrir hlé og lokaverk-
ið var svo sónata op.8. eftir Kodály,
stórbrotið og tignarlegt verk.
Öll verkin voru einstaklega glæsi-
lega flutt og það er í raun stórkostlegt
að sjá Erling Blöndal Bengtsson
leika, því tækni hans er slík. t.d. boga-
tæknin, að það er rétt eins og boginn
snerti ekki strengina og handahreyf-
ingarnar svo áreynslulausar, sem
ekkert sé sjálfsagðara og tónmynd-
unin þar með næsta auðveld. Þá er
næsta lítil fyrirstaða á gripbrettinu og
yfir öllu þessu vakir stórbrotinn túlk-
andi, þar sem tónmálið er ekki aðeins
yfirmáta skýrt í allri útfærslu, heldur
og þrungið merkingu og
sterkum tilfinningum.
Í sónötu Hindemiths
var upphafið átaksmikið,
annar kaflinn hraður, sá
þriðji hægur og dimm-
hljómandi, fjórði ein-
staklega léttur með
glitrandi „stakkato“,
sem var einstaklega
glæsilega útfært og loka-
kaflinn, sem var í raun
það stóra í verkinu,
hraður og tilkomumikill.
Stef og tilbrigði eftir
Sibelius voru fallega
mótuð og í tilbrigðunum
mátti heyra að Sibelius
kunni margt varðandi
útfærslu strengjaleiks, enda var hann
sjálfur afburða fiðlari og úfærsla ein-
leikarans var frábærlega mótuð.
Þriðja sellósvítan, í c-dúr, eftir
meistara J.S. Bach, var merkt þeim
glæsibrag sem hefur alla tíð verið að-
all Erlings Blöndals Bengtssonar en
fyrir undirritaðan var sarabandan,
sem er eins konar möndulþáttur svít-
unnar, hægferðug og hljómþrungin
(nema í þeirri fimmtu), einstaklega
fagurlega flutt. Bourrée-þættirnir,
sérstaklega sá seinni, sem var hvísl-
andi fagur, og lokakaflinn, „gikkur-
inn“, voru meistarlega vel fluttir, af
þeirri list sem stendur utan og ofan
við allt sem heitir
tækni, en býr yfir því
sem helst má heyra í
ljóðum málsnillinga,
þar sem rím og kunn-
átta er horfin til vistar í
víðernum fegurðarinn-
ar.
Lokaverk tón-
leikanna var sónata
op.8, eftir Kodály,
glæsiverk sem vitnar
um mikla kunnáttu
tónskáldsins á sviði
sellóleiks og þar fór
meistari Erling Blön-
dal á kostum og var t.d.
túlkun hans á tónmáli
hæga kaflans einstak-
lega glæsileg. Í rauninni er ekki hægt
að lýsa einstökum atriðum. T.d.
hvernig tónskáldið vefur inn í verkið
notkun pizzicato, sem byggist að
nokkru á sérstakri tónstillingu
strengjanna (scordatura). Í lokakafl-
anum, sem er eins konar „rapsodisk
cadenza“, var flutningurinn með ein-
stökum hætti einstaklega leikandi,
eins og ekkert væri sjálfsagðara og
sannar það, hvað er að vera snillingur,
sem lyftir öllu, sem hann snertir á, til
þess glæsileiks, sem er óskilgreinan-
legur og aðeins snertanlegur af þeim
sem hafa verið vígðir fegurðinni.
TÓNLIST
Salurinn
Sellósnillingurinn Erling Blöndal Bengts-
son flutti einleiksverk eftir Hindemith,
Sibelius, J.S. Bach og Kodály. Sunnudag-
urinn 5. maí, 2002.
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Vígður
fegurðinni
Jón Ásgeirsson
Erling Blöndal
Bengtsson
MARGT var um manninn á síð-
ustu sunnudagssíðdegistónleikum
vetrarins í Ými og gólfhæðin nánast
fullsetin áheyrendum. Að frátöldum
Sjö spænsku alþýðusöngvum de
Fallas í lokin var efnisskráin á þýzku,
í tímaröð og öll í þrenndum: þrjú lög
eftir Mozart, þrjú eftir Schubert,
þrjú eftir Mahler og þrjú splunkuný
eftir Pál P. Pálsson sem flutt voru í
fyrsta sinn við þetta tækifæri.
Óhætt er að segja að viðfangsefni
dagsins hafi verið bæði skemmtileg
og fjölbreytt, enda þótt meirihlutinn
einkenndist af ljóðrænt-epískri frá-
sögn. Byrjað var í léttasta enda með
e.t.v. fyrsta sönglagi Mozarts, An die
Freude (ekki við frægt ljóð Schillers
heldur eftir J.P. Uz) sem samið var á
12. aldursári, og tveim lögum frá
þroskaárum hans, Das Lied der
Trennung og Unglückliche Liebe –
„Þegar Lovísa brenndi bréf ótrúa
elskhuga síns“. Schubertlögin voru
einnig vel valin og heyrast ekki of oft,
Im Freien úr Schwanengesang-safn-
inu, Thekla (ljóð Schillers um vofu
dóttur Wallensteins hershöfðingja)
og dramatíska Ossian-tónsetningin
Kolmas Klage við ljóð „fakelorist-
ans“ alræmda en innblásna, James
McPhersons. Síðast fyrir hlé komu
lög Mahlers úr Des Knaben Wunder-
horn, Urlicht, Rheinlegendchen og
Wo die schöne Trompete blasen; ídil-
tær epík sveipuð barnslegum ævin-
týraljóma en með gáskafullum und-
irtóni í miðlaginu, ekki ósvipað og í
íslenzka þjóðlaginu Eitt sinn fór ég
yfir Rín.
Sungið var af innlifun, og kímni
þegar það átti við, og allra sízt stóð á
dramatíkinni á skapþyngri stöðum.
Samt þótti undirrituðum raddbeit-
ingin í heild helzti einhæf – með nán-
ast sama víbrató út í gegn, þrátt fyrir
að örlaði á viðleitni til sléttsöngs í
Theklu. Að ósekju hefði vel mátt
beita honum oftar, því víða blöstu
textatilefnin við, hvað þá
á sumum veikustu nót-
unum. Á hinn bóginn
vantaði hvergi hljóm-
fyllingu, enda virtist
söngkonan leggja hlut-
fallslega mest upp úr
henni, jafnvel þótt yrði
stundum á kostnað
textaskýrleikans. Sam-
fylgd píanóleikarans við
sönginn var nánast full-
komin, nema hvað leikið
var ívið of sterkt í
Kolmu. Annars var und-
irleikurinn viðeigandi
léttur í Mozart, þaul-
kunnugur Schubert-
stílnum og nærri því
orkestrall en samt gegnsær í Mahler.
Páll Pampichler Pálsson, einhver
snjallasta orkestri sem á Íslandi hef-
ur dvalið, hefur oft sýnt bæði ljóðræn
og gamansöm tilþrif í hljómsveitar-
verkum. Í þrem nýjustu sönglögum
sínum, „Erotisches von Wilhelm
Busch“, glóðvolg af pönnunni í Graz,
sýndi hann einnig hvernig skrifa má
sparlega en samt áhrifamikið fyrir
píanó við söng. Text-
arnir voru fengnir frá
fyrrnefndum „föður
teiknimyndaraðarinn-
ar“ sem svo hefur ver-
ið nefndur, því sögur
Busch um prakkara-
strik Max og Moritz
upp úr 1865 urðu fyr-
irmynd „The Katzen-
jammer Kids“ – Binna
og Pinna á frónsku.
Lögin þrjú – Röschen,
Der Geist og Scheu
und treu – geisluðu af
glettnu fjöri og stund-
um svörtum húmor, er
minnt gat í aðra rönd á
annan teiknimynda-
tónsetjara, frumlanda Páls – Heinz
Karl Gruber, höfund Frankenstein!
sem Íslenzka hljómveitin flutti fyrir
um 20 árum. Þau Rannveig Fríða
fóru hér á kostum, og varla furða þar
eð verkið var sérstaklega samið fyrir
söngkonuna og tileinkað henni.
Hin verðugt vinsælu Siete canc-
ionas populares españolas eftir
Manuel De Falla (1876–1946) virðast
ævinlega ætla að halda ferskleika
sínum og óviðjafnanlegri tærri feg-
urð, mótuð eins og þau eru af ást á
þjóðlegri alþýðutónmennt Spánar
með greinilega gítarskotinni píanó-
rödd, jafnvel þótt ekki hafi verið ork-
estruð af höfundi eins og próvensölsk
hliðstæða þeirra, Chants d’Auvergne
eftir Canteloube. Rannveig Fríða fór
víða meistaralega með þessa innilegu
tónlist; að vonum áhrifamest í skap-
stærri lögum eins og Jota og lokalag-
inu Polo sem ólguðu af ástríðu, en
einnig í viðkvæma vöggusöngnum
Nana, þó að maður saknaði þar – og
einkum í hinu seiðandi Asturiana –
sléttari tóns á köflum. Samt virtist
hvað það varðar ríkja heldur meiri
litafjölbreytni en naut í þýzku lög-
unum fyrir hlé, hugsanlega þó að
hluta þökk sé fjölbreytni laganna
sjálfra. Gerrit Schuil lék glerskýrt og
með sópandi spænskum flamenco-til-
þrifum burtséð frá einstaka hálflopp-
inni hendingu þar sem mestrar
snerpu var þörf (e.t.v. eftirstöðvar
fyrri fingurmeiðsla), sem náði þó
hvergi að skyggja á glæsilega heild-
ina. Undirtektir tónleikagesta urðu
eftir því funheitar, og lauk þar með
„matinée“-röð nýliðins vetrar í Ými á
hápunkti við hæfi.
TÓNLIST
Ýmir
Sönglög eftir Mozart, Schubert, Mahler,
Pál Pampichler Pálsson (frumfl.) og de
Falla. Rannveig Fríða Bragadóttir mezzo-
sópran; Gerrit Schuil, píanó. Sunndaginn
5. maí kl. 16.
LJÓÐASÖNGSTÓNLEIKAR
Glettin lýrík, spænskur funi
Ríkarður Ö. Pálsson
Rannveig Fríða
Bragadóttir
KÓR Menntaskólans á Akur-
eyri heldur tónleika í Akur-
eyrarkirkju í dag þriðjudag,
kl. 20.
Á efnisskrá
kórsins eru
íslensk þjóð-
og dægurlög.
Stjórnandi er
Guðmundur
Óli Gunnars-
son sem með-
al annars er
stjórnandi
Sinfóníu-
hljómsveitar
Norðurlands.
Fyrir síðustu jól var gefinn
út geisladiskur með söng
kórsins og verður hann til
sölu við innganginn.
Aðgangseyrir er krónur
1.000 fyrir fullorðna en
ókeypis fyrir skólafólk og
börn.
Tónleikar
Kórs Mennta-
skólans
á Akureyri
Guðmundur
Óli
Gunnarsson
VAKA – Helgafell
hefur sent frá sér í
kiljuformi bókina
Uppgjör við um-
heiminn eftir Val
Ingimundarson.
Bókin kom út
fyrir síðustu jól og
var meðal annars
tilnefnd til Ís-
lensku bók-
mennta-
verðlaunanna. Hér er á ferðinni saga
um einhver mestu átakamál þjóð-
arsögunnar: herstöðina í Keflavík, að-
ildina að NATO og þorskastríð við
Breta þar sem þjóðernishyggja og inn-
anlandsátök mótuðu mjög afstöðu
manna.
„Valur Ingimundarson byggir frá-
sögn sína að miklu leyti á frumheim-
ildum sem ekki hafa áður komið fyrir
almenningssjónir.
Valur Ingimundarson, sem er lektor
í sagnfræði við Háskóla Íslands, hef-
ur um árabil rannsakað innlend og er-
lend skjalasöfn og sendir hér frá sér
nákvæma úttekt á dramatískum tím-
um. Hér birtist loksins sagan bak við
söguna – eftirminnileg lýsing á sögu-
legu uppgjöri við umheiminn,“ segir í
kynningu.
Bókin er 431 blaðsíða.
Kápuhönnun: Ragnar Helgi Ólafs-
son. Prentvinnsla: Nørhaven paper-
back A/S, Danmörku.
Leiðbeinandi verð: 1.799 kr.
Sagnfræði
Valur
Ingimundarson