Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 52
HESTAR 52 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kosningarnar á mbl.is Fréttir Sveitarfélögin Dagbók Netkosning Lögin Aðrir kosningavefir Spurningar til frambjóðenda Á mbl.is er hægt að fylgjast með nýjustu fréttum af kosningabaráttunni og fá ýtarlegar upplýsingar um flest það sem viðkemur sveitarstjórnarkosningunum í vor. Vörurnar sem virka FREMSTIR FYRIR GÆÐI SKIPTAR skoðanir voru umþað hvort skynsamlegt væriað hverfa á vit fortíðar og endurvekja hinar margrómuðu stóðhestasýningar í Gunnarsholti sem tengdust starfsemi stóðhesta- stöðvarinnar. Þótti Jón Vilmund- arson, formaður samtakanna, taka nokkra áhættu með því að etja mönnum sínum í þetta sýningar- hald. En það er orða sannast að ekk- ert gerist ef aldrei er tekin áhætta og dæmið gekk aldeilis vel upp hjá Sunnlendingum því ætla má að hátt í þúsund manns hafi heimsótt Gunnarsholt að þessu sinni. En hvað olli þessum mikla áhuga nú? Tæpast hafa það verið dómar og sýningar þeirra 29 hrossa sem komu fyrir dómnefnd heldur miklu frekar afkvæmasýning ellefu stóð- hesta sem ekki hafa hlotið við- urkenningu fyrir afkvæmi sín á stórmóti. Ágúst Sigurðsson hrossaræktar- ráðunautur tók svo til orða að af- kvæmasýningar væru mikilvægasti hlekkurinn í ræktunarstarfinu og víst er um að í allri framleiðslu eru það afurðirnar og gæði þeirra sem skipta höfuðmáli. Greinilega vakti þessi sýning áhuga eigenda stóð- hesta og komu meðal annars tveir aðilar að norðan með hross til að sýna við þetta tækifæri og reyndar í reiðhallarsýningar einnig. Aðsögn Jóns Vilmundasonar virðist afkvæmasýningin hafa dregið vagninn að þessu sinni og nefndi hann sem dæmi að þegar ljóst var að stefndi í líflega af- kvæmasýningu hafi lifnað yfir skráningum í dómana og megi vafalaust þakka henni þessa góðu mætingu. Svo til allir afkvæmahóparnir komu vel út og gáfu nokkra mynd af því hvað þessir hestar eru að gefa af sér. Sá elsti, Stormur frá Stórhóli, er fimmtán vetra gamall en sá yngsti Númi frá Þórodds- stöðum er níu vetra. Undan honum komu eingöngu fram fjögurra vetra gömul trippi og virðist eng- um blöðum um það að fletta að þar er á ferðinni kynbótahestur og kannski ánægjulegast að sjá að hann virðist rétta af fótaburðarýrð föður síns Svarts frá Unalæk. Af öðrum áhugaverðum hópum má nefna afkvæmi Roða frá Múla sem virðist gefa afar gott tölt. Spuni frá Miðsitju gefur léttbyggð fram- falleg hross sem fara mjög vel í reið og var gaman að sjá hversu vel þau brokkuðu en það var ekki alltaf tiltækt hjá föðurnum. Hrynj- andi frá Hrepphólum skilar fal- legum hrossum með afar góðu brokki og sömuleiðis tölti þótt ekki virðist rýmið neitt óskaplegt. Hóp- urinn undan Kormáki frá Flug- mýri olli nokkrum vonbrigðum margra þótt ágætur væri. Að sjálf- sögðu stóð Sif frá Flugumýri vel fyrir sínu en hin voru heldur síðri en vafalítið eru einhver tromp til í ermum Páls Bjarka sem teflt verð- ur fram síðar þegar meira liggur við. Galsi frá Sauðárkróki átti þarna hóp sem að stærstum hluta kom að norðan. Greinilegt virðist að töltið er veiki hlekkurinn í erfðum Galsa eins og var reyndar hjá honum sjálfum. Sorglegt er til dæmis með hest eins og Glampa frá Efri-Rauðalæk sem Baldvin Ari Guðlaugsson sýndi. Hann býr yfir mjög athygliverðu skeiði og brokki sömuleiðis en töltið ekki fugl eða fiskur. Vík- ingur frá Voðmúlastöðum sýndi hins vegar að töltið skilar sér vel til afkvæmanna. Aldursforsetinn Stormur var með prýðilegan hóp og ekki var það síðra hjá Asa frá Kálfholti þótt óneitanlega hefði verið skemmti- legra að sjá eitthvað af hans kröft- uga brokki í afkvæmunum en myndarleg eru þau og fara vel. Fremstur meðal jafningja hefur þó líklega verið Andvari frá Ey sem virðist gefa mjög gott ganglag í myljandi reiðhrossum. Fremstur í góðum hópi var án efa stóðhest- urinn Stígandi frá Leysingjastöð- um sem vekur athygli fyrir gott tölt og brokk. Þótt eitthvað vanti upp á léttleikann í afkvæmum Andvara virðist hér á ferðinni afar áhugaverður stóðhestur og ekki spillir fyrir að afkvæmin virðast mjög auðtamin sem er afar verð- mætur eiginleiki. En af þeim stóðhestum sem til dóms mættu hlaut hæstu einkunn Sjóli frá Dalbæ sem er undan Trostani frá Kjartansstöðum og Sjöfn frá Dalbæ sem er undan Frey frá Flugumýri. Stóð hann efstur sex vetra hesta og eldri. Sjóli hlaut í aðaleinkunn 8,28, fyrir sköpulag 8,20 og fyrir hæfileika 8,33. Hann hlýtur hæst 9,0 fyrir skeið. Knapi var Brynjar Jón Stef- ánsson. Næstur Sjóla varð Júpíter frá Stóru-Hildisey undan Kjarki frá Egilsstöðum og Hyllingu frá Stóru Hildisey sem er dóttir Gáska frá Hofsstöðum. Hann hlaut á aðaleinkunn 8,21, fyrir sköpulag 8,37 og 8,11 fyrir hæfileika. Knapi á Júpíter var Hallgrímur Birkis- son. Báðir þessir hestar hafa með þessum árangri tryggt sér farseðil á kynbótasýningu landsmótsins í sumar. Í þriðja sæti varð svo Þráinn frá Sigtúni með 8,01 en hann er undan Ófeigi frá Flugumýri og Þrá frá Hala sem er undan Þokka frá Garði. Fyrir hæfileika hlaut Þrá- inn 8,13 og 7,83 fyrir sköpulag. Af fimm vetra hestum stóð langefstur Ás frá Þóroddsstöðum sem er undan Galdri frá Laug- arvatni og Áru frá Laugarvatni sem er dóttir Pás frá Laugar- vatni. Ás stimplaði sig örugglega inn á landsmótið er hann hlaut 8,24 í aðaleinkunn, fyrir sköpulag hlaut hann 8,21 og fyrir hæfileika 8,25. Fontur frá Feti varð annar með 8,03 en hann er undan Roða frá Múla og Vigdísi frá Feti sem er undan Kraflari frá Miðsitju. Hér er því um að ræða skyldleikarækt- aðan hest út af Gusti frá Sauð- árkróki. Fyrir sköpulag hlaut Fontur 7,85 og fyrir hæfileika 8,03. Hann hlaut tvær níur, fyrir tölt og háls og herðar. Óskahrafn frá Brún varð þriðji með 8,01. Hann er undan Hrafni frá Holtsmúla og Ósk frá Brún sem er undan Ófeigi frá Flugu- mýri og fékk fyrir sköpulag 7,83 og 8,13 fyrir hæfileika. Þrír fjögurra vetra stóðhestar hlutu fullnaðardóm en enginn þeirra náði 7,75 sem eru gömlu ættbókarmörkin og því ekki ástæða til að fjalla frekar um þá að sinni. Ákveðið hefur verið af hálfu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands að bæta vellina í Gunnarsholti og stefna á sýningu þar að ári. Sam- tökin stóðu einnig fyrir sýningu í Ölfushöllinni um kvöldið þar sem húsfyllir var eða um 500 manns. Fjárhagur samtakanna vænkaðist mjög þessa helgi og má ætla að rífleg milljón hafi komið inn reikn- ing þeirra á þessum tveimur sýn- ingum og verður þeim fjármunum að hluta til varið til vallarbóta í Gunnarsholti. Eins og oft hefur verið á sýn- ingum Gunnarsholti dróst sýningin mjög á langinn og voru oft langar eyður milli hesta sem er að sjálf- sögðu ótækt og þyrfti að bæta úr ef framhald verður á. Að sýningu lokinni var gestum boðið að skoða sæðingarstöðina sem nú hefur að- setur í stóðhestahúsinu góða og var gerður góður rómur að. Stóðhestadómar, afkvæmasýning og kynning á Sæðingarstöðinni í Gunnarsholti Afkvæmasýn- ingin endur- reisti Gunnars- holtssýningar Endurreisn Gunnarsholtssýninganna heppnaðist prýðilega á laugardag þegar Hrossaræktarsamband Suðurlands stóð fyrir dómum og sýningu. Valdimar Krist- insson heimsótti Gunnarsholt ásamt hátt í þúsund annarra hestamanna. Morgunblaðið/Vakri Sjóli frá Dalbæ efstur sex vetra hesta og eldri, knapi Brynjar Jón Stefánsson, Júpíter frá Stóru-Hildisey, knapi Hallgrímur Birkisson, Þráinn frá Sigtúni, knapi Olil Amble, Þjótandi frá Svignaskarði, knapi Svanhvít Krist- jánsdóttir, og Vinur frá Lækjarbotnum, knapi Marjolyn Tiepen. Morgunblaðið/Vakri Andvari frá Ey er að sanna sig sem einn af áhugaverðustu stóðhestum landsins með góðum afkvæmum sem hér fara í breiðfylkingu og fremstur er Stígandi frá Leysingjastöðum. Efstir fimm vetra hesta urðu Ás frá Þórodds- stöðum, knapi Daníel Jónsson, Fontur frá Feti, knapi Erlingur Erlingsson, og Óskahrafn frá Brún, knapi Trine Risvand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.