Vísir - 21.06.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 21.06.1980, Blaðsíða 31
Laugardagur 21. júní 1980 31 Útsendarar Clash voru I Hafnarstræti f gær. Vfsismynd: JA Bréi samgðnguráðuneytísins: Beðið umsagnar flugvaliarstjóra á Kefiavfkurflugveill „Þetta bréf var afgreitt i fyrstu lotu þannig aö það var sent flugvallarstjóra á Kefla- vikurflugvelli til umsagnar,” sagði Ólafur Jóhannesson, utanrikisráðherra, er hann var inntur eftir framgangi mála vegna yfirráða yfir flug- stjórnarmálum á Keflavikur- flugvelli. í frétt i Visi i gær, var sagt frá bréfi samgönguráöherra til utanrikisráðuneytisins, þar sem krafist er yfirráða yfir flugstjórnarmálum á Kefla- vikurflugvelli, en fjármál og mannaráðningar þar hafa hingað til heyrt undir utarv- rikisráðuneytið. Ólafur Jóhannesson vildi ekki tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Guðmundur Matthiasson, deildarstjóri, sem átti hlut- deild i skýrslu i þessu máli frá flugmálastjóra, sagði að mál- ið væri óafgreitt frá hans bæjardyrum séð. í þessari skýrslu kom fram að aukin tiðni flugumferðaróhappa geti leitt til stórslysa á flug- stjórnarsvæöi Keflavikurflug- vallar. ,,Ég vil ekki tjá mig um þetta,” sagði Guðmundur, „Þetta er trúnaðarmál milli okkar og ráðuneytanna og er nú i afgreiöslu hjá þeim.” „Laugar- dalshöll er ðrl siór” Djcj öin í Æ ' / Sg FORSETAKJÖR1980 - sðgðu rótarar Ciash.sem skoðuðu hölllna I gær Útsendarar The Clash komu til landsins i gær, en sjálfir spilar- arnir mæta fyrst i dag. Þegar tiðindamaður Visis hitti útsend- arana, sem reyndust kalla sig ljósa- og hljóðameistara hljóm- sveitarinnar voru þeir aö kanna þau magnarakerfi, sem kostur er á i landinu, þar eð The Clash vildi koma með sem minnst með sér. Hljóðameistarinn Jeffrey Hooper gerði ráö fyrir að nauðsyn væri á 2000 watta magnara en sagði að þeir notuðu venjulega 7000 watta magnara. Þetta færi allt eftir stærö hússins. Þó fannst þeim báðum Laugardalshöllin ansi stór, „við verðum að fá a.m.k. 2000 manns til að bæta það upp.” Sviðsmynd þeirra Clash-manna kemur með frá Bretlandi og er hún af kjarnorkuhverfi, risastór, máluð svörtum og appelsinugul- um litum. Ljósameistarinn, Warren Steadman sagði hljómsveitina rétt nýkomna úr feröalagi um Evrópu, hefðu þeir spilað i Þýskalandi, Italiu, Belgiu og Frakklandi. Gekk það allt að ósk- um, nema hvað annar gitar- leikarinn var handtekinn af lög- reglunni i Hamborg fyrir að hafa lamið áhorfanda. „Það varð allt vitlaust þarna i Hamborg, Þjóðverjarnir eru a.m.k. tveimur árum á eftir timanum i músik og tóku okkur svona eins og gert var heima i Englandi 1976, uröu fok- illir og allt logaði i óspektum fyrir framan sviðið. Og i Frakklandi var sömu sögu að segja en þó var enginn laminn þar. Roxy Music áttu aö spila á undan okkur, svona til að hita liðið upp, en þeir þverneituðu, voru bara móðgaðir.” Þeir félagarnir sögöu að næsta verkefni The Clash væri plötu- upptaka og er verið að undirbúa hana. Sú plata yröi sennilega tvöföld og gerð hjá CBS. Ms Vfsisbfó Hljómbær heitir söngvamynd, sem sýnd verður i Visisbió i dag. Myndin er meö islenskum texta og I litum. Sýningin hefst kl. 15 i Hafnarbió. Lánskjaravísitaia 167 Lánskjaravisitala fyrir júli- mánuð hefur verið reiknuð út. Hún reyndist 167, segir i frétt frá Seðlabankanum. SKRIFSTOFA Vigdisar Finnbogadóttur er að Laugavegi 17, 2. hæð. Opið kl. 10-21 alla daga. Simar 26114 og 26590. 8ÍL AlSiGA Skeifunni 17, Simar 81390 ^VV.V.V^V.V.’.V.V.W.V.V.V.V.WAV.V, B/LASALA TÓMASAR auglýsir OPIÐ KL. 9-22 ALLA DAGA NEMA SUNNUDAGA. / Æ Á \ Höfum fjöldann allan af stórum og smáum bílum á skrá í W.W.V.VVAW.V.’AW.V.’.V. Vegna mikillar eftirspurnar óskum ■: við eftir öllum í tegundum bíla ■: á skrá og á staðinn :■ .W.V.V.V.'/a'’ Garðabær: Tlllögur um sklpuiag tll sýnls Akveðið hefur verið að kynna tillögu að skipulagi Garðabæjar sem unnin var á árunum 1973—1976 með áorðnum breyt- ingum. Verður sýningin i Garða- skóla stofu 101 fram til miðviku- dags 26. júni frá kl. 16—19. Það er von bæjarstjórnar og skipulagsnefndar, að allir þeir, sem vilja taka þátt i mótun bæjarins snúi sér til þeirra með ábendingar, sem gætu stuðlað að æskilegri framtiðarþróun, með hag allra bæjarbúa i huga. Höfundur skipulagsins Gestur Ólafsson og Pálmar Ólason munu svara fyrirspurnum frá kl. 18—19 sýningadagana. JONSMESSUHATIÐ _______MEÐ VIGDÍSI í LAUGARDALSHÖLLINNI þriðjudaginn 24. júní kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Húsið opnað kl. 20.00. FJÖLMENNUM í HÖLLINA GERUM ÞENNAN FUND HÁPUNKT SÓKNARINNAR ’Stuðningsmenn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.