Vísir - 21.06.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 21.06.1980, Blaðsíða 4
y/Sf'IZ,Lau.arda.ur 21. júnl 1980 4 Uppúr aldamótunum síö- ustu fóru nokkrir ungir ís- lenskir rithöfundar að hasla sér völl á Noröur- löndum og sérstaklega í Danmörku. Þeir skrifuðu verk sín á dönsku til þess aö ná til stærra menn- ingarsvæðis en ísland hafði uppá að bjóða og tókst á skömmum tíma að ná góðu valdi á hinni fram- andi tungu og ávinna sér mikið álit. Þessir voru helstir : Gunnar Gunnars- son, Guðmundur Kamban, Jónas Guðiaugsson og Jó- hann Sigurjónsson. Á fimmtudaginn 19. júní, verða 100 ár liðin frá fæð- ingu hans og var af því til- efni dagskrá í Þjóðleikhús- inu um Jóhann og verk hans og Rikisútvarpið flutti leikrit hans um Galdra-Loft. Jóhann Sigurjónsson var eitt fremsta leikritaskáld okk- ar Islendinga og skulu hér rif juð upp fáein atriði ævi hans. Bernska og skólaganga Þaö geröist 19. júni 1880 aö Jóhann Sigurjónsson baröi heim inn fyrst augum og heimurinn Jó- hann. Barsmiöar þessar áttu sér staö aö Laxamýri I Þingeyjar- sýslu en þar var faöir hans gild- astur bænda. Sigurjón átti marg- ar jaröir og þótti hinn mesti dugn- aöarforkur svo aö flest þaö lukk- aöistsem hann tók sér fyrir hend- ur .Móöir Jóhanns, frú Snjólaug Þorvaldsdóttir, þótti á hinn bóg- inn fremur hneigjast til andans en efnisins og haföi mikiö yndi af skáldskap Jónasar Hallgrimsson- ar. Hjá foreldrum sinum ólst Jói litli upp viö nokkurt atlæti en hann var yngstur i hópi margra systkina. Skólagangan hófst snemma og af Jóhannesi bróöur sinum læröi Jóhann náttúrufræöi og ensku en þeir bræöur voru alla tiö miklir vinir og skiptust lengi á vinsamlegum bréfum. Siöan geröist þaö næst aö Jóhann hleypti heimdraganum og fór i latfnulæri til mágs sins, sóknar- prestsins á Sauöárkróki, áriö 1895. Þaöan lá svo leiöin suöur til Reykjavikur þar sem Jóhann inn- ritaöist I Latinuskólann i Reykja- vik. Honum sóttist námiö og ku hafa haft ágæta kennara þar sem voru Bjarni frá Vogi og Steingrimur Thorsteinsson. Snemma tók Jóhann aö uppá- halda raunvisindi og sér I lagi náttúruvisindi, helsti metnaöur hans á þeim árum mun hafa veriö aö vinna bændastéttinni gagn. Jóhann var svo ákafur námsmaö- ur aö fyrir vorpróf lokaöi hann sig algerlega inni og las og las en engu aö siöur stundaöi hann félagslif af þrótti og var meöal frumkvööla Bindindisfélagsins i skólanum. Þaö var á Latinu- skólaárunum sem Jóhann skrif- aöi sitt fyrsta leikrit og var þaö sýnt I skólanum en er nú glataö. UM ÆVI J EN 19. J FRÁ Teikning af Jóhanni eftir Harald Slott Möller (1918) ,,Sá okkar sem hlýtm Úttil Kaupmannahafnar.. Er Jóhann Sigurjónsson haföi lokiö prófi úr 4öa bekk Latlnu- skólans varö sú breyting á högum hans aö hann ákvaö aö hætta þar námi á stundinni. Þótti mörgum þetta óráö en Jóhanni varö ekki haggaö. Hann vildi þá halda þeg- ar I staö til Kaupmannahafnar og setjast þar á skólabekk Landbún- aöarskólans hvar hann hugöist fullnema sig I þvi fagi aö lækna sjúk dýr. Siöan ætlaöi hann aö setjast aö á Akureyri og rækja sina iön. Hann var þá óopinber- lega heitbundinn konu nokkurri á Noröurlandi sem var honum tals- vert eldri og ein sagan kveöur hann hafa viljaö hraöa gifting- unni sem mest hann mátti áöur en kvenmaöurinn yröi of gamall. Nema hvaö: myndarlega styrkt- ur af karli fööur sinum sigldi Jóhann utan til Kaupmannahafn- er og kom þangaö aö hausti 1889. Þó Jóhann hafi ástundaö dýra- læknisfræöin af mikilli atorku hin fyrstu árin I Kaupmannahöfn var margt sem glapti i stórborginni. Til aö byrja meö leiö Jóhanni ákaflega illa og þráöi þaö mest aö komast aftur heim til Islands og heim á Laxamýri. Smátt og smátt tókst honum aö aölagast borgar- llfinu og fór aö kunna vel viö sig. Ef til vill var þaö ekki hvaö sist hiö fjölskrúöuga leikhúslif i borg- inni sem olli þvi, Jóhann heillaö- ist af leikhúsinu og innri þörf hans til þess aö skrifa jókst um allan helming. Um skeiö átti hann i miklu sálarstriöi um þaö hvaöa braut skyldi velja: dýralækning- ar eöa ritstörf. Sú varö niöurstaö- an á endanum aö hann hætti námi i Landbúnaöarskólanum sumariö 1902, er hann átti aöeins eitt ár eftir, og helgaöi sig þvi leikriti sem hann var þá meö I smiöum og kallaöi Dr. Rung. ...og ekki heim aftur Eftir þetta bjó Jóhann jafnan i Kaupmannahöfn og kom ekki til Islands nema i stuttar heimsókn- ir. Hann eignaöist fljótt ýmsa góöa vini á svipaöri bygljulengd, bæöi danska og islenska, en einsog fram kom i upphafi höföu þeir Gunnar Gunnarsson, Guö- mundur Kamban og Jónas Guö- laugsson allir sest aö i Danmörku og rituöu á dönsku. Þann siö tók Jóhann upp enda þótt þeir félagar væru af sumum jafnvel sakaöir um landráö þegar þaö fréttist uppá Islandi. Margir af mestu andans mönnum Dana uröu vinir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.