Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 41 ER Ísrael nútímans enn sérstök og útvalin þjóð Guðs umfram aðr- ar þjóðir? Á Ísrael nú- tímans enn eftir að leika stórt hlutverk á meðal þjóðanna sem sérstakur lýður Drottins? Margir telja að spádómar Bibl- íunnar boði endurreisn Ísraels sem sérstakur „talsmaður“ Guðs og að hún verði aftur forystu- þjóð eins og áður fyrr. Þeir sem telja að svo sé gleyma fjölmörgum yf- irlýsingum Guðs um hið gagnstæða. Biblían seg- ir hverjir teljist vera Ísrael fyrr og síðar. Þar segir frá tilurð Ísraels og hvert hlutverk þjóðarinnar átti að vera. Einnig hvernig gyðingar fóru með þetta háleita hlutverk. Lesendur eru hvattir til að lesa í samhengi eft- irfarandi tilvitnanir í Orð Guðs. Sáttmáli Guðs Í upphafi gerði Guð sáttmála við Abraham, ítrekaðan við afkomendur hans og Ísraelsþjóðina, sbr. 15. kafla 1. Mósebókar vers 18. Sáttmálinn var grundvallaður á hollustu Ísraela við Guð. Boðorðin tíu áttu að vera leiðbeinandi fyrir fólkið í allri hegðun og framkomu hvert við annað, svo og gagnvart Guði. Ísrael átti að boða fagnaðarerindið um kom- andi Messías og vera „talsmaður“ Guðs á meðal þjóðanna. Þeir áttu að kenna jarðarbúum um hinn eina sanna Guð. Skilyrðin Það gera sér ekki allir grein fyrir því, að í Biblíunni eru margir spádóm- ar um Ísrael og var uppfylling þeirra háð trúmennsku og hollustu þeirra við Guð, sbr. 18. kafli spádómsbókar Jeremía, vers 7-10. Þá er í 28. kafla 5. Mósebókar fjöldi yfirlýsinga Guðs varðandi framtíð Ísraels. Þar er heitið blessunum reynist þeir trúir Guði, einnig mótlæti bregðist þeir trúnaði. Reynslu þeirra um aldirnar ber að skoða í ljósi slíkra spádóma. Þessi útvalda þjóð brást trausti Guðs. Eins og kunnugt er, aflífuðu gyðingar son Guðs og kórónuðu þann- ig fráhvarf sitt frá Guði. Allir spádóm- ar þar að lútandi rættust, en samt gaf Guð þeim hvert tækifærið af öðru. Guð sagði fyrir um hvað biði Ísr- aelsmanna, ef þeir vikju af markaðri braut. Sjá m.a.: 28. k. 5. Mósebókar v. 64-67. „Og Drottinn mun dreifa þér meðal þjóðanna …, ... Og meðal þess- ara þjóða munt þú eigi mega búa í næði og hvergi mun hvíldarstaður...!“ Helförin mikla, sem og aðrar of- sóknir á hendur þessu hrjáða fólki í gegnum aldirnar, ber spádómum Biblíunnar vitni. Bregðist menn, kall- ar Guð aðra til starfa. Augljóst er að Guð ætl- aðist til þess að allir gætu komið að þessum sáttmála. Gyðingar voru aðeins byrjunin. Þetta sést í 29. k. 5. Mósebókar v. 14-15 þar sem Guð tekur fram, að hann vilji gjöra slíkan sáttmála við fólk af öllu þjóðerni. Má treysta því sem Jesús segir varðandi Ísrael nútímans? Þegar hann kom í musterið í Jerúsalem og rak út víxlarana sagði Drottinn: „Hús mitt á að vera bæna- hús, en þér gjörið það að ræningja- bæli.“ Sjá 21. k. Matteusar, v. 12-13. Athyglisvert er, að hann kallar must- erið „mitt hús“. Þegar hann síðar hreinsaði aftur til í musterinu, sagði hann „hús yðar verður í eyði látið“ 23. k. Matteusar v. 37-38. Yfirlýsingin „hús yðar“ sýnir að augljóslega hefur orðið breyting á viðhorfi hans til musterisins og gyðinga yfirleitt. Þetta var ekki lengur hús Guðs, enda voru Ísraelsmenn orðnir fjarlægir Guði. Nú var Guð um það bil að hafna Ísraelsþjóðinni sem sérstökum boð- bera fagnaðarerindisins. Hann mundi senn snúa sér að öðru fólki og gefa því það hlutverk. Guð hafði löngu áður leyft Babýloníumönnum að herleiða Ísrael árið 587 f. Krist vegna ótrú- mennsku þeirra. Samkvæmt spádómi í 29. k. Jeremía v. 10-14 áttu þeir að vera í útlegð í Babýlon í 70 ár, en síð- an gætu þeir haldið aftur til fyrir- heitna landsins. Allt rættist þetta, og Guð gaf þeim annað tækifæri. Núna fengju þeir síð- asta tækifærið, 490 ár til þess að sanna sig sem Guðs útvalda þjóð! Sjá 9. k. Daníels v. 24-27 þar sem boðaðar eru 70 vikur, sem í spádómum Bibl- íunnar táknar jafnmörg ár og daga- fjöldi 70 vikna gefur til kynna, eða alls 490 ár. Sjá einnig 14. k. 4. Mósebókar v. 34 og 4. k. Esekíels v. 6 þar sem hver dagur í spádómum Guðs táknar ár. Daníel spámaður sagði fyrirfram um það, að í lok þessara 490 ára myndu gyðingar „drýgja glæpinn til fulls“ og aflífa hinn Smurða. Allt rætt- ist þetta. Þekktu þeir sinn vitjunartíma? Síðustu dagana áður en hann var handtekinn og líflátinn, var Kristur á leið til Jerúsalem þegar hann sagði þetta um borgina: „þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“ 19. k. Lúkasar v. 44. Ísraelsmenn eru enn við sama hey- garðshornið. Þeir hafa óbreytt við- horf til Guðs og ekki haldið sáttmál- ann. Enn eru þeir að bíða eftir þeim Messíasi er Ritningin boðaði. Staðan er óbreytt. Þótt þeir játi trú á Guð, geta þeir ekki talist kristnir, þeir höfnuðu Jesú. Þeir verða að trúa á Krist til að geta boðað hann öðrum, eins og Guð ætlaðist til. Hinir fjöl- mörgu spádómar um forystuhlutverk þeirra geta þ.a.l. ekki ræst. Ísrael er ekki lengur, og mun aldrei aftur verða, sérstakur „talsmaður“ Guðs á meðal þjóðanna. Það hlutverk hefur nú verið gefið öðrum, enda sagði Kristur: „Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess.“ 21. k. Matteusar v. 43. Hverjir eru í hlutverki hins sanna og andlega Ísraels? Pétur postuli segir í 2. k. 2. Péturs- bréfs v. 9-10, að útlendingarnir sem áður voru „ekki Guðs lýður“, séu nú orðnir lýður Guðs. Páll postuli tekur undir þetta í Rómverjabr. 9. kafla, en þar segir í v. 6-7: „Því að ekki eru allir þeir Ísraelsmenn, sem af Ísrael eru komnir. Ekki eru heldur allir börn Abrahams, þótt þeir séu niðjar hans“, sjá einnig v. 24. „Slík ker erum vér, sem hann hefur kallað, ekki aðeins úr flokki gyðinga, heldur og úr flokki heiðingja“. Sjá v. 27. „Þótt tala Ísraels sona væri eins og sandur sjávarins, þá skulu leifar einar frelsaðar verða.“ Þar sem gyðingar brugðust boðun- arhlutverkinu, varð Guð að fá aðra. Nú geta allir, af hvaða þjóð sem er, kallast Ísrael Guðs. Að sjálfsögðu stendur hjálpræði Guðs enn þeim Ísr- aelum til boða, sem meðtaka náðar- gjöf Guðs. En spádómar Biblíunnar varðandi það verkefni og þá framtíð- arsýn sem Guð ætlaði Ísraelsþjóðinni voru háðir skilyrðum. Þar sem hún hafnaði áformum Guðs, hefur þetta hlutverk verið fengið öðrum. Allt tal um að Ísraelsþjóðin sé að verða stórveldi á meðal þjóðanna er sinni sama hlutverki og áður fyrr, er ekki í samræmi við Orð Guðs, og sú kenning sem ýmsir halda á lofti að Jerúsalem nútímans verði miðpunkt- ur heimsins í einhverju þúsund ára gullaldarríki, á enga stoð í Orði Guðs. Ísraelsmenn trúa almennt ekki á Jesú Krist. Er Ísrael enn útvalin þjóð Guðs? Steinþór Þórðarson Trú Ef Ísrael er ekki útvalin þjóð guðs, spyr Steinþór Þórðarson, hver er það þá? Höfundur er guðfræðingur og prestur Boðunarkirkjunnar. Einföld, þægileg, hnéstýrð blöndunartæki. Þar sem ýtrasta hreinlætis er gætt. Hagstætt verð. ALDREI efaðist ég um það að hann Einar Oddur Kristjánsson væri stuðningsmaður sjávarútvegsins og landsbyggðarinnar. Það sýndi hann og sannaði í atkvæða- greiðslu á Alþingi um auðlindagjald á sjáv- arútveginn, en þingið samþykkti lög þess efnis síðasta starfsdag þingsins. Það er greinilegt að hann Einar Oddur, vinur minn, gerir sér grein fyrir því hvílík- ur bölvaldur þetta gjald mun verða fyrir sjávarplássin á landsbyggðinni. Mun þetta valda mikilli fólksfækkun í sjávarbyggð- unum þegar fram í sækir. Rekstr- arerfiðleikar fyrirtækjanna munu fara vaxandi, tekjur minnka og mannlíf verður fábreyttara og ein- hæfara. Þetta verður því miður af- leiðing þessarar gjaldtöku og það hefur hann Einar Oddur séð fyrir, einn þingmanna stjórnarflokkanna. Þökk sé þér, Einar Oddur Krist- jánsson. Hundrað og fimmtíu milljónir til viðbótar Ekki hef ég reiknað það út hvað fyrirtækin í sjávarplássunum á Vestfjörðum munu þurfa að greiða mikið í auðlindagjald, en ég veit að fyrirtækin hér í Eyjum munu greiða 150 milljónum króna meira í auðlindagjald, þegar það verður að fullu komið til framkvæmda, en þau greiða í dag. Heildargreiðslur útgerðarfyrirtækjanna hér í Eyj- um til hins opinbera í formi gjalda sem ég vil nefna auðlindagjald einu nafni, þ.e. veiðieftirlitsgjald og þróunarsjóðsgjald, nema 60 millj- ónum króna nú í ár, en verða sam- kvæmt nýsamþykktum lögum yfir 210 milljónir króna. Enginn þingmanna okkar með bakgrunn í sjávarútvegi Ég veit ekki alveg hvað hefur komið yfir blessaða stjórnarþing- mennina að samþykkja þessa óhæfu, að ekki sé talað um þá sem eru þingmenn okkar Sunnlendinga. Þetta eru bóndinn hún Drífa Hjartardóttir, steypustöðvarstjór- inn Kjartan Ólafsson, jarðareig- andinn og væntanlegi skógarbónd- inn Ísólfur Gylfi Pálmason, að ógleymdum vini mínum sjálfum landbúnaðarráðherr- anum, honum Guðna Ágústssyni. Af upp- talningunni sést að það er enginn þessara manna með bakgrunn í sjávarútvegi, sem er slæmt, því Vest- mannaeyjar eru fyrst og fremst útgerðar- bær og afkoma bæj- arfélagsins ræðst fyrst og fremst af gengi sjávarútvegs- fyrirtækjanna. Skiln- ingur alþingismanna á sjávarútveginum og þýðingu hans fyrir byggðarleg eins og Vestmannaeyj- ar er því mikilvægur og því er hörmulegt til þess að vita að eng- inn stjórnarþingmannanna hafi bakgrunn í þessum undirstöðuat- vinnuvegi. Því fór sem fór. Hvar eigum við að taka peningana? Nú vil ég skora á þessa þing- menn, næst þegar þeir verða á ferðinni hér í Vestmannaeyjum, að þeir komi til okkar útgerðarmanna og segi okkur hvar við eigum að taka þessa peninga sem þeir hafa samþykkt að láta okkur borga. Það er nú það minnsta sem þeir geta gert, úr því sem komið er. Ég get hins vegar seint fullþakk- að framgöngu Einars Odds vinar míns í þessu máli. Þú varst útgerðarmaður, Einar Oddur, og átt auðvitað heima í okk- ar hópi, þótt leiðir hafi skilið um sinn. Ég vona að þú standir með okkur áfram. Okkur veitir ekki af þínum stuðningi. Okkar maður Magnús Kristinsson Höfundur er útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum. Veiðileyfagjald Nú vil ég skora á þessa þingmenn, segir Magnús Kristinsson, að þeir segi okkur hvar við eigum að taka þessa peninga sem þeir hafa samþykkt að láta okkur borga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.