Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 22
VISIR Mánudagur 23. júnl 1980 Vegurinn aö Hátúni 10 og lOa viröist ekki vera sem bestur ef marka má þessa mynd (Vísismynd Þ.G 9 9 Hættulegur vegur fyrlr óléttar konur Kona” hringdi: „Ég hef stundum átt leiö aö Hátúni 10 og lOa i Reykjavik til þess að heimsækja ættingja minn sem þar býr i húsum öryrkjabandalagsins. Það vekur hins vegar eftirtekt mina á þessum stað að ekkert virðist vera gert fyrir vegar- slóðann heim að þessum hús- um. Er hann mjög holóttur og slæmur yfirferðar og á ég t.d. fremur erfitt með að fara þenn- an veg, en ég er ólétt. Væri nú ekki ráð að þeir menn sem eiga að hugsa um þennan ágæta veg, taki sig nú til og láti a.m.k. hefla hann!” Guölaugur Þorvaldsson Guðlaugur er hæfastur Starfsferill hans er óvenju glæsilegur. Hann hefur gegnt störfum ráðuneytisstjóra i fjár- málaráðuneytinu, prófessors i viðskiptafræði. Hann gegndi starfi háskólarekstors á mjög miklum umbrotatimum I Há- skóla Islands og hann hefur gegnt starfi rikissáttasemjara og hefur setið i öllum sátta- nefndum um áratugs skeið. Guðlaugur hefur verið talinn standa sig með afbrigðum vel I öllum þessum störfum. Ekki sist sem háskólarektor þar sem hann fékk 96% atkvæöa við endurkjör, sem þótti alveg frá- bært, einkum með tilliti til þess að hann var háskólarektor á mjög miklum breytingatimum. Tala stúdenta stórjókst. Kröfur um nýjar deildir spruttu fram og húsnæðisvandkvæðin voru hrikaleg, svo eitthvað sé nefnt. Tökum enga áhættu — send- I® um Guðlaug á Bessastaöi. Baldur Kristjánsson (0923 — 7690) Endursýnið myndina „Lítii húia” Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Mig langaði til að koma þeirri ósk til Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins hvort ekki væri hægt að endursýna kvikmynd Agústs Guðmundssonar „Litil þúfa”. Þaö hittist þannig á að hún var sýnd á hvitasunnudag og var ég þá i sumarbústaðupp I sveit, og veit ég að svo var með fleiri sem ég þekki. Myndin hefur vakið það mikið umtal, að gaman væri fyrir þá sem misstu af henni að fá að sjá hana, það getur varla verið það kostnaðarsamt, annað eins er endursýnt I sjónvarpinu. Atriöi úr kvikmyndinni „Lltil þúfa” HVERS VEGNA ALBERT? Loftur Magnússon er ekki I vafa um hvers vegna hann styöur Albert Guömundsson. Loftur Magnússon skrifar: Senn liður að þvi að þjóðin kýs sér nýjan forseta. Fólk er að ákveða sig þessa dagana og allt fram að 29. júni. Fyrir mig var enginn vandi að velja. Ég styð Albert Guðmundsson. Hvers vegna hann? spyrja sumir. Vegna mannkosta hans og góðra eiginleika. Vegna þekk- ingar hans á Islensku þjóðlifi. Vegna starfs hans sem stjórn- málamanns og þátttöku hans og reynslu I stjórnsýslu, sem alþingismaður borgarfulltrúi og borgarráðsmaður. Vegna árangursriks starfs hans fyrir ýmis félagasamtök og uppbygg- ingar hans á íþrótta- og æsku- lýðsstarfi, heima og erlendis. Vegna áhuga hans fyrir ein- staklingum, smáum og stórum, og viðleitni hans til að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Vegna dugnaðar hans og ósér- hlifni i hverju þvl starfi sem hann tekur að sér. Vegna þess aö hann er harður samninga- maður, ákveðinn en drenglynd- ur. Vegna þess að hann getur sagt nei þegar honum finnst það við eiga. Vegna þess að Albert er eini frambjóöandinn i þess- um forsetakosningum sem einn og sjálfur ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta íslands, til að vinna þjóð sinni enn betur en orðið er, óragur að takast á við nýtt verkefni. Vegna þess að hann er giftur Brynhildi Jóhannsdóttur, mikilli mann- kostakonu, sem er svo mild og hlý I reisn sinni. Vegna þess aö Albert spyr aldrei hvað fæ ég fyrir að hjálpa, heldur hvernig get ég hjálpað. Albert Guðmundsson hefur sýnt með lifshlaupi sinu, að þar fer traustur maður, sem er verðugur þess að verða forseti Islands, og ég tel þjóðhöfðingja- heimilinu vel borgið með Albert Guðmundsson og Brynhildi Jóhannsdóttur sem húsbændur. Þau eru glæsileg I framgöngu, samstillt, háttprúð og virðuleg, vel menntuð og gjörþekkja islenska þjóðarsál. Vegna þessa og margs annars mun ég kjósa Albert tilforseta.ogheitiá allar góðar vættir að veita þeim hjón- um brautargengi 29. júni. ALBERT OG BRYNHILDUR TIL BESSASTAÐA! 9 ■ sandkorn Sveinn jdnsson skrifar. Guö- Bðgguli með skammrifi Dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, flutti snjalla ræðu á þjóöhátiöardaginn eins og hans var von og visa og tek- ið var til þess, hversu höfðing- legur I fasti Gunnar var á þeirri stundu. í ræöu sinni kom Gunnar vlöa við og fjallaði um vanda þjóöarinnarog það sem efst er á baugi i þjóðllfinu. Sparijfár- eigendum hlýnaöi um hjarta- rætur þegar foræstisráöherra boðaði betri tið meö blóm I haga þeim til handa og þótti mönnum þetta mikil tlðindi og góö aö geta nú allt I einu lagt sparife' sitt inn á banka án þess aö tapa þeim þar með I gin veröbólgudraugsins. Máliö var þó ekki alveg svona einfalt þegar betur var að gáð þvf aö forsætisráðherra láðist að geta þess, að ákveö- inn bögguil fylgdi skammrif- inu, þ.e. tveggja ára binding sparifjár til að full verötrygg- ing komi til framkvæmda. Eru margir þeirrar skoöunar, aö þar meö hafi mesti glansinn farið af loforðinu um batnandi tiðarfar hvað þetta snertir... Lifið er frysiihús Forsetaframbjóöendur hafa nú flengst um landiö þvert og endilangt, — sýnt sig og séð aðra. Að sjálfsögðu hafa fjöl- miðlar fylgst náið með ferðum þessum og birt frásagnir og myndiraf frambjóðendunum I frystihúsum vlða um land. Vel á minnst, frystihús... — Ég minnist þess nefnilega ekki að hafa séð mynd af frambjóð- endunum annars staðar en I islensku frystihúsi. Nú skal ekki gert litið úr þýðingu frystihúsa né þeirri vinnu sem þar er innt af hendi fyrirafkomu þjóðarbúsins. Ég vil þó aðeins minna á, að menn taka vfðar til hendinni en I frystihúsunum og þvi full ástæða fyrir verðandi forseta að kynnast fleiri atvinnu- greinum landsmanna. Þessi frystihúsadýrkun væri skilj- anleg ef um væri að tefla stöðu forstjóra Sölusambands islenskra fiskframleiðenda. En þetta á nú einu sinni að vera þjóðhöfðingi allra lands- manna... Snðggur til svars Sú saga flýgur nú um bæinn, að I spurningaþætti útvarpsins á laugardaginn, hafi Pétur Thorsteinsson verið óvenju snöggur að svara spurningum fyrirspyrjenda, sem voru full- trúar hinna frambjóðendanna. Þannig sátu þeir uppi spurn- ingalausir þegar töluvert var eftir af timanum og voru nú góð ráð dýr. Segir sagan að Pétur sjálfur hafi þá hlaupið undir bagga og bent fyrir- spyrjendum á ýmislegt sem hann hafi verið spurður aö á ferðum sinum um landið og þannig bjargað málunum þeg- ar allt var komið I hnút...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.