Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ R Nánari uppl‡singar hjá sölumönnum EJS e›a á www.ejs.is Dell PowerEdge 4600 netfljónn 1-2 Xeon örgjörvar 1,8 til 2,2GHz Me› 400MHz minnisbraut Allt a› 12GB High Speed DDR minni 6 x PCI-X raufar, n‡r sta›all Gigabit netkort á mó›urbor›i f a s t la n d - 8 0 7 2 - 3 0 0 4 0 2 Skv. IDC seldust Dell netfljónar mest allra netfljóna í Bandaríkjunum á sí›asta ári. S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + W W W . E J S . I S Dell PowerEdge 4600 er fyrstur í rö›inni af n‡rri kynsló› netfljóna me› tveimur Xeon örgjörvum frá Intel og afköstum sem hinga› til hafa a›eins fengist í stærri og d‡rari netfljónum. Sá fyrsti af n‡rri kynsló› SKÝRSLA hnattvæðingarnefndar, sem er nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í nóvember í fyrra, var lögð fram í gær. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra sagði að skýrslan staðfesti að Íslendingum hefði farn- ast vel í alþjóðavæddum heimi. Útrás í ýmsum atvinnugreinum hefði geng- ið vel, bæði í sjávarútvegi og upplýs- ingaiðnaði. Þessi útrás og þátttaka í alþjóðavæðingunni sagði hann að krefðist ákveðins ramma eða skil- yrða, bæði á alþjóðavettvangi og innanlands. Þennan ramma sagði Halldór meðal annars að finna í samningnum um evrópska efnahags- svæðið, í þátttöku Íslands í ýmis kon- ar fríverslunarsamningum, í samn- ingum um fjárfestingar, tvísköttun og fleira. Nauðsynlegt að varðveita sveigjanlegan vinnumarkað Þórður Friðjónsson, forstjóri Verðbréfaþings og formaður nefnd- arinnar, gerði grein fyrir helstu nið- urstöðum skýrslunnar. Í skýrslunni eru dregnir saman þættir um innviði þjóðarbúskaparins og viðbúnað Ís- lendinga til að taka þátt í hnattvæð- ingunni. Fjallað er um kröfur til efna- hagsstefnu í síopnara hagkerfi með sjálfstæðan gjaldmiðil, auk þess sem rædd eru meginatriði aðildar að Evr- ópusambandinu. Í skýrslunni er lögð áhersla á mik- ilvægi markaðsbúskapar og sam- keppni, góðrar menntunar og nátt- úruauðlinda Íslendinga. Fjallað er um að skattar hafi verið lækkaðir á fyrirtæki hér en að jaðarskattlagning á einstaklinga sé há og geti torveldað staðsetningu starfsemi hér á landi sem reiðir sig á hámenntað starfsfólk. Þá segir að vinnumarkaður hér á landi sé sveigjanlegur og að þann sveigjanleika sé nauðsynlegt að varð- veita. Loks segir að öflugir fjármála- markaðir séu snar þáttur í þróttmiklu hagkerfi og að þeir þurfi enn að eflast hér á landi. Sömu sögu er að segja um stofnanir sem vinna að því að stuðla að útflutningi og erlendri fjárfest- ingu, þær telur nefndin að þurfi að efla. Nefndin segir hnattvæðingu gera miklar kröfur til hagstjórnar og segir að eigi krónan að verða gjaldmiðill landsmanna um langa framtíð sé lækkun erlendra skulda sérlega mik- ilvæg. Þá telur hún að sjálfstæður gjaldmiðill leiði til þess að vaxtastig hér á landi verði töluvert hærra en í helstu viðskiptalöndum okkar og að fjárfesting verði minni. Af þessu megi sjá að töluverður kostnaður fylgi því að reka sjálfstæðan gjaldmiðil í litlu hagkerfi. Óvíst að EES-samningurinn sé fullnægjandi til lengdar Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að þótt samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tryggi í mörgum at- riðum samskipti Íslendinga við Evr- ópusambandið hvað varði viðskipti með vörur, þjónustu, fjármagn og vinnuafl, sé óvíst að samningurinn sé fullnægjandi umgjörð um samskiptin til lengri tíma. Í kynningu sinni sagði Þórður að sameiginleg sjávarútvegs- stefna Evrópusambandsins og ólíkar hagsveiflur í Evrópu og hér á landi hafi þótt helsta fyrirstaða þess að Ís- land gæti sótt um aðild að samband- inu. Þetta þurfi hins vegar ekki endi- lega að koma í veg fyrir aðild. Undanfarið hafi verið bent á að hugsanlega gætum við sagt okkur undir hina sameiginlegu sjávarút- vegsstefnu án þess að missa stjórn á fiskimiðunum kringum landið. Einnig segir nefndin að þrátt fyrir að með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru sem framtíðargjald- miðils sé vafalítið hægt að ná miklum árangri til sveiflujöfnunar með skyn- samlegum ríkisfjármálaaðgerðum og þeim sveigjanleika sem einkenni ís- lenskan vinnumarkað. Þess vegna þurfi sú staðreynd, að stjórntæki vaxta og gengis tapast við aðild, ekki að útiloka aðild að sambandinu og sameiginlegri mynt. Aðild að evru gæti sparað 15 milljarða króna á ári í vexti Nefndin telur að meginbreytingin sem fylgdi upptöku evrunnar yrði að álag á innlenda vexti myndi hverfa og vaxtakostnaður hér á landi því minnka. Lauslega áætlað gætu raun- vextir á innlendum skuldabréfum lækkað um 1,5–2 prósentustig við upptöku evru miðað við það sem þeir hafi verið á undanförnum árum. Slík lækkun vaxta myndi lækka vaxta- greiðslur heimila og atvinnuvega til lánakerfisins um 15 milljarða króna. Nefndin telur að nauðsynlegt sé að vinna skipulega að rannsókn á kost- um og göllum aðildar Íslands að Evr- ópusambandinu og telur að breyting- ar sem séu í sjónmáli á næstu árum muni auka væntanlegan ávinning af inngöngu. Hér komi einkum tvennt til. Breytingar verði á aðgengi Ís- lands að mörkuðum þeirra ríkja sem gangi í sambandið og stækkun mynt- bandalagsins verði einnig til þess að mjög stór hluti utanríkisviðskipta verði við ríki innan þess. Auk Þórðar Friðjónssonar for- manns skipuðu nefndina Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, Grétar Már Sigurðsson, skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneyti, Guð- brandur Sigurðsson, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa, Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Íslands, Páll Sigur- jónsson, formaður stjórnar Útflutn- ingsráðs, Rannveig Rist, forstjóri Íslenska álfélagsins, Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við Háskóla Ís- lands, og Sigurður Einarsson, for- stjóri Kaupþings. Skýrsla nefndar utanríkisráðherra um hnattvæðingu með sérstöku tilliti til evrunnar Nauðsynlegt að kanna aðild að ESB Morgunblaðið/Kristinn Utanríkisráðherra ásamt hluta nefndarmanna hnattvæðingarnefndar. irfara skipið og uppfylla íslenzk lög og reglugerðir sem ná yfir skipin en að því loknu verður haldið til síldveiða. Því miður höf- um við engan kolmunnakvóta, en dæmið lítur engur að síður vel út og ég er bjartsýnn á að þetta gangi allt upp,“ segir Ingimundur. NÝR Svanur RE 45 er kominn til heimahafnar í Reykjavík. Skipið var smíðað í Noregi 1988 og leysir af hólmi eldra skip með sama nafni. Ingimundur Ingimundarson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, segist ánægður með nýja skipið sem er nokkuð stærra og afkasta- meira en hið gamla. Skipið verður með tæplega 2% af loðnukvótanum, einn síldar- kvóta, leyfi til veiða á norsk- íslenzku síldinni, líklega um 2.200 tonn á komandi vertíð og dálítinn rækjukvóta, sem verður skipt á fyrir síld. „Við þurfum að láta yf- Skipið er 60,2 metrar að lengd og 11 metra breitt. Aðalvél er 3.060 hestöfl og það er búið til veiða bæði í nót og flottroll. Í skipinu er búnaður til heilfryst- ingar á loðnu og síld og hægt er að vera með aflann í sjókælingu í lestum. Sé verið að fiska í bræðslu er burðargetan um 1.150 tonn, en nokkru minni, þegar fiskað er til manneldisvinnslu. Skipið kostar um hálfan milljarð króna og stefnt er að því að selja gamla skipið án veiðiheimilda. Skipstjóri á nýja skipinu verður Gunnar Gunnarsson, en hann var með gamla Svaninn. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Svanur RE 45 heldur brátt til síldveiða en hann var keyptur frá Noregi og er nýkominn til heimahafnar í Reykjavík. Nýr Svanur til Reykja- víkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.