Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g á ljósmynd af Nöf- inni; það er síld. Og Skafti kemur fram planið; hýr á svip- inn á smekkbux- unum. Og ég heyri ósjálfrátt sönglið hans. Það er einhver sálmurinn, eða rímnabútur, nú eða þá staka. Þetta er sum- armynd. Þegar ég horfi í þessa mynd af Skafta frænda, fer ég að hugsa til mér minnisstæðra manna, sem ég kynntist barn og unglingur í Siglufirði. Þessar hugleiðingar vinda upp á sig og kalla fram hvert nafnið á fætur öðru. Og sérhvert nafn á sína sögu. Vinnuveitendur mínir þessi ár- in voru tveir; fyrst vann ég á pósthúsinu hjá Ottó Jörgensen, póst- og sím- stöðv- arstjóra, og síðar á Nöf, hjá Skafta Stefánssyni, móðurbróður mínum. Báðir voru þessir menn skopp- arakringlulega vaxnir og afbragð undir niðri. Á pósthúsinu var ég tvö, má vera fleiri sumur. Það var gaman að færa Siglfirðingum póstinn, en meira gaman að fara í síldarbát- ana, þegar þeir lágu inni. Þá gekk ég skip af skipi og var alls staðar aufúsugestur; sérstaklega þegar ég færði sjómönnunum bréf frá konunum og kærust- unum. Mér er til efs, að nokkur þjónn hafi verið tipsaður jafn- hjartanlega og ég um borð í síld- arflotanum. Ottó Jörgensen man ég mann fámálan, en það sem hann vék að mér var allt í góðu. Og þau skipti, sem á reyndu, fundu fyrir hjarta úr skíragulli. Ofan á allt bar ég talsverða virðingu fyrir því, hvað hann spýtti af miklum myndug- leik og öryggi í tóbaksdallinn sinn! Hvernig ég komst á pósthúsið, veit ég ekki nákvæmlega. Eitt- hvað kann þeim að hafa farið í millum; foreldrum mínum og Lauja pósti, en Ottó Jörgensen hlýtur að hafa átt síðasta orðið. Þeir voru ekki samherjar í pólitík pabbi og Jörgensen. Og þeir höfðu tekizt harkalega á um Kaupfélagið, meira að segja farið í dómsmál. Einhverjir voru líka að furða sig á því, að sonur Jó- hanns Þorvaldssonar skyldi eiga upp á pallborðið hjá Ottó Jörg- ensen. Það heyrði ég utan að mér, þegar ég hjólaði um með sendibréf til Siglfirðinga. Þar kom að ég spurði pabba, hvort þeir Ottó hefðu slegizt í pólitík og kaupfélagsmálum. Hver er að segja þér það? spurði hann. Ég tíndi til þau orð, sem ég mundi úr ummælum manna. Láttu þetta ekki trufla þig, sagði þá pabbi. Það truflar okkur ekk- ert. Ég skildi þetta svo, að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum væringum þeirra Ottós, sem og varð reynd- in. En seinna meir skildi ég þann aðal, sem í svarinu fólst; að til væru þeir menn, sem gætu geng- ið til orrustu og barizt af heil- indum, en slíðrað sverðið að leik loknum og virt andstæðinginn eftir sem áður; kannski meira eftir en áður. Það segir margt um Ottó Jörg- ensen, að pabbi skyldi treysta honum manna bezt fyrir strákn- um og að hann skyldi reynast mér jafngóður drengur og raunin varð. Á pósthúsinu kynntist ég m.a. Júlla Júll. Júlíus Júlíusson er leikari af guðs náð. Á sviðinu átti hann hug minn og hjarta; í augnablikinu minnist ég svo ólíkra hlutverka sem Fjalla- Eyvindar og Bör Börsson. Og ut- an sviðsins ljúflingur; póstmaður, kaupmaður og kennari. Það er annars umhugsunar- efni, hversu djúp spor leikfélagið og Karlakórinn Vísir mörkuðu í minni mitt. Leikfélagið lék í barnastúku- húsinu og þar í næsta húsi bjó Sigurjón Sæmundsson, bæj- arstjóri og prentsmiðjustjóri, en umfram allt söngvari. Það voru mínir fyrstu tónleikar, þegar ég var að bíða eftir barnastúkufund- unum, að heyra bjarta rödd Sig- urjóns berast út um baðherberg- isgluggann; Gissur ríður góðum fáki… Og talandi um Júlla Júll á leik- sviðinu. Ég man líka Önnu Guð- brandar í stórkostlegum kven- hlutverkum. Svo var Þórhallur vatnsveitustjóri. Og Hafliði bankastjóri sem Argan ímynd- unarveiki; hann var engum líkur, allra sízt sjálfum sér! Eða þá Jónas Tryggvason. Í mínum huga bróðurbetrungur á leiksviðinu. En Júlli var toppurinn. Þetta fólk og fleiri til færðu okkur leikbókmenntirnar af slíkri list, að maður datt ekkert á hnakkann, þegar leikferðirnar komu að sunnnan með Brynjólf Jóhannesson, Róbert Arnfinns- son, Herdísi Þorvaldsdóttur, Bessa Bjarnason og Árna Tryggvason í farangrinum, svo einhver nöfn séu nefnd. En frá leiksviðinu til lífsins fyrir utan. Þegar ég taldist tækur í síld- ina, lauk sumrum mínum á póst- húsinu, og ég fór að vinna á Nöf- inni, hjá Skafta frænda. Enginn sá ástæðu til að lyfta augabrún, þótt ég færi til Skafta. Hann lá svo beint við; eitthvað annað en Jörgensen póstmeistari. Skafti var móðurbróður minn og það var kært með mömmu og honum. Svo var hann framsókn- armaður eins og pabbi. Skafti frændi var mikill mann- kostamaður. Hann var vel trúað- ur og vildi kenna öðrum, að ham- ingja væri fólgin í handleiðslunni og vinnunni. Hann var jafnvígur á Íslendingasögurnar og Bibl- íuna. Og það sem hann kunni af kveðskap! Það var Skafti, sem kenndi mér að skyggnast undir yfirborð fólks og dæma menn eftir inn- rætinu en ekki útliti. Dugnaður, heiðarleiki og manngæzka voru alltaf við hún hjá Skafta á Nöf. Skafti var í samstarfi við Einar Guðfinnsson í Bolungarvík. Mér var sagt, að í þeirra samskiptum hefði aldrei neitt verið sett niður á pappír. Orð þeirra stóðu. Nú er Nöfin horfin. Og Bol- ungarvíkin er ekki söm. En papp- írarnir hrúgast upp út og suður. Til síns ágætis Hér segir af mönnum, sem eru viðhorfs- höfundi mjög minnisstæðir frá bernsku- og unglingsárunum heima í Siglufirði. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ÞAÐ margumtalaða vandræða- ástand sem nú ríkir á stóru sjúkra- húsunum á höfuðborgarsvæðinu og Margrét Leósdóttir læknir lýsti í grein sem birtist í Morgunblaðinu 5. mars sl. má að hluta rekja til áhuga- leysis R-listans á byggingu hjúkrun- arrýmis í borginni. R-listinn hefur ekkert frumkvæði haft að byggingu nýrra hjúkrunarheimila á kjörtíma- bilunum 1994–1998 og 1998–2002, þvert á loforð gefin kjósendum. Mörg dæmi eru um að sjúklingar liggi á göngum eða sé jafnvel holað niður á skolherbergjum og salernum á sjúkrahúsum í borginni. Hluti vandans er kominn til vegna þess að ekki er unnt að útskrifa sjúk- linga, þar sem hjúkrun- arrými skortir fyrir þá sem ekki hafa heilsu til að snúa aftur til síns heima eftir útskrift. Af- leiðingin er sú að marg- ir liggja lengur á sjúkrahúsunum en þörf krefur, en vistun á sjúkrahúsi er langtum dýrari en á hjúkrunar- heimili. Á árunum 1987– 1994, þegar sjálfstæð- ismenn fóru með stjórn Reykjavíkur, var rúm- lega 2,6 milljörðum (150–535 millj- ónir á ári) varið í þjónustuíbúðir og þjónustumiðstöðvar. Til samanburð- ar hefur R-listinn hins vegar aðeins lagt um 300 milljónir (6–130 milljónir á ári) í þjónustuíbúðir og þjónustu- miðstöðvar á síðustu tveimur kjör- tímabilum. Samsvarandi tölur vegna byggingar hjúkrunarheimila í valda- tíð Sjálfstæðisflokksins 1987–1994 eru um 640 milljónir á móti 280 millj- ónum í tíð R-lista 1995–2002. Þar af var engum fjármunum varið til þessa á yfir þriggja ára tímabili, 1999– 2001, af hálfu R-listans. Verkin sem eftir menn liggja tala sínu máli og í þessu sambandi er vert að geta þess að á árunum 1984–1994 beittu sjálfstæðismenn sér fyrir því að byggja átta þjón- ustu- og félagsmið- stöðvar í tengslum við íbúðir fyrir aldraða. Hér er átt við bygging- ar við Aflagranda, Vesturgötu, Hvassa- leiti, Bólstaðarhlíð, Hraunbæ, Sléttuveg, Hæðargarð og Lindar- götu. Meðfylgjandi tafla sýnir áhugaleysi R- listans á uppbyggingu í þágu aldraðra svo ekki verður um villst. Ríf- lega 80% hærri fjár- framlög í valdatíð Sjálf- stæðisflokksins þegar þessi tvö tímabil eru borin saman bera því glöggt vitni að Sjálfstæðisflokkurinn leggur mun meira upp úr öflugri uppbyggingu í þágu aldraðra en R- listinn. Hér er átt við þá samtals 3,3 milljarða sem var varið í þennan málaflokk 1987–1994 á móti þeim tæplega 600 milljónum sem R-listinn lagði til á árunum 1995–2002. Afleiðingar aðgerðaleysis síðustu ára endurspeglast í niðurstöðum skýrslu sem var gefin út af heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu í febrúar sl., þar kemur fram að al- gjörlega óviðunandi ástand hafi skapast í þessum málum í Reykja- vík. Hefði þeim áformum sem sjálf- stæðismenn höfðu uppi á árinu 1994 um áframhaldandi uppbyggingu í þágu aldraðra ekki verið ýtt út af borðinu væri ástandið ekki jafn- slæmt og raun ber vitni. Í stað þess að sýna frumkvæði og dug hefur R-listinn stungið höfðinu í sandinn og varpað ábyrgðinni áfram frá sér og yfir á herðar annarra. Komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda í borginni á ný verður haldið áfram þar sem frá var horfið og milljarði varið í byggingu á hjúkr- unarrými á kjörtímabilinu sem nú fer í hönd. Öfluga uppbyggingu í þágu aldraðra Tinna Traustadóttir Reykjavík Í stað þess að sýna frumkvæði og dug, segir Tinna Traustadóttir, hefur R-listinn stungið höfðinu í sandinn og varpað ábyrgðinni áfram frá sér og yfir á herðar annarra. Ár Fjárfestingar í þágu aldraðra í valdatíð Sjálfstæðisflokksins Ár Fjárfestingar í þágu aldraðra í valdatíð R-listans 1987 221.249.752 1995 155.079.470 1988 336.297.674 1996 231.431.040 1989 386.312.180 1997 24.216.546 1990 319.050.531 1998 64.884.397 1991 580.764.853 1999 26.245.700 1992 647.289.534 2000 15.175.820 1993 428.153.565 2001 20.000.000 1994 366.403.791 2002 41.000.000 3.285.521.880 578.032.973 Eignfærðar fjárfestingar eru á árslokaverði ársins 2000, nema áætlunin fyrir árið 2002. Heimild: Borgarendurskoðun Höfundur er lyfjafræðingur og skipar 15. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninganna. ER ÞAÐ frétt þegar sagt er að það ríki ein- ing meðal sjálfstæðis- manna í Hveragerði? Oftast er það mest áberandi í fjölmiðlum ef deilt er um menn eða málefni. Minna ber hinsvegar á hinu þegar um er að ræða sam- stöðu og málefnalega vinnu. Sjálfstæðismenn í Hveragerði hafa ekki farið varhluta af þessu. Af minnsta tilefni hefur því verið slegið upp í fjölmiðlum að „allt sé á suðupunkti í Hveragerði“. Vissu- lega er það staðreynd í mörgum af þeim hverum sem eru í bænum, en í mannlífinu ríkir yfirleitt ágætis frið- ur. Því er ekki að neita að stundum hefur gustað um hjá sjálfstæðismönn- um eins og öðrum. Hjá slíku verður ekki komist þar sem saman kemur kraftmikið fólk með sjálfstæðar skoð- anir og framkvæmdagleði. Það er síð- an háttur siðaðra manna að slíðra sverðin og komast að niðurstöðu og samkomulagi. Nákvæmlega þetta hefur nú gerst hjá sjálfstæðismönn- um í Hveragerði eftir dálitlar væring- ar á dögunum sem suma rekur kannski minni til. Undirritaður fékk tækifæri til að koma inn í hóp frambjóðenda flokks- ins í komandi bæjarstjórnakosning- um ásamt mörgum grónum og líka nýjum Hvergerðingum. Ég velti því aðeins fyrir mér hvort það væri rétt skref að slá til og vera með. Ég þekkti fremur lítið til og hafði aðeins fylgst með utan frá og því ekki farið var- hluta af „deilunum“ frekar en aðrir. Það hef- ur því komið mér ákaf- lega ánægjulega á óvart hversu samstæður og skemmtilegur hópur er þarna saman kominn og er þá ekki aðeins átt við efstu menn heldur hvern einasta mann á listanum og aðra í eldlínunni í Sjálfstæðisfélagi Hveragerðis. Það þarf vart að fara mörgum orð- um um þær miklu endurbætur og framfarir sem orðið hafa í bænum á undanförnum 8 árum. Svo vill til að ég þekkti nokkuð vel til aðstæðna í Hveragerði fyrir þetta tímabil og breytingin til hins betra er nær ólýs- anleg. En þótt gott sé að minnast þess sem vel hefur verið gert má ekki gleyma því að það fennir fljótt í sporin og við verðum að horfa til framtíðar. Að undanförnu hafa frambjóðend- ur unnið ötullega að málefnavinnu fyrir kosningarnar og komandi kjör- tímabil. Af mörgu er að taka og lengi getur góður bær batnað. Hjá fólki sem bæði vill bænum og bæjarbúum vel og er frjótt og lifandi er ekki skortur á góðum hugmyndum um það sem betur mætti fara og skynsamlegt og skemmtilegt væri að gera. Það væri of langt mál að telja það allt upp hér og ekki rétt að gera upp á milli þeirra fjölmörgu mikilvægu mála- flokka sem eru til umfjöllunar. Ítarleg grein er gerð fyrir þeim í stefnuskrá listans sem dreift hefur verið í öll hús í bænum og lesendur geta kynnt sér á heimasíðu Sjálfstæðisfélags Hvera- gerðis á www.xd.is/hveragerdi. Megin niðurstaðan er að sjálfstæð- ismenn í Hveragerði bjóða fram hóp af bæði reynslumiklu og efnilegu fólki sem vill vinna fyrir íbúa bæjarins að því að gera góðan bæ ennþá betri. Valið er einfalt hjá okkur Hvergerð- ingum, við veljum áframhaldandi framfarir og stöðugleika og setjum X við D á kjördag. Eining meðal sjálfstæðis- manna í Hveragerði Eyþór H. Ólafsson Hveragerði Það hefur komið mér ánægjulega á óvart, seg- ir Eyþór H. Ólafsson, hversu samstæður og skemmtilegur hópur er í Sjálfstæðisflokknum í Hveragerði. Höfundur er verkfræðingur og skipar 7. sæti á lista sjálfstæðis- manna í Hveragerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.