Vísir - 21.06.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 21.06.1980, Blaðsíða 20
VISIR iLaugardagur 21. júnl 1980 hœ kiakkar! Þarna er veriö aMeggja af staö I gönguferðina. (Visismynd: Anna) Góöir vinir Ka'trín Þormar er 9 ára og á heima í Kópa- vogi. Bróðir hennar heitir Gylf i Þór og er að verða 5 ára. Gylfi Þór og Katrín eru mjög góðir vinir og þegar Gylfi fer á gæslu- völlinn á daginn, fer Kat- rín oftast með honum og leikur við hann. — Ætlar þú að verða fóstra? spurði ég Kat- rínu, þegar ég hitti þau systkinin nýlega á gæslu- Beöiö viö hliöiö. Krakkarnir heita Ingvar og Eygló. (Visismynd: Anna) vellinum við Fögru- brekku í Kópavogi. — Nei, sagði Katrín. — Ertu kannske ekkert farin að hugsa um það, hvað þú ætlar að verða, þegar þú verður stór? — Jú, ég er alveg ákveðin. — Hvað hef urðu hugsað þér? -Ég ætla að verða læknir. — Og ég ætla að verða tæknif ræðingur, segir Gylfi Þór. — Hafið þið þurft að ieggjast inn á spítala? — Já, tvisvar ég, segir Katrín, ég var með asma. — Ég þurfti að fara á spítala, segir Gylfi Þór, þegar ég meiddi mig í höfðinu. Ég datt í tröpp- unum heima og það kom sprunga í höfuðkúpuna, — Er gaman á gæsló? — Já, það er gaman hér á gæsló, sögðu bæði systkinin. Ég gat ekki talað leng- ur við þau núna, því að gæslukonurnar ætluðu að fara með alla krakkana í gönguferð, af því að veðrið var svo gott. Þegar veðrið er gott mega börn- in hafa með sér nesti á gæsluvöllinn og þá er ein- staka sinnum farið í stuttar gönguferðir, t.d. upp á túnið við Digranes- skólann en það er örstutt frá gæsluvellinum. Það er líka stutt í annað tún, sem heitir Ástún. Þar geta börnin farið og kynnst hestum, sem þar eru og á vetrum eru þar góðar skíðabrekkur. En það er nú reyndar að verða liðin tíð, þar sem fyrirhugaðar eru bygg- ingará þvi svæði. Ástúnið er í Fossvogsdal, þar sem fyrirhuguð er hraðbraut. Um hana hef ur þó ekkert verið endanlega ákveðið, endaer Fossvogsdalurinn mjög vel fallinn til að vera útivistarsvæði fyrir tvö bæjarfélög, Reykja- vík og Kópavog. FLUGDREKAR Flugdrekarnir okkar fljúga fram og aftur eins og skip á himninum. Hvar skyldu þeir lenda ef við slepptum böndunum og létum þá fjjúga áfram út í buskann? Kannske færu þeir um skóga ókunnra landa eða lentu á hæstu toppum hárra fjalla í fjarlægð. Daviö Haukur, Breiöási 5, Garöabe, geröi þessa mynd. Þarna eru menn I byggingarvinnu, sennilega aö byggja blokk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.