Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 5
SANJAY LATINN Sanjay Gandhi, sonur Indiru Gandhi og einn valdamesti maður Ind- lands, lést í gær er svif- dreki hans féll til jarðar. Svifdreki Sanjays féll til jarðar nálægt bústað Ind- iru Gandhi í Nýju Delhi. Sanjay Gandhi var talinn hafa stjórnað kosninga- baráttu Congressf lokks Indiru, sem vann stóra sigra í þing- og sveitar- stjórnarkosningum á þessu ári og var almennt álitið, að frú Gandhi ætlaði syni sínum formennsku í flokknum þegar hún drægi sig í hlé. Sanjay Gandhi ásamt konu sinni, Maneku, og mó&ur sinni, Indiru Gandhi. Þessi mynd var tekin i Nýju Mexikó fyrir nokkrum árum. Engar llkur benda til þess aö hún sé fölsuö. „FLJÚGANDI DISK- AR” í ARGENTÍNU „Fljúgandi diskar” hafa her- tekiö hugi Argentinumanna eftir að fjöldi manna sá fljúgandi furöuhluti fyrir um þaö bil viku. Dagblöö, vikublöö, útvarp og sjónvarp hafa vikiö aö fljúgandi furðuhlutum daglega frá því 14. júní, en þá kom slikur furöuhlutur inn á radar flugvallarins I Buenos Aires. Tiu minútum siöar tóku til- kynningar um fljúgandi furöu- hluti aö streyma inn frá ibúum fjögurra borga i allt aö 800 kiló- metra frá Buenos Aires, og einnig frá nágrannarikinu Uruguay. Flugmaöur sá sporöskjulaga hlut nálgast sig, og tveir flugum- sjónarmenn i Buenos Aires sáu bjartan hlut geysast i átt aö þeim, en beygja svo snögglega og hverfa á skömmum tima. Þá voru teknar tvær mjög skýrar ljós- myndir af fljúgandi furöuhlutum. Argentískir visindamenn telja aö hér geti veriö um aö ræöa endurvarp sólar og tungls frá frosnu skýi. Þingkosningarnar i Japan: Frlálslyndir juku fyigi sltt Frjálslyndi flokkurinn vann mikinn sigur i japönsku þing- kosningunum um helgina. Þegar 90 þingsætum var óráöstafað, hafðifrjálslyndi flokkurinn fengiö 259 þingsæti, en stjórnarandstað- an 162. Samkvæmt tölvuspám mun frjálslyndi flokkurinn fá 270 þing- sæti, og tryggir það flokknum meirihluta I öllum nefndum þingsins. Frjálslyndi flokkurinn, sem haföi 258 þingsæti fyrir kosning- arnar, hefur setiö að völdum i Japan siöustu 25 árin. Taliö er aö samuö kjósenda meö flokknum hafi aukist vegna fráfalls for- manns hans, Masayoshi Ohira, fyrir hálfum mánuöi. Þátttaka i kosningunum var óvenju mikil, eöa um 75%. r-"""-—1—■i—^ „Sirangieps" handteknlr: i HVÖTTU ÁHORFENDUR i TIL OFRELDISVERKA ! ■ Meðlimir hljómsveitar- í innar „The Stranglers" ® voru handteknir í Frakk- 1 landi í gær eftir læti og ■ skemmdarverk að af- “ loknum tónleikum þeirra | i Háskólanum i Nice. Þeir ■ voru sakaðir um að ■ hvetja til ofbeldisverka. A hljómleikunum kvörtuðu S fjórmenningarnir i „Strangl- “ ers”, sem islenskir poppunn- y endur muna vel eftir eftir heim- B sókn þeirra til Islands 1978, yfir H lélegu hátalarakerfi. „Háskól- B inn er rikur. Samt hefur okkur ■ verið neitaö um þær greiðslur m sem viö fórum fram á”, sagði | einn meðlimur hljómsveitar- b innar i hljóönemann. „Ég fyrir- B skipa ykkur aö brjóta allt hér n inni”. ■ Aödáendur hófu nú aö brjóta ■ allt lauslegt inni I salnum, brutu ™ siöan allar rúöur og kveiktu I ■ trjám á háskólalóöinni. “ Skemmdir eru áætlaöar nema 9 um hundraö milljónum króna. " „Stranglers” — sitja nú inni Ifyrir aö hafa æst áhorfendur til ofbeldisverka. Sovéskir og afganskir hermenn heilsast glaöir og hressir. Samkvæmt sovéskum heimildum munu þeir fljótlega kveöjast . Sovétmenn: Kaila herllð frá Afganlstan Sovétmenn lýstu þvi yfir i gær, aö þeir myndu kalla heim nokkrar hersveitir frá Afganist- „Þelta er slrlöl” - kaiiaðl kennarlnn og skaul á kirkjugestina 45 ára gamall kennari réöist i gær inn i baptistakirkju i Danser- field i Texas og drap fjóra menn og særði tiu aöra sem voru við messu. Þegar Alvin King réöist inn i kirkjuna, var hann vopnaður tveimur skammbyssum og tveimur rifflum með byssustingj- um. Þegar hann kom inn i kirkj- una kallaði hann: „Þetta er striö” og hóf skothrið. Tveir menn, annar sjö ára drengur, létust þegar I staö og tiu særöust. Þá tókst þremur mönn- um að koma byssumanninum út Ur kirkjunni, en um leið og honum var sleppt, hóf hann skothrið aft- ur og drap tvo menn til viðbótar. Eftir þetta hljóp byssumaður- inn aö nálægri slökkvistöð, miö- aöi skammbyssu aö höfði sér og skaut. Alvin King lést ekki viö skotiö, en liggur nú hættulega særður á sjúkrahúsi. an. Ekki tekiö fram I tilkynning- unni hversu margir hermenn vröu kallaöir heim né hvenær. Kvikmynd af sovéskum skriö drekahermönnum á heimleiö var sýnd i sovéska sjónvarpinu i gær — sólbrúnir og kátir hermenn undir stjórn herforingja meö hvitan eyðimerkurhatt. Frétta- skýrendur telja, aö þessar mynd- ir séu fyrsta atriöið i mikilli áróö- ursherferö Sovétamma til aö bæta almenningsátlitið i heimin- um. Talið er að á milli 80.000 og 100.000 sovéskir hermenn séu nú i Afganistan. Viðbrögð vestrænna ráöa- manna vegna tilkynningar Sovétmanna hafa enn sem komið er verið litil, og er almennt taliö að hér sé um áróðursbragö Kremlverja aö ræöa FYRSTA ÁSTRALSKA GLASADARNID Fyrsta ástralska glasabarniö fæddist i Melbourne i gær. Móður- inni og dóttur hennar liöur báðum vel. Fæöingin tókst vel og stúlk- an, sem nefnd var Candice Eliza- beth, vó 3,6 kilógrömm. Linda Reed og eiginmaður hennar, John Reed, sem er kenn- ari, bUa i litlu þorpi i austur Victoriu, og áttu þau fjögurra ára gamlanson fyrir. Er hann fæddist varð móöir hans ófrjó.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.