Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Líkamsrækt á ljúfum nótum NÝTT: Private Spa Body Collection Láttu eftir þér dálítið dekur með árangursríkum snyrtivörum, sem veita líkama þínum það sem hann þarfnast. Hér er um að ræða nýjar og sérlega mildar efnablöndur, sem sameina skynsamlega húðhirðu og líkamsrækt á ljúfum nótum Tækifærið þitt til að kynnast ýmsum vörum frá Estée Lauder á hagstæðu verði. Kynntu þér tilboðin í verslunum Lyfju. Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í Lyfju Laugavegi í dag, þriðjudag, í Lyfju Smáratorgi á miðvikudag og Lyfju Lágmúla föstudag, kl. 13-18. www.esteelauder.com HIN langa barátta Aung San Suu Kyi við herforingjana sem hafa tögl og hagldir í Búrma hefur gert hana að táknmynd lýðræðisbaráttu í heiminum og haldið lífi í vonar- glætunni í heimalandi hennar, þar sem herforingjastjórnir hafa setið að völdum í fjóra áratugi. En Suu Kyi hefur mátt gjalda frægð sína dýru verði. Hún er dóttir Aung San hershöfðingja, stofnanda ríkisins, sem var ráðinn af dögum aðeins fá- einum mánuðum áður en Búrma hlaut sjálfstæði frá Bretum 1948. Í gær tilkynnti herstjórnin, Rík- isfriðar- og þróunarráðið, að Suu Kyi hefði verið leyst úr stofufangelsi sem hún hefur setið í undanfarna 19 mánuði í stórhýsinu í höfuðborginni Rangoon sem hún erfði eftir móður sína og er nú heimili hennar. Þetta var í annað sinn sem Suu Kyi, sem í heimalandi sínu gengur undir nafn- inu „Frúin“, situr þar í stofufang- elsi. Síðast var hún látin laus 1995. En skert ferðafrelsi, sífelldar hót- anir og rógur frá herstjórunum sem sitja að völdum og óttast mest af öllu þann víðtæka stuðning sem Suu Kyi nýtur hafa aðeins hert hana í baráttunni og aukið viljastyrk henn- ar. Og þrumandi þögn hennar þegar herstjórnin tók fyrst upp á því að halda henni í stofufangelsi á heimili hennar, og friðarverðlaun Nóbels, er henni voru veitt 1991, styrktu andstöðu ríkja heims gegn her- stjórninni. Í hlutverki sáttasemjara Suu Kyi fæddist 19. júní 1945 í Rangoon og gekk þar í skóla til 1960 er móðir hennar, Khin Kyi, var gerð að sendiherra á Indlandi. Síðar hóf Suu Kyi nám við Delhí-háskóla. Frá 1964 til 1967 nam hún heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði við Ox- fordháskóla í Bretlandi. Hún giftist Bretanum Michael Aris 1972 og eignuðust þau tvo syni, Alexander og Kim. Suu Kyi kom aftur til Rangoon í apríl 1988. Þar logaði allt í mótmæl- um gegn herstjórunum, sem tóku völdin 1962. Mótmælaaðgerðirnar breiddust fljótlega út um allt landið, og þá tók Suu Kyi að sér hlutverk sáttasemjarans eftir að þúsundir lýðræðissinna féllu í miklu blóðbaði er til átaka kom milli mótmælenda og stjórnarinnar. Mótmælin voru brotin á bak aftur. Hálfu ári eftir heimkomuna var hún útnefnd ritari Þjóðarhreyfingar til lýðræðis, sem hún hafði ennfrem- ur tekið þátt í að stofna. Hreyfingin var í raun samtök 105 stjórnarand- stöðuflokka sem andæfðu herstjórn- inni. Fyrir kosningar, er haldnar voru 1990, ferðaðist Suu Kyi um allt Búrma og heillaði hvarvetna áheyr- endur sína með mælsku sinni og sterkum svip með föður sínum, sem bæði herstjórarnir og almenningur í landinu hafa í hávegum. Þrátt fyrir að hún yrði að dvelja innan veggja heimilis síns frá og með miðju ári 1989 leiddi hún Þjóð- arhreyfinguna til yfirburðasigurs í kosningunum, en herstjórnin neitaði að viðurkenna niðurstöðurnar – og þar með kom upp pólitískt þrátefli sem hefur virst óleysanlegt. Á tí- unda ártugnum sættu meðlimir Þjóðarhreyfingarinnar ógnunum, þvingunum og handtökum, og síðla árs 2000 var svo komið að hreyf- ingin hafði lítið sem ekkert á að byggja, nema frægð hins vinsæla leiðtoga síns. Eiginmaður Suu Kyi, sem búsett- ur var í Bretlandi, lést 1999 eftir langa baráttu við krabbamein. Síð- ustu mánuðina sem hann lifði bað hann herstjórnina um leyfi til að fá að heimsækja konu sína, en fékk neitun. Suu Kyi, sem þegar hafði fórnað tækifærinu til að sjá syni sína vaxa úr grasi, neitaði að yf- irgefa Búrma til að vera við hlið manns síns, bæði vegna þess að hún vildi sýna samstöðu með þeim sem börðust fyrir lýðræði í Búrma, og vegna þess að hún óttaðist að fá ekki að snúa aftur heim. Tilraunir Razalis skila árangri Þegar Suu Kyi var enn hneppt í stofufangelsi í september 2000, eftir að hafa virt ferðabann að vettugi og farið norður til Mandalay í erindum Þjóðarhreyfingarinnar, var útlitið orðið einkar dökkt. En í byrjun 2001 bárust fregnir af því, að tilraunir sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Malasíumannsins Razalis Ismails, hefðu skipt sköpum um tilraunir til að leysa deiluna og koma af stað lýðræðisumbótum. Razali greindi frá því, að æðstu menn herstjórnarinnar hefðu á laun átt fund með Suu Kyi, og vonuðust margir til þess að úr yrðu raunveru- legar samningaviðræður. Þegar al- þjóðlegar refsiaðgerðir og slæm efnahagsstjórn fóru að segja til sín vöknuðu vonir um að að minnsta kosti einhverjir í herstjórninni myndu ljá máls á breytingum. En er mánuðir liðu og engar fregnir bár- ust af því hvað væri á seyði á bak við tjöldin fóru að vakna grunsemd- ir um, að hinar meintu viðræður væru ekki annað en pótemkíntjöld til þess ætluð að fá refsiaðgerðunum aflétt. Alþjóðasamfélagið mun taka vel fregnunum af því, að Suu Kyi hafi verið látin laus, og telja það til marks um að raunverulegur vilji sé innan herstjórnarinnar fyrir því að koma á umbótum. Nú verður beðið með eftirvæntingu yfirlýsinga um það hvað viðræðurnar snúist um. Razali sagði í gær að stjórnvöld í Búrma hefðu gefið ljóslega í skyn vilja sinn til að koma á lýðræðisum- bótum. Hann varaði þó við því, að ekki mætti reikna með að hlutirnir gerðust mjög hratt. „Þetta er hamingjudagur ... Ég vona að haldið verði áfram viðræð- um um að koma á lýðræði, en við verðum að gefa þeim tíma. Ekki bú- ast við að breytingar verði strax,“ sagði Razali. Hann hvatti til þess að þjóðir heims, og á einkum Samtök Suðaustur-Asíuríkja (ASEAN), veittu Búrma – sem herstjórnin í landinu nefnir Myanmar – hjálpar- aðstoð, t.d. matvæli, og við upp- byggingu löggæslu og heilbrigðis- og menntakerfis. Á fréttamannafundi sem Suu Kyi hélt í gær eftir að hún var látin laus þakkaði hún Razali fyrir það sem hann hefði gert fyrir Búrma. Hefði hann reynst sannur vinur í raun. Hún sagði ennfremur að það væri ekki frelsi hennar sjálfrar sem máli skipti, heldur bættur hagur búrm- ísku þjóðarinnar. „Við höfum nú í nokkra daga verið að ræða um að ég yrði látin laus og við þurftum að finna tíma sem hentaði báðum að- ilum ... Það hafa margar rangar fregnir komist á kreik, það var ekki fyrr en í síðustu viku að drög voru lögð að því að ég yrði látin laus. Ég hef alls ekki sætt slæmu atlæti.“ „Hamingju- dagur“ er Suu Kyi var látin laus Rangoon, Kuala Lumpur. AFP. Reuters Stuðningsmenn Suu Kyi fögnuðu henni er hún kom í höfuðstöðvar Þjóðarhreyfingarinnar í Rangoon í gær.                                                                   !"# ! "#             $ % &'() *(+),()'-     ( # .,/0 1),/ 1)2! "3,) 4)31),/ %  %& '   () ! /  ) !    6     7      5 8      9  ! "#    5 8    6  .    2:  5  **  ;       5 <    < #   =7 9      6           * ! "#       #   >      ?5  +   < #     6           ! "# 7 @  ,$ '  < #  5  )   #      5 )      < #   ,-.+++    $ #    '        #  5 1   #            $   .+++       $ #   #       ( #   8  #  7      9       Stór áfangi virðist hafa náðst í langri baráttu Aung San Suu Kyi fyrir lýðræði í Búrma, og er talið að með því að láta hana lausa hafi herstjórnin í land- inu sýnt einlægan samningsvilja. ’ Ég hef alls ekkisætt slæmu atlæti ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.