Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 9
Mánudagur 23. júnl 1980 9 Fyrir fáum dögum lét einn af forsetaframbjó&endum hafa eftir sér þau orð, að nú væri „lokaslagurinn hafinn”. Satt aö segja eru mér slík ummæli ekki aö skapi, þegar rætt er um málatilbUnað, er leiða skal til forsetakjörs. Hef ég raunar lát- ið aö þvi áliti liggja á öðrum vettvangi nU þegar, en tel skað- laust að árétta það. Ég hygg, að fjöldi ábyrgra Islendinga kæri sig ekki um að lita á aðdrag- anda forsetakosninga sem ein- hvers konar handalögmál. Þessu sinni er þjóðin að bUa sig undiraðveita einum sona sinna og eiginkonu hans það embætt- ið, er sist skyldi dregiö i svað sundurlyndis og gagnkvæmra aðdróttana. Hitt var rétt i oröum fram- bjóöandans að nU fara I hönd þær vikur, er landsmenn munu endanlega gera upp hug sinn til frambjóðenda og láta þann hug i ljós á kjördegi. SU staðreynd er okkur, stuðningsmönnum Guð- laugs Þorvaldssonar og Kristin- ar Kristinsdóttur, áminning þess efnis að láta nU ekki deigan siga, heldur tala máli þeirra hjóna hvar og hvenær sem við fáum þvi við komið. Málefnalegur ágreiningur Það er athyglisvert, að i ýmsu tilliti hafa linur skýrst i umræöu undanfarinna daga og vikna. Er þar af mörgu að taka. Einn er sá ágreiningur, sem berlega er kominn i ljós. Hann er málefna- legur, en ekki persónulegur, og þess vegna er ástæða til að gera hann refjalaust að umtalsefni: Stuðningsmenn forsetafram- bjóöenda fluttu mál sitt i rikis- Utvarpiðað kvöldi dags nýveriö. Einn stuðningsmanna kvað sig og sína menn gagngert heyja baráttu fyrir þvi að reyndur stjórnmálamaður veröi forseti tslands. Þessi hreinskilni er þakkarverð. Hér var gripið á kjarna máls. Um þetta viðhorf er ég hlutaðeigandi stuðnings- manni svo einlæglega ósam- mála sem framast má verða. Og ég leyfi mér að láta uppi þá sannfæringu, að sama máli gegni um meirihluta islenskra kjósenda. Einstaklingur með umtals- verðan flokkspólitiskan stjórn- málaferil að baki á að minu mati ekki erindi i embætti for- seta tslands, ef annarra manna er völ. Ekkert misjafnt skal að öðru leyti um þann frambjóð- anda sagt, sem hlut á aö mSli, enda ber öllum kunnugum sam- an um, að hann sé valmenni. En sú staðreynd breytir engu um það, að atvinnustjórnmálamað- ur hefur að öðru jöfnu áratugum saman átt i þess konar sennum, að hann getur aldrei orðið það sameiningarafl, sem forseta lýðveldisins er ætlað að verða. Má i þvi efni einu gilda, hvort litið er á forseta sem fulltrUa þjóöarinnar i heild ellegar þann æðsta valdsmann rikisins, er skerst i leikinn og leysir hnUta, þegar allt um þrýtur. Ef við getum orðið á einu máli um nokkurn hlut, er þeirrar ein- ingar aö leita utan vettvangs flokkspólitisks dilkadráttar, en ekki innan hans. Guðlaugur Þorvaldsson er I þessari tafl- stöðu maðurinn, sem við vorum að leita að. Hann hefur ekki haslaö sér völl á vettvangi stjórnmála. Hann er ekki frá fornu fari fulltrUi eins flokks af fjórum eða fimm, né heldur er hann umboðsmaöur tiltekinna hagsmunahópa. Hann er likleg- ur samnefnari þjóöarinnar i heild, óháöur þeim stjórnmála- öflum, sem við i annan tima fylkjum okkur um, ofar þeim öllum. Spurningin um óháðan forseta Þannig horfir málið við þjóð- inni. En hið sama verður uppi á teningnum, ef litið er á forseta sem endanlegan handhafa rikis- valdsins á örlagastundu. Og ná- kvæmlega við þau vatnaskil verður spurningin um óháöan forseta lýðveldisins að eiginlegu alvörumáli. Til eru menn, sem álita, að enginnannar en fyrrverandi at- vinnustjórnmálamaður muni ráða viö þau vandamál, er upp koma við stjórnarkreppur og önnur tækifæri áþekk. Þeir sem þannig tala virðast telja stjórn- mál einhvers konar óskiljanleg- an leyndardóm, sem ekki sé á færi hversdagsfólks. Slikur hugsunarháttur samræmist ekki hugmyndum Islendinga um lýðræöi og jöfnuð manna á meöal. Ég mun ekki vera einn um það að álita einstakling með greind Guðlaugs Þorvaldssonar og lifsreynslu vera fyllilega fær- an um að komast til botns i um- ræddum leyndardómi og greiða þar Ur flækjum til jafns við hvern þann, er setið hefur á Al- þingi um áratuga skeið. Síðast en ekki slst, og þar hygg ég burðarás þessa máls vera að finna: Þegar harðnar á dalnum og syrtir I álinn, þarf forseti lýðveldisins aö geta nálgast liðsoddda Islenskra stjórnmála sem sá, er rikir yfir landinu og þeim. Það getur hann ekki gert, ef hann hefur áður verið einn I þeirra hópi. Það getur hann þvi aðeins gert, að hann komi að utan og ofan og beiti algjörri sérstööu sinni til að leysa þann vanda, sem komiö hefur öðrum i þrot. Þessa ein- stæða handhafa Urslitavalds þafnast íslenska þjóöin, — ekki til að hann beiti valdi sinu i ó- tima, heldur til þess að hann mildum höndum hins sáttgjarna og styrku taki stjórnandans stýri milli skers og báru á þeirri siglingaleiö, er sist viröist kyrr- ast, þótt á vinnist um aldur lýð- veldisins. Guðlaugur Þorvaldsson er fyrir margra hluta sakir likleg- astur forsetaframbjóðenda til að valda þessu verkefni. Ekki miður sióaður i þeirri röst.... 1 þvi sambandi er eölilegt að geta þess, að Guðlaugur hefur um árabil gegnt hverju trUnað- arstarfinu á fætur öðru. Hann hefur komið fram sem maður sátta og sanngjarnra Urslita, en ekki hikað viö aö taka af skarið, ef þörf hefur verið á. Hann þekkir þau vandkvæöi, sem rekur á fjörur forseta Islands i stdrviðrum innanlandsátaka. Ég sé heldur ekki ástæðu til að ætla, að hann muni glUpna and- spænis erlendum stórmennum, enda mun hann ekki vera miður sjóaður i þeirri röst en hver annar eftir að hafa veitt farsæla forystu æðstu menntastofnun þjóðarinnar, sem öðrum Utvörð- um fremur er ásýnd Islands gagnvart umheiminum. Mannjöfnuður er ævinlega tvieggjað fyrirbæri, en þó tekur fyrst i hnUkana, þegar Fóstur- landsins Freyja er gerð að álita- máli. Og nú vill svo til, að þessa gerist ekki þörf. An þess að nokkur hefði hugmynd um það fyrren nýlega.er frU Kristin Kristinsdóttir bUin að vera for- setafrUarefni i þrjá áratugi. HUn var ekki þjóðkjörin. HUn Heimir Steinsson, rektor i Skálholti, fjallar hér um forsetakosningarnar, sem i hönd fara, og segist meöal annars hyggja, aö fjöldi islendinga kæri sig ekki um að líta á aðdrag- anda forsetakosninga sem neitt handalögmál. varkosin af Guðlaugi Þorvalds- syni. Og haldi nU einhver að ég sé að reyna að vera fyndinn, skal það tekið fram, að svo er ekki. Einnig hér er á ferðinni al- vörumál, raunar eitt hið dýpsta og helgasta á jörðu. I þrjá ára- tugi hefur KristinKristinsdóttir fetað veg sinn við hlið Guðlaugs I gleði og I sorg.af þeirri tryggð, sem er aðalsmerki hverrar konu. Við öll, synir og dætur is- lenskra kvenna, vitum gjörla I krafti einfaldrar hversdagstil- finningar, að þess konar trUfesti er hornsteinn mannlegs samfé- lags. Kristin hefur sakir langvinnr- ar samvinnu við bónda sinn, tamiö sig við hverja þá Iþrótt háttvísi og kvenlegrar reisnar, sem forsetafrU þarfnast. HUn mun áreiðanlega verða þjóð sinni til sæmdar andspænis Ut- lendum tignarmönnum héðan i frá sem þráfaldlega hingað til. Undanfarin sjö ár og þó meö ýmsum hætti lengur hefur staða hennar veriö slik, að á betri undirbUning veröur ekki kosiö. I krafti þess, sem hér hefur verið sagt, — og með sklrskotun til fjölmargra raka annarra, sem ekki vinnst tóm til að telja fram, — tökum viö höndum saman og berum þau Guðlaug og Kristinu fram til sóknar, — og fullnaðarsigurs. Hjónin Guðlaugur Þorvaldsson og Kristin Kristinsdóttir á kosninga- feröalagi á dögunum. Visismynd: GVA. Þá er aöeins eftir tæp vika til kjördags um forsetaembættið. Ekki hefur dregið Ur baráttunni né ferðum frambjóöenda um landið. Ekki hefur þó veriökom- ið á sameiginlegum fundum og má vera að timaskortur hafi valdið, þvi að seint var þessi hugmynd athuguð i alvöru. Þessa daganá munu þeir kjós- endur, sem ekki voru bUnir að ráöa við sig hvern kjósa skyldi, vera að taka ákvörðun. Tvisýnt mun verða um Urslit og munur ef til vill minni en fyrstu athug- anir gafu til kynna. Þeir fram- bjóðendur sem neðar stóðu i skoðanakönnunum þykja hafa lyfst eitthvað og þó einkum Al- bert hér á Stór-Reykjavikur- svæðinu. Þetta á aö hafa gerst á kostnað Guðlaugs, en talið að Vigdis haldi sinum hlut. Allt slikt er að sönnu getgátur en spegla þó að einhverju þau áhrif, sem menn hafa oröið fyrir. Það var gaman að fylgjast með þvi 19. jUni á hátiðisdegi kvenna, hversu rlkisfjölmiðlar sem og aðrir fjölmiðlar gættu þess að minnast ekki á, aö nú væri I fyrsta sinn kona I fram- boði til forsetakjörs. I þeirri umræöu, sem átti sér stað um bætta stöðu konunnar og aukin áhrif á sviði þjóömála og meiri kjark til að sækja fram, hefði fordæmi Vigdisar Finnboga- dóttur þd gjarnan mátt vera efst á blaði. Ekkert hefur betur sýnt I okkar samfélagi, að konur telja sig jafningja karla en framboö Vigdisar og er þess að vænta aö konur standi þétt að baki henni i þessu efni. Fátt myndi lika verða meir til fram- dráttar jafnréttisbaráttu kvenna en kjör Vigdisar. I máli Vigdisar hefur það komið skýrt fram, að forsetinn væri maður þjóðarinnar. Hann væri ekki fyrst og fremst fyrir- greiöslumaður i pólitik né aðall hans að kunna að taka á móti þjóöhöfðingjum. Sameiningar- tákn þjóðarinnar væri aðall for- setans. Samband hans við þjóð sina væri það, sem mestu máli skipti. Alþýðlegur virðuleiki Hér er komiö að þeim þætti, sem fráfarandi forseti rækti meö svo mikilli prýði, að löng- um er til vitnað. Hinn alþýölegi virðuleiki ásamt prUðmannlegri framkomu og fagurri framsetn- ingumæitsmál; o , ritaðs er það, sem þjóðin hefur dáð mest I fari ingu mælts máls og ritaðs er þaö, sem þjóðin hefur dáð mest i fari hans. Astæða er til að leggja rika áherslu á, að sá alþýðlegi viðru- leiki, sem skapast hefur um embættiö, haldist. Af þeim sem nU gefa kost á séf til forseta tel ég Vigdisi Finnbogadóttur best til þess fallna aö rækta þennan arf. HUn hefur i minum huga alla þá hæfileika, sem til þarf til þess að veröa verðugur arftaki Kristjáns Eldjárns aö þessu leyti. Það hlýtur þó löng- um aö verða svo, að hver nýr forseti setji sinn svip á embætt- iö. Forsetinn verður að vera sjálfstæður I sinum verkum, þó svo hann þiggi góðra manna ráð. Mér finnst Vigdis hafa hvort tveggja tilaö bera að hlita kalli þjóðar sinnar og geta tekið sjálfstæöa ákvörðun. Hún hefur tU að bera mikla reisn og virðu- leik. Með þessu vil ég i engu kasta rýrð á meðframbjóöendur hennar, en hún stendur þar fremst meðal jafningja. Framboð Vigdisar er sérstæð- ara en hin framboöin þrjU. Þau bera á ýmsan hátt sterkan keim af pólitiskum tilburðum. Það ■hefur marg-oft komið fram i kosningabaráttunni, að Vigdís höfðar mjög mikið til alþýðu manna. Ég hef sett fram þá skoðun áður, að hún sé umfram aðra frambjóðandi sjómanna, verkamanna, bænda og al- mennra launamanna. Eftir þvi sem liöið hefur á kosninga- baráttuna, hef ég styrkst i þess- ari skoöun. Hvar sem hún hefur farið um landið hefur hún hlot- ið mjög góðar viðtökur alþýðu manna. En það er eftirtektar- vert að kjósendur hafa þar gengið á sniö viö marga forystu- menn i flokkum og heildarsam- tökum. Mörgum finnst, að nöfn félagasamtaka séu notuð um of i baráttunni og smekklegra heföi verið fyrir þá einstaklinga, sem lýsa yfir stuðningi viö einstaka frambjóðendur, að láta starfs- heiti sitt fylgja með, en ekki for- mennsku i einstökum félögum. Það gefst ekki vel i kosningum sem þessum, aö menn séu að stimpla félög sin með ákveðnum frambjóðendum. Nái Vigdls Finnbogadóttir kjöri, má vænta þess að forseta- embættiö veröi i næstu framtlð utan stjórnmálaátaka en for- Vigdis Finnbogadóttir á kosningaferðalagi fyrir skömmu. Visismynd: GVA. setinn verði það sameiningar- tákn, sem þjóðinni er nauösyn. Ráði flokkarnir hins vegar miklu umkjör forsetans, er hætt við, að skorta muni einingu um hið virðulega embætti. Embætti forseta á að vera ópólitiskt og kosningarnar einnig. Úrslitin ráðast á sunnudaginn kemur. Hver sem niðurstaða þeirra verður, óska ég þeim sem sigrar, gæfu og gengis i em- bætti. Kári Arnórsson Kári Arnórsson, skóla- stjóri, ræöir kosninga- baráttuna fyrir forseta- kjöriö og segir munu veröa tvísýnt um úrslit og munur verði ef til vill minni en fyrstu athuganir hafi gefiö til kynna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.