Vísir - 21.06.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 21.06.1980, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. júnl 1980 9 Kaleikurinn, kvikmyndirnar! Þessa vikuna sáu þingmenn þjóöinni svo sannarlega fyrir umræöuefni og tókst jafnvel Listahátfö ekki aö setja á svið meiri uppákomu en varö vegna ákvöröun- ar þingfararkaupsnefndar um aö bæta 20% launa- hækkun ofan á þingmannslaunin meö tilvísun til yfir- vinnuálags stofnanastjóra í ríkiskerfinu. og króka- leiðir kerfisins ForsætisráBherra þjóBarinn- ar sagBi á Austurvelli á þjóB- hátiBardaginn, aB þessar launa- bætur gætu ekki orBiB aB veru- leika nú þegar viBræBur um almenna kjarasamninga væru á viBkvæmu stigi, og taldi aB þingmönnum yrBi greiBi ger meB þvl aB fela öBrum aB ákvarBa kjör þeirra, — „taka þennan kaleik frá þeim”, eins og hann orBaöi þaB. Nú hefur þingfararkaups- nefndin ákveBiö aö ýta kaleikn- um á undan sér fram á haust- daga samkvæmt tilmælum þingforsetanna, þannig aö hljótt veröur væntanlega um kjara- mál þingmanna um sinn á meö- an \ kjarasamningar eru geröir viö almenning i land- inu. Vilja þingmenn kjaradóm Þingforsetarnir hafa nú ákveöiB, aö þvi er viröist vegna þrýstings frá rlkisstjórninni, aö fela skrifstofustjóra þingsins aö undirbúa endurskoöun á gild- andi lögum og reglum um kjaramál þingmanna. I umræBum um þingfarar- kaupshækkunina hafa ýmsir haft á oröi, aB eölilegast væri aö Kjaradómur yrBi látinn ákveBa laun þingmanna. Þótt raddir heyrist I þá veru er heldur ólik- legt aö meirihluti sé fyrir þeirri •••••••••••• ritstjórnar pistill ólafur Ragnarsson ritstjóri skrifar breytingu nú frekar en fyrri daginn. Á þaö reyndi á alþingi á árinu 1978, er þeir Vilmundur Gylfa- son og EiBur GuBnason fluttu frumvarp þess efnis aB breyta lögunum frá árinu 1964 um þing- fararkaup alþingismanna. Þetta frumvarp var fellt. ÞaB var raunar ekki i fyrsta sinn, sem þetta efni komst á dagskrá alþingis þvi aö þeir Gylfi Þ. Gislason og Ellert B. Schram höföu tvivegis áöur flutt frum- varp um sama efni, sem ekki höföu náö fram aö ganga. Frumvarp þeirra Vilmundar og Eiös er efnislega samhljóöa frumvörpum Gylfa og Ellerts og segir i fyrstu grein þess: „Launakjör alþingismanna skulu ákveöin af Kjaradómi. Kjör alþingismanna aö öBru leyti, svo sem húsnæBis-, dval- ar- og ferBakostnaBar, skulu sömuleiöis ákveBin af Kjara- dómi aö fengnum tillögum þing- fararkaupsnefndar ”. Vonandi veröur þetta frum- varp flutt einu sinni enn á þingi i haust, þannig aö séö veröi, hvort hugur fylgir- máli hjá þeim, sem nú vilja setja mál sin i Kjaradóm, og hvort hinir eru fleiri á alþingi, sem áfram vilja skammta sér launin. Millivegur og mannsæm- andi laun Eflaust þykir ýmsum þing- mönnum þaö vafasamt aB Alþingi feli Kjaradómi aB ákvaröa laun sin og láti þannig dómsvaldiö og framkvæmda- valdiö alfariö ráöskast meö kjaramál sln. Ef menn vilja fara einhvern milliveg I þessum efnum er sú leiB meBal annars fær, aö þingiö ákvaröi þá viB- miöun úti i þjóöfélaginu, sem tekiö sé tillit til varöandi laun þingmanna, til dæmis aö þing- mannalaun séu hin sömu og laun ráBuneytisstjóra, en kjara- dómur mun einmitt hafa ákvaröaö laun ráBuneytisstjóra frá þvi I fjármálaráBherratiö Matthiasar A. Mathi'esen. Varla veröur tregöa þing- manna til þess aö fela Kjara- dómi ákvöröunarvald um launakjör sin rakin til þess aö þeir séu hræddir um aö launin yrBu lækkuB frá þvi sem nú er. 1 raun eru miklu meiri likur á þvi aö þau veröi hækkuö, þar sem almennt viröist viöurkennt, aö þingmenn þurfi aö hafa mann- sæmandi laun og helst þaB há, aö þeir þurfi ekki aö vasast i öörum störfum eingöngu af fjárhagslegum ástæBum til þess aö sjá sér og fjölskyldum sinum farboröa. Þeir eiga ekki aö vera öörum háöir varöandi fjárhags- lega afkomu slna, heldur fjár- hagslega sjálfstæöir. A þaö var bent I forystugrein I VIsi i vikunni, aö þaö fyrir- komulag, sem nú er á ákvöröun- um um launakjör þingmanna, þaö er aö þeir ákveöi sjálfir kaup sitt og kjör, vekti óhjá- kvæmilega tortryggni og drægi úr viröingu þjóBarinnar fyrir alþingi, en margir hafa undan- farin misseri lýst áhyggjum sín- um yfir aö hún minnki stöBugt, — ekki sist þingmenn sjálfir. Af þessum ástæöum væri mun heppilegra aö ákvör&unarvaldiB yröiflutt til einhvers aöila, sem væri óhá&ur þinginu, og er þar Kjaradómur nærtækastur. Feluleikur í stjórnarráö- inu 1 beinum tengslum viB kjara- mál þingmanna er e&lilegt aö fjalla stuttlega um þann feluleik kerfisins, sem viögengist hefur undanfarin ár, aö bæta ýmsum háttsettum embættismönnum upp þau laun, sem þeir hafa samkvæmt launatöxtum meB svo og svo miklum grei&slum aukalega, sem látnar eru heita greiBslur fyrir „ómælda yfir- vinnu”. Þaö var einmitt slik yfirvinnuprósenta, sem þing- fararkaupsnefnd ákvaö aö þing- menn skyldu fá til samræmis viö ákveöna embættismenn kerfisins, eins og menn væntan- lega minnast. Algengast mun aö yfirvinnu- álagiB nemi 20-25% ofan á mán- aöarlaun, en I ýmsum tilvikum er miöaB viö ákveBinn fjölda yfirvinnutima á mánuöi, hvort sem hann er unninn eöa ekki. Fáir eöa engir munu þó hafa jafn rausnarlegar yfirvinnu- greiBslur og aöstoöarmenn ráö- herra, en meöal þeirra mun algengast aö ómælda yfirvinnan nemi 90 klukkustundum á mán- uöi. 1 þeirra tilvikum mun þvi yfirvinnugreiöslan mánaöar- lega vera jafnhá eöa hærri en íöstu launin, sem þeim eru ákveöin, Eins og fram kom i frétt i Visi i fyrradag, eru laun aöstoöar- mannanna miBuB viö sama launaflokk og laun deildarstjóra I ráöuneytum. Skýringin á þvi mun vera sú, aö þegar aöstoöar- menn ráBherra komu fyrst til sögunnar, var staöan I viökom- andi ráöuneytum þannig aö ekki þótti hæfa a& aöstoöarmennirnir yröu á jafn háum launum og skrifstofustjórar eöa rá&u- neytisstjórar. Þess vegna var launaflokkur þeirra ákveöinn hinn sami og deildarstjóranna. Þegar frá lföur fara svo ráö- herrar aö bæta mönnum sinum þetta upp meö yfirvinnugreiösl- um samkvæmt reikningi og enn sem komiö er munu slikar greiöslur ekki vera samnings- bundnar. Aftur á móti er þaö opinbert leyndarmál i stjórnar- ráöinu aö reikningurinn megi vera upp á 90 tima á mánuöi. Hvers vegna er ekki hægt aö hafa hreinni línur I þessum mál- um i stjórnkerfinu og hafa þá aösto&armenn ráöherranna, sem eru i raun pólitiskir ráöu- neytisstjórar hvers ráöuneytis, á sömu launum og þá ráöu- neytisstjóra, sem sitja af sér allar rikisstjórnir, i staö þess aö þeir fyrrnefndu séu látnir fara krókaleiöir til þess aö þeir fái jafn mikiö I launaumslögin sin og hinir. Þáttaskil í kvikmynda- sögu landsins Eftir vangaveltur út frá mesta hitamáli vikunnar væri ekki úr vegi aö leiöa hugann aö einum helsta viöburöi helgar- innar, sem nýhafin er. Þaö er frumsýning þriðju og siöustu leiknu kvikmyndarinnar, sem gerö var hér á landi á kvik- myndasumrinu gróskumikla 1979. Hinar tvær fyrri Land og synir og Vei&ifer&in hafa fariö sannkallaöa sigurför um landiö og eru allar likur á aö þær slái öll aösóknarmet Johns Travolta i Grease og annarra innfluttra stórstirna á hvlta tjaldinu. Nú mun þar birtast mynd þeirra Hrafns Gunnlaugssonar, Snorra Þórissonar og Jóns Þórs Hannessonar, OBal feöranna. Forvitnilegt veröur aö sjá hvernig þeim hefur til tekist viö aö lýsa andrúmi nútimans á Is- landi. Á dögunum var frumsýnd fyrsta Islenska teiknikvikmynd- in og sömuleiöis hafin sýning á nýrri kvikmynd um mannlif og dýra I Breiöafjaröareyjum. Kvikmyndagerö hefur allt fram á siöustu ár veriö vanrækt listgrein hér á landi. Fjárskort- ur hefur þar veriö mönnum helsti fjötur um fót, og I ljósi þess átta menn sig á þvl, hvílik þrekvirki brautryöjendur islenskrar kvikmyndageröar unnu hér á fyrri tiö viö erfiöar aöstæ&ur. Talsvert rofaöi til I þessum efnum, þegar styrkir Menning- arsjóös til kvikmyndageröar- manna komu til sögunnar, og uröu þeir til þess, aö ráöist var i nokkur verkefni, á sviði kvik- myndageröar, sem varla heföu annars oröiö aö veruleika. Algjör þáttaskil uröu svo varöandi grundvöll Islenskrar kvikmyndageröar er Alþingi samþykkti frumvarp um Kvik- myndasjóö og Kvikmyndasafn voriö 1978. Fyrir tilstuölan sjóösins var ráöist I gerö allra þeirra þriggja kvikmynda i fullri „biólengd” sem áöur voru nefndar, auk ýmissa annarra kvikmyndaverkefna ,aöallega á fræöslusviöi. Ástæöa er til aö ætla aö þaö átak, sem gert hefur veriö á vettvangi kvikmyndalistarinn- ar hérlendis, veröi til þess, aö skapa þessari listgrein þau skil- yröi, sem hún þarf til þess aö veröa snar þáttur i menningar- lifi þjóöarinnar. Atvinnumönn- um á sviöi kvikmyndageröar fjölgar sifellt og áhugamenn láta ekki sitt eftir liggja. Nýlega hafa svo veriö boöuö stórvirki eins og kvikmynd Is- film eftir Gisla sögu Súrssonar. Ahugi eykst Ahugi landsmanna á kvik- myndinni eykst si og æ og eru kvikmyndaklúbbar þenkjandi fólks á þessu sviöi gott dæmi um þaö, en þeir hafa eins og kvik- myndahúsin nær eingöngu haft af erlendu efni aö taka þar sem islensk kvikmyndahefö ristir ekki djúpt. Kvikmyndasýningar eru samkvæmt tölulegum skýrslum vinsælli dægrastytting hér á landi en nokkurs sta&ar I nálæg- um löndum og er liklegt aö sam- kvæmt þeim mælikvaröa séu Is- lendingar mestu kvikmynda- áhugamenn I heimi. 1 þessu sambandi má til dæm- is nefna, aö á siöasta ári voru gestir kvikmyndahúsa i Reykjavik sem næst 1,7 milljónir talsins, og ef viö segj- um, aö I Reykjavik og næsta ná- grenni búi um 100 þúsund manns þýöir þessi tala, aö hvert mannsbarn á svæ&inu fari 17 sinnum I bió á siöasta ári. Þvi mætti i ialnaleik jafna út þannig aö annan helming ársins hafi viökomandi fariö einu sinni i mánuöi I bió en hinn helminginn tvisvar I mánuöi. Auövitaö er fjöldi fólks á svæðinu, sem sjaldan eða aldrei fer i bió, og sést þá, hve gifurlegir kvik- myndaáhugamenn hinir eru... Hvaöa reikningskúnstum, sem menn beita veröur ekki annaö sagt en viö Islendingar séum iönir viö aö fara i bió. Leiknu islensku myndirnar þrjár, sem geröar voru i fyrra- sumar, hljóta enn aö hækka töl- urnar um fjölda kvikmyndahús- gesta á landinu, þar sem I ljós hefur komiö aö ýmsir, sem ekki hafa fariö 1 áratugi i bió, jafnvel ekki siöan um striö, — hafa nú drifiö sig og haft gaman af. Endurreisn islenskrar kvik- myndageröar þarf aö halda áfram meö eflingu Kvikmynda- sjóös og öörum a&geröum, sem hlúö geta aö þeim vaxtarbroddi, sem blasir nú viö mönnum, og skapaö heppilegan jaröveg fyrir þennan nauösynlega menning- arþátt i islensku þjóöllfi. Ef rétt er á málum haldiö getur hann oröiö blómlegur. Ólafur Ragnarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.