Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 32
«r Mánudagur 23. júní 1980 síminnerðóóll Veðurspá helgarínnar Viö vesturströnd Skotlands er nærri kyrrstæð 996 mb. lægð en yfir norðaustur Grænlandi er heldur minnkandi 1025 mb. hæö. Svalt verður áfram á noröur og norð-austurlandi. Suðurland: NA-gola eða kaldi, víða bjart veður. Faxaflói: A og NA-kaldi og víða bjart veöur sunnan til en stinningskaldi og skýjaö með köflum norðan til. Breiðafjörður: NA-stinnings- kaldi eöa allhvasst, skýjaö og sums staöar dálltil rigning. Vestfirðir: NA-kaldi og sums staðar stinningskaldi, skúrir, einkum norðan til. Norðurland vestra: N og NA- kaldi eða stinningskaldi, rign- ing með köflum. Norðurland eystra og Austur- land: N og NÁ-kaldi, rigning. Austfirðir: N-kaldi eða stinn- ingskaldi, rigning meö köfl- um. Suðausturland: NA-kaldi eða stinningskaldi austan til en gola vestan til, skýjað og sums staöar dálitil rigning. veðriö hér 09 har Klukkan sex I morgun: Akureyri skýjað 4, Bergen skýjað 11, Helsinki alskýjað 17, Kaupmannahöfnskýjað 13, Oslö skýjaö 13, Reykjavik al- skýjað 7, Stokkhólmursúld 13, Þórshöfn alskýjað 3. Klukkan átján i gær: Aþena heiðskirt 24, Berlin , skýjaö 16, Chicago hálfskýjað 28, Feneyjar léttskýjað 23, Frankfurt skýjað 16, Nuuk þoka 6, London úrkoma 12, Luxemburg úrkoma 13, Las Palmas léttskýjað 23, Mall- orca skýjað 23, Montreal létt-• skýjað 24, New Yorkheiöskírt 18, Paris hálfskýjaö 16, Róm léttskýjað 23, Maiagaléttskýj- að 29, Vin úrkoma 14, Winni- peg léttskýjað 33. ■r . _ Lokl Hver segir að Þjóðvilja- menn geti ekkert lært? Fyrir nokkru gagnrýndu þeir mjög notkun Visis á orðinu „Sjóða- kóngur”, en nú hafa þcir sjálf- ir fundiö upp hliðstætt orö, „Timakóngur”, yfir þá sem vinna mesta y firvinnu hjá rik- inu. Þeim er sem sé ekki alls varnaö á Þjóðviljanum! Forsetaframbióðendur á fullrl ferð siöusiu vlkuna fyrlr kjördag: Slórfundlr í höfuð- borginnl næsiu daga Nú eru aðeins sex dagar til stefnu fram að forsetakosning- unum 29. júni og lokasprettur kosningabaráttunnar er hafinn. Frambjóðendurnir eru nú sem óðast að heimsækja þá staöi úti á landi, sem þeir hafa ekki kom- ist til fram að þessu, auk þess sem mikil fundahöld eru fyrir- huguð i Reykjavik i vikunni. Hér á eftir fer yfirlit yfir það heista sem fyrir dyrum stendur hjá frambjóöendunum fjórum. Albert Guðmundsson heim- sækir i dag Hrauneyjafossvirkj- un, Sigöldu og Búrfellsvirkjun og verður svo með fund á Hvols- velli i kvöld. A morgun verður fundur i Garðabæ og á miöviku- daginni Þorlákshöfn. Siðdegisá fimmtudag verður svo útifund- ur á Lækjartorgi. Albert kemur til með aö heimsækja vinnustaði i Reykjavik alla þessa daga og einnig á föstudaginn. Guðlaugur Þorvaldsson veröurá fundi I Laugardalshöll- inni i kvöld og annað kvöld verð- ur fundur á Hvolsvelli. Fundir verða siöan i Borgarnesi á mið- vikudag og Akranesi á fimmtu- dag. Jafnframt þessu mun Guð- laugur fara i vinnustaðaheim- sóknir. Pétur Thorsteinsson verður meö fund i Iróttaskemmunni á Akureyri I kvöld og i Keflavik annað kvöld. Fundur með ungu fólki veröur i Sigtúni á miðviku- dagskvöld og á föstudagskvöld- iö verður fundur i Háskólabiói. Vigdis Finnbogadóttir mun i dag heimsækja vinnustaði i Reykjavik og annaö kvöld verð- ur Jónsmessugleði i Laugar- dalshöll. Ekki er búið að gera fasta áætlun um miðvikudag og fimmtudag, en trúlega verða þeir notaöir til feröalaga. RÆTT HB RÚSSA í DAG UM OLlUKAUP NÆSTU FIMM ÁRA Viðræður milli tslendinga og Rússa um fimm ára viðskipta- samning hefjast i dag og verður þar m.a. fjallað um oliukaup ís- lendinga af Rússum til næstu fimm ára. Tómas Arnason viðskiptaráð- herra sagöi i samtali við Visi, að væntanlega yrði gerður ramma- samningur viö Rússa um oliu- kaup til næstu fimm ára. Samiö yrði um olíukaup allt að ákveönu magni en hversu mikið það væri kvaöst hann ekki geta tjáð sig um. Væntanlega yrði þar þó bæði um aö ræða diseloliu og svartoliu, en samningar af þessu tagi hefðu veriö geröir við Rússa siöustu 27 árin og yröi framhald á þeim nú. —HR. Listahátið lauk á laug- ardagskvöld með hljóm- leikum Clash i Laugar- dalshöll og var fjöl- menni á hljómleikunum. Aðstoðarmenn bresku nýby Igjurokkaranna höfðu nóg að starfa við að gæta goðanna og á mynd Ijtismyndara Visis, Gunnars V. Andréssonar, sjást þeir góma ungan aðdáanda sem kominn er upp á sviðið. Sjá nánar á bls. 6. „FMLEITAR ASAKANIR" - SEGIR FLUGVALLARSTJÓRINH Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI UM RRÉF SAMGÖNGURÁBUNEYTISINS UM FLUGSTJÓRNARMÁLIN „Þessar ásakanir sem koma fram í skýrslu flugmálastjóra um að aukin tíðni flugumferðaróhappa geti leitt til stórslysa á flugstjórnarsvæði Keflavíkurflug- vallareru fráleitar", sagði Pétur Guðmundsson, f lugvallarstjóri í samtali við Vísi i morgun. Samgönguráðuneytiö og Utan- Péturs vegna fyrrgreindrar he{ur krafist yfirráða yfir öllum rikisráöuneytiö biða umsagnar skýrslu, en samgönguráðuneytið fiugstjórnarmálum á Keflavfkur- fiugvelli. Fjármál og manna- ráðningar þar hafa hinsvegar heyrt undir utanrikisráðuneytið hingað til. Pétur Guðmundsson sagðist ekki vilja segja meira um máliö að svo stöddu, en sagði aö umsögn hans yrði tilbúin siðar i þessari x.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.