Vísir - 21.06.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 21.06.1980, Blaðsíða 17
vtsnt Laugardagur 21. jjúnt 1980 16 VÍSIR Laugardagur 21. júní 1980 ,/Ég lofaöi þessu viötali sumpart af því að ég átti von á venjulegu ólukkans sautjánda-júní-veðri og líka vegna þess að ég þurfti ekki aö skemmta þetta árið," segir Arni Tryggvason leikari þegar ég heimsæki hann á miðj- um þjóðhátiðardegi og hermi uppá hann loforð um Helgarblaðsviðtal. „A und- anförnum árum hef ég yfirleitt verið að skemmta börnum niðrá Arnarhóli um þetta leyti á sautjándann, oftast hefur verið rigning, síðast í fyrra hellirigndi þegar við vor- um að skemmta," segir Arni og býður til sætis. Hann er kvikur i hreyf- ingum, lágur í loftinu og röddin er sterk og lætur kunnuglega í eyrum. Hann er órakaður. Ég hef auð- vitað ekki orð á því en er því feginn að Ijósmyndar- inn hefur týnt minnisblað- inu. „Hlutverkið útheimtir þetta," segir hann síðar í spjalli okkar og strýkur þriggja daga gamalt skeggið í andlitinu. Það er hlutverk Estragons í leik- riti Samuels Beckett, „Beðið eftir Godot", sem um er rætt en Leikfélag Akureyrar sýnir þetta verk í Reykjavík á Listahátíð um þessar mundir. Árni Tryggvason hefur starfað með Leikfélagi Akureyrar fyrri hluta þessa árs. Svolítið sorglegt „Viö hjónin fórum til Akureyr- ar 20. janúar og vorum þar fram i maí,” segir Arni. „Þjóöleikhúsiö og Leikfélag Akureyrar höföu skipti á leikurum, ég fór noröur og Þráinn Karlsson suöur. Ég ef- ast ekki um gildi þess aö hafa svona skipti, en manni þótti þaö kannski svolitiö sorglegt aö æfa 1 tvo og hálfan mánuö og fá svo heldur litla aösókn á Akureyri. Okkur þótti þaö leiöinlegt. En þaö er ekkert viö þvl aö segja, svona gengur þetta i leiklistinni, annaö hvort hefur fólk áhuga á þvi sem maöur er aö gera eöa ekki. Leik- ritinu var vel tekiö af þeim sem sáu þaö, þvi er ekki aö neita. Hér fyrir sunnan hefur veriö mikil aö- sókn aö leikritinu og tvær auka- sýningar, sem er sérlega skemmtilegt þar sem þetta er liö- ur I Listahátiö.” „Þú ert þarna á þinum bernskuslóöum i Iönó.” „Já, þaö eru tuttugu ár siöan ég lék i Iönó og mér fannst dálitiö sérkennilegt fyrst aö koma fram þarna aftur.” „Og svo hefur þú veriö á öörum bernskuslóöum I vetur, þ.e. fyrir noröan?” „Rétt er þaö. Ég er ættaöur aö noröan. Ég er Hriseyingur, þó ekki hreinræktaöur þvi ég er frá Arskógsströndinni. Foreldrar minir fluttu hins vegar til Hris- eyjar þegar ég var á þriöja ári og þar ólst ég upp. Ég á margar góö- ar minningar frá Hrisey.” Tók krók á leið mina „Þaö geröist dálitiö skemmti- legt,” heldur Arni áfram, „i sam- bandi viö æfingarnar á Godot. Svo mikiö var aö gerast um frumsýn- ingarleytiö á „Herbergi 213” aö hvergi var hægt aö fá æfingaaö- stööu svo viö fórum bara út I Hrisey og vorum þar I heila viku. Viö fengum lánaö samkomuhús- iö, þar sem ekki var veriö aö nota þaö. Og þetta var mjög skemmti- legt.” „Ertu allan þinn uppvöxt i Hrisey?” „Nei, þegar ég var nitján ára gamall flutti ég frá eynni og fór þá austur á Borgarfjörö eystra og vann I tvö og hálft ár i kaupfélag- inu þar. Svo var ég á leiöinni legan vinnudag og eru sjaldan heima. Vinnutiminn er ákaflega óvenjulegur, maöur er eiginlega fastur i ákveönum hring og á ekki samleiö meö fólki sem vinnur reglulegan vinnudag, nema aö litlu leyti. Og þaö getur veriö dálitiö erfitt á stundum fyrir fjöl- skylduna. En þetta er atvinna sem maöur hefur valiö sér sjálfur og úti þessa vinnu fer maöur ekki án þess aö hafa áhuga á starfinu. Ég á margar góöar endur- minningar úr leiklistinni en auö- vitaö koma inná milli timar sem eru manni ekki nógu hliöhollir, t.d. hlutverk sem kallar ekki alltof mikiö til manns. Þaö getur gert manni dálitiö gramt I geöi. En ég hugsa þaö sé i færri tilvik- um sem maöur finnur ekki eitt- hvaö skemmtilegt i hverju hlut- verki. Þaö er ekki hægt aö búast viö þvi þegar maöur leikur þrjú fjög- ur fimm hlutverk á hverju ári aö þau kalli öll til manns. Þegar um atvinnuleikhús er aö ræöa veröur maöur aö taka þvi sem aö hönd- um ber. Auövitaö er hægt aö hafa mótmæli i frammi en kannski ekki neita . Og ég man ekki til þess aö ég hafi nokkru sinni neit- aö aö leika hlutverk. Og hafi ég einhvern timann haft sérlega leiöinlegt hlutverk, þá er ég búinn aö gleyma þvi.” Kristin Nikulásdóttir eiginkona Arna, kemur nú til okkar, heilsar blaöamanni og húsbóndinn segir: „Sestu hérna hjá okkur, Stina min”. Hún kveöst koma aö vörmu spori. Arni heldur áfram þar sem frá var horfiö: „Er þaö ekki eins og þaö ætti aö vera i lifinu, á maöur ekki aö gleyma þvi leiöinlega? Leikarablóð í ættinni „Vaknaöi áhugi þinn á leiklist strax á unglingsárunum þegar þú varst i Hrisey?” „Þaö var ekkert starfandi leik- félag I Hrisey á þessum árum, en samt leikiö töluvert og alla jafna tvö leikrit á vetri. Þaö eru ekki nein stórhlutverk eins og gefur aö skilja en leiklistaráhuginn mikill. Ég veit ekki hvort þaö hafi nokk- urn timann hvarflaö aö mér á unglingsárunum aö gerast leik- ari. En kannski hefur þetta veriö i blóöinu. Þaö er dálitiö skrýtiö aö móöir min, nú 94 ára gömul, haföi sem ung stúlka ákaflega mikla löngun til þess aö veröa leikari. A þeim tima held ég mér sé óhætt aö segja aö ekki hafi veriö um leiklist aö ræöa nema á Mööru- völlum. Og þá léku konur aldrei! Þegar móöir min flutti svo til Hriseyjar lék hún I þó nokkrum leikritum. Ég man aöeins eftir henni einu sinni þegar ég var smákrakki og gleymi þvi aldrei hvaö mér þótti þaö sérkennilegt áttta ára stráknum. Táknrænt fyrsta hlut- verkið Ég lék aöeins eitt hlutverk i Hrisey þegar ég var krakki I skóla. Þaö hlutverk var kannski dálitiö táknrænt fyrir þaö sem á eftir fór þvi þá lék ég kvenmann! Ég lék gamla konu sem var aö kenna barnabörnum sinum aö þekkja á klukkuna. Táknrænt segi ég sökum þess aö þaö er taliö aö ég hafi slegiö fyrst I gegn I „Frænka Charlies”. Þegar ég kom á Borgarf jörö lék ég I nokkrum leikritum. Ég var i ungmennafélaginu og stundaöi iþróttir nokkuð og lenti þar I góö- um félagsskap þar sem leiklist var I hávegum höfö. Þarna voru margir ágætir leikarar, — eins og reyndar I öllum þorpum á Islandi. Þetta er stórmerkilegt þjóöfélag hvaö þaö snertir. Ég held tæpast aö þaö sé til sá staöur á landinu þar sem leiklist hefur ekki veriö meira eöa minna stunduö. tlt- lendingar standa alveg gapandi yfir þvi hversu leikhúsaösókn er mikil hér á tslandi.” Kristin er komin meö hrásalat fyrir strákana til þess aö narta i meöan spjallaö er. En Arni held- ur sinu striki. „Þetta er áreiöanlega mjög gott fyrir alla þar sem leiklistin er svo stór þáttur af félagslifinu. Ég veit t.d. hvernig þetta er i Hrisey.” „Ég man ekki til þess.aö ég hafi nokkru sinni neitaö aö leika hiutverk.” „Umfram aíít audmjúkur gagnvart Ustinni Arni Tryggvason leikari í þjódhátiðarrabbi Þaö sem nafni Hriseyjar hefur aftur skotið upp spyr ég hvort hann hafi ekki átt góöa æsku i eynni. „Jú.mjög skemmtilega. Æskuár min i Hrisey eru mér mjög eftir- minnilegur timi, enda er þaö svo, aö ég hef ekki getað slitiö mig frá eynni. Svo færöist þetta yfir á frúna lika. Viö erum búin að stunda þarna sjó i tuttugu ár.” Kristin og Arni hafa komiö sér upp húsi i Hrisey og dvelja þar I öllum sinum fristundum þegar þau koma þvi viö og stunda þar sjóinn af kappi á nýju fleyi sinu. Góður í tíu til tólf föðmum „Þú hefur kannski ætlaö þér aö veröa sjómaöur, þó annaö hafi oröiö ofan á?” „Já, ef ég hef ætlað mér nokk- uö, ég veit þaö ekki. Minn hugur stóö mikiö til þess aö veröa sjó- maöur og það er I mér mikill sjó- maöur. Ja, kannski ekki mikill,” segir hann og skellir upp úr. „Svona fjörufiskari sem sér alltaf heim. Út á reginhafi vil ég ekki vera. Kannski heföi ég aldrei get- aö oröiö alvörusjómaöur, en ég er mjög góöur svona viö fjörurnar, á tiu til tólf föömum.” „Hann er flinkur aö fá hann þar,” segir Kristín „en ég vil á hinn bóginn fara eitthvert langt út á haf.” „Ég held aö henni væri alveg sama þó hún sæi aldrei land,” segir Arni. Mikið slys Nú sneruhn viö okkar kvæöi i kross sem sagt er og leikhúsmálin á Akureyri voru rædd um stund: „Þaö er búiö aö segja upp öllu fólki hjá Leikfélagi Akureyrar”, segir Arni, ,„og framtlðin hjá þeim er mjög óörugg. Ég tel þaö yröi mikiö slys ef atvinnuleikhús legöist niöur á Akureyri. Þaö væri hrein skömm aö þvi! Leikhúsiö er þaö dýrt i rekstri aö þaö getur ekki starfað meö óbreyttu fyrir- komulagi og þaö veröur aö auka styrkveitingar, ef afstýra á slys- inu.” Mannlifið hefur svo marg- ar skoplegar hliðar Frá leikhúsmálum nyöra höld- um viö yfir I heim hugmyndanna og reviuleikhús eru nefnd á nafn. Arni hefur oröið: „Þaö sem uppá hefur verið boö- iö á þessu sviöi á undanförnum árum hefur gert sig ágætlega og ég er alveg sannfæröur um þaö aö hér væri hægt aö reka reviuleik- hús. Þaö er ekki svo litiö alltaf aö gerast I þjóöfélaginu! En kannski vilja menn ekki leggja sig niöur viö þetta, e.t.v. finnst góöum höf- undum einhver skömm af þvi aö skrifa fyrir reviur. En þaö er engu likara en aö þetta leiklistar- form hafi dáiö út meö Haraldi A. Alfreð, Indriöa og Tómasi. Ég tók þátt i revium tvisvar eöa þrisvar sinnum og ég man þaö var alveg rokgangur i þessu. En þó þetta hafi veriö sérlega góöir menn, furöar maður sig samt á þvi aö reviuleikhús skuli ekki hafa verið reynt aftur, ein- faldlega vegna þess aö mannlifiö hefur svo margar skoplegar hliö- ar. Ég veit ekki hvaö er aö. Erum viö kannski aö veröa svona húmorslausir? Harmskopið fellur mér best „Nú hefur þú jöfnum höndum leikiö I gamanleikjum og alvar- legum leikritum, hvort hefur fall- iö þér almennt betur?” „Ég hef mjög gaman af hvoru tveggja. Þaö sem menn kalla þeir, „bara svona tíu minutur.” „Ég hef ekki nokkurn skapaöan hlut,” segi ég. „Þú þarf ekkert aö gera,” segja þeir, „þú getur bara komiðog syo kemur þetta.” — En þaö er bara aldeilis ekki svoleiöis. Ég get ekki verið fyndinn nema ég sé búinn aö undirbúa mig.” „Halló, Lilli klifurmús" Arni er kunnur fyrir þátt sinn i barnaleikritum, ég spyr hann hvort viö gerum nóg fyrir börnin i leikhúsi. „Areiöanlega ekki, viö þurfum aö sinna þeim meira. Þaö veröur lika aö gera þá kröfu til höfunda aö þeir skrifi ekki bara fyrir börn, þvi börn eru fólk. Ég vil heldur tvær sýningar fyrir fulloröna en eina fyrir börn sökum þess aö þaö er miklu erfiöara. Þau eru miklu kröfuharöari áhorfendur. Þegar fullorönu fólki likar eitt- hvaö ekki I leikhúsi þegir þaö, en þaö gera börn ekki. Þau vilja fá sitt. En ég hef haft mjög gaman af þvi aö leika fyrir börn og mér þykir skemmtilegt þegar börn hrópa aö mér á götu: „Halló, Lilli Klifurmús.” Þaö hlýjar um hjartaræturnar.” „Ertu hamingjumaöur?” „Ég get ekki sagt annaö. Ég veit ekki undan hverju ég ætti aö kvarta.” „Hvaö meturöu mest I fari ann- arra?” „Ég met mest i fari fólks aö þaö sé heiöarlegt. Og hvaö leiklistina snertir aö vera heiöarlegur og samkvæmur sjálfum sér, — og umfram allt auömjúkur gagnvart listinni. Þannig vil ég aö allir séu og þá hlýtur árangurinn aö veröa góöur. Ég get ekki annaö sagt en ég hafi kynnst nema góöu fólki.” Svo endum viö spjalliö á þjóö- hátiöartertu Kristinar en af þvi áti fara engar sögur. —Gsal Texti: Gunnar Salvarsson hálfan mánuö eöa svo, ætlaöi aö taka mér sæmilegan tlma I þaö aö skoöa mig um, enda aldrei fyrr komiö hingaö i höfuöborgina. Og þá var hann bara búinn aö ráöa mig 1 kjötbúö aö Laugavegi 2, hjá Tómasi Jónssyni Svo sagöi hann viö mig aö ég yröi aö sækja um skólann hjá Lárusi Pálssyni, sem auglýstur yröi um haustiö. Þar var ég I þrjú ár.” „Færri tilvik sem maður finnur ekki eitthvað skemmtilegt" Arni gerir hlé á máli sinu. Segir svo: „Ég kannski sé ekkert eftir þessu, ekki svoleiöis. Þetta hefur gengiö svona þokkalega. Ég held ég megi vera sæmilega ánægöur meö mitt hlutskipti. Ég á ágæta konu og þaö er ekki litiö atriöi hjá mönnum sem vinna mjög óvenju- „Þaö eru tuttugu ár siöan ég lék I Iönó og mér fannst dálitiö sérkenni- legt fyrst aö koma fram þarna aftur.” harmskop fellur mér eiginlega best. Ég hef verið svo heppinn aö festast ekki I neinu ákveönu þó gamanleikurinn hafi oröiö ofan á i gegnum árin. Ég byrjaöi aö leika á þeim timamótum þegar Þjóö- leikhúsiö var aö opna og flestir leikarar fóru þangaö. Viö sem vorum á hinn bóginn nýgræöingar og vorum I Iönó þurftum jöfnum höndum aö leika gaman og al- vöru. Og þetta tel ég hafa verið lán. „Gamanleikurinn hefur þó ein- kennt þinn feril meira en annaö.” „Vegna þess aö skopiö nær aö þvi er viröist til fleiri þá er eöli- legt aö svo sé. Og ég er þeirrar skoöunar, aö a.m.k. 80% af fólki fari I leikhús til þess aö skemmta sér. Svo er lika svo hollt að hlæja. Þaö sagöi einu sinni læknir viö mig: „Ef þú getur komiö fólki til aö hlæja frá innsta hjartans grunni, þá er þaö á viö mörg meöalaglös.” „Reynir þú yfirleitt aö sjá bros- legu hliðar lifsins?” „Já, þaö hefur fylgt mér aö vera bjartsýnn. Þaö hefur veriö sagt um gamanleikara aö þeir séu heldur leiöinlegir og erfiöir á heimili. Ég vil nú ekki alveg skrifa undir þaö. Ég held ég sé ekkert átakanlega leiöinlegur heima. Kannski mátulega. Þessi skoðun er þó skiljanleg aö mörgu leyti, þvi einhvers staöar veröa gamanleikarar aö slappa af og þá er þaö auövitaö helst heima hjá sér. Þaö hefur stundum veriö hringt til mln og ég beöinn aö koma og skemmta einhvers staöar. „Þú þarft ekki aö vera lengi,” segja heim, búinn aö senda dótiö mitt heim I Hrisey og ætlaöi aö gerast sjómaöur, en tók krók á leiö mina og fór hingaö til Reykjavikur. Ég átti hér og á hér tvær systur og hugöist heimsækja þær, en endir- inn varö sá aö ég fór aldrei aftur til Hriseyjar ekki til þess aö vera þar, — nema bara á sumrin.” Réð mig í kjötbúð ',Var þaö leiklistin sem hremmdi þig?” „Já,” segir hann en dregur tón- inn þó aðeins viö sig. „Ég haföi leikiö I nokkrum leikritum austur á Borgarfiröi og Jón Björnsson kaupfélagsstjóri ýtti mér eigin- lega út I þetta. Hann sagöi aö ég ætti annaö hvort aö fara I söng- nám eöa leiklistarnám, og réöi mig hér I kjötbúö aö mér for- spuröum!” Hann hlær, en heldur svo áfram. „Ég var búinn aö vera hér i Arni Tryggvason og Kristin Nikulásdóttir. „Þaö hefur veriö sagt um gamanleikara aö þeir séu heldur leiöinlegir og erfiöir á heimili. Ég vil nú ekki alveg skrifa undir þaö.” 17

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.